Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.05.1974, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1974 j ÍÞRðTTAFBÉTTIR MBBCBBIBLAÐSII^S Skíðavertíðinni að ljúka UM hvítasunnuna verður haldið síðasta stórmót skíöamanna þetta keppnistímabil. Er þaó hið árlega Skarðsmót. sem haldið verður á Siglufirði. Með þessu móti lýkur bikarkeppni SKI í alpagreinum. en staðan í þeirri keppni fyrir Skarðsmótiö er mjög jöfn. sér- staklega í karlagreinum þar sem nokkrir fremstu keppendur eiga allir möguleika á sigri. I kvenna- flokki hefur Margrét Baldvins- dóttir frá Ak. sýnt nokkra yfir- burði og hefur hún þegar trvggt sér sigur í þessari keppni, en sig- urvegari er sá. sem náö hefur beztum samanlögðum árangrí í 6 af 12 punktamótum vetrarins. Staða fremstu manna fyrir Skarðsmót er: Karlaflokkur: 1. Arni Óðinsson Ak. 2. Hafsteinn Sigurðsson. I. 2. Tómas Leifsson. Ak. 4. Gunnar Jónsson. I. 5. Valur Jónatansson, I. Guðmundur með þrennu, er Blikarnir unnu Selfoss Guðmundur Þörðárson. eini Breiöabliksmaóurinn. sem leikið hefur í landsliöi. virðist vera að komast í sitt gamla form. í leikj- um keppnistímabilsins hefur Þotukeppnin á Hvaleyri Hin árlega þotukeppni Flug- félags Islands fer fram hjá Golf- klúbbnum Keili á Hvale.vrarvelli í dag og á morgun. Leiknar verða 18 holur hvorn dag eins og á undanförnum árum. en þá hefur þotukeppnin verið eitt fjöl- mennasta golfmót, sem hér er haldið. Segja má, að Hvale.vrar- völlur sé nú orðinn eins og að sumri til en þó verður í þessari keppni le.vft að hre.vfa innan fer- fets á braut og uin „púttershaus” á flötum. Þotukeppnin er fyrsta opna golfmótið á árinu. sem gefur stig til landsliðs, og niá af þeim sökum búast við mikilli þátttöku. Keppnin hefst klukkan 8.30, keppnisstjóri verður Þorvaldur Ásgeirsson og verður keppt með og án forgjafar. hann þegar skorað 7 mörk, en allt síðasta keppnistímabil gerði hann aðeins þrjú mörk. Guðmundur var á skotskónum í leik Breiða- bliks og Selfoss i fyrrakvöld og gerði þá þau þrjú mörk, sem skoruð voru i leiknum. í nokkuð jöfnum fyrri hálfleik gerði Guðmundur eina markið, hann fékk sendingu inn í vítateig Selfoss og sendi knöttinn aftur f.vrir sig, yfir Jón Sveinsson hinn nýja markvörð Selfyssinga. I síðari hálfleiknum b.vrjuðu Sel- fyssingar af nokkrum krafti, en eftir 15 mínútna leik sneru Blikarnir dæminu við, Guðmundur var enn á ferðinni og skoraði annað mark sitt. Var þar um fallegt einkaframtak Guðmundar að ræða. Hann óð í gegnum vörn Selfyssinga og skoraði með glæsilegu skoti. Síðasta markið átti svo Óiafur Friðriksson, sem ekki hafði heppnina með sér í þessum leik. Ólafur skaut góðu skoti að marki, en Jón varði vel, hélt þó ekki knettinum, Guðmundur fylgdi vel eftir og skilaði knettinum auð- veldlega í netið. Þetta var síðasta mark leiksins og úrslitín urðu því 3:0 heimamönnum í vil. Fyrsti leikurinn í Eyjum eftir að gosi lauk ÞRÍR leikir fara fram í fyrstu deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu í dag. Leikiö verður á grasinu í Laugardal og fyrsti opinberi knattspyrnuleíkurinn eftir gos fer fram í Vestmanna- eyjum i dag, sá leikur fer nánar tiltekíð fram á grasvellinum við Hástein. KR-ingar mæta Keflvíkingum í Laugardalnum og hefst leikurinn klukkan 14.00. Á Akranesi leika heimamenn gegn Akureyringum og i Vestmannaeyjum leiða saman hesta sína liö IBV og Vals. Víking- ur og Fram eiga frí um helgina og er það samkvæmt ósk Víkinga, sem eiga fjóra menn i ungiinga- landsliðinu, sem dvelur í Svíþjóð um þessar mundir. Hinum kunna knattspyrnu- manni úr KR, Baldvin Baldvins- syni, var vísað af leikvellí i leik KR og Víkings í 1. flokki síðastlið- inn fimmtudag. Þetta var nokkuð strangur dómur en hegðun Baldvins eftir að honum var vikiö af velli er alls óverjandi. Hann réðst á dómarann, sló til hans og sparkaði og lét ýmis miður falleg orð falla í hans garð. Það var ekki Meistaramót í frjálsum íþróttum MEISTARAMÓT Islands í frjáls- um íþróttum, fyrsli hluti, fer fram 11. og 12. júní. Keppt verður í tugþraut. 