Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULl 1974 5 Berglind Asgeirsdóttir varaformaður hagsmunanefndar Stúdentaráðs: „Slík stórhækkun innritunargjalda óþörf ’ Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá, hafa nokkr- ar deilur verið f Stúdentaráði um fjárhagsáætlun ráðsins og upphæð innritunargjalda f Háskðlanum 1974. Vökumenn hafa verið andvfgir hinum miklu hækkunum á innritunargjöldum, en þau hafa stðr- hækkað undanfarin tvö ár. Nýlega staðfesti mennta- málaráðherra ákvörðun Háskólaráðs og Stúdenta- ráðs um, að innritunargjöld skyldu vera 3700 kr., en fyrir tveimur árum voru þau 1600 kr. Morgunblaðið sneri sér í þessu tilefni til Berglindar ÁsgeirsdðU- ur, sem situr f Stúdentaráði fyrir Vöku, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta, og bað hana að segja álit sitt á þessari hækkun, en Berglind er varaformaður hagsmunanefndar Stúdentaráðs. „Það er ljóst, að slík stórhækk- un innritunargjalda var alls ekki Skólaslit í Gagnfræðaskóla Austurbæjar t GAGNFRÆÐASKÖLA Austur- bæjar voru um 450 nemendur sl. vetur. Þar voru 3 bekkjardeildir, er höfðu sama námsefni og próf og Menntaskólinn við Tjörnina. Prófunum lauk 11. mal sl. Hæstu einkunn hlaut Asta G. Björnsson, 8.15, og annar I röð varð Björn Gunnarsson með 8.10. Hlutu þau bókaverðlaun. Einn náði ekki prófi og einn á ólokið prófi sökum veikinda. Gagnfræðapróf þreyttu 112 nemendur, 95 stóðust það, 2 luku þvf ekki og 15 náðu ekki prófi. Hæstu einkunnir á prófinu hlutu þær Jónína H. Hilmarsdóttir og Sigþrúður Jóhannesdóttir, báðar með 8.07. Voru þeim veittar bæk- ur fyrir ástundun. Svo og hlaut Edith Gísladóttir bók á danskri tungu frá danska sendiráðinu á Islandi vegna ágætiseinkunnar í dönsku. I 3ja bekk bóknámsdeild- ar svo og sjóvinnudeild þreyttu 130 nemendur próf, 6 luku því ekki, en 100 stóðust það. I landsprófsdeildum fóru 139 nemendur í próf, en 13 luku því ekki og 112 stóðust miðskólapróf- ið, (þ.e. aðaleinkunn 5.00 eða yf- ir). I landprófsdeildum voru um 60% allra nemenda 3ja bekkjar og af þeim munu sennilega 50% ná efra marki. Sést á þessu, að landspróf hafa staðizt 30% af ár- angri 3ja bekkjar nemenda hér í skóla. (Á öllu landinu f heild munu 18—20% af 3ju-bekkingum ná landsprófseinkunn). Þá ber og að geta þess, að hæstu einkunn í skólanum og jafnframt hæstu einkunn í landprófsgrein- um hlaut Agústa Hjördfs Flosa- dóttir, 9.80. Að sjálfsögðu hlaut hún bókaverðlaun frá skólanum og einnig danska sendiráðinu. nauðsynleg. Ekki er samt rétt að áfellast mjög Háskólaráð og ráð- herra fyrir þessa ákvörðun, þótt þessir aðilar hefðu mátt kynna sér glöggar, hver raunveruleg fjárþörf var. Þegar við Vöku- menn fengum fjárhagsáætlun vinstrimeirihlutans f hendurnar, sáum við, að undirbúningur og gerð fjárhagsáætlunar var illa úr hendi leyst og flausturslega. Við fluttum því rökstuddar breyting- artillögur til lækkunar fjárhags- áætlun og þar með innritunar- gjöldum, en vinstrimenn felldu þær allar. Meirihluti Stúdenta- ráðs ber því alla ábyrgð á því, að stúdentar eru skattlagðir svona að nauðsynjalausu," sagði Berg- lind. Hverjar voru þá lækkunartil- lögur Vökumanna? „I fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að verja 1,4 milljón til Stúdentablaðsins. Við Vökumenn erum gersamlega andvígir því, að svo miklum hluta af fé Stúdenta- ráðs sé varið í þetta blað, en vinstrimenn hafa einmitt fellt þá tillögu okkar, að blaðið gæti hlut- leysis f fréttaskrifum, m.