Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULl 1974 Kristinn Reyr: HÁTÍÐARLJÓÐ SUÐURNESJA Flutt að Svartsengi Ellefu öldum erflett Og fyrr en varir og upphafið skín: flatneskjuauðn jökulhvítt jarteikn hvarfellið stóð. við Jónsmessunæturhimin. Svo skáldleg ersköpunin Sem óskastein hillti uppi skipulagskvarðans á auðum skeiðvelli hafsins og dýrð sé þeim anda á ungri tíð sem óskasteinn flyti uppi ef hamingjan flýr ekki og óskin lægi í lófa. Leitandi knerri að landi stýrt hátterni vort og hjörtu. fyrstu sporin í æðarmáli vort fangamark Og frjálst sé vort þjóðlíf sem fetin í árdaga og óskin varð ísland. um fundna strönd sem fáninn við hún á fólkvangi Suðurnesja Og hér voru mörkuð spor og mannhelgi markmið vort hringinn um Reykjanesskagann til heimkynna vorra í hjaðningavígum heims. um hraunið og ströndina Ástúðlegt sé vort orð heim, liðnar aldir í minningu ferða og mæðra í veiðistöð, ver. sem máttu sín lítils á velferðarvísu Litum hér dagsins Ijós leikbræður, systur en báru oss fyrir brjósti og bárum oss til fólu oss fullveldi á hendur sem byggingameistarar lýðveldi að Lögbergi börnin í fjörunni. söguna, móðurmálið Hrundum bláskel á flot elskuðu heimkynni og ættjörð í hnédjúpu lóni með öldu á aðra hönd í augum barnsins. ódreginn maríufisk Hátíðarár, komið handan að og fléttuðum leiðirtil fjár í hvítri mjöll yfir samvizku vora og frama úr sandi. En byggðin er risin úr bernsku minnist við oss í miðnætursól. við bankadyr Ægis Ljómar það enn í litskrúði hausts orku úr álögum langeldum norðurhvels verksmiðjur, hafnir vegi og flugvöll og flýgur á braut með blysum velferðarríkis. en lætur oss eftir þann unað í eigin barmi Svo taktfast er tónasprota að vera af þessari þjóð tækninnar sveiflað. í þessu landi. Jón H. Þorbergsson, Laxamýri: Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis” (Sálm. 127.1) Þessa setningu sálmaskáldsins má skoða sem lfkingamál og að hér sé átt við sálarástand fólks í samræmi við fyrirmæli og fyrir- ætlun Drottins gagnvart okkur mannanna börnum. Hans andlega skjaldborg fyrir allt fólk er kirkja Krists og kenning Hans. Kirkju- hús okkar kristinna manna eru bænahús Drottins og kirkja Krists er fólk, sem tekið hefur á móti Kristi, trúir á Hann sem guð- legan lærimeistara og frelsara og þann sem daglega hjálpar fólki til góðra hluta. Trúin er kraftur og lífsskilyrði frá guði, sem Hann gaf mönnunum um leið og Hann skapaði þá. En fólkið villtist frá trúnni, svo að í „fyllingu tímans", sendi guð soninn Jesúm Krist til þess að fullkomna og viðhalda trúnni. Hann sagði: „Ég er ekki kominn til þess að láta þjóna mér, heldur til þess að þjóna og til þess að leggja líf mitt í sölurnar, sem lausnargjald fyrir marga,“ (Matt. 20.28) og hann sagði: „Ég er upp- risan og lffið, sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi.“ (Jóh. 11.75.) Með komu Krists, orðum Hans og verkum, fékk trúin það form að verða fastur lífsgrunnur, sem aldrei haggast. Hið andlega hús guðs er víðáttumikið. Margar setningar í heilagri ritningu eru efni f heilar bækur, t.d. „Lög- málið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesúm Krist.