Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULI 1974 Ekið á þrjá kyrrstæða bíla og laumazt á brott Ekió var á kyrrstæðan bíl i Laugarnesvegi við Laugalæk milli kl. 10—12 á þriðjudaginn 9. júlí sl. Bíllinn dældaðist talsvert á 15,600 tonn til Rússlands Eins og fram kom f Mbl. á sunnudaginn, var á föstudaginn 5. júlf s.l. nndirritaður f Reykja- vfk samningur milli Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeildar S.I.S. annars vegar og matvælainnkaupastofn- unarinnar Prodintorg V/O í Moskvu hins vegar um söiu á 5.500 tonnum af frystum fiskflök- um. Eftir helztu tegundum skiptist magnið sem hér segir: Karfaflök Grálúðuflök Lönguflök Steinbítsflök Samtals 3.600 tonn 300 tonn 600 tonn 1.000 tonn 5.500 tonn Afgreiðsla fari fram á 3. og 4. ársfjórðungi. Með þessum samningi hefur Prodintorg keypt samtals 15.600 tonn af frystum fiski frá íslandi í ár. I fyrri samningi, sem var undir- ritaður 20. aprfl s.l. náðist að meðaltali 48% verðhækkun miðað við verð ársins 1973. Nýgerður samningur fól í sér 5% verðhækkun frá þeim verð- um, sem samið var um í aprfl s.l. Samningsgjörð önnuðust Árni Finnbjörnsson, sölustjóri af hálfu S.H. og Guðjón B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri af hálfu Sjávar- afurðadeildar S.l.S. Verzlunarfulltrúar Sovét- ríkjanna hér á landi önnuðust samningsgerðina af hálfu kaupandans í Moskvu. — Kanada Framhald af bls. 1 kosningabaráttunni og áður, þegar hann ákvað að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Frjálslyndi flokkurinn bætti víðast hvar við sig miklu atkvæða- magni, en einna mest í Austur- Kanada, Ontario, Quebec og í fylkjum þeim, sem liggja að Atlantshafi. Það þykir tíðindum sæta, að David Lewis, foringi Nýdemókrata, en sá flokkur studdi stjórn Trudeau síðustu tvö ár, féll fyrir frambjóðanda Frjáls- lynda flokksins Ursulu Appolloni í kjördæmi sínu. Lewis hefur átt sæti á þingi sfðan 1965. Eru nú áhöld um, hvort hann verður áfram formaður flokksins. Eigin- maður Ursulu Appolloni bauð sig fram á móti Lewis árið 1972 og tapaði þá með nokkuð verulegum mun. öllum þeim, sem fylgzt hafa með kosningabaráttunni í Kanada upp á síðkastið, ber saman um, að Margaret Trudeau, eiginkona for- sætisráðherrans, eigi sinn drjúga þátt í fylgisaukningu þeirri, sem flokkurinn fékk. Var Margaret óþreytandi förunautur manns síns á ksoningaferðum hans um landið þvert og endilangt. Þá þótti Trudeau reka mun skynsam- legri og hófsamari áróður í barátt- unni nú en fyrir tveimur árum og ber andstæðingum sem fylgis- mönnum saman um, að hann hafi komið fram sem heilsteyptur, fág- aður og traustur stjórnmála- maður, sem unnt væri að treysta. Geta má þess, að kaþólskur prestur, sr. Andy Hogan, var nú kjörinn á þing og er það í fyrsta skipti, að kaþólskur prestur tekur þar sæti. Hann var frambjóðandi Nýdemókrataflokksins. vinstri hlið, einkum hurðirnar. Bifreiðin var af gerðinni Renault, gulbrún að lit og bar einkennis- stafina R-37297. — Milli kl. 8—1 sama dag var ekið á Masta-bifreið, þar sem hún stóð á bifreiðastæði bak við Vonarstræti 12. Bifreiðin, sem er silfurgrá að lit og ber stafina R-29910, skemmdist tölu- vert á hægra framhorni. — Þá var á þriðjudaginn ekið utan í bílinn G-4942, sem er ljósblár Volkswag- en, þar sem hann stóð við stöðu- mæli í Tryggvagötu gegnt verzluninni O. Erlingsen. I öllum tilvikum hafa þeir, sem valdir voru að skemmdunum, haft sig á brott, en ákeyrslunar eru þess eðlis, að þeir hljóta að hafa orðið þeirra varir. Rannsóknarlög- reglan biður þá, sem geta gefið upplýsingar um þessar ákeyrslur, að hafa samband við sig sem fyrst. — Bágur hagur Framhald af bls. 2 kveðið á um. Sú hækkun mun hins vegar koma til fram- kvæmda 1. september, ef öll félögin samþykkja hana. Sveinn