ö.o. er verið að skylda alla stúdenta til að borga til einkamálgagns vinstri- meirihlutans. Við fluttum þess vegna tillögu um að gerbreyta út- gáfu blaðsins, t.d. gefa út 4 blöð á ári, en fjölrituð fréttablöð á milli. Þannig hefði sparazt mikið fé, a.m.k. nokkur hundruð þúsund. Við fluttum einnig aðrar sparnað- artillögur. T.d. lögðum við til, að dregið yrði úr utanlandsferðum á vegum ráðsins, en þær kosta drjúgan skilding. Við vildum einnig lækka framlög til „menn- ingarmála og annars" úr 300 þús. kr. f 200 þús. I þvf sambandi má geta þess, að 300 þús. var einnig veitt til þessa verkefnis f fyrra, en þá tókst aðeins að koma f lóg 122 þús. af því fé. Fleiri dæmi um slíka „ráðdeildarsemi“ vinstri- meirihlutans mætti tfna til. Ef tillögur okkar hefðu verið teknar til greina, hefði alls ekki þurft að hækka hlut Stúdentaráðs í innrit- unargjöldum úr 600 kr. í 1000 kr„ sem er hvorki meira né minna en 67% hækkun!“ Var ágreiningurinn eingöngu um hækkunina á hlut Stúdenta- ráðs? „Já, það má segja það. Innritun- argjöldin skiptast f þrennt: til Fé- lagsstofnunar stúdenta, sem rek- ur matsöluna, stúdentagarðanna og fleira, til Stúdentaskiptasjóðs, sem sér um að fjármagna tengsl stúdenta við útlönd o.fl. og til Stúdentaráðs. Af þessum 3700 kr. fær Félagsstofnun 1300 kr„ sem er óbreyttur hlutur, 1000 kr. er varið til sérstaks verkefnis í eitt ár: að innrétta kjallarann á Gamla-Garði til félags og skemmtanaaðstöðu, sem er ein- mitt gamalt baráttumál Vöku og við studdum auðvitað, Stúdenta- skiptasjóður fær í sinn hlut 400 kr„ sem er 100 kr. hækkun og lfta má á sem eðlilega verðbólgu- hækkun. En styrinn stóð eins og áður segir um þessa miklu hækk- un til Stúdentaráðs, 67% sem við töldum okkur geta sýnt fram á, að væri óþörf, en vinstrimenn knúðu fram til þess að fjármagna Stúd- entablaðið í núverandi formi þess. Ég tel meirihluta Stúdenta- ráðs hafa axlað mikla ábyrgð með þessari málsmeðferð. Stúdenta- ráði er trúað fyrir þessu sameig- inlega fé stúdenta og því ber að GEÐVERNDARFÉLAG Islands efndi í ársbyrjun til happdrættis og var dregið í happdrættinu hinn 6. júní siðastl. Aðalvinningurinn var bifreið og kom hún á miða númer 43.319. Fyrir skömmu barst skrifstofu Geðverndarfé- lagsins í pósti þessi happdrætt- ismiði að gjöf. Gefandinn lét ekki nafns síns getið í bréfinu, aðeins þess, að gjöfin væri Geðverndar- félaginu gefin í trausti þess, að Berglind Asgeirsdóttir. verja því sem bezt, af skynsemi og ráðdeild," sagði Berglind að lok- félagið vinni áfram að mannúðar- málum. Miðann hafði hinn nafn- lausi gefandi keypt úr sjálfum happdrættisbílnum, þar sem hann stóð hér I miðborginni. Skrifstofa Geðverndarfélagsins bað Mbl. að færa gefandanum innilegar þakkir fyrir svo stór- höfðinglega gjöf og kvaðst vilja um leið þakka hinum mörgu vel- unnurum félagsins fyrir stuón- inginn vió félagin fyrr og síðar. Pantanir óskast sóttar sem allra UL Þessi sett koma ekki aftur á þessu ári. * k —r— H I J. 1 L Simi-22900 Laugaveg 26 um. Gaf félaginu bílinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.