Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULI 1974 Þjóðhátíðin á Þingvöllum: Þátttökug j aldið til að standa undir hátíðarkostnaðinum Greinargerð framkvæmdanefndar landnámshátíðar Vestfirðinga ÞAR sem upp hafa komið nokkr- ar óánægjuraddir, aðallega meðal brottfluttra Vestfirðinga, með það, að þátttökugjald skuli tekið af gestum á landnámshátfð Vest- firðinga, vill nefndin gefa eftir- farandi skýringu: I ágústmánuði 1973 komu saman allar héraðsnefndir í Vest- firðingafjórðungi, sem kosnar höfðu verið til undirbúnings 1100 ára landnámshátíðar. Algjört samkomulag náðist um að halda eina sameiginlega hátíð, og hún skyldi haldin í Vatnsfirði, þar sem Hrafna-Flóki tók land. Nefndin gerði sér vonir um, að brottfluttir Vestfirðingar myndu fjölmenna á hátfðina og dveljast meðal frænda og vina hátíðis- dagana. Reynt hefur verið að vanda sem mest allan undirbúning hátíða- haldanna, en hann hefur reynzt mjög kostnaðarsamur, þar sem um óbyggðan dal er að ræða og alla aðstöðu hefur orðið að byggja upp frá rótum. Lagður hefur verið góður vegur meðfram Vatnsdalsvatni inn í dal. Borið hefur verið ofan í stór bflastæði, smíðaðar hafa verið átta brýr til að geta notað slétt svæði milli ánna, þar sem skipulögð hafa verið tjaldsvæði sér fyrir hverja sýslu, lögð hefur verið vatns- leiðsla og komið upp 60 salernum f fernu lagi. Smíðaðir hafa verið tveir stórir danspallar ásamt leik- sviði, og að síðustu var ráðizt í að smíða nákvæma eftirlíkingu af víkingaskipi, teiknuðu af Þor- bergi Ólafssyni í Bátalóni, til þess að geta sýnt frumsaminn söguþátt eftir Hjört Hjálmarsson, þar sem landtaka víkingaskips er sýnd. Sýslufélög á Vestfjörðum ásamt Isafjarðarkaupstað hafa öll lagt Framhald á bls. 16 DAGSKRÁ þjóðhátfðarinnar á Þingvöllum er nú þvf sem næst fullmótuð. Fyrir hádegi sunnu- daginn 28. júlf verður þingfundur á Lögbergi, þar sem tekin verður til afgreiðslu þingsályktunartil- laga um landgræðslu og gróður- verndaráætlun til minningar um 1100 ára búsetu þjóðarinnar f landinu. Eins og Mbl. hefur áður skýrt frá, er ráð fyrir þvf gert, að samþykkt verði að veita 1000 milljónum króna á næstu 10 árum f þessu skyni. A þing- fundinum mun einn alþingis- maður frá hverjum þingfiokki taka til máls og tala f fimm mfnútur. Eftir hádegið er gert ráð fyrir að dagskráin fari fram á Efrivöll- um. Þar verða flutt ávörp, tónlist og ljóð og keppt í fþróttum. For- maður þjóðhátfðarnefndar, Matthfas Johannessen skáld, flyt- ur inngangsorð, herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ávarp og forseti íslands, herra Kristján Eldjárn flytur hátfðarræðu. Full- trúar erlendra rfkja munu flytja ávörp og er við það miðað að þar tali fulltrúar þeirra þjóða, sem Islendingar rekja ættir sfnar til, og einnig þeirra land, sem margir fluttust síðar til, þ.e. Bandaríkj- anna og Kanada. Þá mun fulltrúi Vestur-Islendinga, Skúli Jóhanns- son, forseti Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi flytja ávarp. Halldór Laxness rithöf- Sverrir Björn Halldór á þingfundinum undur flytur ávarp f minningu bókmenntanna og flutt verða verðlaunaverk eftir tónskáldin Herbert H. Ágústsson og Jónas Tómasson og Tómas Guðmunds- son flytur hátfðarljóð sitt. Þjóðar- ganga verður úr Almannagjá yfir á Efrivelli og verður gengið undir fánum byggðarlaganna og fylkt fánum við Fangbrekku. Vesturfs- lendingar hyggjast vera með f göngu þessari. Leikin verða ætt- jarðarlög á meðan á dagskránni á Efrivöllum stendur, Sinfónfu- hljómsveit Islands, Skólahljóm- sveit Kópavogs og lúðrasveitir leika, karlakórar syngja, blásið verður f fornaldarlúðra og fleira gert til hátíðarbrigða. Þjóðhátfðinni lýkur sfðla dags Framhald á bls. 16 Engey RE seldi fyrir 9,3 millj. SKUTTOGARINN Engey RE seldi f gærmorgun f Þýzkalandi samtals 244 lestir fyrir 251 þúsund mörk, eða um 9,3 milljón- ir. Hluti aflans fór f gúanó, og eitthvað var ónýtt. Aflinn var mestmegnis karfi. Þetta verður lfklega sfðasta sala fslenzks togara erlendis f bráð. Lftill markaður er fyrir fiskinn yfir sumarmánuðina. Þrðinn Fimm þmgmenn tala r r r HERAÐSMOT SJALFSTÆÐIS- FLOKKSINS Á AUSTURLANDI llm 40« V-ís- lendingar komnir I FYRRINÓTT kom til landsins 140 manna hópur Vesturís- lendinga frá Vancouver, sem