Morgunblaðið - 23.06.1974, Qupperneq 1
44 SIÐUR OG LESBOK
105. tbl. 61. árg.
SUNNUDAGUR 23. JÚNl 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Geir Hallgrímsson í viðtali við Morgunblaðið:
Afdráttarlaus sigur
ins getur einn hindrað vinstri stjórn
VIÐ EIGUM SAMLEIÐ I LANDSMAL-
UM EKKI SÍÐUR EN BYGGÐAMÁLUM
ALÞINGISKOSNINGAR fara fram eftir viku — á sunnudaginn kemur. Morgunblað-
ið hefur átt samtal við Geir Hallgrfmsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um þau
málefni, sem helzt er barizt um f þessum kosningum, ástand og horfur f efnahags-
málum landsmanna og viðhorfið á vettvangi stjórnmálanna. 1 viðtalinu við Geir
Hallgrfmsson kemur þetta m.a. fram:
# Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki standa að neinum þeim aðgerðum f varnarmál-
um, sem veikja öryggi landsins.
0 Atvinnuleysi og hallarrekstur atvinnuvega blasir við vegna verðbólgustefnu
vinstri stjórnar.
0 Markmið allra efnahagsaðgerða, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að,
hefur verið að tryggja fulla atvinnu og lífskjör fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn
mun ekki taka þátt f neinum efnahagsaðgerðum, sem ekki eru f samræmi við þau
markmið.
0 Fordæmi Reykjavfkur undir stjórn Sjálfstæðisflokksins sýnir, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er ekki sfðri öðrum stjórnmálaflokkum f félagslegum umbótamálum.
£ Skilyrði fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar f 200 sjómflur eru betri nú en voru
fyrir útfærslu í 50 mflur fyrir tveimur árum.
# Endurskoðun kjördæmaskipunar og kosningalaga er komin á dagskrá.
# Landsmenn verða að gera sér grein fyrir þvf, að það er möguleiki á þvf, að ný
vinstri stjórn verði mynduð eftir kosningar. Eina leiðin til þess að koma f veg
fyrir það er afgerandi og ákveðinn sigur Sjálfstæðisflokksins f þingkosningunum.
Viðtalið við Geir Hallgrímsson fer hér á eftir:
— Hver eru þau málefni, sem
Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrst
og fremst fyrir f þessum kosning-
um?
— Frá mínu sjónarmiði er ljóst,
að höfuðmál kosninganna eru
varnar- og öryggismál, efnahags-
mál og landhelgismál, en auk
þeirra eru önnur mál, sem kjós-
endur láta sig skipta og geta ráðið
atkvæði þeirra á kjördegi.
— Er Sjálfstæðisflokkurinn
reiðubúinn til þess að hvika í ein-
hverju frá þeirri stefnu, sem
flokkurinn hefur markað í varn-
armálum til þess að ná samning-
um við annan flokk eða aðra
flokka um stjórnarmyndun að
kosningum loknum?
— Nei, Sjálfstæðisflokkurinn
mun ekki standa að neinum þeim
aðgerðum í varnarmálum, sem
veikja öryggi landsins. Við telj-
um, að umræðugrundvöllur sá, er
utanríkisráðherra lagði fram og
ríkisstjórnin samþykkti, sé með
öllu ófullnægjandi.
— Hver eru helztu rök Sjálf-
stæðisflokksins fyrir því, að varn-
arlið verði að vera hér?
— Við höfum lagt áherzlu á
það, að varnarviðbúnaður sé til
staðar i landi til þess að veita
viðnám, fyrstu varnir, ef á okkur
er ráðizt, en jafnframt í þeim til-
gangi að koma í veg fyrir, að til
slíkrar árásar verði nokkurn tfma
efnt, þannig að þeim, er í hlut
eiga, megi vera ljóst með veru
varnarliðs hér á landi, að úr yrðu
allsherjarátök, ef hár yrði skert á
höfði okkar.
