Morgunblaðið - 23.06.1974, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNÚDAGUR 23. JUNl 1974
Er verið að reyna
að vængstýfa
Kissinger?
Henry Kissinger á blaðamanna-
fundinum f Salzburg, þegar hann
hótaði að segja af sér vegná sfma-
hierunarmálsins.
HANN var sár og reiður sá Henry
Kissinger, sem blaðamenn hittu
fyrir f Salzburg á dögunum, þar
sem hann hótaði að segja af sér
embætti utanrfkisráðherra
Bandarfkjanna, ef hann yrði ekki
þegar f stað hreinsaður af ákær-
um um að hafa gefið öldunga-
deildinni bandarfsku villandi
upplýsingar um hlutdeild sfna f
sfmahlerunum, sem stjórnin lét
framkvæma, eftir að uppvfst varð
um fréttaleka, er Kissinger taldi
stefna samningaviðræðunum um
Vietnam f hættu. Rödd hans brast
og tár blikuðu f augum hans að
baki þykkum gleraugunum, þeg-
ar hann sagðist þeirrar skoðunar,
að óhugsandi væri fyrir sig að
reka virka utanrfkispólitfk fyrir
hönd Bandarfkjanna, ef heiðar-
leiki hans og trúverðugleiki væru
dregnir f efna heima fyrir.
Þessi viðbrögð Kissingers komu
blaðamönnum mjög á óvart og
hafa orðið tilefni umfangsmikilla
blaðaskrifa. Margir þeirra fóru
beinlfnis hjá sér við að sjá þessa
hlið á manninum, sem þeir voru
vanir að geta hakkað f sig á blaða-
mannafundum, þar sem ráðherr-
ann lék jafnan við hvern sinn
fingur og smeygði sér alla jafna
með gamansemi undan þeim
spurningum, sem hann viidi ekki
svara — svo sem þeir minnast,
sem sátu fundinn með honum á
Hótel Loftleiðum f fyrrasumar og
hittu hann á Kjarvalsstöðum, þar
sem hann lffgaði sannarlega upp
stirða og gráklædda embættis-
mannasamkunduna f fylgdarliði
forsetanna Nixons og Pompidous.
Margir hafa gagnrýnt hótun
Kissingers um afsögn, og að hann
skyldi láta tilfinningarnar hlaupa
með sig f gönur. „Washington
Post“ sagði t.d., að uppnámið f
Salzburg hefði verið heimskulegt
og vanhugsað og framkoman ekki
samboðin utanrfkisráðherra
Bandarfkjanna á 20. öld. James
Reston hjá „The New York Tim-
es“ sagði, að Hótun Kissingers um
afsögn hefði verið heimskuleg.
Aðrir höfðu við orð, að hann hlyti
að gera sér ljóst, að gagnrýni
fylgdi starfi hans, hann væri eng-
in heillög kýr, hvaða afrek sem
hann hefði unnið á alþjóðavett-
vangi. Þær raddir heyrðust, að
hann hefði nú fengið að starfa í
friði f fimm ár, fyrst sem ráðu-
nautur Nixons og síðan sem utan-
ríkisráðherra, án umtalsverðrar
gagnrýni — nú væri kominn tími
til að hann sýndi, að diplómatinn
og háskólamaðurinn gæti staðizt
hina hrjúfu hversdagslegu bar-
áttu bandarfskra stjórnmála.
Mörgum fannst hann gera allt of
mikið veður út af blaðaskrifunum
heima fyrir, töldu enga ástæðu til
að takamáliðsvona alvarlega; aðr-
ir töldu viðbrögðin einmitt merki
um heiðarleika Kissingers og
hreinan skjöld.
Gjarnan voru tár ráðherrans
skrifuð á reikning þreytu og
streitu hans eftir fimm vikna erf-
iðar sáttatilraunir milli ísraels og
Sýrlendinga, þar sem hann þótti
„gera hið ómögulega" og sýndi
ótrúlega þolinmæði, þrautseigju
og hugmyndaflug. Þessi tfmi gekk
svo nærri fréttamönnunum, sem
með honum fylgdust, að þeir voru
nærri örmagna á eftir, og drógu
þeir þess vegna þá ályktun, að
Kissinger hlyti að vera orðinn
þreyttur líka, hann væri þó ekki
nema maður.
