Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 4
4
MORGJUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1974
Fa
/7 HÍ ÍÁhKÍfmA .V
ALURl'
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
tel. 14444*25555
hst
BlLALEIGA CAR RENTAlÍ
f Hverf isgötu 18
SENDUM Tð 27060
/p BÍUMEIGAN
felEYSIR
CAR RENTAL
V24460
I' HVERJUM BÍL
PIOIMŒR
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
SAFNAST ÞEGAR
SANIAN
^ SAMVINNUBANKINN
Bílaleiga
CAB BENTAL
Sendum
41660 - 42902
Lager —
Innréttingar
Til sölu ! stóru verslunarhverfi.
Vörubirgðir. Lager af tilbúnum
fatnaði, leikf. snyrtivörum, garni
og fl. lonréttingar, kassar og
fleira. Góðir greiðsluskilmálar.
Tilboð merkt: Glæsilegt
söluhverfi 1445.
LESIfl
.^vsn
—— ^"ronnblnbis,
k<ða eru euHNna- ■ -
“■?T.SÍ
DRGLEGn
Listahátíð
ÖLLUM sem eiga kost á ein-
hverjum samanburði við aðrar
þjóðir, hlýtur að finnast algjört
undur — já, ótrúlegt krafta-
verk, að þessi litla, dreifða og
fámenna þjóð skuli geta efnt til
listahátíðar dögum og vikum
saman.
Og þeir, sem sérþekkingu
hafa á listum og listflutningi
telja þetta allt ekki einungis
frambærilegt, heldur framar-
lega að snilli, hvar sem flutt
væri í menningarlöndum
heims, meira að segja hinum
mestu þeirra.
Fólkið, sem býr á öllu íslandi
er nefnilega aðeins brot af
þeim fjölda, sem býr í einni
borg — meðalstjórri borg
erlendis. Og meira en helming-
ur þjóðarinnar á þessari úthafs-
eyju er að sjálfsögðu börn,
námsfólk og aldnir.
Það leynir sér því varla, að
Islendingar eru listhneigð og
listgáfuð þjóð. Listahátíðir
þurfa nefnilega meira en list-
flytjendur, þar þarf líka list-
unnendur, fjölda, sem vill
koma, hlusta, horfa nema og
njóta. Og til þess þarf einnig
bæði fjármuni og fórnarlund.
Án listunnenda væri listflytj-
endum leitt að stunda list og
snilli og mundu sjálfsagt gefast
upp eða guggna innan stundar.
En hvað veldur því, að þetta er
mögulegt og hefur verið mögu-
legt í listsköpun og listtjáningu
íslendinga í fæð og smæð þjóð-
arinnar? Það er annars vegar
listagleðin. Fögnuðurinn,
starfsgleðin að skapa eitthvað
fagurt eða njóta þess.
En hins vegar er það fórnfýs-
in, sú kennd, sem knúði skáld
og listamenn liðinna ára og
alda til að kveða, syngja og
skapa, þótt ekkert væri í aðra
hönd annað en sköpunargleðin
ein.
„Siguröur Breiðfjörð var
sveltur í hel,“ segir einhver. En
þeir voru margir, ekki aðeins
skáld og snillingar hér úti
við úthafsskaut, sem „kváðu í
heljarnauðum heilaga glóð í
freðnar þjóðir" og hnigu alls-
lausir og einskis virtir f
óþekkta gröf. Þar má nefna
nöfn eins og Mozart og Bach,
svo að á eitthvað sé bent, sem
nú gnæfir hæst á dagskrá list-
hátíðar.
Nú er öldin önnur að ýmsu
leyti, sem betur fer, og nýlega
var einhver íslenzk-amerlskur
snillingur kynntur, sem sagður
var hafa hundrað þúsund á
viku og vel það. Listafólk þarf
líka að lifa. En hafið þið veitt
því athygli samt, hve mikið við
höfum að þakka, meðan enn er
eitthvað eftir af fórnandi mætti
og fórnarþætti listamanna og
listunnenda?
Eitt mesta listaundur árlega
hér, er flutningur Pólýfónkórs-
ins á passium Bachs og HSndels
um páskaleyti hvert vor.
Upphafsmaður sllkra afreka
var snillingurinn og göfug-
mennið Páll Isólfsson meðan
hann enn varð að vinna fyrir
sér með því að kenna almenn-
ingi á orgel.
Nú fetar Ingólfur Guðbrands-
son I fótspor hans, meðan hann
gegnir forstjórastörfum á
ferðaskrifstofu.
Báðir þessir menn eru
„geni“, af Guði sendir sinnar
þjóðar til. Hjá milljónaþjóðum
hefðu þeir unnið fyrir milljón-
um á mánuði. Hér leggja þeir
og lögðu þetta á altari lista og
Guðs dýrðar I hjörtum sem
trúa.
En það eru fleiri en þeir, sem
eiga gull á altari listanna. Hvað
ætli hver flytjandi Jóhannesar-
passlu I Pólýfónkórnum beri
margar milljónir út býtum fyrir
erfiði sitt og snilli? Ætli þær
krónur yrðu ekki taldar I
hundruðum fremur en þúsund-
um og milljónum.