Þá teljum við nauðsynlegt, að
varnarviðbúnaði sé þannig hátt-
að, að unnt sé á grundvelli þátt-
töku okkar í Atlantshafsbanda-
laginu að hafa eftirlit með sigling-
um í og á hafinu kringum landið
og fylgjazt verði með flugferðum
ókunnugra flugvéla um íslenzkt
flugstjórnarsvæði. Við teljum það
nauðsyn sjálfstæðri þjóð að vita,
hverjir fara um næsta nágrenni
hennar og geta komið í veg fyrir,
að slíkri umferð sé beitt sem
þrýstingi til að hafa áhrif á gerðir
okkar. Á sama hátt er slíkt eftirlit
nauðsynlegt nágrannaþjóðum
okkar og bandalagsþjóðum í
Atlantshafsbandalaginu og þáttur
í því friðargæzluhlutverki, sem
það hefur innt af höndum í okkar
hluta heims sl. aldarfjórðung.
Varið land - sigur
Sjálfstæðisflokks
— Er Sjálfstæðisflokkurinn þá
ekki reiðubúinn til þess að fallast
á neinar breytingar frá núverandi
fyrirkomulagi varnanna?
— Við teljum sjálfsagt, að varn-
arstöðin sjálf verði aðskilin frá
annarri starfsemi á Keflavíkur-
flugvelli, eins og ráð var fyrir
gert í áætlunum fyrrverandi
ríkisstjórnar og allir varnarliðs-
Framhald á bls. 14.
Viðsjár á Caracas-ráðstefnu:
Arabar vilja að-
ild skæruliða
Caracas 22. júnf. NTB. AP.
MIKLAR viðsjár eru í upp-
siglingu á hafréttarráð-
stefnu S.Þ. í Caracas, þvi
að fulltrúar Arabaland-
anna hafa byrjað áróður
fyrir því, að Þjóðfrelsis-
hreyfing Palestínu fái að
senda áheyrnarfulltrúa til
ráðstefnunnar.
Mikil reiði varð meðal ísraelsku
sendinefndarinnar er frétt af
þessu barst meðal ráðstefnu-
manna, og sagði talsmaður
hennar, að fráleitt væri að hópur
hryðjuverkamanna, sem stundaði
fátt annað en morð og skemmdar-
verk, fái að taka þátt í ráðstefn-
unni.
Öttazt menn, að miklar deilur
komi upp, og er talið, að Banda-
ríkin muni styðja sjónarmið ísra-
ela, en Sovétrfkin og Kína lýsi
stuðningi við Arabalöndin í þess-
ari kröfu. Telja sumir, að þetta
nýja deilumál geti orðið til að
tefja um óákveðinn tíma störf
ráðstefnunnar. Fundir eru ekki á
ráðstefnunni f dag og á morgun,
en sendinefndir margar munu
hittast og ræða málið og línur
skýrast e.t.v. í þvf á mánudaginn.
Um þær mundir, sem Nixon Bandarfkjaforseti var á Miðaustur-
landa ferðalagi sfnu, birti blaðið A1 Diyar f Beirut þessa tilbúnu
mynd af Nixon Bandarfkjaforseta með hinn hefðbundna arabiska
höfuðbúnað, sem heitir á máli þarlendra „kaffieh".
„DuIin”ritskoð-
un í Portúgal
Lissabon 22. júni AP.
STJÓRN Spinola forseta
Portúgals er að undirbúa sér-
stök lög, þar sem allróttækar
ráðstafanir eru gerðar til að
tryggja, að ekki gangi á þrykk
út neitt það, sem að nokkru
ráði er gagnrýni á núverandi
stjórnvöld landsins. Nær þessi
reglugerð til blaða, útvarps,
Framhaid á bls. 43
IATA hækk-
ar fargjöld
Fórd Lauderdale, Florida
22. júniNTB. AP.
ALÞJÖÐASAMTÖK flugféiaga,
IATA, samþykktu í gærkvöldi að
hækka farmiðaverð á ieiðinni yfir
Atlantshaf um 3—5%. Þau 40 fé-
lög, sem eiga aðiid að IATA og
áttu fulltrúa á fundinum, sam-
þykktu einróma þessa hækkun.
Hún er sögð ákveðin vegna mik-
illar hækkunar á eldsneytis-
kostnaði.