HVERS VEGNA?
Sfmahleranamálið og fjaðrafok-
ið út af aðild Kissingers nú, vekur
margvfslegar spurningar. Hvaða
gögn fékk dómsmálanefnd full-
trúadeildar Bandarfkjaþings, sem
benda svo ótvírætt til meiri hlut-
deildar Kissingers f hlerununum
en hann sjálfur hafði gefið upp?
Liggja pólitfskar orsakir að baki
því, að fréttir um þessi gögn lak
til fjölmiðla einmitt nú? Er ein-
hverjum ímun að vængstýfa utan-
ríkisráðherrann? Hversvegna
brást Kissinger við þessum fréttt-
um með þeim hætti, sem raun bar
vitni? Var hótun hans um afsögn
alvara eða leikaraskapur? Hver
er hlutur hvers? Þegar þetta er
skrifað hafa fjölmiðlar skýrt frá
eftirfarandi atriðum, sem komið
hafa fram f gögnum dómsmála-
nefndar fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings:
1. Nefndin á að hafa hlustað á
segulbandsupptöku af samtali
milli Nixons forseta og Johns
Deans, þáverandi ráðunautar
hans, þar sem Nixon hefur við
orð, að Kissinger hafi óskað eft-
ir því, að sfmar starfsmanna
hans yrðu hleraðir.
2. Nefndin hefur fengið í hendur
athugasenjd eða skýrslu frá
starfsmanni FBI, skrifaða 12.
maí 1973, þar sem segir, að frá
því um vorið 1969 ög fram á
sumar 1971 hafi FBI hlerað
sfma að beiðni Hvíta hússins.
Tilmæli þar um hafi annað-
hvort komið frá Kissinger eða
Haig, og tekið cr fram, að sér-
staklega hafi verið farið fram á
það við J. Edgar Hoover, sem
1969 var enn yfirmaður FBI, að
hann léti sjá um þessar hleran-
ir.
3. Nefndin hefur fengið skýrslu,
þar sem Hoover sjálfur segir,
að Kissinger hafi hringt til sín
9. maí 1969 og beðið sig að beita
öllum tiltækum ráðum til þess
að komast fyrir fréttaleka úr
stjórnarbúðunum. Sömuleiðis
orðsendingu frá Hoover til þá-
verandi dómsmálaráðherra,
Johns Mitchells.þar sem tiltekið
er, að Kissinger hafi átt frum-
kvæði að sfmahlerunum hjá
tveimur starfsmönnum sfnum
og a.m.k. einum fréttamanni,
sem talið var, að hefði fengið
leynilegar upplýsingar. Gögn
hjá Hoover benda einnig til
þess, að Nixon forseti hafi fyr-
irskipað sfmahleranir hjá
fréttamanni einum og starfs-
manni Hvfta hússins, sem einn-
ig varsetturundir eftirlit leyni-
lögreglumanns.
4. Gögn frá FBI stangast á við
þær fullyrðingar Kissings, að
hann hafi aðeins séð fáeinar
skýrslur um sfmahleranirnar
og hætt að fá þær árið 1970, því
að eftir það hafi þær allar ferið
til Haldemanns, starfsmanna-
stjóra f Hvíta húsinu. Af gögn-
um FBI er ráðið, að 37 bréf, þar
sem teknar voru saman f stuttu
máli niðurstöður símahleran-
anna hafi farið til Kissingers á
tfmabilinu maf 1969 til maf
1970, og vísbendingar eru um,
að Kissinger hafi fengið slfk
bréf allt fram til desemberloka
það ár.
