Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.07.1974, Blaðsíða 28
nucivsincHR 4gL'f‘*22480 MIÐVIKUDAGUR 10. JULl 1974 BUCIVSinCRR Er fundin brúða frá landnámsöld? Uppgreftrinum á elzta bæjar- stæði Reykjavfkur f Suðurgötu miðar vel áfram og af og til kem- ur þar ýmislegt merkilegt f leitirnar. Fyrir skömmu fannst Iftil glerhúðuð gullperla og nú á mánudaginn sl. kom einn grafaranna niður á útskorinn viðarbút með greinilegri manns- mynd. Viðarbúturinn eða Ifkneskið, sem er um 20 cm langt, er talið vera frá landnámsöld, enda var það orðið æði fúið og hrörlegt eftir 1100 ára legu í jörð- inni. Fyrir elli sakir ekki gott að átta sig á af hverju líkneskið muni vera, en ýmsar getgátur eru uppi um það meðal þeirra, sem vinna að uppgreftrinum. Talað er um Hugmyndin fékk ekki hljómgrunn FORSTJÓRI Skipaútgerðar rfkis- ins, Guðjón Teitsson, mun ekki vera ýkja hrifinn af hugmynd um nýja Vestmannaeyjaferju. 1 bréfi sem forstjðrinn ritaði Viðlaga- sjóði kemur hann á framfæri nýrri hugmynd, sem mun gera ferjuna gjörsamlega óþarfa, fari svo að hún fái hljómgrunn, sem ólfklegt má þó telja. Frá þessu var sagt f blaðinu Fylki í Vest- mannaeyjum. Hugmyndin er í stuttu máli stí, að Vestmannaeyingar selji alia einkabíla, en kaupi þess í stað strætisvagna. Á þann hátt verði það vandamál að flytja bíla milli lands og Eyja tír sögunni, og Herjólfur geti þá áfram sinnt öllum flutningum. Auk þess fái Eyjamenn 1500 milljónir fyrir bfl- ana sína, og gætu þeir peningar komið í góðar þarfir. Þessi hugmynd forstjórans mun ekki hafa fengið mikinn hljóm- grunn í Vestmannaeyjum. 60 bátar í Norðursió: BÚIÐ AÐ ÁKVEÐA KVÓTA ÍSLENZKU SÍLDARBÁTANNA BUIÐ er að ganga frá aflakvótum fslenzku sfldarbátanna f Norður- sjó. Þótti það óhjákvæmilegt vegna aflatakmörkunar á veiði- svæðinu og aukinnar ásóknar báta á sfldveiðarnar. Ef slfk kvótakerfi hefðu ekki verið fyrir hendi, er hætt við að bátarnir mokuðu upp sfldinni fyrri hluta sumars, þegar hún er f lægsta verði. 60 skip hafa sótt um veiði- heimild. Jónas Haraldsson fulltrtíi hjá LIU tjáði Mbl í gær, að íslenzku bátarnir mættu veiða 30 þtísund lestir af sfld austan 4. lengdar gráðu. Hefur stí skipting verið ákveðin, að 15 þtísund lestir verði veiddar fram til 15. september, og 15 þtísund lestir eftir þann tíma, en þá fæst bezta verðið. Þessum 15 þtísund lestum fyrra tímabilsins hefur svo aftur verið skipt í tvennt, 7500 lestir, til ákvörðunar um það, hve mikið hvert skip má veiða. I fyrri töluna er deilt skipafjöldanum og kom þá tít 125 lestir á hvert skip. Seinni tölunni er skipt eftir stærð skipanna þannig, að stærsta skipið Sigurður RE fær til viðbót- ar 381 lest, og fær því samtals að veiða 500 lestir, en minnsta skip- ið, Skarðsvík SH, fær 70 lestir til viðbótar og fær þvf að veiða alls 189 lestir. Kvótakerfi verður væntanlega einnig notað fyrir seinna veiðitímabilið. Þegar skip- in hafa veitt upp f kvótann, geta þau haldið áfram veiðum vestan 4. lengdargráðu, en það er ekki eins gott veiðisvæði. goðalíkneski, leikfangabrtíðu, skreytingu á rtímgafli eða styttu af manni, sem einhver vinnu- manna Ingólfs hafi dundað sér við að tálga í leiðindum sínum og síðar hent frá sér ófullgerðri. Else Nordahl, sem stjórnar framkvæmdum í Suðurgötu, taldi ólíklegt að þetta væri goðalík- neski, — til þess væri það ekki nógu vel gert. Gat htín sér til um, að annaðhvort væri það brtíða, sem einhver yngismeyjan á land- námsöld hefur leikið sér með eða frumdrög af mannslíkneski, sem hent hefur verið ófullgerðu. Anton Holt, einn af að- stoðargröfurum Elsu Nordahl, á heiðurinn af þvf að hafa fundið brúð- una. Hér horfir hann stoltur á fund sinn, en varkárnin leynir sér þð ekki, enda gripurinn vandmeðfarinn fyrir elli og fúa sakir. (Ljðsm. Mbl. Ól.K. M.) Fiskifélagið harmar töf á friðuninni STJÓRN Fiskifélags Islands kom saman til fundar ( gærmorgun og tók fyrir erindi sjávarútvegsráðu- neytisins um friðun svæðis á Strandagrunni fyrir togveiðum vegna smáfiskadráps á þessum slóðum. Var erindið samþykkt. Ráðuneytið mun Ifklega taka ákvörðun um friðun f dag, að þvf er Jón Arnalds ráðuneytisstóri tjáði Mbl f gær. Friðunin mun bæði ná til fslenzkra