Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULt 1974 Minning: Arni Kristjánsson menn taskólakennari Dag eftir dag höfum viö setið saman, spurt, hlustað, gefið fyrir, dæmt. Óteljandi verkefni og rit- gerðir höfum við lesið saman og metið. Einn prófdagur okkar er mér þó öðrum minnisstæðari. Arni var að prófa mjög stóran þriðja bekk, ekkert úrval, aðeins venjulega bekkjardeild, sem hann hafði kennt sína Eglu. Þau gengu upp hvert á fætur öðru og kunnu ýmist upp á ágætiseinkunn eða svo og svo háa fyrstu einkunn. Að sfðustu kom upp stúlka, sem við vorum f vafa um, hvort gefa skyldi fyrstu eða aðra einkunn, og í hrifningu minni yfir hinni frábæru frammistöðu bekkjarins hjá Árna sagði ég: í þessum hópi fær enginn nema fyrstu einkunn í íslensku. Þannig var Arni Kristjánsson einstakur fræðari, einn af þeim, sem bókstaflega eru fæddir kennarar. Af öllum þeim sæg nemenda hans, sem ég hef fundið að máli, hef ég engan hitt, segi og skrifa engan, sem hefur borið honum söguna öðru vfsi en vel og dáðst að kennarkostum hans. Öll- um nemendum hans var hlýtt til hans. Árni Kristjánsson fæddist 12. júlí 1915 á Finnsstöðum í Ljósa- vatnshreppi í Suður-Þingeyjar- sýslu. Foreldrar hans voru Kristján Árnason Kristjánssonar bónda þar og Halldóra Sigur- bjarnardóttir Einarssonar bónda í Ytritungu á Tjörnesi. Árni varð gagnfræðingur frá Menntaskðlanum á Akureyri 1934 og stúdent þaðan utanskóla 1937 í þeim f jölmenna og glaðværa hópi, er þá brautskráðist. Hann lauk kennaraprófi 1938 og candjmag. prófi í fslenskum fræðum frá Háskóla íslands 1943. Hann var stundakennari við Samvinnu- skólann 1937—'42 og 1943—'52. við Kvennaskólann f Reykjavík 1944—'45, starf smaður Orðabókar háskólans 1944—'52 og kennari við Menntaskólann á Akureyri 1952—72, er hann tók við for- stöðu Amtsbókasafnsins á Akureyri og grundvallaði héraðs- skjalasafnið. Safnstörfin innti hann af hendi með sömu kost- gæfni og kennsluna. Þau ein- kenndust öll af dugnaði, reiðu og reglusemi. Sfðastliðið sumar lét hann svo af störfum amtsbóka- varðar og hóf aftur kennslu við M.A. að hausti, en vanheilsa lamaði þá fljótt starfsgetu hans. Arni Kristjánsson var maður ekki svo mikill að vallarsýn sem margir frændur hans, en fjölhæf- ur með afbrigðum, hvort heldur var til munns eða handa, eins og sagt er. Harðgreindur, næmur og minnugur til bókar og söngmaður ágætur. Verkhagur, vandvirkur og handlaginn og kunni þar skil á ólfklegustu hlutum, og var sem allt lægi opið fyrir honum, jafnvel mótorar í trillubátum. Hann var dagfarsprúður, en fastur fyrir í skoðunum og skapmikill. Kunni manna best að vera glaður á góðri stund og gætti ætíð hófsemi og háttprýði, svo að hvergi skeikaði. Að hverju sem hann gekk, var hann afkastamaður mikill. Veikindi sín, sem hann hafði kennt alllengi, bar hann með mikilli þolinmæði, æðruleysi og karlmennsku. Mig brast að vísu skylduga ræktarsemi og dugandi kjark til að fylgjast af eigin raun með honum hið hinsta skeið, en þegar ég síðast kom að sjúkrabeði hans, var hann ótrúlega hress í anda, þó að líkamskraftar væru þrotnir að kalla. Arni kvæntist 15. júní 1946 Hólmfríði Jónsdóttir bónda og kennara í Ystafelli. Var ánægju- legt að sækja þau heim og kenna þann samhug og yl, sem ein- kenndi heimilislff þeirra og sam- band allt. I hinum þungbæru veikindum, sem Árni mátti þola, annaðist Hólmrfður um hann af takmarkalausri nærfærni og óvenjulegu þreki. t Móðirokkar SIGRfOUR GUÐRÚN RÓSMUNDSDÓTTIR, Vallarbraut 9, Seltjamamesi lést að Vífilsstöðum sunnudaginn 7. júlt. Jarðarförin ákveðin sfðar Böm hinnar látnu. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, MAGNÚSfNU KATRÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR. ÖlduslóS 6, HafnarfirSi Guðjón Árnason, böm, tengdaböm og bamaböm. Við þökkum af alhug sýnda t samúð við andlát og útför konu minnar og móður okkar. ÞORGERÐAR S. TÓMASDÓTTUR. Hrútatungu. Sasmundur Bjömsson böm, tengdaböm og bamaböm. t Öllum þeirn sem sýndu SIGRfÐI HREFNU BJÖRNSDÓTTUR. hjúkrunarkonu umhyggju og vinarhug í veikindum hennar og okkur samúð við andlát hennar, þökkum við af alhug Guðmundur B. GuBmundsson og dætur, Þorbjörg G. Bjamadóttir og systkini hínnar látnu. Börn eiga þau Hólmfríður og Arnifimm.þrjásyniogtvær dæt ur. Allir hafa synir þeirra lokið stúdentsprófi frá M.A., Kristján, sem numið hefur fslensk fræði við Háskóla Islands, Jón, sem lagt hefur stund á landbúnaðarvfsindi í Noregi, og Knútur, sem lærir verkfræði í Reykjavfk. Sigríður dóttir þeirra hefur lokið prófi frá Samvinnuskólanum og Val- gerður, sem er miklu yngst, er við nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Nú, þegar Árni Kristjánsson er allur, ekki eldri maður, reyna menn að sætta sig við mikinn mannskaða f vissu þess, að minningin um góðan dreng og vel unnin störf lifir vfst, þó maðurinn deyi. Langa vináttu og samvinnu er mér ljúft að þakka, og inni- legar samúðar og vinarkveðjur frá mér og mínum flyt ég Hólm- fríði og börnunum. Gfsli Jónsson. Fyrir nokkrum árum sat ég hóf ungra stúdenta sem voru í þann veginn að hef ja nám við Háskóla Islands. Þar hitti ég meðal annars marga nýsveina frá Menntaskól- anum á Akureyri og átti tal við þá. Af eðlilegum ástæðum leidd- ist talið að kennara þeirra og vini mínum, Árna Kristjánssyni frá Finnsstöðum í Köldukinn. Þóttust þeir þá ekki þurfa frekari vitna við um það hvern mann ég hefði að geyma, fyrst þvflíkur maður sem Árni Kristjánsson hefði gert mig að vini sínum. Aldrei held ég að ég hafi heyrt svo einróma dýrðarsöng nemenda um kennara sinn. Nú er hann horfinn úr heimi lifenda, maður á bezta aldri. Lok- ið er Iöngu og hörmulegu sjúk- dómsstrfði, baráttu milli vonar og ótta — sem undir lokin þótti sýnt að ekki gæti endað nema á einn veg. En eftir lifir minningin um góðan dreng og merkilegan mann, og vermir eiginkonu hans, börn hans og barnabörn. Arni var af þingeysku bergi brotinn langt í ættir fram. Faðir hans var Kristján Árnason, barn- fæddur á Finnsstöðum, en móðir Halldóra Sigurbjarnardóttir, frá Ytritungu á Tjörnesi. Ární misstí föður sinn með t Dóttir mln, DfSA HUNTER SfMONARDÚTTIR, San Jose, Californiu andaðist 8. júlf að heimili dóttur sinnar. Fyrir hönd aðstandenta, Slmon Slmonarson. t Utför