Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULÍ 1974 15 HAFRETTARRAÐSTEFNANI CARACAS: Próf- steinn á vilja og vit mann- kynsins til að lúta lögum og reglu, en ekki afli eyðingar- vopna Haft hefur verið við orð, aS hafróttarráSstefna SameinuSu þjóðanna, sem nu stendur yfir f Caracas, höfuðborg Venezuela. sé mikilvægasta alþjóBaráðstefna, sem nokkru sinni hefur veríð haldin fyrir utan a8 vera hin fjöl- mennasta til þessa. Sennilega er þar ekki of sterkt a8 or8i kveSiS. þvf a8 séu hafBir f huga hinir fjölbreytilegu. umfangsmiklu og andstæSu hagsmunir, sem henni er ætlaS a8 fjalla um og sam- ræma, þarf ekki mikiB hugmynda- flug til a8 sjá fyrir sér, hverjar afleiBingar þa8 getur haft f fram- tfSinni, ef ekki tekst aB setja réttarreglur um nýtingu hafsins og auSlinda þess. Kurt Waldheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna komst enda svo að orði í setningarávarpi slnu f Caracas á dögunum að ráðstefnan yrði að bera góðan árangur. þv! að vopnuð átök um auðlindir I hafi mættu ekki taka við af þeim átökum, sem um aldirnar hefðu orðið með þjóðum heims út af auðlindum I landi. Hafið býr yfir miklum fjársjóðum, sem enn eru þó tiltölulega lltt kannaðir og nýttir, að fiskinum ein- um undanskildum, en af þeirri lind hefur llka svo óspart verið ausið, að mönnum hrýs hugur við afleiðing- unum. Nærri lætur, að 20% þeirrar ollu, sem notuð er I heiminum nú. komi frá lindum I hafi og 10% af jarðgasi — en Ijóst er, að þessar hlutfallstöl- ur eiga eftir að hækka verulega, þvl að fyrir utan það, sem þegar er um vitað — að 26% þekktra ollulinda I heiminum eru á hafsbotni — eru alltaf að berast fréttir um nýja og nýja staði vlðsvegar um heiminn, þar sem grunur leikur á, að ollu sé að finna Er talið, að nú fari fram leit að olfu I hafi á 80 stöðum I heimin- um — og spáð er, að um næstu aldamót verði helmingur allrar ollu I heiminum unninn úr hafsbotnslind- um. Þá er vitað, að ýmsa málma er að finna á hafsbotni Sérstakan áhuga hafa t.d. vakið mangankúlur, sem finnast á 9—18.000 feta dýpi og eru sagðar innihalda, auk mangans og kóbalts, svo mikinn kopar og nikkel, að tvöfalda megi heimsfram- leiðslu þessara tveggja efna Að þvl er viðkemur nýtingu hafs- ' ins til siglinga er Ijóst, að umferð um heimsins höf fer ört vaxandi, skip verða slfellt stærri og fleiri, bæði herskip og kaupskip Vöru- flutningar aukast um 8% á ári að sögn brezka vikuritsins Economist og vöruflutninga- og olluskip, sem tæpast náðu 30.000 lestum laust eftir heimsstyrjöldina slðari, skipta nú hundruðum þúsunda Á slðasta ári voru til dæmis til eða I smlðum 400 olluskip stærri en 200.000 lestir og áætlanir hafa verið gerðar um smlði milljón lesta olluskipa. Jafnframt stækka herskipaflotar stórþjóðanna og kjarnorkuknúnum kafbátum fjölgar I slfellu Öllu þessu fylgir eðlilega slvaxandi hætta á margs konar spillingu hafsins og mengun. sem er þó ærin fyrir og af ýmsum orsökum öðrum. Þeim 4—5000 fulltrúum 149 þjóða, sem ráðstefnuna I Caracas sitja, er þvl fullkomlega Ijóst, að takist ekki með einhverju móti að samræma hagsmuni þeirra, blasir við öngþveiti og átök, er orðið gætu að ægilegu ófriðarbáli. Fyrstu skotin? Vikuritið Newsweek sagði raunar á dögunum I grein um auðlindir hafsins. að ef til vill yrði I framtlðinni litið á þorskastrlðið milli (slendinga og Breta sem upphaf átakanna um þessar auðlindir. Þar sagði: „Þegar fslenzk varðskip skutu nokkrum skotum yfir stefni brezkra fiskiskipa á sl. ári vegna meintra brota I land- helgi íslands, kfmdu menn, rétt eins og þeir væru að horfa á aðlaðandi brezka