og brezkra togara, og sagði Jón, að tsland hefði að sfnu mati ótvfræðan rétt til slfkra friðunaraðgerða. Við- brögð Breta koma væntanlega f ljós næstu daga. I bréfi stjórnar Fiskifélagsins til ráðuneytisins var jafnframt hörmuð stí töf, sem orðið hefur á þessu friðunarmáli og bent á til- lögur, sem komið hafa frá stjórn- inni og Fiskiþingi um skipun nefndar, sem tæki slík mál tafar- laust fyrir, þannig að hægt yrði að færa friðuð svæði til eftir því, hvar smáfiskur heldur sig. Taldi stjórnin, að Hafrannsóknarstofn- unin ætti að sjá um slfkt eftirlit. Innborgunar- féð 643,5 millj. SAMKVÆMT þeim upplýsing- um, sem Mbl. aflaði sér f gær hjá Seðlabanka tslands, nam 25% innborgunarféð, sem innflytjendum er gert að greiða samtals 643,5 milljón- um króna. Sem kunnugt er geymir bankinn þetta fé f 3 mánuði á lágum vöxtum. Fjallabaks- leið nyrðri fær VEGAGERÐIN lauk við að ryðja Fjallabaksleið nyrðri í fyrra- kvöld, og er ntí leiðin fær bílum með drifi á öllum hjólum. Vegur- inn mun nú vera tiltölulega góður, en nokkuð vatn mun enn vera á ám við Kílinga. Einar Sigurðs- son í samtali við Morgun- blaðið: „Verðfallið nú og erfiðleikarnir miklu meiri en í kreppunni 1967 og 1968” VEGNA hinna fskyggilegu frétta, sem borizt hafa frá Bandarfkjunum um verðfall og markaðshorfur á frystum fiski, snéri Mbl sér til Einars Sigurðssonar útgerðarmanns, en hann er stjórnarformaður Coldwater Seafood Co. f Banda- rfkjunum og varaformaður stjórnar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, og innti hann eftir nánari fregnum af þessu máli. I samtalinu við Einar kom fram, að hann telur verð- fallið nú og erfiðleika fisk- vinnslunnar og útgerðarinnar miklu meiri nú en f kreppunni 1967 og ’68. Mbl. spurði Einar fyrst um stjórnarfund SH, sem haldin var f fyrri viku. „Þetta var mjög merkilegur fundur,” sagði Einar. „Þar voru mættir flestir aðal- og vara- stjórnarmenn, en þeir eru 18, auk framkvæmdastjóra og Þor- steins Gislasonar forstjóra Coldwater, sem gerði sér sér- staka ferð frá Bandaríkjunum til að mæta á fundinn.” — Hvað kom merkast fram á fundinum? „Horfur með freðfisksölu I Bandarfkjunum eru hreint ekki góðar. Mikil verðlækkun hefur orðið á blokk. Margar ráðstaf- anir hafi verið gerðar af Cold- water til að auka framleiðslu og sölu í verksmiðju fyrirtækis- ins.“ — Hvað hafa þessar verð- lækkanir verið miklar? „Þorsk- og ýsublokk hefur Iækkað tír 82 og 85 centum pundið niður f 60 og 63 cent pundið, en það er verðið, sem Coldwater hefur greitt sfðast fyrir þessa blokkartegundir til SH. En ég er þeirrar skoðunar, að þetta verð sé hærra en verð- ið raunverulega er í Bandaríkj- Einar Sigurðsson unum og býst eins vel við, að enn eigi verðið eftir að lækka.“ — Hvað heldur þú, að það geti farið lægst? „I þessum blokkartegundum er aðalfiskmagnið, sem selt er á Bandarfkjamarkaðinn, og því skiptir verð þeirra langmestu máli. Það er erfitt að spá nokkrtí um, hvar þessi verð- lækkun stöðvast, en það má benda á, að fallizt hefur verið á verð á blokk í nýgerðum samn- ingum við Sovétríkin, sem svar- ar til 51 centi pundið á Banda- ríkjamarkaði. Ég er ekki þar með að segja, að verðið eigi eftir að fara niður í þetta, en ég álft, að óraunhæf bjartsýni í þessum efnum sé skaðleg og komi mönnum f koll eins og átt hefur sér stað með verðlagn- inu á loðnu og sölu á fiskim.iöli, sem hrapaði úr 10 dollurum niður í 4 dollara." — Hvað heldur þú með verð á flökum? „Við getum glaðzt yfir þvf, að enn hefur tekizt að halda óbreyttu verði á mikilvægustu flakategundunum, þorsk og ýsu, en hve lengi það getur orð- ið, þegar að verðmismunurinn er farinn að nálgast helming, skal ósagt látið.“ — Af hverju stafar þetta mikla verðfall? Birgðir hafa hrtígazt upp af ódýrum fiski frá Japan og Kóreu, sem nefndur er Alaskaufsi og jafnframt hefur vegna lélegra gæða dregið tír fiskneyzlu almennt. Einnig hafa kjötbirgðir aukizt mjög f Bandarfkjunum og verðið stór- lækkað. Til dæmis er hakkað nautakjöt ntí selt f btíðum f Bandarikjunum á 59 cent pund- ið, eða fyrir um 50% lægra en flökin okkar. Þessi þróun með auknar birgðir af fiski og kjöti Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.