Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. JUNI 1974 fÞRÓTTAFRETTIR MORGIINBIAOSMS Að duga eða drepast fyrir Framara — IBV mætir þeim á Laugardalsvelli HÆTT er við því, að meiðsli þau. sem enn hrjá Keflvíkinga veru- lega, reynist þeim erfið í dag. Keflvíkingar leika gegn Akurnes- ingum á Skipaskaga f dag og um þessar mundir eru Skagamenn- irnir þekktir fyrir allt annað en að láta í minni pokann. Líklegt verður að telja, að hið væng- brotna Keflavíkurlið eigi í erfið- leikum í dag og ekki bætir það úr skák fyrir þá, að hinn enski þjálf- ari þeirra, George Smith, er á þjálfaranámskeiði í Bretlandi og verður þar fram yfir helgi. Leik- ur ÍA og ÍBK hefst klukkan 16.00 á Akranesi. Framarar mæta Vestmann- eyingum á Laugardalsvellinum i dag og verður þar án efa um harða baráttu að ræða. Framarar hafa þegar tapað fimm stigum f deiidinni, svo aö nú er ailt að vinna fyrir þá, en litlu að tapa. Vestmannaeyingarnir hafa tapað þremur stigum og að þeirra dómi er það þremur stigum of mikið. Þeir ætla sér Íslandsmeistaratitil og því verða þeir að sigra Fram- ara í dag. Flautað verður til leiks Fram og ÍBV klukkan 14.00. A Akureyri hefst á sama tfma leikur Vfkings og ÍBA. Er það fyrsti leikurinn í 1. deild, sem fer fram fyrir norðan í sumar, og leikmenn ÍBA eru þekktir fyrir HM-fréttir BULGARIR sigruðu v-þýzka atvinnumannaliðið Wuppertal með 3 mórkum gegn engu í fyrrakvöld. Búlgarir réðu lögum og lofum á miðjunni, en framlína liðsins var ekki sannfærandi þrátt fyrir mörkin þrjú. I leikhléi var staðan 1—0. — 0 — Astralska HM-liðið lék við svissneska 1. deildarliðið Young Boys í fyrrakvöld og sigruðu Astralirnir 2:0. Fjögur þúsund áhorfendur í'ylgdust með leiknum, sem fram fór í Brugge í Belgíu. — 0 — Austur-þýzka HM-liðið æfði í fyrrakvöld í 90 mínútur á Ólympíuleik- vanginum í Berlín. A-Þýzkaland mætir Chile á þessum leikvangi 18. júní. en V-Þjóðverjar og Ástralía eru með þessum liðum í riðli. Lögreglan gætti þess vendilega, að enginn óviðkomandi kæmist að vellinum til að fylgjast með æfingu Þjóðverjanna. — 0 — Takist V-Þjóðverjum að sigra í heimsmeistarakeppninni knattspyrnu fá leikmenn liðsins ríflegar fjárfúlgur í sinn hlut. Fyrir gullverðlaun og heimsmeistaratign fær hver leikmaður 60 þúsund v-þýzk mörk, 50 þúsund fyrir silfur og 40 þúsund fyrir brons. Fyrir bronsverðlaun í Mexieo fyrir fjórum árum fengu Þjóðverjarnir 20 þúsund mörk í sinn hlut. Jiirgen Grab- ovvski, einn af hinum sterku leikmónnum V- Þjóðverja fær dá- laglega peninga- upphæð f sinn hlul takizt honum og félögum að sigra í Heims- meistarakeppn- inni. að hala inn stig á heimavelli sín- um. Víkingar hafa þó leikið betur en Norðmenn að undanförnu og ættu að sigra. En þeir hafa líka átt lélega leiki eins og gegn KR fyrir viku síðan, þannig að eng- inn skyldi bóka Víkingum sigur fyrir fram. Einnig verður barizt í 2. deild i dag. Klukkan 14.00 hefst á Húsa- vík leikur Völsunga og Selfoss og kl. 16.00 hefst í Kópavogi leikur heimamanna við isfirðinga. í 3. tleild fara fram 8 leikir og eru þeir þessir: Reynir — Afturelding, Sandgerðisvelli, kl. 16.00 Stjarnan — Grótta, Stjórnuvelli, kl. 14.00 Víkingur — Snæfell. Olaísvíkurvelli, kl. 16.00 UMSB — Grundarfjörður, Borgarnesvelli. kl. 16.00 Einherji — Huginn, Vopnafjarðarvelli, kl. 16.00 Höttur — Austri, Héraðsvelli, kl. 16.00 Sindri — Leiknir, Hornafirði, kl. 16.00 Þróttur. N — Valur. , Neskaupstað, kl. 16.00. A mánudag fer svo fram siðasti leikurinn í fjórðu umferð keppn- innar í 1. deild, þá mæta Vals- menn KR-ingum á Laugardals- velli. Hefst leikurinn klukkan Gísli Torfason og Steinar Jóhannssou fagna marki þess síðar- nefnda f leik ÍBK gegn ÍBA sfðastliðinn laugardag. Hætt er við, að bæði Keflvíkingar og Akureyringar eigi í erfiðleikum í leikjum sínuin um helgina. 