Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULÍ 1974 11 Prestvígsla á Akureyri Akureyri — 8. júlí SÉRA Jón Aðalsteinn Baldvins- son var vígður til Staðarfells- prestakalls í Þingeyjarprófast- dæmi í gær kl. 2. Séra Pétur Sigurgeirsson, vfgslubiskup, vígði hinn nýja prest í Akureyrar- kirkju og mun það hafa verið fimmta prestvígslan, sem fram fer á Akureyri. Séra Sigurður Guðmundsson prófastur lýsti vígslu, séra Stefán Snævarr og séra Birgir Snæbjörnsson þjón- uðu fyrir altari, og þessir þrfr voru auk þess vígsluvottar ásamt séra Birgi Asgeirssyni í Siglufirði. Kirkjukór Ak- ureyrar söng við athöfnina undir stjórn Jakobs Tryggvason- ar, organista. Mikið f jölmenni var við vígsluathöfnina, þar á meðal var margt tilvonandi sóknarbarna séra Jóns. Hann verður settur inn í embættið á sunnudaginn kemur. Séra Jón Aðalsteinn Baldvins- son er ættaður frá Öfeigsstöðum í Kinn og er kvæntur Margréti Sig- tryggsdóttur frá Akureyri. — Sv.P. Ingólfs- stytturnar seldust upp STYTTURNAR af Ingólfi Arnar- syni, sem Listasafn Einars Jóns- sonar gefur út í tilefni 1100 ára byggðar, seldust upp f gær, en þær eru alls 100 talsins. Margir eru á biðlista, en hugsanlegt er, að safnið láti gera fleiri styttur, sem þó verða þá ekki með áletrun- inni 874—1974. Afsteypurnar af Ingólfsstytt- unni eru mjög vandaðar, en þær eru gerðar í Osló Nuddarar stofna félag Nuddarar á Islandi stofnuðu eigið stéttarfélag sunnudaginn 23. júnf s.l. og ber það nafnið Félag fslenzkra nuddara. Félags- svæðið er, eins og nafnið bendir til, allt landið. Eitt fyrsta verkefni félagsins er að koma á fót námskeiðum hér á landi fyrir fólk, sem hyggst leggja fyrir sig nudd sem atvinnu, en hefur ekki aðstöðu til að sækja slík námskeið erlendis. 1 fréttatilkynningu frá félaginu segir, að í ljós hafi komið, að áhugi almennings fyrir nuddi og gufuböðum, til hressingar og heilsubóta, sé mjög mikill. Og með stofnun F.I.N. hafi verið sigið stórt skref í þessum málum. Fyrstu stjórn félagsins skipa: Ólafur Þór Jónsson, formaður, Anna Hjaltadóttir, ritari og Ólöf S. Guðmundsdóttir, gjaldkeri, öll úr Reykjavík. Varnarmála- ráðherra eftirlýstur Addis Abeba, 6. júlí — NTB. VARNARMÁLARÁÐHERRA Eþíópíu hefur nýlega verið eftir- lýstur af hernum, sem tekið hefur völdin í landinu, að því er diplómatískar heimildir sögðu I dag. Ekki er vitað, hvar varnarmála- ráðherrann, Abiy Abebe, er nið- urkominn. Herinn hefur hafið samningaviðræður við Haile Selassie keisara um, hver verði eftirmaður hans og Abiy Abebe. Herinn hefur undanfarið hand- tekiðfjölda stjórnmálamanna. Tjöld, alls konar Bakpokar margar gerðlr margar gerðir Vindsængur Einnig ferðafatnaður í miklu úrvali Svefnpokar mjög vandaðlr, margar gerðir GEYSÍBf <æ> KR. KRISTJANSSON H.F. OMBOOMI SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 am» Erum aö fá síðustu Ford Bronco bílana fyrir veröhækkun frá verksmiöjunum. Leitið upplýsinga og gangið frá pöntun Sölumenn í síma 35300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.