4 x 800 m hlaupi karla, 10 þús. m hlaupi. Þátttökutil- kynningar þurfa að berast til Jóhanns Jóhannssonar, Blöndu- hlíð 12, ásamt 50 kr. þátttöku- gjaldi fyrir hverja grein, fyrir 7. júní. Stofna íþróttafélag STÓFNFUNDUR íþróttafélags fatlaðra verður haldinn í Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar að Hátúni 12, 2. hæð, fimmtudaginn 20. maí og hefst klukkan 20.30. Að stofnun félagsins standa félög og styrktarfélög örvrkja í Reykjavík og ÍSÍ. fyrr en Tony Knapp þjálfari KR- inga kom og gekk á milli, að látun- um linnti. Dómari í þessum leik var Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og spurðum við hann í gær, hvort hann hygðist gera eitthvað meira í þéssu máli. — Ég er skyldugur að senda KSÍ skýrslu um þennan atburð og það hef ég þegar gert, sagði Vilhjálmur. Ég sé ekki ástæðu til að ræða opinberlega það, sem ég sagði í skýrslunni, en ég segi þar frá þessum atburði eins og hann kom mér fyrir sjón- ir. Framkoma eins og þessi er algjörlega óverjandi og dómarar þurftu að vera líftryggðir ef þeir eiga von á svona árásum í leikj- um. Þetta kom mér svo á óvart, að ég reyndi ekki einu sinni að verja mig. — Ég get ekki fallizt á, að brottvísunin hafi verið vafasamur dómur, Baldvin / sló markvörð Víkings og í knattspyrnulögunum segir, að ef leikmaður slái til annars leikmanns skuli víkja hon- um af leikvelli. Ég tel mig aðeins hafa verið að framfylgja knatt- spyrnulögunurn, sagði Vilhjálmur að lokum. Leikmaður ræðst á dómara Fyrsta mótið lofar góðu um árangurinn FYRSTA meiri háttar frjáls- íþróttamót sumarsins, vormót ÍR, lofar góðu um árangur frjáls- íþróttafólksins í sumar. í nær öll- um keppnisgreinum náðist góður árangur, enda veður með betra móti, nær logn framan af og hlýtt i veðri. Beztu afrek mótsins unnu þeir Hreinn Halldórsson, HSS, sem kastaði kringlu 50.60 metra og kúlu 17.48 m, Karl West Fredrik sen, UMSK, sem stökk 2.01 m í hástökki, og Bjarni Stefánsson, KR, sem hljóp 100 metra á 10.7 sek. Urslit i einstökum greinum urðu þessi: 100 m hlaup: Bjarni Stefánsson, KR, 10.7 110 m grindahlaup: Stefán Hallgrímsson, KR, 15.5 Hástökk Karl West Fredriksen, UMSK 2.01 200 m hlaup kvenna: Ingunn Einarsdóttir, ÍR, 26.1 3000 m hlaup: Gunnar Snorrason, UMSK, 9.45.4 800 m hlaup: Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR, 2.00.8 Langstökk kvenna: Hafdís Ingimarsdóttir, UMSK, 4.94 Kúluvarp: Hreinn Halldórsson, HSS, 17.48 Kringlukast: Hreinn Halldórsson, HSS, 50.60 800 m hlaup kvenna: Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK, 2.21.4 100 m hlaup telpna: Ásta B. Gunnlaugsdóttir, ÍR, 13.3 400 m hlaup sveina: Einar P. Guömundsson, FH, 57.4 Nánar verður sagt frá mótinu í blaðinu síðar. Kvikmynd um knattspymu Knattspyrnuunnendum gefst í dag kostur á að sjá 90 mínútna knattspyrnukvik- mynd í Nýja bíói. Það er félag- ið Germanía, sem gengst fyrir þessari sýningu, hefst hún klukkan 14.00 og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Mynd þessi fjallar um sögu knattspyrnunnar og er víöa komið við sögu. Fjallað er um eftirminnilega sigra, einstakar stjörnur, gleði, sorg og sigra knattspyrnunnar fyrr og síöar. Myndin fjallar um fyrstu daga knattspyrnunnar og nær allt fram á okkar daga, fram að undirbúningi Þjóðverja fyrir heimsmeistarakeppnina, sem fram fer í V-Þýzkalandi í sum- ar. Af einstökum atriðum mynd- arinnar má nefna austuríska undraliðið, stjörnuna Puskas og leik hans með Ungverjum og Spánverjum, Real Madrid og sigurgöngu þess, 16:0 sigur Þjóðverja gegn Sovétmönnum 1912 og svo framvegis. V-þýzki snillingurinn Gerd Múller sést í knattspvrnukvikm.vnd inni, sem sýnd verður í Nýja bíói í dag. Meðf.vlgjandi m.vnd var tekin af „Der Bomber", er hann skoraöi annað tveggja marká sinna í síðari úrslitaleik Kayern Múnehen og Athletico Madrid, sem lauk 4:0, ekki vantar tilþrifin hjá kappanum. 6. Guðjón I. Sverriss. R. 7. Arnór Magnússon, I. 8. Einar Hreinsson, I. Kvennaflokkur: 1. Margrét Baldvinsdóttir, Ak. 2. Jórunn Viggósdóttir, R. 3. Áslaug Sigurðardóttir, R. 4. Sigrún Grímsdóttir, I. 5. Margrét Vilhelmsdóttir, Ak. Haukur Jóhannsson, Ak., bikar- meistarínn frá sl. ári á smá mögu- leika á sigri ef honum gengur vel á Skarðsmótinu, en hann var nokkuð frá keppni f.vrri hluta vetrar vegna meiðsla. Næsta stórverkefni skíðamanna er þátttaka í vetrarólympíuleik- um, sem fram fara í Innsbruek í Austurríki í febr. 1976. Undir- búningur undir væntanlega þátt- töku er þegar hafinn og m.a. fer hópur skíðafólks á vegum SRR í þjálfunarferð til Frakklands um miðjan júní n.k. Hreinn Halidórsson er iíkiegur til afreka í kúluvarpinu í sumar, meðfylgjandi mvnd er tekin af honum á vormóti ÍR (Ljósm Rax)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.