Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULl 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr. eintakið samkeppnisfær á erlend- um mörkuðum. Menn eru fljótir að gleyma, og góðærið til sjávarins á undanförnum árum hefur bersýnilega valdið því, að engin áherzla hefur verið lögð á að halda áfram því starfi, sem Viðreisnar- stjórnin hóf á þessum vett- vangi. Nú stöndum við enn á ný frammi fyrir ískyggilegum ALVARLEGAR H0RF- UR í FRYSTIIÐNAÐI Atímum Viðreisnar- stjórnarinnar var hafizt handa um að auka fjölbreyttni íslenzks at- vinnulífs og renna fleiri stoðum undir efnahag landsmanna. Þetta var gert með tvennum hætti. Annars vegar var byrjað að nýta í ríkara mæli en áður aðra mestu auðlind okkar, orku fallvatnanna, og samið um byggingu og starfrækslu fyrsta stóriðju- vers hér á landi, þ.e. ál- bræðslunnar í Straumsvík. Hins vegar var, með aðild íslands að EFTA, lagður grundvöllur að upp- byggingu íslenzks út- flutningsiðnaðar, sem hefur aukið starfsemi sína jafnt og þétt síðan. Við- reisnarstjórnin lagði ríka áherzlu á aukna fjölbreytni í atvinnulífinu vegna feng- innar reynslu af þeim sveiflum, sem einkenna sjávarútveginn og fisk- iðnaðinn. Þar skiptast á skin og skúrir, uppgripa- afli og hátt verðlag, afla- brestur og verðhrun, sem veldur slíku jafnvægisleysi í þjóðarbúskap okkar, að ekki verður við unað. Því miður hefur ekki verið haldið áfram á þessari braut í tíð vinstri stjórnar. Viðræður hafa að vísu staðið yfir við banda- rískt stórfyrirtæki um byggingu málmblendiverk- smiðju í Hvalfirði, sem kaupa mundi raforku frá hinni nýju Sigölduvirkjun, en vinstri stjórnin reyndist ekki fær um að fá sam- þykki þeirra flokka, sem að henni stóðu, fyrir þeirri framkvæmd. Óðaverð- bólgan innanlands hefur kreppt mjög að út- flutningsiðnaðinum, sem nú er nánast ekki lengur horfum í sjávarútvegi fiskiðnaði. Verðhrun og er orðið á um og erlendum mörkuð- hraðfrystiiðnaður- inn, sem er meginstoð atvinnulífs okkar, er að komast í þrot. í viðtali við Mbl. í gær lýsti Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, ástandi og horfum í hraðfrysti- iðnaðinum með þessum orðum: „Það er óhætt að segja, að frystihúsin eru rekin með stórtapi í dag og virðist einsýnt, að nokkur þeirra muni loka á næst- unni vegna greiðsluþrota. Um sl. áramót var gert ráð fyrir, að um smávægilegan hagnað gæti orðið að ræða eða 1-2% af heildarveltu. Þessi afgangur var þó ein- ungis til á pappírnum, þar sem reiknað var með nokkurri hækkun á markaðsverði, en eins og komið hefur á daginn þá var það algjörlega óraun- hæft. Síðan komu kaup- hækkanir við síðustu kjarasamninga ásamt margháttuðum hækkunum ýmissa kostnaðarliða sem af leiðir auk erlendra kostnaðarhækkana, eins og t.d. á efni til umbúða, að ótöldum þeim hækkunum, sem olíuhækkunin hefur haft í för með sér eins og t.d. á farmgjöldum. Við þetta allt saman bættist svo stórfelld lækkun á fisk- mjöli á heimsmarkaði, sem aftur hefur bein áhrif til verðlækkunar á fiskúr- gangi frá frystihúsunum. Þegar svo hér við bætist mikil verðlækkun á fram- leiðslu frystihúsanna á mörkuðunum, þá þarf varla að koma á óvart, þótt rekstrargrundvöllur þeirra sé algjörlega brost- inn.