grlnmynd. En skotin, sem af var hleypt I þorskastríðinu mikla, kunna að hafa verið hin fyrstu I glfurlegum átökum, sem komið get- ur til, þegar þjóðir heimsins ryðjast I slvaxandi mæli út á heimshöfin I leit að matvælum og málmum. Eftir- sóknin eftir auðlindum hafsins hefur I för með sér algerlega ný tækni- vandamál — og lögfræðileg vanda- mál, sem erfitt getur reynzt að leysa." — Þeim mun fróðlegra verð- ur að fylgjast með þvl, hvernig miðar I Caracas, þvl að segja má, að ráðstefnan sé prófsteinn á vilja þjóða heimsins til að lifa I friði og láta lög og reglur ráða, en ekki afl eyðingarvopnanna, svo og getu þeirra og vit til að virkja auðlindir hafsins með skynsemi og gát I þágu framfara mannkynsins alls. Allgóð samstaða um 200 mílur — með skilyrð- um þó. Samkvæmt þeim fregnum, sem borizt hafa frá Caracas frá upphafi ráðstefnunnar, er sýnt að allgóð samstaða hefur þegar náðst um, að I meginatriðum skuli komið á 12 mílna landhelgi strandrlkja og 1 88 milna auðlindalögsögu til viðbótar. þar sem strandrlki hafi yfirráðarétt yfir nýtingu auðlinda I og yfir hafs- botni. Þó fylgja ýmsir bögglar skammrifi Þær þjóðir, sem slðastar hafa fallizt á þessar hugmyndir I meginatriðum og sjá, að ekki verður við þeim spornað lengur, setja ýmiss konar skilyrði með það fyrir augum að bera sem minnstan skaða af hinni nýju skipan Er sýnt. að erfitt getur reynzt að koma þeim öllum heim og saman við hagsmuni annarra strandrikja. Sumir fréttamenn hafa látið I Ijós undrun yfir þvl, að 200 mllna stefnan skyldi svo fljótt verða ofan á I Caracas. Þó mátti með hliðsjón af þvl, sem áður var komið fram m.a. fréttum af ollufundum við strendur ýmissa rlkja, yfirlýstum stuðningi Klna við 200 mllna auðlindalög- sögu og afstöðubreytingu ýmissa áhrifaaðila I brezka fiskiðnaðinum — gera ráð fyrir, að sllkar hug- myndir yrðu ofan á. Þorskastrlðið. minnkandi slldveiðar I Norðursjó og aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu hafa ásamt öðru orðið brezk- um sjómönnum umhugsunarefni um framtlð fiskveiða þeirra og þeim hvöt til stuðnings við 200 mllna kröfuna, jafnframt þvl sem þeir æskja endurskoðunar á þeim regl- um bandalagsins, að aðildarrlkin hafi heimild til fiskveiða hvert innan annars fiskveiðilögsögu. Og sakir pólitlsks áhuga Sovétrlkjanna á þriðja heiminum var viðbúið, að þau mundu hallast á sömu sveif og Kln- verjar fyrr eða slðar — og varla gátu þau með góðu móti gefið klnversku sendinefndinni I Caracas margar vik- ur til að nota þetta mikilvæga mál I andsovézkan áróður meðal sendi- nefndar þróunarrlkjanna. Má nú búast við, að þessi stór- veldi tvö keppi ákaflega um stuðning rlkjanna I öðrum samningsatriðum, sem þeim eru hugleikin, m.a. I sundamálinu svo- nefnda, en Sovétrlkin leggja sem aðrar siglingaþjóðir mikið kapp á, að tryggðar verði frjálsar siglingar um stund, sem lenda innan 12 mtlna landhelgi. Þau eru nokkuð á annað hundrað talsins. Kinverjar eiga þar aftur á móti minni hagsmuna að gæta og telja sjálfsagt, að strand- rfkin sjálf ráði siglingum um sundin, enda vilji Sovétrlkin og gömlu siglingaþjóðirnar fyrst og fremst tryggja siglingafrelsi þar um til að geta beitt herskipum slnum til og frá um heimshöfin efti r þvl sem þeim þóknist, hverju sinni til að sýna styrk sinn I pólitlskum tilgangi. Bandarlkin og Sovétrlkin hafa um margt svipaða afstöðu I Caracas, bæði að þvl er varðar landhelgi, auðlindalögsögu og nýtingu hafs- botnsins Er við þvl að búast, að afstaða þeirra verði endanlega all- þung á metunum, þvl að til lltis mun að setja hafréttarreglur, sem stór- veldin