TVEIR KOSTIR —
BÁÐIR ILLIR
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem fram hafa komið, m.a. frá
Kissinger sjálfum, á sfmahlerun-
armál þetta upptök sfn f frétt
bandarfska dagblaðsins „The
New York Times“ 9. maí 1969, um
að Bandarfkjastjórn hefði án
heimildar þingsins látið gera loft-
árásir á Cambodiu. Fréttin varð
tilefni fundar þeirra Nixons, Kiss-
ingers, Hoovers og Mitchells, þar
sem rætt var um upptök hennar
og hvað gera skyldi til að koma f
veg fyrir slíka fréttaleka. Kom þá
til tals að beita símahlerunum,
sem oft hafði verið gert áður í
Washington, þegar þjóðaröryggi
þótti í húfi. Kemur það m.a. fram
f grein, sem brezki blaðamaður-
inn Henry Brandon skrifaði á
dögunum f „The Times“ um mál
þetta að Charles Bohlen geti þess
í æfiminningum, að Roosevelt for-
seti hafi látið hlera sfma hans um
hríð, af þvf að hann hafði vitn-
eskju um meiriháttar ríkisleynd-
armál.
Kissinger hefur löngu viður-
kennt að hafa látið uppi nöfn
þeirra starfsmanna sinna, sem
höfðu ofangreindar upplýsingar
með höndum og komið hefur
fram, að FBI hafi fengið fyrir-
skipanir um það frá Hvíta húsinu
að hefja símahleranir hjá 13
starfsmönnum stjórnarinnar og
fjórum blaðamönnum; þeim
Henry Brandon, fréttaritara „The
Times“ f Washington, Hedrick
Smith hjá „The New York Tim-
es,“ William Beecher, sem var hjá
„The Times“, og Marvin Kalb hjá
CBS. Kissinger hefur frá upphafi
varið nauðsyn sfmahlerana þjóð-
aröryggis vegna og bent á, að
hann hafi átt völ tveggja kosta, er
báðir voru slæmir: annaðhvort að
sætta sig við áframhaldandi leka
mikilvægra og viðkvæmra upplýs-
inga „sem ég hafði megnustu fyr-
irlitningu á“, eða kyngja sfma-
hlerunum „sem ég einnig hafði
megnustu fyrirlitningu á“, er haft
eftir Kissinger.
1 yfirheyrslunum hjá öldunga-
deildarnefndinni fullyrti Kissing-
er að hann hefði hvorki skipulagt
hleranirnar né farið fram á þær í
einstökum tilvikum; hann hafi
sætt sig við þær aðferðir, sem
hlutaðeigandi ráðamenn töldu lík-
legastar til að koma f veg fyrir
fréttalekana.
ÞJÓÐARÖRYGGI
EÐA PÖLITÍK?
Eitt af því, sem gert hefur sfma-
hlerunarmálið svo viðkvæmt og
umdeilt er sú staðhæfing, að títt-
nefnt þjóðaröryggi hafi alls ekki
verið í húfi í öllum tilvikum. Er
sérstaklega rætt um tvo menn f
starfsliði Kissingers, Mort
Halperin og Tony Lake, sem báðir
hættu þar 1969. Sími beggja var
hleraður fram á árið 1971, og ekki
byrjað að hlera hjá Lake fyrr en
hann hætti að vinna fyrir Kissing-
er. Þeir gerðust báðir ráðgjafar
Edmunds Muskies, einum af
hættulegustu andstæðingum Nix-
ons fyrir forsetakosningarnar
1972, en sem kunnugt er, hefur
komizt upp um ýmsar miður
þokkalegar aðgerðir stuðnings-
manna Nixons f baráttu þeirra
fyrir því að koma í veg fyrir, að
demókratar útnefndu Muskie
frambjóðanda sinn í kosningun-
um.
Henry Brandon segist í grein
sinni, sem fyrr var getið, hafa
spurt William Rtickelshaus —
sem gegndi störfum yfirmanns
FBI um hríð 1973 — hvernig
hann skýri þverstæðurnar í fram-
burði Kissingers og gögnum FBI.
Þar kemur fram, að Ruckelshaus
hafi farið vandlega yfir gögn FBI
og komizt að þeirri niðurstöðu, að
ekki væri sanngjarnt að tala um,
að Kissinger hafi óskað eftir síma-
hlerunum. Hann bendir á, að
skýrslur Hoovers hafi oft verið
skrifaðar þannig að þær yrðu hon-
um sjálfum vörn I vafasömum að-
gerðum og þvf geti þær ekki taiizt
áreiðanleg málsskjöl. Þá leggur
Ruckelshaus áherzlu á samábyrgð
þeirra, sem sátu fundinn í Hvíta
húsinu 9. maí 1969. „Allir voru
þeir (Nixon, Kissinger, Mitchell
og Hoover) á einu máli um, að
fréttalekar væru slæmir og þá
yrði að stöðva, og það var Hoover
sem mælti með sfmahlerunum.
