Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULl 1974 13 Hótun Fischers duttl- ungar og fyrirtekt? ERLEND blöð rita um þessar mundir allmikið um það til- tæki Bobby Fischers, heims- meistara f skák, að hóta að segja af sér titlinum, ef FIDE — Alþjóðaskáksambandið — fellst ekki á hinar ýmsu kröfur, sem hann hefur sett fram. Bobby Fischer hefur sjálfur eindregið neitað að ræða við blaðamenn og láta nokkuð eftir sér hafa, en æ fleiri virðast halla sér að þeirri skoðun, sem fram kom I Mbl. fyrir nokkru, að þetta væru aðeins duttl- ungar og fyrirtekt f Fischer, sem hann ætlaði ekki að halda til streitu. Minna menn á dynti hans f sambandi við heims- meistaraeinvfgið við Boris Spassky f Reykjavfk fyrir tveimur árum. I Daily American, sem er gefið út í Rómaborg, segir John W. Collins, skákmeistari frá New York, og sem fylgdist gaumgæfilega með Fischer framan af á skákferli hans og kynntist honum allvel, að þetta sé aðeins „sálrænt herkænsku- bragð“ hjá skákmeistaranum og f sama streng tekur Jeffrey Kastner og Mike Justice prestur í Pasadena. Mike Justice sagði, að þessi fram- koma væri dæmigerð fyrir Fischer. Hann væri sérstaklega kröfuharður persónuleiki. Harry Golombek, sem margir minnast m.a. frá veru hans hér, þegar einvfgið stóð yfir, segir í grein fyrir fáeinum dögum að margir séu þeirrar skoðunar að FIDE og Bobby Fischer muni komast að samkomulagi, en það geti tekið tíma og verði hægara ort en gert. „Ég held, að menn hafi rangt fyrir sér ef þeir eru svo bjartsýnir að halda, að saman gangi með aðilum snar- lega, þvf að ekki er líklegt, að forsvarsmenn FIDE annars vegar og Fischer hins vegar séu fáanlegir til að hopa.“ Golombek segir, að af þeim kynnum, sem hann hafi af Fischer, hafi hann ekki trú á, að hann muni slá af kröfum sínum f einni svipan. Hann virðist lfta á þá, sem stjórna FIDE, hornauga og telur þá of- sækja sig á allan hátt. Auk þess líti Fischer svo á, að hann eigi fullan rétt á að setja fram allar þær kröfur, sem honum detti f hug, enda sé afstaða hans „rík- ið, það er ég“. Spáir Golombek því, að mikið eigi eftir að ganga á áður en samkomulag náist, en hann telur eins og aðrir ósennilegt, að Fischer muni halda því til streitu að segja af sér heims- meistaratitlinum. Watergate fyrir hæstarétt Washington 9. júlf — NTB HINN sérlegi Watergateákær- andi, Leon Jarowski, hefur farið fram á það við Hæstarétt Banda- rfkjanna, að hann sjái um, að Nixon láti af hendi 64 hljóðritan- ir. Dómstóllinn hóf að fjalla um málið f gær. Flestir eru á þeirri skoðun, að niðurstaða hæstaréttar muni hafa úrslitaáhrif á, hvort forsetinn verði leiddur fyrir rfkisrétt. Þetta er f fyrsta sinn, sem dóm- stóllinn fjallar um mál tengd Watergate hneykslinu, en þessi réttarhöld eru mikilvæg vegna þeirra áhrifa, sem þau geta haft á sambandið milli löggjafarvalds- ins og framkvæmdavaldsins f Bandarfkjunum. Lögfræðingur forsetans, James Mayhew yfir- gefur Wilson London 9. júlí AP. CIIRISTOPHER MAYHEW, sem lengi hefur haft uppi gagnrýni á stjórn og stefnu Harolds Wilsons, forsætisráðherra Breta, sérstak- lega f málefnum Evrópu og Mið- austurlanda, sagði f dag, að hann hefði sagt sig úr Verkamanna- flokknum og myndi ganga til Iiðs við Frjálslynda flokkinn. Mayhew hefur verið þingmaður Verkamannaflokksins f 24 ár og var áður flotamálaráðherra f stjórn Wilsons. St. Clair, sagði fyrir réttinum, að hæstiréttur ætti ekki að f jalla um þetta mál. Það gæti haft úrslita- þýðingu um það, hvort forsetinn yrði leiddur fyrir ríkisrétt, en samkvæmt stjórnarsránni sé það fulltrúadeildin en ekki hæstirétt- ur, sem skera á úr um það. Hæstiréttur hefur hins vegar ekki viljað vísa málinu frá sér og einstaka dómarar gagnrýndu mál- flutning St. Clairs. Búizt er við, að úrskurður réttarins liggi fyrir í lok þessa mánaðar. Líbanonstjórn: Vill hraða áætlunum um hernaðaraðstoð árásin hefði verið gerð í hefndar- skyni fyrir árás skæruliða á sjávarþorpið Nahariya 24. júní sl., þar sem 4 tsraelar voru drepnir. tsraelsmenn halda því fram, að skæruliðarnir þrír, sem allir létu lífið í árásinni, hafi komið á gúm- bát frá höfn f suður Líbanon. Sagði talsmaðurinn, að reynt hefði verið að forðast að granda óbreyttum borgurum, en árásin hefði verið nauðsynleg til að vara við því, að hafnir Líbanon verði aftur notaðar til árása á Israel. Beirut, Tel Aviv, 9. júlí — AP. I KJÖLFAR sjóárása tsraela á hafnir f suður Lfbanon f gær hafa ráðamcnn landsins verið f stöð- ugu sambandi við höfuðborgir annarra arabarfkja til að hraða áætlunum um bættar varnir Lfbanon. Varnarmálaráðherra Libanon, Nasri Maalouf, sagði frétta- mönnum, að stjórnin væri að ræða við aðrar arabastjórnir um framkvæmd ályktunar varnar- málanefndar arabarfkja um hern- aðarlega aðstoð við Lfbanon. Sagðist ráðherrann vonast til, að ályktunin verði komin til framkvæmda innan tveggja mán- aða. Einn tundurspillir og sex varð- skip gerðu skotárásir á þrjár hafnir í suður Líbanon á mánu- dag og söktu u.