“ SKYR AFSTAÐA Fyrir kosningar gaf formaður Sjálfstæðis- flokksins skýr svör um af- stöðu flokksins til hugsan- legs úrskurðar Haag- dómstólsins. Samt spyr Þjóðviljinn í forystu grein í gær, hvernig Geir Hallgrímsson mundi bregðast við slíkum úr- skurði. Af þessu tilefni þykir rétt að vitna orðrétt í um- mæli Geirs Hallgrímssonar í sjónvarpsumræðum, miðvikudaginn 26. júní sl., en þá sagði hann m.a.: „Ég var þeirrar skoðunar, að við hefðum átt að flytja málið af því að ég hef þá trú á málstað okkar, að við hefðum unnið það. Og ef nokkur hætta hefði verið talin á, að við hefðum tapað því, þá er aðstaða fyrir okkur að fresta dóms- uppkvaðningu, þangað til sigur okkar var þar öruggur. Og ég lýsi ábyrgð á hendur núverandi ríkis- stjórn, ef dómur verður kveðinn upp af alþjóða- dómstólnum okkur í óhag. Ég tel, að til þess komi ekki, en þá er ábyrgðin líka ríkisstjórnarinnar ef af verður... Við vorum á móti því að segja samningnum upp, en eftir að samningn- um er sagt upp, þá auð- vitað eru íslendingar ekki bundnir af honum. En ég tel þetta ekki bindingu. Ég mundi ekki hlíta upp- kvaðingu dóms alþjóða- dómstólsins á móti okkur varðandi 50 mflna útfærsl- una.“ Þessi svör Geirs Hall- grímssonar eru svo skýr og afdráttarlaus að afstaða Sjálfstæðisflokksins til hugsanlegs úrskurðar í Haag ætti ekki að þurfa að bögglast fyrir málsvörum fráfarandi ríkisstjórnar. Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson VOFUR Á SKJÁ ÞEGAR prentaraverkfallið f vor var búið að standa nokkrar vikur töku menn að spyrja: Hvers virði er þá prentfrelsið þegar öllu er á botninn hvolft? Hugtakið prentfrelsi eða rit- frelsi er ekki gamalt í sögunni. Og í mörgum löndum heims hefur það aldrei komið til sög- unnar. Enn er það fyrst og fremst menningarlegur munaður okkar vesturlanda- búa. Nú er það nánast úrelt orðið hér um slóðir fyrir þá sök að hinn prentaði bókstafur er ekki lengur áhrifamesta tækið til að koma skoðunum á fram- færi eins og var á átjándu og nítjándu öld og fram eftir tuttugustu. Orðin sem ná til fjöldans fara ekki lengur um hendur setjarans; honum er óhætt að fara í verkfall þess vegna. Utvarp hefur í fullu tré við dagblöð, og sjónvarp hefur þröngt sér inn í hverja kytru, eins til þeirra sem ella mundu hvorki handfjalla blöð né bækur og er sama um allt prentfrelsi ef þeir fá sinn Hammond refjalaust. Vildi maður koma skoðun á framfæri fyrir aldamót, hvað gerði hann þá? Skrifaði greinarstúf í Þjóðólf eða Isa- fold; eða auglýsingu ef svo bar undir. Hvað gerir hann nú? Víst getur hann notað sömu að- ferðina, t.d. skrifað í Vel- vakanda. Hitt er þó allt eins líklegt að hann geri einhverjar kúnstir á almannafæri; efni þannig til „mótmæla“ í þeirri von að lögreglu og sjónvarps- menn beri þar að á sömu stund, lögreglu til að handtaka og sjónvarpsmenn til að mynda, svo kemur öll senan f næstu fréttum, tilganginum er náð; engin orð, enginn bókstafur prentaður, aðeins athafnir fyrir augað. Hvort tveggja er að unga fólkið kann best á þessar tækni- brellur nútímaáróðurs og hefur líka beitt þeim mest á undan- förnum árum og af sömu sökum hafa aðrir aldursflokkar — að minnsta kosti miðaldra og eldri — fremur takmarkaða hug- mynd um hvað hið sama unga fólk vill; sjá það aðeins „mót- mæla“ en heyra það sjaldnast segja neitt. I þvflfkum dæmum er ekki látið reyna á ritfrelsið, heldur tjá sig með öðrum og að sumra dómi frumstæðara hætti. Sé kynslóðabilið nú meira en áður er meginorsakanna að leita til þessa, held ég. En „ábyrgari" aðilar nota lfka sjónvarp í svipuðu skyni. Stjórnmálamaður verður að vera sjónvarpsstjarna ætli hann að ná til sinna heiðruðu „atkvæða". Menntamenn ýmsir spila á sömu nóturnar, að ekki sé talað um menntasnobbara sem langar að