Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULl 1974 7 ftskRækC Rætt við próf. og físketDí Ole Mathisen Eftir Ingva Hrafn Jónsson. Laxateljarar og nákvæmar veiðiskýrslur grundvallaratriði EINS OG við höfum áður skýrt frá hér I þættinum, hafa Sameinuðu þjóðirnar veitt íslendingum 9,5 milljón kr. styrk til að stunda rannsóknir á sviði fiskeldis og fiskræktar hér á landi. Rannsóknir þessar, sem eru undir forstöðu dr. Ole Mathisen prófessors við Washingtonháskóla f Seattle, munu ná yfir 3 ár, þó að megnið af fjármagn- inu verði varið til rann- sókna í ár og næsta ár. Prófessor Ole er staddur hér á landi um þessar mundir ásamt tveimur að- stoðarmönnum sfnum, þeim prófessor Donald McCouchran og Philip Mundy, sem stundar fram- haldsnám hjá þeim f fiski- fræði. Þeir þremenningar eru að undirbúa tölvuúrvinnslu úr gögnum, sem fyrir liggja um laxveiðar hér á landi sl. áratugi, þ.e.a.s. veiðiskýrsl- um og teljaraskýrslum, en það er einmitt mikilvægt grundvallaratriði þessara rannsókna. Við hittum þá félaga, þar sem þeir voru að störfum hjá Veiðimála- stofnuninni og báðum þá hið fullkomnasta sinnar tegundar. Þá er einnig um að ræða tæki til að taka hrogna og seiðasýnishorn úr ánum. Nú í öðru lagi er að kenna íslendingum tækni til að nota f sam- bandi við þessi tæki, sem miða að þvf að fá betri upplýsingar um endur- heimtur og annað við- vfkjandi laxastofnunum f hinum ýmsu ám landsins. Það vantar algerlega grunn f tölvu fyrir þær upplýsing- ar, sem fyrir liggja f veiði- skýrslum og öðrum skýrsl- um, og það er það, sem þeir Donald og Philip eru að undirbúa, og er bezt að Donald skýri nánar frá þvf. — Upplýsingarnar, sem hér liggja fyrir eru mjög miklar og góðar, en það þarf að koma þeim fyrir á einn stað, svo að hægt sé að ganga að þeim og fá skjót svör. í þessu sambandi verður ekki nægilega brýnt fyrir þeim, sem hafa umsjón með leigusölu ánna, að þeir geri sitt til að tryggja, að sem nákvæmastar veiðiskýrslur séu haldnar, og einnig vilj- um við hvetja mjög ein- að við getum frá fyrstu hendi gert nauðsynlegar rannsóknir til þess að geta ákvarðað laxafjöldann f ánni, en það er grundvallar- tilgangur rannsóknanna. Við erum ekkert að reyna að leysa öll vandamál, aðeins að afla upplýsinga, sem hægt verður að byggja á f framtfðinni, þegar menn vilja fara að gera ráðstafan- ir til að tryggja beztu nýt- ingu sinna áa og tryggja gott og áreiðanlegt heildar- yfirlit yfir laxveiðar og önn- ur veiðimál á íslandi. Þeir félagar leggja á það áherzlu, að nauðsynlegt verði að ráða mann að veiðimálastofnuninni til að taka við tölvunni og halda verkinu áfram sem þeir eru að undirbúa. Þegar við spyrjum þá, hvað þeir haldi um möguleika þess að gera laxeldi á íslandi að stórri atvinnugrein, segja þeir allir, að möguleikarnir séu ótakmarkaðir, en það verði ekkert gert nema með tals- vert miklu fjármagni, og f þvf sambandi sagði Ole Mathisen, að það léki eng- inn vafi á þvf, að laxa- að skýra okkur frá helztu atriðum rannsóknaráætlun- arinnar. Prófessor Ole sagði: „Við hugsum okkur að styrknum verði varið til þriggja meginþátta. í fyrsta lagi að leggja veiðimálastofnun- inni til sérstök tæki, eins og t.d. merkingatækin, sem tekin voru í notkun f Kolla- firði í vor; þetta eru full- komnustu og beztu tæki, sem völ er á og margfalda afköst við merkingar og tryggja þannig áreiðanlegri niðurstöður. Nú, einnig má nefna litla tölvu, sem við leggjum til í sambandi við gagnaúrvinnsluna, sérstakt hljóðmælingartæki, sem er gffurlega nákvæmt og not- að er við að mæla fiskmagn f vötnum. Getur tæki þetta bókstaflega sagt til um fiskafjöldan í vötnunum. Tæki þetta var gert við Washingtonháskóla og er dregið alla þá, sem mögu- lega geta, að setja upp laxa- teljara í árnar. Þegar unnið er að rannsóknum sem þeim, sem nú er verið að byrja á og hafa það að markmiði að safna saman eins umfangs- og veiga miklum upplýsingum um árnar og unnt er til að hægt verði að finna út, hve mikill hluti laxa gengur f árnar, hve mikið af honum má veiða til að eðlilegur hrygn- ingarstofn verði eftir, hvort áin þarf eða þolir, að seið- um sé sleppt f hana, og þá hve miklu