“ Kristur viðurkenndi guðfræði Gamla testamentisins. „Haltu boðorðin og þá muntu lifa, “sagði Hann við manninn. Kristur kom til að uppfylla, sanna tilveru almáttugs guðs og kenna fólkinu að trúa og lifa í trú. — Það er lausn allra mannlegra mála. — Það er mesta gæfa allra að fá að dvelja daglega í andlegu húsi guðs. Ef ekki væri til kristið og trúað fólk í landi hér, hvar stæði þjóðin þá? Þá hefði hún enga menningarlega fótfestu. Kirkja Krists er höfuð- menningarstofnun þjóðarinnar. Til hennar má rekja hin marg- þættu mál sannrar menningar: Kærleiksverk, offur fyrir góð málefni, sjúkramál, kennslumál hollra fræða, útgáfu bóka um mál allra mála, o.s.frv. Við höfum biblíufélag, , trúboðsfélag, K.F.U.M., Rauða krossinn, skáta- félagsskap, sumarbúðastarf, heittrúað fólk, sem hefur miklar framkvæmdir fyrir málefni guðs í samkomuhaldi, blaða- og bókaút- gáfu og margs konar samtök I líknarmálum og fleira mætti telja. Allt á þetta upptök sín í kirkju Krists og kenningu Hans. Þeir sem trúa á Drottin verða vfðsýnir og líður vel, en hinir vantrúuðu og trúlausu verða þröngsýnir og líður illa. Þannig meðal annars, sannar guðs orð sig sjálft. Sumum finnst þeir þekki enga leið til að öðlast trúna. Hún liggur ljós fyrir: Kynna sér vel í biblí- unni, boðun Krists og biðja Drottin um hjálp til að eignast trúna og allt hið góða, sem henni fylgir. — Það er guðs orð að Hann vill að við öll verðum þegnar f ríki Hans. Allt sem Kristur segir, er Guðs orð. Kraftaverk Hans, fórnar- dauði Hans, upprisa og himnaför — allt að fjölda fólks ásjáandi — Kristján frá Djúpalœk: VORGLEÐT Hátíðarsöngur Austfirðinga 1974 En hve grundin erfríð, en hve golan er blíð og hve glatt er í vorsólar-skini. Ilmur hagans er minn, linda-hlátur er minn. Ég á himininn sjálfan að vini. Brýst úr viðjum mín sál, eignast vængi og mál undir vaggandi skógarins-hlyni. Svo er Austurland allt. — Þegar úti er kalt vakiryndi frá vordögum björtum, jafnt í byljum og blæ jafnt frá björkum og sæ eins og blómstur í mannanna hjörtum. Ég á þrá eftirsöng, ef að þögnin er löng, og hún þokar burt skuggunum svörtum. Burt frá glaumi ég sný, og með gróðrinum bý út í glampandi vorsólar-skini. Ekkert heftir minn dug, ekkert hindrar mitt flug. Ég á himininn sjálfan að vini. Og hér svarað er þrá, og hér svalað er brá undir sígrænum skógarins-hlyni. er staðfesting á guðdómi Hans. Það ætti að vera öllum auðskilið mál. Frjálsræði til að velja og hafna gaf Drottinn fólkinu, til sjálfs- þroskunar svo að við gætum séð dýrð Hans og starfað í Hans ríki með gleði og djörfung. Útidyralýður úr húsi guðs er áberandi margur f okkar litla þjóðfélagi. Margir lifa í heiðin- dómi, margir sýna mikið tómlæti um málefni guðs. Börn koma í skóla og kunna ekki faðirvoríð o.s. frv., vantrúar og heiðindóms gætir mjög í skólum og í opin- berum málum. 1 því sambandi má benda á að hinn 3. maf á síðast- liðnu ári veitti kirkjumálaráðu- neytið „ásatrúarmönnum“, sem eru heiðingjar — lögvernd og réttindi til að framkvæma nafn- gjöf, vígslu unglinga — til heiðin- dóms — giftinga og greftrana. Þetta er lögbrot, lögleysa og djarf- leg forsmán gegn forréttindum kirkju og kristni f landinu. Þá er verið að burðast með lög um fóstureyðingar. Meðal boðorða Drottins eru þessi: „Þú skalt ekki hórdóm drýgja“ og „ þú skalt ekki morð fremja.