Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULl 1974 V Ólafur Tryggvason: RAGNHEIÐ- UR BRYNJ- ÓLFSDÓTTIR Síðara bindi „Mig dreymir um eina alveldis- sál, um anda, sem gjörir steina að brauði." Frá því sfðara bindi bókarinnar Ragnheiður Brynjólfsdóttir kom út, hef ég beðið þess með nokk- urri óþreyju, að einhver maður gagnkunnugur mannúðarstarfi Guðrúnar Sigurðardóttur léti verk hennar tala, gegn þeim for- dómum og ásökunum, sem ennþá svífa umhverfis þessa ágætu konu, þrátt fyrir drengileg and- mæli Kristjáns skálds frá Djúpa- læi og Helga á Hrafnkelsstöðum, vegna útkomu fyrra bindis. — En enginn úr hópi þeirra þúsunda, sem notið hafa huglækninga Guð- rúnar Sigurðardóttur hefur opin- berlega látið til sfn heyra, svo ég viti. Því rita ég nú nokkrar línur, f trausti þess, að Morgunblaðið sýni mér sömu drenglund og áð- ur. Guðrún Sigurðardóttir hefur sfðastliðin tuttugu ár unnið fullan vinnudag við afgreiðslustörf, auk þess sér hún um heimili sitt. Þá hefur hún um enn lengra árabil stundað huglækningar eða skyggnilýsingar fyrir syrgjandi ástvini, oft með undraverðum árangri. Þannig hefur hún lengt starfsdag sinn um tvær til þrjár stundir flesta daga. Svefntími hennar hefur því takmarkast af óhóflega löngum vinnudegi. Þeir, sem gjörþekkja ævistarf Guðrúnar Sigurðardóttur, vita því með fullri vissu, að það er með öllu útilokað, að hún hafi samið ritverk á sjöunda hundrað blað- síður, annars vegar byggt á skáld- sögu Kambans, Skálholti og hins vegar á yfirgripsmiklum, sagn- fræðilegum heimildum, lært handritið síðan utanbókar, og þul- ið orðrétt inn á segulbönd í viður- vist nokkurra vitna. Kona, sem sfðustu áratugi hef- ur unnið yfirgripsmikil lfknar- störf flesta daga, jafnvel fram á nætur, án þess að þiggja fé fyrir, á að hafa unnið um nætur að fölsun ritverks á sjöunda hundrað blaðsíður. — En til hvers? — Sjaldan hefur ofstæki auglýst öllu fáránlegri vitleysu. Um síðustu áramót spurði ég Guðrúnu Sigurðardóttur hvort það væru ekki slæmir menn, sem svo harkalega leituðust við að troða verk hennar og hana sjálfa niður í svaðið. „Nei þeir eru ekki slæmir menn,“ sagði Guðrún, „þeir hafa ekki ennþá fundið sjálfa sig. Þegar þeir finna sjálfa sig, mun það koma ótvfrætt í ljós, að þetta eru góðir menn.“ A þenn- an hátt bregðast gáfaðar og göfug- ar persónur við sárustu móðgun- um. Þar sem ætlun mín er að vekja athygli á ágæti þessa verks, þá tek ég hér upp ofurlftinn kafla úr áður nefndu síðara bindi. Helga í Bræðratungu, sem er lífvörður Ragnheiðar Brynjólfs- dóttur, er stödd í Skálholti. Hún ræðir við Brynjólf biskup um framtíð Ragnheiðar. ... „Hvers ætlast þú til af mér?“ „Eg ætlast til þess af þér, meist- ari Brynjólfur, að þú sért sá mað- ur, að þú neyðir ekki dóttur þfna þrem vikum eftir barnsburð að ganga til kirkju í Skálholti til aflausnar.“ „Þú meinar, að hún sé ekki fær um það.“ „Eg meina það ... Eg bið um miskunn fyrir dóttur þína og barnið hennar." „Helga Magnúsdóttir, þú getur skipað mér„ en þú breytir ekki áformum mínum. Aldrei. Enginn maður gerir það.