Enginn einn átti frumkvæðið
beinlfnis, enda þótt Kissinger léti
nafnalistann af hendi. Þetta var
sameiginleg ákvörðun og alls ekki
sanngjarnt að lýsa ábyrgð á hend-
ur Kissingers“, sagði Rtickelshaus
í samtali við Henry Brandon.
RUckelshaus sagði einnig f sjón-
varpsviðtali sl. laugardag, að
hann teldi hlutdeild Kissingers f
þessu máli hafa verið mjög á þann
veg, sem hann sjálfur hefði haldið
fram við öldungardeildarþing-
mennina.
LIÐUR I VALDABARATTU?
Eðlilegt er, að menn velti því
fyrir sér, hvort pólitfskar ástæður
liggi fyrir því, að svo mikið er
gert úr meintri hlutdeild Kissing-
ers f sfmahlerunum ogTiann sak-
aður um meinsæri, eða allt að því.
Staða Kissingers innan Banda-
ríkjanna er nú slík, að enginn
þarlendur stjórnmálamaður
kemst þar með tærnar sem hann
hefur hælana. Allir virðast sam-
mála um það innan sem utan
Bandaríkjanna, að í honum yrði
mikill missir, ef hann færi frá —
eða eins og einhver sagði: „Nixon
telur sig e.t.v. geta verið án Kiss-
ingers, Bandaríkjamenn telja sig
e.t.v. geta komizt af án hans, — en
mannkynið má alls ekki missa
hann núna“.
Þótt Kissinger eigi sína gagn-
rýnendur heima fyrir, er hann þó
yfirleitt virtur og dáður fyrir það
meðal almennings að hafa haldið
uppi heiðri Bandarfkjamanna á
alþjóðavettvangi meðan skuggi
Watergateflækjunnar og sá sið-
ferðisbrestur, sem hún hefur leitt
í ljós á æðstu valdastöðum, þrúg-
ar þá heima fyrir. Hvað sem segja
má um friðarsamningana um
Vietnam — og eftirköstin þar er
ljóst, að Kissinger tókst að losa
Bandaríkin úr sjálfheldu tapaðr-
ar styrjaldar með þeim hætti, að
þeir máttu vel við una úr því sem
komið var — og hefði tæpast öðr-
um tekizt betur. Honum hefur
tekizt að marka þáttaskil í sam-
skiptum vesturveldanna og Kína
— og friðarumleitanir hans milli
Araba og ísraela hafa almennt
verið taldar meiriháttar afreks-
verk, enda þótt varanleg lausn
deilnanna þar um slóðir sé eflaust
langt undan. En gagnrýnendur
Kissingers draga enga dul á, að
þeimfinnst hann hafa veitt N-Viet-
nömum of mikla eftirgjöf í Viet-
samsamningum, að þeir líta með
tortryggni viðleitni hans til að
bæta og efla samskiptin við Sovét-
ríkin, aðþeir teljahann of einráð-
an um mótun og framkvæmd ut-
anríkisstefnu Bandarfkjanna.
Þeir gagnrýna pragmatfskan
hugsunarhátt hans og þá afstöðu,
sem mörgum finnst ómannúðleg
og kaldrifjuð, að Bandarfkin eigi
ekki að setja Sovétríkjunum sið-
ferðileg eða stjórnarfarsleg skil-
yrði fyrir viðskiptasamningum og
lánakjörum — á borð við, að þeir
hleypi úr landi þeim Gyðingum og
menntamönnum, sem brott vilja
fara. Helzti málsvari slfkra sjón-
armiða er þingmaðurinn Henry
Jackson, sem nýtur sfvaxandi vin-
sælda og stuðnings heima fyrir.
Þær skoðanir hafa komið fram,
að afdráttarlaus viðbrögð Kissing-
ers og hótun hans um afsögn hafi
ekki komið til af hreinleika hug-
ans einum saman, heldur hafi
hann beinlfnis sett hvorttveggja á
sviðmeð það fyrir augum að draga