þ.b. 30 fiski- skipum. Talsmaður Israelshers sagði, að Atlantshafsbanda- lagið ávltir Holland Brössel 9. júlí — NTB ATLANTSH AFSB AND AL AGIÐ ávftaði á þriðjudag hollenzku stjórnina fyrir ótfmabæra fækk- un f herliði sfnu, sem myndi veikja varnarmátt bandalagsins. Eru þetta harðorðustu ávftur, sem Atlantshafsbandalagið hefur nokkru sinni sent aðildarþjóð. Yfirlýsing bandalagsins var gefin út aðeins fáum klst. eftir að varnarmálaráðherra Hollands, Henk Vredeling, skýrði frá áætl- unum stjórnar sinnar um að fækka um 20.000 menn í her sínum. Bandalagið hvatti Hol- lendinga til að endurskoða áætl- anir sínar. I yfirlýsingunni segir, að fækkun í hollenzka hernum muni auka efnahags og hernaðar- legar byrðar annarra aðildar- þjóða. Astæðan fyrir þessum viðbrögð- um Atlantshafsbandalagsins er liklega ótti um, að aðrar ríkis- stjórnir NATO-landa kunni að fara að dæmi Hollendinga, þar sem þær eru margar undir þrýst- ingi frá kjósendum um að lækka útgjöld til varnarmála. KIPAUTGCRÐ RIKISINS M / s Esja fer frá Reykjavik sunnudaginn 14. þ.m. vestur um land i hring- ferð. Vörumóttaka: þriðjudag, mið- vikudag og til hádegis á fimmtu- dag. NÝTT ódýrt JaneHellen IHHW/i cd-meriókci ? Suðurlandsbraul 10. simi 815080 SINCLAIR ný talva fyrir vísindamenn RAUNVERULEG STÆRÐ Algjör nýjung I hönnun talva: 1 samrás (chip) + 4 hnappar fyrir hinar 12 reikniaðferðir = HEIMSINS MINNSTA VÍSINDATÖLVA 12 reikniaðferðir: + , -, X, + Log og Anti-log Sin og Arc Sin Cos og Arc Cos Tan og Arc Tan auk þessa, allar rætur & fl. Visindaritháttur: 5 stafa aflestur og 2 stafa veldisvlsir með formerki fyrir hvortveggja. + Keðjureikningar mögu- legir með öllum reikni- aðferðum. + 200 stafa svið: — 9.9999X 10‘"til 9.9999X10" + Ódýr I rekstri: vinnur vikum saman á 4 AAA rafhlöðum. 1 raa 57-2958” tn 10 2-30259 « 2-71828 lt 3-14159 Scientific VERÐ AÐEINS: 10.950 heimilistæki sf Hafnarstræti 3 - 20455. Sætún 8 - 15655 Kommúnistar unnu á í Japan Tókfó 9. júlí NTB. LJÓST er nú að sósíalistar og kommúnistar hafa verulega aukið fylgi sitt í kosningunum í Japan, en frjálslyndi lýð- ræðisflokkurinn — flokkur Tanaka forsætisráðherra — hefur bersýnilega misst fylgi. Endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir og verður bið á þeim, þar sem kosið verður aft- ur á ýmsum kjörstöðum í vesturhluta Japans, þar sem fellibylurinn Gilda gerði mikinn skurk á kosninga- daginn. Þó er augljóst, að flokkur Tanaka hefur að minnsta kosti tapað átta þingsætum, en kommúnistar bætt við sig 11. Sósíalistar hafa bætt við sig amk. þremur þingsætum. Fjórir fórust í Ulriksbrautinni Bergen 9. júlf — NTB. FJÖRIR menn biðu bana og fimm slösuðust, þegar einn vagnanna f Ulriksbrautinni f Bergen slitnaði úr öðrum kapl- inum og hrapaði niður rétt fyrir hádegi á þriðjudag. Vagninn var að koma inn á endastöð, sem er f rúmlega 600 metra hæð á Ulrikken fjalli, þegar annar hinna tveggja kapla, sem vagninn hangir f, slitnaði. Vagninn með vagn- stjórann og sjö farþega um borð rann niður stjórnlaust á öðrum kaplinum um 100 metra, þar sem hann rakst á mastur og féll 10—15 metra til jarðar. Um ástæður fyrir slysinu er ekki vitað, en neyðarhemlar og annar öryggisbúnaður mun ekki hafa virkað. Geimfararljúka þjálfun 1 bili Zvesdgorodok 9. júlf AP. BANDARlSKIR geimfarar, sem hafa verið við þjálfun með sovézkum starfsbræðrum sín- um búast nú til heimfarar. Að ári liðnu stendur fyrir dyrum sameiginleg geimferð Sovéta og Bandaríkjamanna. Bandarísku geimfararnir hittu fréttamenn í dag, sem var boðið f heimsókn til geimferða- stöðvarinnar, og létu þeir hið bezta af dvölinni, æfingunum og allri samvinnu við sovézka geimfara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.