“ „Meistari Brynjólfur, nú skrifta eg fyrir þér. ... Nú skaltu hlusta og vita, hvort hjarta þitt kemst ekki við.... Eg var sextán ára gömul, þegar eg giftist manninum mfnum.... Þessi maður átti ekkert annað til en kærleika. Hann sýndi mér hann í öllu. ... Þegar eg var að eiga börnin mfn, þá sat hann hjá mér og hélt í hönd mína. Þraut- irnar hurfu vegna kærleika hans. Meistari Brynjólfur, þetta er ást, sem engin kona getur f raun og veru lýst eins og hún er. Svo liðu árin, og þú manst daginn, meist- ari Brynjólfur. Eg var ung kona með ung börn, þegar þú komst til mín og tilkynntir mér, að maður- inn minn væri liðinn.... Maðurinn minn vakti mig til ástalífsins, dagsljómans, sólar- uppkomunnar, hinnar himnesku sælu, lífsins sjálfs í sinni dýrustu og fegurstu mynd, sem engin kona getur fundið nema hjá manninum, sem elskar hana, skil- ur hana og vill gera hana ham- ingjusama. Eg svaraði öllu. Með barnslegu sakleysi gekk eg fram fyrir manninn minn og gaf hon- um mig 16 ára gamla. Eg skildi ekki neitt. Okkar fyrsta nótt var nótt trúnaðar og skilnings á báðar hliðar. Eg var vel gefin, en eg var barn. Hann tók mig þeim tökum, sem hver sannur og elskandi eig- inmaður mundi gera, ef hann skildi ást sína. Það er fáir karl- menn, sem skilja ástina. Ekki þú meistari Brynjólfur.... Hann talaði við 16 ára konuna sína og lýsti fyrir henni hamingju hjónabandsins. ... Hann tók mig ekki eins og margir karlmenn hefðu gert, heldur uppfræddi hann mig. Hann sagði: „Eg bíð, unz þú vilt koma til mín.“ ... Eg er að skrifta fyrir þér. Dagarnir liðu í sælu og hamingju, enn þá fann eg mig ekki tilbúna að koma til hans sem eiginkona, ,en hann fræddi mig alltaf og árið leið. Þegar við vorum búin að vera gift í heilt ár, þá fyrst kom eg til hans sem eiginkona. Sú nótt gleymist aldrei. Hún verður mér helgidóm- ur lffsins, meðan eg er hér á jörð. Hún verður mér leiðarstjarna himinsins, þegar eg er komin þangað, meistari Brynjólfur. Þar mæti eg honum aftur, ekki í minni líkamsmynd, heldur í minni sálarmynd. Þar hljótum við að ganga saman, því að guð hefur ekki gefið okkur þessa heilögu ást til annars. ... Þú veizt, að þegar kona er vakin til ásta, þá er í raun og veru búið að opna allar lindir hennar innra manns. Sálin kallar jafnt sem lfkaminn á sameiningu anda og efnis. Vegna elsku okkar hef eg aldrei þýðzt neinn annan karlmann og mun aldrei gera.“ „Matróna Helga, eg held að þú sért vitskert." „Nei, meistari Brynjólfur, eg bara skil ástina, en þú skilur hana ekki. Ragnheiður dóttir þín skildi líka ástina. Nú ert þú að taka hana frá henni, en þú ert að taka meira. Það var ekki tekið meira frá mér en minn ektamaki, börn- unum mínum hélt eg og hef lifað fyrir þau. ... „Við skulum ekki ræða þetta frekar, meistari Bryn- jólfur. Eg sagði þér þetta aðeins til þess að þú skildir, hvað eg er að gera til Skálholts nú ...“ „Hvað viltu þá?“ „Aðskildu ekki móður og barn. Gjörðu þá bæn mína.“ En valdsmaðurinn tók bæn Helgu ekki til greina. Móðir og barn voru aðskilin. Þegar sá að- skilnaður var framinn, var móðir- in vígð engli dauðans. Hér er þeirri hamingju ástar- innar lýst sem skynsemi og eðli allra siðaðra manna hafa þráð og leitað um þúsundir ára, en færri Iifað og reynt. örðugt er að rökræða þær fimmtíu Iínur, sem hér eru teknar upp úr umræddu verki. Enda skýrir rökvfsin ekki Ferðalok Jónasar, sem nefnt hefur verið helgiljóð ástarinnar. En enginn heilvita maður neitar þó fegurð þess og listrænu gildi. Sá er munur á fegursta ljóði og fegursta lfferni, að ljóðið er ein- ungis lifað f anda, en lffernið bæði í anda og efni, því er lífernið bæði ljóðrænt og jarðrænt. Og því er ljóðrænt líferni í æðstu fegurð sinni æðra allri rökvísi. Þess vegna sagði Helga: „Þetta er ást, sem engin kona getur í raun og veru lýst eins og hún er.