Morgunblaðið - 23.06.1974, Page 23
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNI 1974
orðurlands-
kiördæmi vestra
Fólksfjölgun
í fyrsta skipti
í þrjátíu ár
Stefán Friðbjarnarson, sem
verið hefur bæjarstjðri f Siglu-
firði sl. 8 ár lætur nú senn af því
starfi. Við hittum Stefán að máli
nú f vikunni og báðum hann að
segja okkur frá ástandi máia f
kaupstaðnum, en mikil breyting
til batnaðar hefur orðið á högum
„Fjárveitingar til margháttaðra
mála hér um slóðir sorglega litlar
— Hver eru meginmálin, sem
barízt er um hér í kjördæminu?
— Að sjálfsögðu er hér sem
annars staðar barizt um þau þrjú
meginmál, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur gert að kosn-
ingamálum, lausn efnahagsvand-
ans, varnarmálin og landhelgis-
málið. Auðvitað blandast héraðs-
mál nokkuð inn í, og reyna stjórn-
arsinnar að halda því á loft, að
þeir hafi gert geysimikið í at-
vinnumálum þessa kjördæmis.
Ekki get ég nú fallizt á það, að
formenn tveggja aðalstjórnar-
flokkanna, sem báðir hafa verið
þingmenn þessa kjördæmis, hafi
hagnýtt aðstöðu sína til að greiða
fyrir framfaramálum hér, a.m.k.
getur enginn talað um „misnotk-
un“ í því sambandi, því að fjár-
veitingar til margháttaðra mála
hér um slóðir hafa verið sorglega
litlar.
— En Jryað þá um uppbyggingu
atvihnulffsins?
— Það er rétt, að alls staðar
hefur veríð haldið áfram því upp-
byggingarstarfi, sem hafið var á
tímum Viðreisnarstjórnarinnar,
en hitt er rahgt, að um stórátök
hafi þar verjð að ræða. í Siglu-
firði eru togskipin að vísu nú fyr-
ir skömmu orðin þrjú, en voru við
lok viðreisnar 4, að vísu 3 gömul.
Og þar hefur risið upp fyrirtækið
Húseiningar, sem að vísu er stöðv-
afr vegna fjárskorts. í Skagafirði
voru togskipin tvö, en eru nú
þrjú. A Skagaströnd er kominn
Samtal við Eyjólf
Konráð Jónsson,
sem skipar 2. sætið
á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Norður-
landskjördæmi vestra
skuttogari í stað tveggja stórra
báta, og þar hefur risið rækju-
vinnsla. A Blönduósi hefur verið
haldið áfram þeim iðnaði, sem
vísir var að fyrir, og á Hvamms-
tanga er rækjuvinnsla.
Sem betur fer hefur verið nokk-
urn veginn næg atvinna í kjör-
dæminu að undanförnu vegna
sæmilegra aflabragða og hins
geysiháa útflutningsverðlags. En
því miður eru nú öll eða svo til öll
atvinnufyrirtækin í miklum fjár-
hagserfiðleikum og enginn
rekstrargrundvöllur, svo að við-
skilnaður vinstri herranna er ekk-
ert til að státa af.
— Hvert hinna þriggja megin-
stefnumála Sjálfstæðisflokksins
er hér mest rætt?
— Við sjávarsíðuna fer ekkert á
milli mála, að menn hafa mestan
áhuga á landhelgismálinu. Ég
geri mér vonir um, að sjómenn-
irnir muni flykkjast til stuðnings
við Sjálfstæðisflokkinn í þessum
kosningum, því að hann einn
hefur skýra og ótvíræða stefnu í
landhelgismálinu, útfærslu í 200
mflur fyrir lok þessa árs. Sjó-
mönnum hefur gramizt það mjög,
hve eindregið sjávarútvegsráð-
herrann berst gegn þessari
stefnu. Og mönnum eru að verða
ljós falsrökin, sem Lúðvík Jóseps-
son ber á borð. Hann heldur því
fram, að við getum ekki f ært land-
helgina út í 200 mílur fyrr en
eftir mörg ár, vegna þess að fyrst
þurfi hafréttarráðstefnan að sam-
þykkja 200 mílur og síðan svo og
svo mörg ríki að staðfesta sam-
þykktina.