sagði enn fremur, að innan IATA væri mjög öflug hreyfing fyrir þvf að reyna að stemma sigu fyrir hinum geig- vænlegu eldsneytishækkunum. Flugfélögunum finnst eldsneyt- ishækkunin hlutfallslega miklu meiri en sjálf hráefnishækkun- in og hafa olíufélögin grunuð um að vera farin að taka sér stærri skerf af eldsneytisverð- inu en áður. Til að vega upp á móti þessu hefur nú á vegum IATA verið skipuð sérnefnd, sem á að vinna að því, að öll IATA-félögin myndi með sér nokkurs ikonar pöntunarfélag. Er hugmyndin, að flugfélögin flytji þannig sjálf beint inn frá olíuhreinsunarstöðvum, sem þau eigi e.t.v. eignaraðild að, og standi sameiginlega að eldsneytiskaupum. Um innanlandsflugið sagði Sveinn, að allar breytingar á þeim fargjöldum væru háðar verðlagsákvörðunum. Þessi far- gjöld stóðu lengi f stað eða frá 1. nóvember 1970 til 1. marz 1973, er leyfð var 6% hækkun vegna gengisfellingar, er þá varð. Síðla árs 1973 var svo aftur heimiluð 10% hækkun á innanlandsfargjöldunum, en sú beiðni hafði þá beðið afgreiðslu verðlagsyfirvalda f eitt ár. í október 1973 var svo aftur sótt um 14% hækkun og fékkst hún afgreidd 7. marz. Innanlands- fargjöldin hafa þannig hækkað um 35% frá 1. nóvember 1970, en eldsneytiskostnaður um 93% frá áramótum. Þessar hækkanir virðast þó ekki hafa skaðað innanlandsmarkaðinn nema sfður sé. Aftur á móti er útlitið öllu dekkra í millilandafluginu, og valda þvf ýmsir samverkandi þættir. Ferðamálin (túrisminn) eigs alls staðar í vök að verjast. Kannski á olíu- kreppan og hækkun fargjald anna af þeim sökum þar stærst- an þáttinn í, en einnig má nefna verðbólguna f flestum iðnaðarríkjum, minnkandi at- vinnu og hækkandi verð á nauðsynjavöru, en versnandi hagur almennings kemur eðli- lega einna fyrst fram í því, að fólk hættir við að leggja land undir fót. Að sögn Sveins er allt útlit fyrir að erlendum ferðamönn- um, sem hingað koma, fækki nú verulega. Fyrstu sex mánuði ársins nú hafði þeim fækkað um 2500 miðað við sama tíma í fyrra — þá voru þeir orðnir 29.153 hinn 30. júní, en voru núna 26.654. Eins kvaðst Sveinn hafa grun um, að er- lendu ferðamennirnir stæðu nú skemur við hérlendis en undan- farin ár. Landnámshátíð Vest- firðinga í Vatns- dal um næstu helgi — Valdimar Framhald af bls. 1 Stasson er í framboði fyrir repúblikana. Hann er sonur þess fræga Herald Stasson og ég er fylgjandi honum. Hann er mjög góður maður og hefur mikla reynslu í fjármálum." „Hefurðu alltaf boðið þig fram sem fjármálaráðherra frá þvf að þú hðfst afskipti af stjðrnmálum?" „Já, alltaf frá 1950, nema þá bauð ég mig fram til öldunga- deildarinnar á móti Hubert Humphrey. Ég hef alls verið kosinn 8 sinnum fjármálaráð- herra." „Það er að sjá af bandarlsk- um blöðum, að þú njðtir tals- verða vinsælda, heldurðu að þjððernið hjálpi þér eitthvað?“ „Já, það hefur verið talsverð hjálp að vera frá Norður- löndunum. Þjóðverjar eru stærsti þjóðflokkurinn en Norðmenn og Svíar eru til sam- ans lang fjölmennastir hér I Minnesota. Þetta er hálfgert Svfabæli. Annars er það svo, að þegar staðið er I þessu ár eftir ár fer fólk að þekkja nafnið og maður verður töluvert þekktur." „Ætlarðu nokkuð að koma heim I sumar?“ „Nei, mér finnst vera soddan mannfjöldi á afmælinu. Annars kemur Jón bróðir minn og konan hans og slangur af fólki héðan." — Þátttöku- gjald Framhald af bls. 2 fram nokkurt fé til undirbúnings hátfðahaldanna, en mikið vantar á, að endar nái saman og verður því um nokkurt þátttökugjald að ræða til þess að ekki verði stórtap á hátíðinni. Gerð hafa verið barm- merki, fánar með sýslu- og fjórð- ungsmerkjum ásamt nokkrum fallegum postulfnsskjöldum til að fá sem mest upp í kostnaðinn á þennan hátt. Villandi er a segja, að í öðrum landshlutum sé aðgangur ókeypis, þar sem þar