“ Fagurt ljóð er afar oft að ein- hverju leyti leiðbeining um mannlegt lfferni. En fagurt líf- erni fyrirmyndin sjálf. Fegurðin stillir leitandi mann ávallt að ein- hverju leyti til samræmis við sig, á dularfullan hátt. I þessum uppteknu línum birt- ast mannlegir vitsmunir í til- komumikilli vitundarvídd, og mannleg elska í sinni háleitustu fegurð. Eg hygg, að heilbrigðari og fegurri lýsingu á ástalffi karls og konu sé ekki að finna í ís- lenskri skáldsögu né ævisögu. Einnig held eg, að sálarlífslýsing- ar, viljalífslýsingar og athafnalýs- ingar þeirra persóna, sem hæst ber í umræddu verki, séu í eðli sínu sannar bókmenntir, svo ómengaðar bókmenntir, að þær jafngildi þeim beztu menntum, sem íslenskar bækur geyma. Skriftamál Helgu við biskupinn eru meðal annars ljóskastari inn í myrkur örvæntingar og ham- ingjuleysis vorra tíma. Hlustað hef eg á ungar gáfaðar konur ræða um umræddan kafla sem sannleiksperlu hamingjunn- ar. Svo að enn eru á lslandi konur með innsæi Helgu í Bræðratungu og skilning hennar á göfgi, hrein- leik og helgi hins sanna ástalffs. Enda er slík tilfinning fyrir feg- urð elskunnar og slfkur skilning- ur á manneðli eini aflvakinn þess umkominn að leiða siðgæði, leiða menningu til hásætis f þjóðfélagi samvirkra manna, gjöra einstakl- inga með frjálsborna mannslund að samvirkri heild. Ein frásögn bókarinnar, eins- konar ljósmynd af vináttusam- bandi Hallgríms Péturssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, er unaðsleg og ógieymanlega fögur. Barn að aldri talar Ragnheiður um Hallgrfm þrútinn f andliti og bólugrafinn sem eina fallega manninn í hópnum. Svo undur- samlega skýrt skynjar þetta gáf- aða og sálskyggna barn göfgi sál- ar hans. Svo háandleg tenging tveggja mannssálna er staðreynd. Svo tær, svo ójarðræn vináttu- bönd bindur sálskyggnin ein. Þessi yndislega, raunhæfa sam- bandshæfni sálna er ein skilrfk- asta — ljósríkasta sönnunarperla þess, að mannssálin sé ódauðlegt undur. Andleg tenging þeirra var boðskapur sjálfrar uppljómunar- innar. Nítján ára flytur Ragnheið- ur Helgu í Bræðratungu þá sann- færingu sfna sem heilagt trúnað- armál, að Hallgrímur Pétursson sé á einstökum andartökum yfir- skyggður af Kristi. Umrædd andagift hefur aldrei fallið öllum mönnum í geð. En hitt er alveg víst, að mikill meiri- hluti Islendinga skilur að meira eða minna leyti menningargildi þessara háleitu sanninda á okkar örðugu upplausnar- og valda- streitutímum. Enda blasir nú sú staðreynd við, að margir menn- ingarfrömuðir mannkynsins eru þess fullvissir, að ekkert annað en fullkominn skilningur á andlegu eðli mannsins dugi til þess að forða mannkyninu frá tortím- ingu. Einn eftirminnilegur þáttur þessa sfðara bindis er þróun þeirrar hugljúfu breytingar, sem verður á hugarfari Brynjólfs bisk- ups. Þessi gáfaði, þróttmikli, há- lærði, drambsami, harðlyndi og fégjarni valdamaður lærir af reynslunni. Hann vex að visku og góðleik. Og það er dóttirin, sem hann kúgaði miskunnarlaust og drengurinn hennar, sem með gáf- um sínum og ástúð brjóta odd af oflæti hans, lýsa honum og leiða hann inn í fegurri og betri heim. Hvf skyldi ekki hörmulegasti fordómur biskupsins verða nú- tíma mönnum lexía til lærdóms, sá fordómur að dæma yndislega dóttursoninn „saurugan ávöxt“, bæði lífs og liðinn, gáfaðasta og göfugasta barn, sem um getur í íslenskri sögu og bókmenntum. Enn vaða hér uppi lítt skiljanleg- ir fordómar, myrkir og siðvana. Hvað eru fordómar? — For- dómar eru ekki fólgnir í sérstakri trú né ákveðinni skoðun. Allir menn hafa frelsi og rétt til þess að hafa hverja þá trú og hverja þá skoðun, sem hver og einn kýs. Fordómar eru sprottnir af þröngsýni og umburðarleysi, og felast í ásökunum, oft fjandsam- legum þeim, sem hefur aðra trú, aðra skoðun og aðra reynslu en sá, sem dæmir. Ef til vill verða þessar línur mínar til þess, að einhver tekur bókina sér í hönd og