ADOLFS KR. ÁRSÆLS JÓHANNSSONAR fyrrv. skipstjóra. Lokastfg 9 fer fram frá Fossvogskirkju, laugardaginn 13. júlí kl. 10.30. Jarðsett verður á Eyrarbakka. Börnhinslátna. sviplegum hætti á unglingsárum sfnum. Þá var hann við nám f þeim menntaskóla sem hann helg- aði síðar krafta sína. Nú kom það í hans hlut, sem var elztur sex systkina, að verða við hlið móður sinnar brjóst fyrir stóru heimili á krepputímum. Þann vanda leysti hann með skörungsskap, og sam- tfmis brauzt hann áfram til sttídentsprófs, að miklu leyti utan skóla. Við vorum f rændur og nágrann- ar, en hann var nokkru eldri, og við kynntumst fyrst að ráði á námsárum í Reykjavík. Hann kenndi mér undir skóla, og sfðan bjuggum við í sama herbergi í tvö ár um þær mundir sem hann var að ljúka sfnu háskólanámi. Þá leiddi hann mig inn í musteri fslenzkra fræða, og átti manna mestan þátt í því að ég valdi mér sömu námsbraut sem hann. A þeim árum kallaði hann mig son sinn, 1 gamni sem þó f ylgdi svolít- il alvara. Skömmu síðar gekk Arni að eiga stúlku heiman úr sveitinni, Hólmfrfði Jónsdóttur frá Yzta- felli, og þau eignuðust fimm mannvænleg börn. Það ætla ég sannmæli að hjónaband þeirra hafi verið óvenju farsælt, og heimili þeirra eins og hver mundi helzt kjósa sér. Að loknu háskóla- námi var Árni fyrst um níu ára skeið starfsmaður við hina ný- stofnuðu Orðabök Háskólans, en árið 1952 gerðist hann fslenzku- kennari við Menntaskólann á Akureyri og gegndi því embætti nær óslitið til dauðadags. Af mörgum aukastörfum skal þess aðcins getið að hann var f orstöðu- maður skjalasafnsins á Akureyri eftir að það var sett á stofn. Þegar nafni hans, Arni Jónsson yfir- bókavörður féll frá, tókst hann á hendur að verða forstöðumaður Amtsbókasafnsins á Akureyri, og voru allir hamingjusamir yfir þeirri ráðstöfun. Hann hafði þá að vísu kennt þess sjúkdóms sem nú hefur dregið hann til dauða, en virtist vera á batavegi, og von- uðu menn hið bezta þótt nú hafi önnur orðið raunin á. Árni Kristjánsson var gæddur óvenju fjölbreyttum hæfileikum. Hann var námsmaður góður og hefði getað orðið lærdómsmaður í hverri grein sem var. Hann var orðhagur með afbrigðum og ávallt mikill svipur yfir ræðu hans. Unnandi tónlistar og sjálfur góð- ur söngmaður. Af öllu þessu fylgdi honum gleði og fögnuður, en ávallt með frumleik og skyn- samlegu viti. Hann var eftir- minnilegur persónuleiki, frjáls- mannlegur, en þó með nokkurt snið á framkomu sinni. Augun snör og gáfuleg, en gat verið hvass undir brún ef á þurfti að halda. Svo ágæt sem ævistörf hans eru, þá fannst mér samt stundum að hann hefði átt að fara enn lengra, enda bar ég fyrir hönd hans nokkurn sonarlegan metnað. Ég veit að nokkrum sinnum stóðu honum til boða enn hærri embættisstörf, en hann hafnaði þeim af lítillæti hjarta síns. Hann var einkar vel fallinn til vísinda- starfa, sakir vandvirkni sinnar, skarprar dómgreindar og frum- leiks f hugsun. Hann var líka vel fallinn til að vera yfirmaður skóla, því hann hafði járnaga samfara mildi og umhyggjusemi fyrir hag nemenda. En nú er um það eitt vert að gleðjast yfir merkilegu ævistarfi hans, og