Morgunblaðið - 23.06.1974, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1974
Smásaga
eftir Líneyju
Jóhannesdóttur
Lyngið var tekið að roðna og berin orðin stór og
safarík. Slættinum var lokið og kýrnar komnar á
túnið. Á kvöldin stóðu þær jórtrandi við fjósdyrnar
og bauluðu lágt við mjaltakonunni. Við systir mín
tókum ekki eftir því, að sumarið var liðið, fyrr en
einn morgun, þegar við komum út. Hafdrunur
heyrðust I loftinu og vesturfjöllin voru orðin hvít.
En snjórinn náði engum tökum á okkur, hann var
enn þá svo fjarskalega langt í burtu, og brimhljóðin
vöndust eins og fosshljóðin, og haustið gleymdist.
Það var ekki fyrr en kindur fóru að kroppa niður á
bökkunum, að það kom fyrir alvöru. Lömbin, sem við
fundum um vorið, hálf króknuð úr kulda hlutu að
vera þarna líka, meira að segja þau, sem lifnuðu við
inní bakaraofninum hjá Fíu. Við gátum enn þá séð
þau fyrir okkur, hvernig þau drukku mjólk í gegnum
f jöðurstaf og svo þegar þau fóru að hoppa og stökkva
upp í loftið. Þarna voru þau komin aftur, stór og
falleg, og bráðum átti að reka þau í kaupstaðinn.
Annríki haustsins hófst með jarmi og hói. Ókunnir
menn komu og fóru, Fía stóð við eldavélina allan
liðlangan daginn, en gaf sér þó tíma til að rexa og
reka okkur burt, því að við flæktumst fyrir eins og
Það er gaman hjá krökkunum og upplagt að lita
þessa teikningu, en áður en þú byrjar á því áttu að
finna þrjár felumyndir af skopparakringlum.
vant var. Alltaf vorum við ýmist of lítil eða of stór. Á
sumrin gátum við ekki verið með í skógarferð, af því
við vorum of litil, og þegar við lékum okkur, sögðu
vinnukonurnar, að það væri hrein skömm að sjá
þessa stóru krakka ólmast allan guðslangan daginn.
Svona væri eftirlætið. I þeirra ungdæmi þurftu börn
að vinna og höfðu ekki haft verra af. Og svo
klemmdu þær saman varirnar yfir frelsi okkar.
Enginn minntist þess, hver færði matinn á
engjarnar, eða hver flutti heim heyið. Að þræta
þýddi ekkert, allra sízt við Fíu gömlu. Við reyndum
því að láta sem minnst bera á, þegar við skruppum í
búið okkar og gættum þess vandlega, að enginn sæi
þegar við hlustuðum á sönginn í símastaurunum, þvi
þá voru þær vísar til að hlæja.
Fénu niður á bökkunum var smalað saman í
réttina. Ókunnugu mennirnir ráku burt sína hópa,
samt vorum við systir mín stolt yfir öllum fjöldanum
sem eftir var, — það voru okkar kindur.
Féð var talið um leið og því var sleppt aftur úr
réttinni; gamlar ær og sum lömbin fengu á sig
tjörublett. Við hlógum að einum lambhrútnum,
hann var með svartar rendur á hornunum og brauzt
um í höndum fjármannsins. Það hvítmataði í augun
þegar hann fann tjörulyktina. „Bíddu við“ sagði
pabbi, „hann er undan henni Hvít minnni, ég set
hann á.“ Við systir mín hættum að hlæja, hópurinn
með svörtu tjörublettunum var sá dauðadæmdi.
Fáeinar kindur voru með marki frá Hálsi. Þaðan
kom enginn svo þeim var stungið inn í lambakofann
og pabbi leit snöggvast til okkar systur minnar um
leið.
Mig grunaði einhvern veginn strax, að eitthvað
óvenjulegt stæði til, enda sagði mamma um kvöldið:
„nú eigið þið að fara með rekstur.“ „ Ó já,“ sagði
pabbi og dró seiminn, „einu sinni verður allt fyrst.“
Morguninn eftir vorum við vakin. Ég heyrði
hvíslið í gegnum svefninn, það vakti mig ekki alveg,
heldur tók á sig draummynd sem ég vildi ekki
sleppa. En vitundin um reksturinn togaði í mig og
varð sterkari draumnum, svo ég opnaði augun. Þá sá
ég skugga móður minnar, hún laut yfir stelpurúmið.
Ég lokaði augunum á ný, þar til brast á eyranu
undan kossi. „Vaknaðu nú vinur, þetta er langt að
fara,“ hvíslaði mamma.
£JVonni ogcTVlanni Jón Sveinsson
hellismunnann, svo að enginn kæmist óboðinn inn að
okkur sofandi.
Því næst tók hann byssu sína, en við fylgdum hon-
um gegnum göngin út úr hellinum.
Hann tók hestinn, steig á bak og þeysti af stað.
Við horfðum lengi á eftir honum niður brekkurnar.
Hann reið hart, og loks hvarf hann úr augsýn inn á
milli kletta.
Og þá vorum við aftur orðnir einsamlir uppi í fjalla-
kyrrðinni, eins og tröllin í hellunum.
Sól var nú mjög lágt á lofti í norðvestri. Það hlaut
að vera mjög framorðið.
„En hvað það er fallegt hérna uppi á fjöllunum“.
sagði ég. „Það væri nógu gaman að vera útilegumaður
hérna“.
Manni hló að þessu og sagði, að ef hún mamma
væri ekki, þá mundi hann ekki hafa neitt á móti því.
Við fórum nú til hestsins okkar, sem var kyrr að
bíta á sama stað, og strukum honum og klöppuðum.
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Síðan lögðumst við í grasið og mösuðum saman stund-
arkom.
En brátt fór okkur að syfja. Þá risum við á fætur
og gengum inn í hellinn aftur.
Hellismunnann byrgðum við eins og Haraldur sagði
okkur.
Síðan féllxun við á kné fyrir framan bólið okkar og
báðum kvöldbæn. Sérstaklega þökkuðum við guði, að
hann hafði bjargað okkur úr margvíslegri hættu.
Síðan byrgðum við okkur niður í mjúkan mosann
og ilmandi grösin og hjöluðum ennþá góða stund um
allt, sem við hafði borið um daginn.
Tryggur lagðist niður á gólfið fyrir framan okkur.
Það var ekki hætt við, að hann skildi við okkur. Eftir
litla stund var hann farinn að hrjóta.
Við buðum nú hvor öðrum góða nótt og sofnuðum
báðir jafnsnemma.
v,
flteÖÍmorgunlKiffinu
— Sérð þú það sem ég sé...
eða höfum við kannski verið
hér of lengi???
— Af hverju getur hann ekki
hangið út um bflgluggann eins
og aðrir hundar....
— Nei minn kæri læknir...
það er ekki þarna sem mig
verkjar...
— Ég hringdi í pfpulagningar-
manninn, en hann sagði, að
hann kæmi ekki nema við
borguðum gamla reikninginn
— svo að ég sagði að hann gæti
átt sig....