verða frægir og áríðandi milliliðir í menning- unni og baða sig í þvf ljósi sem þeir telja skína á aðra, þeir þurfa ekki á prentfrelsi að halda, og það er eiginlega sama hvað þeir hafa sjálfir vasast í pólitfk og hver fer með völd hverju sinni, þeir skulu ævin- lega rata einhverja leið upp að hinum rfkisreknu og þar með einokuðu fjölmiðlum og láta þar að sér kveða með kaffi- bollakjaftæði, vinsælu blaðri, sem skírskotar ávallt til allra þar sem það er jafnan miðað við þann heimskasta. Að minnsta kosti virðast slíkir kumpánar eiga greiða leið inn í hljóðvarpið þessi árin. Menningarpólitíkin er flókin, satt er það, en haldi einhver að þar ráði hendingar og til- viljanir þá er það misskiln- ingur. Næstum allt er þar með ráði gjört þó ekki sé ávallt allt sem sýnist. Mig langar að til- færa hér smádæmi um hvernig ríkisfjölmiðlarnir hafa verið notaðir hér á undanförnum árum: Maður nokkur skrifar bók eða aðeins kafla í bók og þykir sér misboðið með krítfk- inni, verður reiður. Vinur hans sem ræður yfir sjónvarpsþætti býður honum í þáttinn; segir f kynningarspjalli að „svolítil" blaðaskrif hafi orðið um verk hans og spyr sfðan hreint út: „Hverju viltu svara?" Og hvort hann svarar! öruggur og sjálfglaður í þessu borgarvirki skoðanaútbreiðsl- unnar er hann ekkert að liggja á því hverju hann vill svara, heldur lýsir því yfir að umrædd „svolítil“ blaðaskrif séu mark- laus þvættingur og hreint ekki svara verð — svarar þannig í sjónvarpi því sem birst hefur á prenti og fæstir sjónvarps- áhorfendur hafa heyrt eða séð. Skyldi hann standa bærilega að vígi! Maðurinn er þó sjálfur gagnrýnandi og talinn skrif- andi. Þar sem hér er starfrækt ein hljóðvarpsstöð og ein sjón- varpsstöð væri allt eins rökrétt að einungis væri leyft eitt ríkis- rekið dagblað og ein bókaút- gáfustofnun, sömuleiðis ríkis- rekin. Þá þyrfti sá hópur manna sem líklegur er til að komast sjálfkrafa til áhrifa í téðum stofnunum ekki einu sinni að hafa fyrir að gefa hver öðrum tækifærið: hverju viltu svara? þegar honum þætti sinn hagur ekki nógu tryggur. Honum væri hægur vandinn að koma í veg fyrir að hver þau „svolítil" blaðaskrif sem honum þætti svo óþægileg að þau væru að mati hans „þvætt- ingur“ og ekki „svara verð“ kæmu nokkru sinni fram. Þyki á hinn bóginn nokkurs virði það tjáningarfrelsi sem náðist með ærinni fyrirhöfn á átjándu og nftjándu öld og allir lofa enn og prfsa, að minnsta kosti í orði kveðnu, sýnist kominn tími til að endurskoða nú þegar einkarétt ríkisins til starfrækslu hljóðvarps- og sjón- varpsstöðva hér á landi. Ég er ekki að leggja til að þessi ríkis- fyrirtæki verði lögð niður, síður en svo; tel ennfremur sjálfsagt að þeim verði tryggður tekjugrundvöllur eins og verið hefur og betur verði að þeim búið hér eftir en hingað til. Því sannarlega hafa þessar stofnanir veitt ýmsa ómetan- lega þjónustu frá því þær tóku til starfa, einkum frétta- þjónustu sem verið hefur og er með ágætum. Ekki tel ég heldur lfklegt að nýjar hljóð- varps- og sjónvarpsstöðvar spryttu upp strax og lög leyfðu. Sú leið væri þó þar með opin hverjum sem vildi og gæti að koma á fót slfkum stöðvum, en aðeins vitundin um þann mögu- leika hefði sín áhrif, hygg ég, bæði á þá sem á hverjum tfma stjórna ríkisfjölmiðlunum og eins á almenna notendur sem löngum finna sig vanmáttuga andspænis þessari risavöxnu einokun á stórvirkustu og fljót- virkustu áróðurstækjum nú- tímans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.