Það er á slíkum fórnum, sem
listahátlðir lifa á Islandi ennþá.
Enginn skilji þó orð mfn svo, að
þannig ætti það að vera. „Verð-
viö
giuggann
eftir sr. Árelíus Níelsson
ur er verkamaðurinn laun-
anna,“ sagði Kristur og vissu-
lega á það ekki sfður við á verk-
sviði lista og snilli.
En Meistarinn sagði líka:
Að hvaða gagni yrði það, að
eignast allan heiminn og bíða
tjón á sálu sinni?
Heill þeirri sál, sem lifir og
þroskast, skapar og fórnar,
jafnvel þótt hún ætti ekki mál-
ungi matar né yfir höfuðið þak.
Heill þeirri þjóð, sem á fórn-
andi mátt barna sinna, sem
meta auðlegð andans ofar gulli
og seimi.
Það vill llka svo vel til, að það
er heitasti heiður og bjartasti á
þessu þjóðhátlðarári, með allar
sínar listahátlðir, að íslenzka
þjóðin á enn vinnandi og skap-
andi hendur, sem fá tækifæri
til starfa, og starfið ber ávöxt,
sem skapar auðuga þjóð I landi
hrjósturs og harðfengis.
Brauð og leikir — veizlur og
listahátfðir væru merki sálar-
tjóns — eitt út af fyrir sig. En á
grunni erfiðis og fórna er það
lífið — gullnar gjafir Guðs and-
ans til gáfaðrar, starfsamrar
þjóðar, sem þarf nú að líta I
kringum sig, svo að hún varð-
veiti höfuðstól sinn — gull
fórna og dáða I sinni eigin sál
— hjartslátt lífsins.
„Án vegabréfs vors hjarta er
leiðin glötuð." Árn fórna og
dáða er sálartjón á næsta leiti.
Því mega hvorki listflytjendur
né listunnendur listahátiða
gleyma.
Gengisf all gjaldmiðils er galli
og minnkun, sem minnir á hóf
og aukinn sparnað. En gengis-
fall gefandi og skapandi anda
er óbætanlegt. Heill listahátlð-
um snilldar og fórnar, þótt
verður sé listamaður launa.
Ur Austur-Skagafirði
Bæ, Höfðaströnd, 12. júní.
ELZTU núlifandi menn muna
ekki hagstæðara tíðarfar frá
marzbyrjun. Þótt kuldadagar
hafi komið, þá hefir það ekki
staðið lengi. Frostnætur komu
nokkrar I slðasta mánuði, sem
náðu jafnvel 7 gráðum fram til
dala, og fraus þá jafnvel
rabbarbari, sem þá var kominn
vel á veg með sprettu. Nú
nýlega snjóaði I fjöll. Þrátt
fyrir þetta er gróður talinn
mánuði fyrr á ferð en undan-
farin ár.
1941 byrjaði slátur hér upp
úr miðjum júnl og er það lík-
lega annað bezta árferði fram
að þessum tíma sem ég man.
Janúar og febrúar voru það
harðir að klakahjúpur var yfir
öllu, af því leiðir að nú er tölu-
vert vfða kal I túnum, þó að
ekki sé það eins stórfellt og
sum undanfarin ár.
Sauðburður hefir víðast hvar
gengið mjög vel og fjöldi af
tvílembum Ilklega óvenju
mikill. Á einstaka bæ drápust
þó vel stálpuð lömb, svo að tölu-
verður skaði varð af. Einnig
hefir vargur, svartbakur,
hrafn, minkur og tófa gert sitt
til að angra bændur og eigend-
ur veiðivatna. Nýlega drap
svartbakur á með tveim lömb-
um nýbornum, einnig hefir dýr-
bítur eitthvaó drepið lömb. 1
Málmey þar sem ekki er búið er
svartbakur eins og stærstu fjár-
hópar uppi á eynni. Allur þessi
vargur er orðinn of margur og
gerir mörgum búsifjar. Búið er
nú að drepa tvö dýr I Þórðar-
höfða, og nokkur greni hafa
unnizt á þessu svæði, enda sjást
tófur sofa við túnjaðra og hafa
verið skotnar þar.
Nokkuð er fyrirhugað af
byggingum. Verið að vinna t.d.
við viðbótarskólabyggingu á
Hofsósi, og byrjað er á
nokkrum íbúðarhúsum á Hófs-
ósi, en aðallega útihúsum I
sveitinni.
Smiði og verkamenn vantar
nokkuð, svo a$ byggingar
verða tafsamari.
Á þessu vori keypti Stefán
Steingrímsson, sem var bóndi á
Hofi Kýrholti I Viðvíkursveit
með vélum og áhöfn. Reynir
Gíslason hóf einnig búskap á
Bæ og keypti þar bústofn og
vélar. Fell I Sléttuhllð og Mýrar
I sömu sveit fóru úr ábúð.
Hrognkelsaveiði er talin
a.m.k. helmingi minni en síðast
liðið ár. Trillur frá Hofsósi eru
byrjaðar handfæraveiðar en
ennþá er frekar tregt fiskirí og
langsótt. Skuttogarar Skagfirð-
inga hafa aflað vel, en eitthvað
farið á Grænlandsmið og komið
þaðan með smáan karfa, sem
talinn er slæmur fiskur til
vinnslu.