les, ekki lauslega, heldur vel og vandlega, efni hennar og andi kref jast þess. Eitt er það hugtak, sem vaxandi fjöldi manna skilur nú andlegum skilningi, það er hugtakið lffgeisl- un. Dulspekingar hafa skilið hug- takið um aldir, og dálítill hópur heimspekinga einnig, en aldrei hafa eins margir hálærðir vís- indamenn leitað skilnings á þessu göfuga hugtaki og nú hin sfðustu ár. En hitt er þó furðulegast, að fjöldi alþýðufólks víðs vegar um heim hefur skilið þetta hugtak, það hefur lifað hinn andlega skilning án lærdóms. Þar á ís- lensk alþýða góðan hlut að máli. Lífgeislun er orkugeislun, kær- leiksgeislun, því að líf er orka, líf er kærleikur. Lffið geislar frá stjörnu til stjörnu, frá heimi til heims, frá mannssál til mannssálar. Ný raunvfsindaleg þekking á lífgeislun er árroði nýrra tíma, nýrrar menningar, þrátt fyrir heimsku, hatur, ofbeldi og eyði- leggingu. Því dreymir nú fleiri Islend- inga en nokkru sinni fyrr „um eina alveldissál, um anda, sem gjörir steina að brauði". Ólafur Tryggvason. Þrjú á palli □ Islenzk þjóðlög □ LP, Stereo □ SG-hljómplöt- ur. Þetta er ein af þeim örfáu plötum, sem rísa hátt yfir meðalmennsku hversdags- leika. Efnið er sérstætt; íslenzk þjóðlög og þjóðvísur frá fyrri öldum og hefur víða verið leitað fanga. Þarna er lag við Lilju Eysteins Asgríms- sonar, Paurhildardrápa, sem ekki er sungin heldur lesin upp og leikhljóð notuð til þess að skapa viðeigandi andrúmsloft. Þá er og að finna grafskrift Sæmundar Klemenssonar, sem fæddur var 1763. Hefur platan þannig ákveðið sögulegt gildi. Að sjálfsögðu er þó ekki um að ræða gömul þjóðlög hrein og ómenguð, en eins litlu hefur verið hnikað til og kostur hefur verið til þess að lögin féllu að söng og hljóðfæraskip- un Þriggja á palli. Utsetningar eru vandaðar og flutningurinn með þvf bezta, sem íslenzkur þjóðlagaflokkur hefur látið frá sér fara. Skýr- ingar á plötuhulstri eru bæði á ensku og fslenzku, enda er platan ákjósanleg til gjafa og á örugglega fyrir höndum og verðskuldaða jafna sölu á næstu árum Hljóðritun er gerð við fullkomnar aðstæður í Rog- er Arnhoff-stúdióinu í Osló og stjórnaði henni Jón Sigurðs- son. Hljðmpifitur eftir HAUK INGIBERGSSON Hjörtur Blöndal □ Woman/Sweetlove □ H.B. Studio. Þetta er fyrsta plata nýrrar hljómplötuútgáfu tekin upp I nýju stúdíói, sem tók til starfa I vor I Reykjavík. Þetta er lítt afgerandi plata og er byrjendabragurinn á hljóð- rituninni auðheyrður. Þá eru lögin brennd marki meðal- mennskunnar, en í flutningn- um hefur Hjörtur Blöndal greinilega reynt að leggja sig fram og á stöku stað bregður fyrir skemmtilegum tilþrifum. Platan mun þó verða flestum gleymd innan árs. En þegar Hjörtur fær sér betri hljóð- ritunartæki og öðlast meiri æfingu má búast við, að hann geti farið að gera betri plötur en þessa — þótt hún sé ekki lélegri en margt það, sem áður hefur komið á markað. Lög úr barnaleikritinu Sannleiksfest- inni □ Höf. Gunnar- Friðþjófsson □ EP, Mono □ SG-Hljómplötr ur. Þessi plata lætur ekki mikið yfir sér. Flytjendur eru ungt, lítt þekkt fólk, og af mynd að dæma virðist höfundurinn tæpast vera nema tvítugur. Leikritið hefur kunnan boðskap; hið góða sigrar að lokum hið illa. Frásögn og söngvar eru mjög einfaldir, en I tónlistinni er þó að finna kafla, sem rísa upp úr og banda til þess að höfundur hafi kynnt sér leikhús og „show“-tónlist. Þetta er ekki „góð“ plata I venjulegri merk- ingu þess orðs, en hún er heiðarleg tilraun gerð I góðum tilgangi og vonandi halda Gunnar Friðþjófsson og co. áfram að semja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.