magni. Slfkar upplýsingar geta orðið ómetanlegar fyrir leigusala og gefa veiðimönnum jafn- framt hugmynd um, hve mikil veiðivonin er. Við erum nú að leita okkar að laxveiðiá, þar sem við get- um sett upp okkar laxa- teljara, sem verið er að smfða fyrir okkur, þannig búskapur væri mjög arð- vænlegur og að það væri mjög slæmt fyrir Kolla- fjarðarstöðina að þurfa að selja svo mikið af seiðum frá sér til að standa undir rekstrinum, f stað þess að geta sleppt seiðunum f sjó og endurheimt þau sem ful'vaxna laxa. Hann sagðist sannfærður um það, að ekki liði á löngu unz augu íslendinga opnuðust fyrir þeim mögu- leikum, sem fyrir væru, og þá myndi ekki standa á fjár- magninu. Hann sagðist hafa verið gagnrýndur af nokkrum aðilum hérlendis fyrir að setja ekki allan styrkinn beint f smfði eldis- stöðvar, en svaraði þvf til, að áður en fleiri eldisstöðv- ar yrðu byggðar, yrði að gera rannsóknir og tilraunir til að sýna mönnum, hvern- ig hagkvæmast sé a«i byggja upp eldisstöðvar. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatúni 27. Simi 25891. Vibon til sölu með eða án dieselvélar. Til greina kemur að hafa hann i varastykki. Uppl. i sima 99-381 5. Keflavik Til sölu mjög vel með farin 3ja herb. íbúð við Faxabraut, ásamt bilskúr. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. Nýkomið Pingouin garn. Einnig Cedacryl og Susanne. Mikið úrval af hannyrða- vörum. HOF. Ytri-Njarðvík Til sölu rúmgott eldra hús við Borgarveg með glæsilegri lóð. Húsið er i mjög góðu ástandi. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. Blómasúlurnar sem ná frá gólfi til lofts, eru komnar. Sendum i póstkröfu. Blómaglugginn, Laugavegi 30. Simi 16525. Önnumst ýmiss konar viðgerðir Leggjum gangstéttarhellur. Girðum, glerisetning, málning. Upplýsingar í sima 84388. Keflavfk — Njarðvík Til sölu nýjar 3ja, 4ra og 5 herb. ibúðir i fjölbýlishúsum. Fasteignasala, Vilhjálms og Guðfinns, Vatnesvegi 20, Keflavík símar 1263—2890. Rafmagnspfanó til sölu á vægu verði. Upplýsingar í sima 91-26139 á daginn kl. 1 0—5. Vélritu- Stúlka óskar eftir starfi við vélritun. Tilboð sendistafgr. blaðs- ins fyrir föstudagskvöld merkt: „vélritun 121 9". Sumarhús Til sölu er nýsmiðað, 30 ferm sumarhús, mjög vandað. Flytjan- legt hvert sem er. Sími 1 3723. STAÐSETT Á LÓÐ Kristjáns Ó. Skagfjörð, örfysey. Rafvirki með alhliða starfsreynslu óskar eftir vel launuðu starfi. Tilboð sendist Mbl. fyrir 16. júli merkt. „Starf — 121 7". Iðnaðarhúsnæði Til leigu húsnæði á 3. hæð við Laugaveginn fyrir léttan og þrifa- legan iðnað. Upplýsingar i sima 24910. Gluggaskraut Hringir, uppskriftir og úrval lita og teg. af heklugarni i gluggaskraut. Hannyrðaverzl, Erla, Snorrabraut. Sandgerði Til sölu nýleg 3ja—4ra herb. efri hæð i tvibýlishúsi. Sérinngangur. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. Til sölu Trimm æfinga- tæki Hjól og bátur, einnig tveir gamlir leðurstólar og barnarúm ásamt tveimur vönduðum pelsum nr. 1 2. Upplýsingar i sima 37203. Innri-Njarðvfk Til sölu matvöruverzlun i fullum rekstri. Hagstæðir greiðsluskil- málar. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnesvegi 20, Keflavik, simar 1 263—2890. Antik húsgögn til sölu Borðstofusett, stólar, skápar. Handmálað matarstell. Jólaplatti ’74. 8. & G. kökudiskur, mávurinn. Upplýsingar i sima 14949. Bíl fyrir skuldabréf Óska eftir að kaupa góðan 6 manna bil, sem má borgast með 2ja ára skuldabréfi, sem myndi borgast með fjórum afb. á sex mánaða fresti. Uppl. sendist Mbl. merkt „1218" fyrir 1 3.7. Timbur til sölu að Reynimel 25. Hefur einungis verið notað i vinnupalla. Upplýsingar á staðnum eða i sima 14866 eftir kl. 6 siðdegis. Sumarbústaðalönd Til sölu eru 3 ha vel staðsettir í Grímsnesi. Seljast í sitt hvoru lagi. Tilboð sendist Mbl. merkt „121 8" fyrir 1 6. júlí. Þessi bátur er til sölu Báturinn er ca 6 m að lengd og með 130 hestafla Volvo Penta vél, ganghraði ca 30 mílur, svefnpláss fyrir 4, eldunaraðstaða, rúðu- þurrkur o.fl. Allar nánari upplýsingar í síma 30834. Báturinn verður til sýnis í kvöld og næstu kvöld við Flotbryggjuna í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.