þakka allan þann fróðleik og fögnuð sem hann hefur veitt okk- ur, nemendum sínum, vinum og vandamönnum. Jönas Krísf jánsson. Ölafur Torfason vélstjóri -Minning Fæddur 7. september 1924 Dáinn 30. maf 1974 Þegar ég stóð yfir moldum æskuvinar míns, Óla Torfasonar, hinn 7. júní sl., komu ótal minn- ingar frá bernsku- og æskuárum upp f huga minn. Olafur Torfason fæddist 7. sept. 1924 á Siglufirði og óls upp á ástrfku heimili foreldra sinna, þeirra Ásdísar Sigurgeirsdóttur og Torfa Tímóteusarsonar, skip- stjóra. Margar ánægjustundir áttum við krakkarnir við alls konar leiki og ufsaveiðar á bryggjunum. Oft var glatt á hjalla, ekki sízt, þegar við fengum lánaðan árabát og rer- um til fiskjar út á fjörðinn. Öli Torfa var þá sjálfkjörinn foringi eins og ávallt, allir treystu honum. A uppvaxtarárum okkar var nægur snjór á vetrum. Þar sannreyndum við, að „I skíðaferðum er skemmtun góð, ef skfðin sjálf eru f lagi." Enda var kappið oft það mikið, að farið var á skíðin inni í forstofu og rennt sér niður tröppurnar. Aðfangadagskvöldin hjá frænd- fölki okkar á Hlíðarveginum voru ógleymanlegar stundir. Hugur Ola beindist að sjónum. Níu ára gamall for hann fyrst til sjós með pabba sínum, sem var skipstjóri á línuveiðaranum Bjarka. Tvö sumur var hann aðstoðarmatsveinn á v/b Birnin- um. Öli Torfa var ötull foringi í skátafélaginu Fylki. Hann var drengur góður, ljúf ur og kátur. Að loknu gagnfræðaprófi lærði hann rennismfði. Haustið 1946 fór hann f Vélstjóraskóla Islands og lauk prófi þaðan þremur árum seinna. Veturinn 1947 - — '48 vorum við samtímis í Reykjavík, auk yngra bróður míns. Marga ánægjustund áttum við þá í heimavist Sjómannaskólans yfir tebolla og góðum kökum, sem móðir hans sendi honum að heiman. Að námi loknu réðist hann til Utgerðarfélags Akyreyr- ar: A Akureyri kynntist hann sín- um góða lífsförunaut, Huldu Sigurðardóttur frá Eskifirði. Þau eignuðust eina dóttur, Ardísi Dóru, sem er gift Teiti Þórðar- syni. Þegar sementsverksmiðjan tók til starfa á Akranesi, fluttist hann þangað ásamt fjölskyldu og starf- aði við verksmiðjuna um skeið. Síðustu árin var hann 1. vélstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Öli Torfa verður mér ávallt minnisstæður f sambandi við 8. feb. 1948. Þann dag fórum við systkinin ásamt honum niður að höfn. Esjan var að koma frá Siglu- firði, og faðir okkar var meðal farþega. Áður en við ætluðum að stíga á skipsfjöl, vék maður nokkur sér að Ola og tók hann tali. Skömmu síðar kom Óli, vafði okkur örmum og sagði: „Pabbi ykkar er dáinn. Hann varð bráð- kvaddur, klukkutíma áður en skipið lagðist að bryggju." Ský dró fyrjr sólu. En mannkostir og hjartahlýja Óla Torfa stóðust þessa raun. Alltaf var hann boðinn og búinn til að hjálpa eins og bezt kom fram á þessari stundu. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég kæran vin, um leið og ég þakka allar ánægjustundirnar, sem við áttum frá bernsku til f ullorðins ára. Eiginkonu hans, dóttur og ást- vinum öllum flyt ég innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Dísa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.