er á Kyrrahafsströnd Kanada. Áður var kominn 200 manna hópur frá Winnipeg. Auk þess eru hér staddir margir Vesturfs- lendingar á eigin vegum, þannig að hátt f 500 Vestur-lslendingar eru nú hér á landi. A föstudaginn heldur Þjóð- ræknisfélag Islendinga gestamót f Háskólabíói klukkan 14. Húsið verður opnað klukkan 13,30, og þá mun Lúðrasveit Reykjavíkur hefja leik á Hagatorgi. Forsætis- ráðherra Ölafur .Jóhannesson mun ávarpa Vestur-íslendingana. Mörg stutt ávörp verða flutt og dansarar frá Winnipeg sýna kana- díska þjóðdansa. Aðgangur er öllum frjáls endurgjaldslaust, og er það von Þjóðræknisfélagsins, að sem flest- ir Islendingar komi til þessa gestamóts. HERAÐSMÓT Sjálfstæðisflokks- ins halda áfram um næstu helgi. Verða þá haldin þrjú mót á Aust- urlandi, Höfn f Hornafirði, Egils- stöðum og Vopnafirói. Höfn f Hornafirði: Þar verður héraðsmót föstudaginn 12. júlí kl. 21.00. Avörp flytja Sverrir Her- mannsson, alþm., og Björn Bjarnason, fréttastjóri. Egilsstaðir: Héraðsmótið á Egilsstöðum verður haldið daginn eftir, laugardaginn 13. júlf kl. 21.00. Ávörp munu flytja Halldór Blöndal, kennari, og Þráinn Jóns- son, framkvæmdastjóri. Vopnafjörður: Lokamótið á Austfjörðum verður f Vopnafirði sunnudaginn 14. júlf kl. 21.00. Ávörp flytja Páll Halldórsson, skattstjóri, og Halldór Blöndal, kennari. Skemmtiatriði á hérðasmótun- um annast hljómsveit Ólafs Gauks ásamt Svölu Nielsen, Svan- hildi, Jörundi Guðmundssyni og Agústi Atlasyni. Hljómsveitina skipa: Olafur Gaukur, Svanhild- ur, Ágúst Atlason, Benedikt Páls- son og Carl Möller. Að loknu hverju hérðasmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi. flugfélaganna: Eldsneytiskostnað- ur hefur nær tvöfaldazt Millilandafargjöldin hafa hækkað um 20% - Erlendum ferðamönnum hingað fækkar FLUGFARGJÖLD allflestra flugfélaga heimsins hafa hækk- að um 20% frá þvf að bera tók á olfukreppunni, og hafa elds- neytishækkanirnar undanfarið komið mjög illa við fjárhag flugfélaganna. Sem dæmi má nefna, að eldsneytiskostnaður f innanlandsflugi Flugfélags Is- lands hefur hækkað um 93,15% frá áramótum til 1. júlf eða sem næst tvöfaldazt á fyrstu sex mánuðum ársins, að þvf er Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúí Flugfélagsins tjáði Mbl. f gær. Aþekkar hækkanir hafa orðið á eldsneyti flugvéla f millilandaflugi, en þær spanna hins vegar lengra tfmabil. Sveinn sagði, að innan IATA — alþjóðasamtaka flugfélaga hafi mikið verið þingað um eldsneytiskostnaðinn undanfar- ið. Nýlega var þetta mál á dag- skrá á fundi IATA í Mexikó, og kom þar fram, að eldsneytis kostnaðurinn, sem áður nam um 12% af heildarflugrekstrin- um, losar nú 25%, þrátt fyrir að aðrir kostnaðarliðir hafi einnig hækkað verulega. Fleira kemur þó til. Þannig hafa orðið miklar hækkanir á flugvallargjöldum og gjöidum fyrir fjarskipti og flugleiðbein- ingar. Evrópuflugfélögin greiða nú geysilegar upphæðir til Euro-control, samtaka evrópskra flugstjórnar, fyrir flugleiðbeiningar og fjarskipti, sem fram fara innan þeirra flugstjórnarsvæða, enda virðist það vera stefna allra ríkis- stjórna Evrópulanda að láta flugfélögin greiða allan kostn- að við flugumferðarstjórnina og fjarskiptin. Að sögn Sveins Sæmundssonar er það álit sér- fræðinga IATA, að við árslok 1975 verði öll þessi gjöld farin fram úr 1000 milljónum, doll- ara samanborið við 650 milljón- ir árið 1973. Það kemur í hlut flugfélaganna að greiða þessa hækkun, en útreikningar liggja fyrir um, að flugfélögin geti hvergi nærri staðið undir henni. Eins og áður segir, hafa flug- félögin innan IATA og allflest önnur flugfélög hækkað far- gjöld sín um 20% frá því að olíukreppan skall á. Samt sem áður er fyrirsjáanlegt, að flug- félögin mun vanta um 800 milljónir dollara til að ná end- um saman fyrir tfmabilið apríl 1973 fram til ágústmánaðar í ár. Sveinn sagði, að millilanda- flugfargjöld IATA væru ákveð- in með símaatkvæðum allra að- ildarfélaga og kæmu hækkanir á þeim því aðeins til fram- kvæmda, að öll félögin sam- þykktu hækkunina. Kvaðst Sveinn vita til þess, að slík at- kvæðagreiðsla færi nú enn á ný í hönd, en kvaðst hins vegar ekki geta að svo stöddu upplýst, hversu mikla hækkun væri þar Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.