Heilsufar hefir verið mjög
kvillasamt I héraðinu. Inflú-
ensa hefir hertekið heil heimili
og jafnvel hefir fólk lagzt oftar
en einu sinni, enda þá ekki
getað hlíft sér eins vel og lækn-
ar hafa ráðlagt. Dauðsföll hafa
þó ekki orðið af þessu, svo vitað
sé.
Umferð um vegi héraðsins er
mjög mikil, og bílslys næstum
vikulega. Vegirnir eru þó taldir
I góðu ástandi hér I héraðinu en
hraðaakstur er orðinn ískyggi-
lega mikill, og kann það ekki
góðri lukku að stýra, og oft
slempilukka hvernig úr rætist.
Björn.
Kammertónleikar
LISTAHATIÐ
1974
Á þriðju og síðustu kammer-
tónleikunum á Listahátíð, sem
haldnir voru að Kjarvalsstöð-
um, var ýmislegt forvitnilegt á
boðstólnum. Frumflutt voru
tvö íslenzk verk, „Mánasilfur“
eftir Skúla Halldórsson og
„Poem“ eftir Sigurð Egil
Garðarsson. Verk Skúla er fyrir
flautu, celló og planó og ber
þess merki, að Skúli hefur ver-
ið einn afkastamesti sönglaga-
höfundur síðari ára. I tríóinu
hefur pfanóið mest megnis und-
irleikshlutverk, en hin hljóð-
færin tvö taka að sér hlutverk
söngvarans. I efnisskrá gat höf-
undur þess, að efniviður hafi
verið sóttur I þulur Theódóru
Thoroddsen, og gætti því þjóð-
legra áhrifa I tónsmíðinni, og
víst er, að það er „hómófónískt"
hugsað með nokkrum glitrandi
augnablikum I píanóinu, og I
stefjunum bregður fyrir módöl-
um tónasamstæðum. Flytjend-
ur vóru Jón H. Sigurbjörnsson,
Pétur Þorvaldsson og Rögn-
valdur Sigurjónsson.
Robert Jennings og höfundur
léku verk Sigurðar Egils. Það
hefst á langri lagllnu fiðlunnar
með „kommusetningu" I stutt-
um, hvellum hljómum I píanó-
inu. Ljóðræna hugsunin er síð-
an þróuð og leidd til sannfær-
andi lykta, en rytmíska tillegg-
ið, „kommusetningin", þróast
ekki á sjálfstæðan hátt, heldur
Tónllst
eftir ÞORKEL
SIGURBJÖRNSSON
ummyndast I falleg hljómbrot,
sem taka á sig ljóðrænan tón
fiðlunnar.
Konsert de Falla fyrir
sembal, flautu, óbó, klarínett,
fiðlu og planó heyrðist nú I
fyrsta sinn á íslandi. Flytjend-
ur voru Helga Ingólfsdóttir,
Jón H. Sigurbjörnsson,
Kristján Þ. Stephensen, Einar
Jóhannesson, Rut Ingólfsdóttir
og Pétur Þorvaldsson. Þetta er
bráðskemmtilegt verk, sem
krefst mikillar snerpu hljóð-
fallsins, en jafnvægi milli
hljóðfæranna er alveg sérstakt
vandamál. Gegn veikróma
sembalnum teflir de Falla
raddmiklum hljóðfærum. Þeg-
ar ég hef áður heyrt þetta verk,
hefur semballinn verið stað-
settur næst áheyrendum með
hin hljóðfærin á bak við, og
stundum hefur hann verið
magnaður upp. Hér var
semballinn hins vegarof mikið I
bakgrunni. Ég hefði llka viljað
heyra betra áframhald I hæga
þættinum — hann er I raun
„prósessfusöngur" líkt og hægi
þáttur ítölsku sinfónlu Mendel-
sohns — en hér hætti honum til
að gliðna svolítið I sundur.
Þriðji fiðluleikarinn kom svo
fram I seinasta verkinu, Guðný
Guðmundsdóttir, sem ásamt
þeim Pétri Þorvaldssyni og
Rögnvaldi Sigurjónssyni, lék H-
dúr tríó Brahms. Þetta er eitt
fegursta tríó, sem völ er á, og
verðugt niðurlag á röð kammer-
tónleika þessarar Listahátíðar.
Þarna áttu flytjendur líka við
jafnvægisvanda að etja, flygill-
inn fékk sérstakan stuðning af
pöllunum, sem hann stóð á og
hætti til að yfirgnæfa hin hljóð-
færin tvö. Tríóið var leikið af
miklum hug og sannfæringu —
t.d. minnist ég þess ekki, að
hérlendir menn hafi oft áður
haldið svo leiftrandi fjöri af
öryggi eins og I „scherzando"
þættinum. Að öllum öðrum
ólöstuðum vildi ég hrósa Pétri
sérstaklega fyrir karlmannlega
meðferð cellóraddarinnar I
þessu kjarngóða tríói.