20.00 og verður fróðlegt að sjá, hver úrslit verða í þeirri viður- eign. A mánudagskvöldið mætast einnig á sama tíma Hafnar- fjarðarliðin í 2. deild, Haukar og FH. I þriðju deild leika þá Fylkir- ÍR á Arbæjarvelli og Leiknir- Grindavík á Háskólavelli. Iþróttanámskeið HSK að Laugarvatni í sumar SUMARBUÐIR Héraðssambands- ins Skarphéðins verða starfrækt- ar á þessu ári eins og undanfarin átta ár. I sumar fara fram 5 nám- skeið og verða þau sem hér segir. 1. námskeið: 22. júní — 29. júní 2. námskeið: 29. júní — 6. júli 3. námskeið: 6. júli — 13. júlí 4. námskeið: 13. júlí — 20. júlí 5. námskeið: 29. júlí — 27. júli Námskeiðin eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum 9—14 ára. OII námskeiðin eru fyrir bæði kynin samtimis, en námskeið nr. 1 er einkum ætlað þeim yngri og þriðja námskeiðið þeim eldri. Námskeið nr. 2. 4. og 5. eru fyrir alla aldursflokka. en þátttakend- um verður skipt í hópa eftir aldri. Lögð verður áherzla á íþróttir og útiveru, t.d. blak, frjálsar íþróttir, handknattleik, knatt- spyrnu, sund gönguferðir, gufu- böð„ útileiki, róður o.fl. A kvöldin sjá þátttakendur um kvöldvökur og fást auk þess við leiki og spil aðeigin vild. Þátttakendur dvelja í barna- skólanum á Laugarvatni og þar verður eínnigstarfrækt mötuneyti fyrir sumarbúðirnar. Gert er ráð fyrir, að þátttakendur komi síðari hluta laugardags og fari að loknu námskeiði um hádegisbil á laug- ardag viku siðar. Þátttökugjald verður 5000 krönur fyrir nám- skeið. Anton Bjarnason og Páll Olafsson kennarar á Laugarvatni veita búðunum forstöðu og sjá um kennslu. Innritun veita eftirtaldir aðilar, sem einnig veita allar nán- ari upplýsingar: Skrifstofa HSK. Eyrarvegi 15, Selfossi.s. 99-1189. Skrifstofa UMFÍ, Klapparstíg 16, Reykjavík, s. 12546. Anton Bjarnason, Laugarvatni, s. 99-6153. Páll Olafsson, Laugarvatni, s. 99- 6177. Sýning, sem hlotið hefur mikið lof... Sænskir gagnrýnendur voru ósparir á lofsyrði, þegar Drama- ten (Konunglega leikhúsið í Stokkhólmi) frumsýndi Vanja frænda eftir rússneska skáltlið Anton Tjechov í byrjun apríl. Síðan hefur leikurinn gengið fyrir f'ullu húsi og notið mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Leikstjóri er Gunnel Lind- blom. en áður en hún sneri sér að leikstjórn hafði hún getið sér mjög gott orð sem leikkona og þá einkum undir stjórn Ing- mars Bergman. I vetur leik- stýrði hún einnig Ijóðrænum heimildarleik um listaskáldið Gustaí Fröding. en ljóð hans eru öllum Islendingum kunn í frábærum þýðingum Magnúsar Asgeirssonar. Dramaten tjaldar mörgum af sínum ágætustu leikurum i þessari sýningu og má þar nef'na Ulf Johansson, sem lék Fröding í áður nef'ndu verki og vann þar einn stærsta leiksigur ársins í sænsku leikhúsi og kvikmyndaleikkonuna Solveig Ternström. sem hefur ekki sýnt siðri leik á sviði en sjón- varpsskerminum. Auk þeirra má nefna ágæiis leikara eins og Margaretha Bystrom, Bengt Virdestam og Frank Suntl- ström. Sá í hópnum, sem er Islend- ingum hvað kunnastur úr sjón- varpsmyntlaflokknum Svip- myndir úr hjónabandi, er Er- lantl Josephson, en hann lék aðal karlhlutverk þessara þátta. En Josephson er ekki bara leikari, heldur leikhús- stjóri Dramaten og hefur gegnt því starf'i síðustu átta ár. Auk þess hef'ur hann skrif'að f'jölda leíkrita og leikstýrt. Undir stjórn Josephson hefur leikhúsið lagt mikla áherzlu á samstarf ungra leikskálda við leikstjóra og Ieikara og veitt höfundunum tækifæri til að vinna verk sín á leiksviðinu i samvinnu við leikarana. Dirfska í verkefnavali hefur einkennt starf hans. Eg ræddi litillega við Berit Gullberg ballettmeistara og blaðafulltrúa Dramaten áður en ég hélt frá Stokkhólmi. Sagðist hún álita þessa sýningu eitt bezta efni, sem húsið hefði haft upp á að bjóða í langan tima. Uppsetningin væri ein- föld og aðgengileg og þvi tilval- in til leikferðalags. Eg hafði því miður ekki tíma til að sjá sýninguna í Stokkhólmi, en ætla alls ekki að missa af henni nú Hrafn Gunnlaugsson skrifar: Solveig Ternström og Margaretha Byström í hlut- verkum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.