“ Það munu vera hórbörnin, sem á að farga, sam- kvæmt guðs orði á þetta fóstur- eyðingarmál engan tilverurétt. I landi, þar sem kristni er lög- tekin og stunduð, er vantrúað og heiðið fólk, andlegir sjúklingar, sem þörf er á lækningu. Hér í landi er ótrúlega margt kommúnista. Þeir fylgja guð- leysisstefnu. Fyrirliðar þeirra halda því fram, að enginn guð sé til og þurfi ekki að virða boð Hans eða bann. Hér í landi efla þeir heiðindóm og nota aðallega skól- ana til útbreiðslu hans. Hér er á ferðinni „andkristurinn", sem talað er um f biblfunni — fjand- inn starfandi f fólkinu — þeir, sem ánetjast þessari stefnu virðast sem oftast óleysanlegir. Það er ekki laust, sem „sá gamli" heldur, segir gamalt máltæki. Boðberar kommúnista eru meðal þeirra, sem biblfan nefnir falsspá- menn og falskennendur, Kristur varar oft við þessum mönnum. Hann segir í fjallræðunni: „Gætið yðar fyrir falsspámönnum, sem koma til yðar í sauðaklæðum, en eru hið innra glefsandi vargar.. af ávöxtum þeirra skuluð þið þekkja þá.“ (Matt. 7.15 og 20.) Pétur postuli segir: „Falskenn- endur munu líka verða á meðal yðar, er smeygja munu inn háska- legum villukenningum og jafnvel afneita herra sínum, sem keypti þá og leiða yfir sig sjálfa bráða glötun og margir munu fylgja ólifnaði þeirra og sakir þeirra mun vegi sannleikans verða hall- mælt og af ágirnd munu þeir með uppspunnum orðum hafa yður að féþúfu. En dómurinn yfir þeim, frá fyrri tfð, dvelur ekki og glötun þeirra blundar ekki.“ (2. Pét. 2.1.5). Páll postuli sagði að margir mundu elta falskenn- endur og ekki vita að þeir væru að gleypa í sig eitur djöfulsins. Það er furðanlegur sljóleiki hér í landi gagnvart þessari óttalegu stefnu kommúnista. Hér vilja þeir leysa upp kristilegt þjóðfélag og koma landinu undir áhrifavald Rússanna. En þá væri þjóðin búin að vera. — Allir góðir kraftar f landinu þurfa að veita vantrú og heiðin- dómi miklu meiri mótstöðu. Rót- tækir kommúnistar — og aðrir heiðingjar — ættu ekki að vera ráðherrar, kennarar eða í mikils- verðum trúnaðarstörfum, sem vænta þarf góðs af. Þeir eru of margir skólarnir í landinu þar sem aldrei heyrist guðs orð, en jafnvel daglegur áróður kommúnista. Það ætti að komast inn í skólalöggjöfina að allir, sem ráðnir eru kennarar gangi fyrst undir próf í kristnum fræðum. Þau eiga að sitja í fyrir- rúmi allra fræða í öllum skólum. Kristur segir í fjallræðunni: „Leitið fyrst ríkis guðs og rétt- lætis Hans og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Við þurfum að forðast alla hálfa lærdóma í kristnum málum. Kristur segir: „Sá sem ekki er með mér, er á móti mér og sá sem ekki saman safnar með mér, hann sundur- dreifir (Matt. 12.30). Allra hluta vegna er þjóðinni nauðsynlegast af öllu að útrýma að fullu vantrú og heiðindóm, en byggja upp sterkt og víðtækt menningarlff í landinu, á grund- velli kristinnar trúar. Kristur sagði í fjallræðunni: Biðjið og ýður mun gefast." (Matt. 12.30) Leiðin er almennar bænir fólks til guðs, um nýjan og virkan tíma, í þessu efni, og að Hann gefi heil- agan anda inn á þjóðarsálina, svo að öllum opnist vegurinn til Hans. Þetta ætti að vera alþjóðlegt mál. Þannig mætti leysa öll vandamál, sem þjá mannheim. Það eru fyrir- mæii Drottins að við göngum veg bænarinnar. Vantrú og heiðin- dómur leynist ekki og lifir ekki hjá kristnu heittrúuðu fólki. Samtök kristins fólks og kirkjan hér í landi hafa í mörg horn að líta, svo sem sjá má í málgögnum þeirra og á margan hátt. Er of langt mál að fara ítar- lega út í það að þessu sinni. En svo ég haldi mig við kirkjuna, þá hefur hún auk venjulegra kirkju- legra starfa, sunnudagaskóla, æskulýðsfélög þjóðkirkjunnar, sumarbúðir fyrir unglinga, líknarstarf, biblíufélag, útgáfu Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.