neita að virða Meiri háttar hugarfarsbreyting á sfðari árum Fyrsta vika ráðstefnunnar fór sem kunnugt er af fréttum I umræður um fundarsköp og skipan atkvæða- greiðslna Hafði verið ákveðið þegar I desember sl., þegar ráðstefnan var formlega sett I New York, að ekki skyldi verja meira en viku I Caracas til að reyna að ná samkomulagi um þessi atriði. Tækist ekki samkomu- lag skyldi forseti ráðstefnunnar, Hamilton Shirley Amerasinghe, skera úr um þetta mál. Undir lok þessarar fyrstu viku lagði hann fram tillögur, sem samþykktar voru einróma. Þær voru þess efnis, 1) að ekki skyldi ganga til atkvæða- greiðslu fyrr en útséð væri um, að samkomulag næðist öðru vlsi, 2) að nefndarfundir skyldu þvi aðeins teljast löglegir, að mættir væru tveir þriðju hlutar fulltrúa, sem þar ættu sæti og 3) að til samþykkis tillagna þyrfti tvo þriðju hluta atkvæða þeirra. þó þannig að meira en 50% allra þátttökurlkjanna væri þeim fylgjandi. Þegar mál þetta var afgreitt tóku við stefnuyfirlýsingar einstakra rikja, venjulegast fluttar af formönnum samninganefndanna. Þar fór mikill tlmi I pólitlskar yfirlýsingar, sem lltt eða ekki eiga skylt við viðfangsefni ráðstefnunnar. Fulltrúi S-VIetnams notaði til dæmis verulegan hluta tlma slns til að kvarta yfir árásum N-Vietnams, Klnverjar skömmuðust út I stórveldin og þó sérstaklega Sovétrlkin og af hálfu Egypta var veður gert út af þvl, að frelsis- hreyfingar skyldu ekki fá aðild að ráðstefnunni. Þar fyrir utan varð Ijóst, að fulltrúar voru til ráðstefn- unnar komnir með mjög svo jákvæðu hugarfari og að þvi er virðist einlægum áhuga á að vinna að nýtilegum niðurstöðum. Fréttamenn, sem lengi hafa fylgzt með landhelgismálum og deilum þar að lútandi. benda á. að fyrir aðeins fáum árum hafi það nánast verið fráleitt talið. að takast mætti að setja þjóðum heims hafréttarreglur og lög. Minnt er á, að hafréttarráð- stefnurnar, sem haldnar voru á veg- um S.Þ. 1958 og 1960 báru ekki mikinn árangur. En siðan hafa menn tekið miklum hugarfarsbreytingum. ekki slzt vegna þess, að hinar stór- stlgu framfarir I tækjabúnaði til rannsókna og vinnslu auðlinda á hafsbotni hafa gert marklaus þau ákvæði, sem þá voru sett um, að strandrlki hefðu rétt til að nýta auð- lindir á hafsbotni landgrunns slns „allt að 200 metra dýpi eða svo langt út sem nýtingu yrði við komið". Nú verður nýtingu við- komið á miklu meira dýpi og tilraun- ir hafa verið gerðar með olíuboranir á allt að 1 6 000 feta dýpi. Þá hefur á slðari árum farið vaxandi skilningur þjóða á þörfum rlkja þriðja heimsins og ollukreppan og hækkandi verðlag á hráefnum hafa m.a. komið iðnrlkjum heimsins I skilning um styrkleika þessara þjóða og hversu gagnverkandi og sam- tvinnaðir hagsmunir þjóða og hversu gagnverkandi og sam- tvinnaðir hagsmunir þeirra og iðn- rlkjanna eru, þegar allt kemur til alls Vafalaust hefur ollukreppan einnig opnað augu manna enn betur en áður fyrir því, hve alvarlegar gætu orðið afleiðingar þess ef ekki næðist samkomulag um hafréttarlög og reglur, ekki slzt varðandi nýtingu hafsvæðisins utan efnahagslögsögu strandrlkjanna., alþjóðahafsbotns- svæðisins, sem af hálfu 108 aðildar- rlkja S.Þ var lýst sameign mann- kyns árið 1 970 Skipan og starfssvið alþjóðastofnunar Sennilega verður eitt erfiðasta verkefni hafréttarráðstefnunnar I Caracas að fá þjóðir heimsins til að sættast á skiptinguna á afrakstri þessa svæðis, hvernig skuli stjórnað auðlindaleit og rannsóknum; fram- Framhald á bls. 17. ÓSinn hjá landhelgisbrjótum úti af VestfjörSum. Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.