er selt sérstaklega inn á dansleiki, sérstök merki seld og á sumum stöðum seld tjaldstæði eða bflástæði sérstak- lega. Þegar kom til umræðu í landnámshátíðarnefndinni, hvernig innheimta skyldi þátt- tökugjald, fannst henni, að ekki kæmi til mála að innheimta sér- staklega fyrir tjaldstæði, bíla- stæði og á dansleiki og fyrir skemmtiatriði, heldur yrði þátt- tökugjald innheimt í einu lagi. Og þegar haft er til hliðsjónar, að á venjulegt sveitaball er selt inn á kr. 700, þá sýndist öllum verði stillt mjög í hóf með kr. 2000 á mann fyrir þriggja daga hátíð og yfír 30 tíma dagskrá. Þeir, sem koma á sunnudag, greiða kr. 1000 og ókeypis er fyrir börn innan við fermingaraldur. Þar með er barn- mörgum fjölskyldum ekki íþyngt með háu þátttökugjaldi. AIls koma fram á dagskrá há- tíðarinnar nær 400 manns. I öðrum landshlutum er algengt að haida sameiginlega hátfð héraðs- búa, en okkur í framkvæmda- nefndinni er ekki kunnugt um, að það hafi verið gert fyrr á Vest- fjörðum, enda hafa samgöngur ekki gert það kleift. Gestir okkar á hátfðinni verða 100 Norðmenn frá norsku ungmennafélögunum og 20 v-íslenzk ungmenni. Fram- kvæmdanefndin vill ekki trúa því, að nokkur Vestfirðingur, heimamaður eða brottfluttur, láti þátttökugjald sem svarar einum daglaunum koma í veg fyrir veru sína á landnámshátfð Vest- firðinga, þegar skýrt hefur verið, hvers vegna þess er þörf. Á hátíð- inni er fyrirsjáanlegt tap. Hversu mikið það verður, er undir fjölda gesta komið — heimamönnum og öðrum. Við trúum því, að Vest- firðingar heima og heiman fjöl- menni á hátfðina, þar verði margur vinafundur og með rétt- sýni og höfðingslund hjálpist allir að að gera þessa landnámshátíð að stórhátíð, sem lengi verði í minnum höfð. Framk væmd anef nd Landnámshátfðar Vestfirðinga. Landnámshátfð Vestfirðinga I verður haldin dagana 12. — 14 júlf n.k. f Vatnsdal á Barða- strönd. Vestfirðingar standa allir saman að hátfðahöldun- um. Dagskrá er mikil og vönduð, svo sem 4 sinnum 2ja til 3ja klst. skemmtiatriðið, hljóm- leikar, tveir dansleikir, sigling vfkingaskips inn Vatnsdalsvatn og landtaka o.fI. Komið hefur verið upp vatns- lögnum og hreinlætisaðstöðu, bflastæði hafa verið útbúin, tjaldsvæði skipulögð og byggðir tveir danspallar ásamt leik- sviði. Starfræktar verða verzlanir með mingjagripi, matvæli, gos- drykki og sælgæti, og einnig Leið eft- ir atvikum MBL. hafði f gær samband við sjúkrahúsið á Húsavfk. og spurð- ist fyrir um Ifðan mannanna, sem lentu f bílslysi f Núpasveit f Norð- ur-ÞingeyjarsýsIu aðfararnótt s.l. laugardags. Fékk blaðið þær upp- lýsingar, að Ifðan mannanna væri eftir atvikum. Einn hefur fengið að fara af sjúkrahúsinu, en tveir verða að dvelja þar enn um sinn. Sr. Rögnvaldur kjör- inn til Staðastaðar I GÆR voru talin á skrifstofu biskups atkvæði í prestkosn- ingum á Staðastað í Snæfellsnes- og Dalaprófastdæmi, en kosn- ingin fór fram 30. júní s.l. A kjör- skrá voru 158, og greiddu 126 atkvæði. Einn umsækjandi var um prestakallið, sr. Rögnvaldur Finnbogason settur sóknar- prestur, og hlaut hann 63 atkvæði. Auðir seðlar voru 56 og ógildir 7. Kosningin er lögmæt. — Þjóðhátíð Framhald af bls. 2 með þvf, að forsætisráðherra kveður hátfðargesti og Island far- sælda frón verður leikið á lúðra af efri barmi Almannagjár. I undirbúningsnefnd tónlistar- dagskrár þjóðhátfðarinnar eru: Árni Kristjánsson, tónlistarstjóri, Páll P. Pálsson, hljómsveitar- stjóri, og Ragnar Ingólfsson, for- maður Sambands fslenzkra karla- kóra. I undirbúningsnefnd íþrótta- dagskrár eru: Gfsli Halldórsson frá ÍSÍ, Hafsteinn Þorvaldsson frá UMFI og Þorsteinn Einars- son, íþróttafulltrúi ríkisins. — Verðfallið Framhald af bls. 28 er því miður ekki einskorðuð við Bandaríkin, heldur er sama sagan í Evrópu.“ — Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir fristiiðnaðinn f landinu? „Reynt hefur verið að draga úr framleiðslu á frostnum þorski, eins og hægt er, með þvf að salta, en til þess er ekki alls staðar aðstaða. En verð á salt- fiski hefur ekki aðeins haldizt óbreytt, heldur hækkað, á með- an blokkin var að falla í verði. En síðast þegar verðfall skall yfir sjávarútveginn 1967 og ’68, kom verðfallið á saltfiskinum ári seinna, en það þarf ekki að verða nú, þar sem þorskveiðin er alltaf að minnka. Hins vegar verður hin aðalfisktegundin, ýsan, ekki hagnýtt á annan hátt en f frystingu. Fiskbirgðir hafa hlaðizt upp og þá einkum ýsan, og veldur þetta frystihúsunum verður pósthús með sérstökum póststimpli (Lónfell). Ný og vel búin sjúkrabifreið verður á svæðinu, læknir og hjúkrunarkona verða til staðar og aðstaða til slysahjálpar. Hvers konar meðferð áfengra drykkja er stranglega bönnuð. Þátttökugjald yfir alla 3 hátfðisdagana er kr. 2000.00 á mann, en ókeypis aðgangur er fyrir börn innan fermingar- aldurs. Þeir sem koma á sunnu- deginum greiða þó aðeins kr. 1000.00. Innifalið í þátttökugjaldinu eru öll skemmtiatriðin, dans- leikirnir og aðstaða fyrir tjöld og bíla. Vestfirðingar vænta þess, að allir leggist á eitt með að gera þjóðhátfðina sem ánægjulegasta. miklum óþægindum og vaxta- tapi. En þyngsta áfallið fyrir þau er auðvitað þetta gífurlega verðfall á blokkinni, sem er um 30% fyrir neðan það verð, sem gengið var út frá í ársbyrjun, þegar fiskurinn var verðlagður. Þegar verðfall og stóraukin til- kostnaður fara saman hjá frystihúsunum, er ekki á góðu von. En þar með er þó ekki öll sagan sögð, þvf að mörg frysti- húsanna verða að gera út báta og togara til þess að afla sér hráefnis og á hvorutveggju hef- ur verið stórkostlegt tap undan- farið. Ég held, að verðfallið núna og erfiðleikar fiskvinnsl- unnar og útgerðarinnar séu miklu meiri en kreppunni 1967 og ’68“. — Hvernig snertir þetta verð- fall starfsemi Coldwaters? „Fyrir áramótin, á meðan allt lék f lyndi, var Coldwater feng- ið til þess að taka eins mikið af fiski úr frystihúsunum eins og nokkur tök voru á, og voru birgðirnar vestra helmingi meiri um sfðustu áramót en venjulega. Þetta var gert til þess að rýma til vegna loðnu- frystingarinnar. A þessum birgðum hefur nú orðið mikið verðfall, jafnframt þvf sem lækka hefur orðið framleiddu vöruna til þess að reyna að auka söluna. Að óbreyttu verð- ur ekki annað séð en að Cold- water verði rekið með tapi“. — Og að lokum Einar. hvern- ig álftur þú að rfkisstjðrn verði að taka á þessum málum? „Það er nú margþætt að svara því, en í fáum orðum sagt er það grundvallarskilyrði fyrir afkomu frystihúsanna og al- menna velmegun þjóðarinnar, að séð verði um, að útflutnings- framleiðslan beri sig.“ — Ef Drottinn j^ramhald af bls. 25 bara til ársins 1950. Hann starfaði mikið eftir það, en nú er hann kominn til guðs. Ég hef hér á skrifborðinu hjá mér aðra stórmerkilega bók, sem heitir: Smyglari guðs eftir Bróður Andrew ásamt John og Elizabeth Sherrill. Utgefandi Bókaútgáfan örn & örlygur h/f — 1973. Bókinu þýddi merkiskonan Sigurlaug Arnadóttir, Hraunkoti í Lóni. Þýðingin er ágæt og allir þurfa að lesa bókina. Hún veitir styrk f trúnni. Þetta er saga af hollenzkum kristniboða (Bróður Andrew), sem unnið hefur að trú- boði í löndum kommúnista og smyglað biblfunni til trúaðs fólks handan járntjalds. Hefur starf hans aukizt geysilega og margir tekið þátt f því með honum. Sína fyrstu ferð fór hann 1955. Bókin segir frá mörgum ferðum og við- burðum. Trúboðarnir hafa sér til varnar sterka trú og bænir til guðs, um vernd Hans í starfinu, sem þeir verða aðnjótandi f svo ríkum mæli að kraftaverk gerast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.