Mönnum er ljóst, að engin slík
alþjóðasamþykkt var til fyrir 50
mílunum og þar af leiðandi auð-
vitað ekki staðfesting neinna
ríkja. Mönnum er einnig ljóst, að
fjölmargar þjóðir hafa tekið sér
200 mílur, en aðeins tvær aðrar
en Islendingar 50 mílur, Oman og
Gambía. Menn vita því, að miklu
traustari grunnur er undir út-
færslunni í 200 mílur nú en var í
50 mílur haustið 1972.
Sjómennirnir hér norður frá
vilja ekkert hik eða undanslátt,
heldur hiklausa útfærslu í 200
mílur án allra undanþága. Og auð-
vitað eru allir sammála um, að
ekki komi til greina nein fram-
við
lenging á samkomulaginu
Breta, er það rennur út.
— Viltu einhverju spá um kosn-
ingaúrslit?
— Nei, ég get aðeins sagt, að við
sjálfstæðismenn erum hóflega
bjartsýnir. Sjálfstæðisflokkurinn
hafði meðbyr í sveitarstjórna-
kosningunum, og við vonum að
hann endist okkur til sæmilegra
úrslita.
— Hvað viltu segja um framboð
Möðruvellinga?
— Menn spá því, að þeir geti
fengið nokkur hundruð atkvæði,
og framboð þeirra veldur Ölafi
Jóhannessyni auðvitað erfið-
leikum, enda ýmsir af helztu
stuðningsmönnum Framsóknar-
flokksins fremstir í flokki í þess-
ari hreyfingu.
Forsætisráðherrann reyndi að
bregðast við þessu með því að
velja í annað og þriðja sæti lista
sfns fólk, sem er mjög vinstri
sinnað og hefur verið talið her-
stöðvarandstæðingar. Ekki veit
ég, hvernig þeim vígaferlum lýk-
ur, sem nú eiga sér stað innan
vinstri flokkanna og vil engu um
það spá. En þeir, sem vilja að
vinstri stjórn verði áfram, hljóta
auðvitað að kjósa einhverja aðra
en Sjálfstæðisflokkinn. Hinir,
sem það vilja hindra, kjósa okkur,
og sérstaklega er rétt að undir-
strika, að Alþýðuflokknum er
ekki treystandi í þessu efni. Það
sýnir samvinna hans við vinstri
menn á Akureyri meðal annars.
Siglfirðinga þau ár, sem Stefán
hefur verið bæjarstjóri og upp-
bygging sú, sem skipulögð var og
hófst á tfmum viðreisnarstjórnar-
innar f atvinnumálum bæjarins,
er nú nokkuð á veg komin þótt en
sé talsvert í land með að henni
ljúki.
— Ef við tökum hér nýju at-
vinnufyrirtækin, þá ber þar fyrst
að nefna fyrirtækið Þormóð
Ramma, sem er hlutafélag um
útgerð og rekstur frystihúss í
Siglufirði. Siglufjarðarkaupstað-
ur á 20 milljónir í hlutafé í því
fyrirtæki en hlutaféð er 100
milljónir. Ríkið á einnig að-
ild að félaginu. Fyrirtæki þetta
á nú tvo skuttogara, þá
Stálvík SI I og Sigluvfk SI 2.
Hinn fyrrnefndi er fyrsti skut-
togarinn, sem smíðaður er hér-
lendis hjá samnefndri skipa
smíðastöð í Garðahreppi.
Sigluvík er Spánartogari af minni
gerðinni. Fyrirtækið tók við
rekstri frystihúss, sem var í eigu
Síldarverksmiðja ríkisins, en
ástæðan fyrir þvf að ríkið á aðild
að hlutafélaginu er einmitt sú, að
það var um Iangan tíma aðalat-
vinnurekandinn í Siglufirði.
Þetta fyrstihús er gamalt og úrelt,
en framkvæmdir eru hafnar við
byggingu nýs fiskiðjuvers, sem
leysa á gamla frystihúsið af
hólmi. Bygging þess húss er nú
skammt á veg komin og ekki gott
að spá um hvenær henni verður
lokið þvf að miklir erfiðleikar eru
í sambandi við fjármögnun fram-
kvæmda, eins og öllum er
kunnugt og jafnvel sjóðir, sem
ber lagaleg skylda til að leggja
fram fé til slíkra framkvæmda,
eru í greiðsluþroti þannig, að það
er bezt að segja sem minnst um
það. Nú, annað fyrirtæki, sem
Siglufjarðarkaupstaður á aðild
að, er fyrirtækið Húseiningar h/f
sem er fyrirtæki, sem allmargir
einstaklingar í Siglufirði eiga
aðild að, en þar sem Siglufjarðar-
kaupstaður er stærsti hluthafinn
með 2 milljónir króna. Þetta fyrir-
tæki á að verksmiðjuíramleiða
hús f einingum og má segja að það
sé komið á framleiðslustig og sam-
komulag hefur orðið um að reisa
Pálmi Rögnvaldsson
Nauðsynlegt að fá
bœtthafnarskilyrði
Staldrað við hjá Pálma
Rögnvaldssyni í Hofsósi
Hið nýja og glæsilega félagsheimili á Hofsósi.
„Astandið f atvinnumálum hér
hefur batnað stórlega, eftir að
útgerðarfélögin á Hofsósi og
Sauðárkróki voru sameinuð um
rekstur skuttogaranna þriggja f
Utgerðarfélag Skagfirðinga,"
sagði Pálmi Rögnvaldsson kenn-
ari og afgreiðslumaður Búnaðar-
bankans á Hofsósi f samtali við
Mbl. Pálmi, sem er einnig hús-
vörður hins nýja og glæsilega fé-
lagsheimilis á Hofsósi, er ungur
maður, ættaður frá Marbæli f Ós-
landshlfð f Skagafirði.
„Rekstur fyrirtækjanna var
sameinaður í október sl. Ut-
gerðarfélagið á Hofsósi, Nöf h/f,
átti skuttogarann Skafta, en það
félag er almenningshlutafélag,
eign allra fbúanna á Hofsósi og
íbúa í nágrannasveitunum. Út-
gerðarfélag Skagfirðinga á togar-
ana Drangey og Hegranes. Fram-
kvæmd sameiningarinnar er á þá
leið, að öll skipin lenda á Sauðár-
króki, en síðan er þriðjungi aflans
ekið frá Sauðárkróki til Hofsóss.
Ástæðan fyrir þessu er, að undan-
farin ár hefur alltaf staðið til að
við fengjum fjárveitingu til
hafnarbóta, en aldrei fengið
hana, hvað sem verður. Það þarf
að dýpka höfnina og reka niður
stálþil og fá löndunarkrana, til
þess að togararnir geti landað hér
á staðnum. Það eru oft miklir
erfiðleikar á veturna að aka afl-
anum frá Sauðárkróki.
— Hversu mikil eru afköst
frystihússins?
— Þau eru um 10 tonn á sólar-
hring og við vinnsluna starfa að
jafnaði 40—50 manns. Það má
segja, að vinna hér hafi verið nær
samfleytt frá þvf að hið nýja
rekstrarfyrirkomulag var tekið
upp f haust. Auk þess er hér starf-
rækt hljóðkútaverksmiðja og svo
er hér bifreiðaverkstæði og útibú
frá Kaupfélagi Skagfirðinga. íbú-
arnir eru um 260 og hefur fjöld-
inn staðið f stað sl. ár, en nú eru
nokkur hús í byggingu og m.a.
erum við þrfr ungir menn að
byggja einbýlishús, sem öll eru
eins, og við byggjum þau fyrir
einn reikning. Það má búast við,
að hér fari að fjölga fólki með
vaxandi atvinnu. Við vígðum 17.
október sl. mikið og veglegt fé-
lagsheimili, sem hefur stórbætt
alla félagslega aðstöðu. Annars er
það hér eins og svo víða annars
staðar, að það er svo mikið að
gera, að fólkið hefur ekki tfma til
að stunda félagslífið. Að bygg-
ingu þessa félagsheimilis stóðu
Hofsós, Hofshreppur, Fells-
hreppur og félagasamtök á svæð-
inu. Þar er einn aðalsalur, tveir
hliðarsalir, eldhús, búningsher-
bergi o.fl., en aðalsalurinn er
einnig notaður sem leikfimisalur
fyrir skólann hér. Segja má að
mikill hugur sé f fólkinu, enda
veðurfar verið hér gott það sem af
er vori og sumri og atvinna næg.