Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULl 1974 31 Nú verka allir í salt SAKIR óvissunar um verðlag þorskblokkar á Bandarfkja- markaði munu nú útgerðarfyrir- tæki almennt verka f salt megnið af þorskaflanum, er berst á land. Marteinn Jónasson, fram- kvæmdastjóri hjá B(JR, tjáði Morgunblaðinu, að aliur stór- þorskur og milliþorskur er bærist og áður fór f blokkir væri nú — Kýpur Framhald af bls. 1 ráðherra Tyrklands, staðfesti við fréttamenn í kvöld, að flotinn hefði látið úr höfn út á Miðjarðar- haf, en neitaði að segja hver fyrirmæli flotaforinginn hefði. Patrick Massey, fréttaritari Reuters í tyrknesku hafnarborg- inni Mersin, sagði, að í flotadeild- inni hefðu verið um 30 liðs- flutningaskip og landgöngu- prammar f fylgd fjögurra tundur- spilla. Liðsflutningar til borgar- innar héldu áfram, eftir að flota- deildin hafði lagt úr höfn. Seint í kvöl lýsti Hasan Isisk, varnarmálaráðherra Tyrklands, því yfir, að spurningin um stríð eða frið byggðist á þeim upp- lýsingum, sem Sisco aðstoðarutan- ríkisráðherra kæmi með frá Aþenu. Makarfos erkibiskup, fyrr- verandi forseti Kýpur, hélt í kvöld ræðu f öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann sakaði grísku stjórnina um að reyna að koma einræðisstjórn sinni yfir Kýpur. Skoraði hann á öryggisráðið að tryggja endur- reisn stjórnarskrárreglu á Kýpur. Makarfos sagði, að það, sem gerzt hefði á Kýpur frá því á mánudag, væri hreinn harmleikur og kallaði byltinguna, sem velti hon- um úr sessi, innrás, sem allir íbúar eyjarinnar, Grikkir og Tyrkir, þyrftu að gjalda fyrir. Makarfos krafðist þess, að gríska stjórnin kallaði heim alla liðs- foringjana, 650 að tölu, sem skipa foringjastöður í þjóðvarðliði Kýp- ur, og sagði, að það væri skrípa- leikur að skipta um menn, því að mennirnir, sem færu, hefðu í einu og öllu hlýtt fyrirmælum her- foringjastjórnarinnar í Aþenu og mennirnir, sem kæmu, myndu gera slíkt hið sama. Makarios talaði í 26 mínútur. Seint í kvöld var búizt við sendi- nefnd frá hinni nýju stjórn Kýp- ur, sem hef ur beðið um leyfi til að fá að skýra málstað sinn fyrir öryggisráðinu. Ekki var búið að taka afstöðu til hvort það leyfi yrði veitt, en fulltrúar Bandaríkj- anna voru því fylgjandi, að stjórn Sampson fengi að skýra mál sitt, til þess að hægt yrði að fá stað- reyndirnar á borðið, eins og einn bandarísku fulltrúanna orðaði það. Skömmu áður en Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi til- kynnti brezka utanrfkisráðuneyt- ið, að grfska stjórnin hefði fallizt á í grundvallaratriðum að senda fulltrúa til Lundúna til að ræða Kýpurdeiluna og leiðir til að koma aftur á friði þar. Fréttarit- arar telja, að þetta geti orðið und- anfari þriggjaþjóðaráðstafnu um framtíð Kýpur, Bretlands, Tyrk- lands og Grikklands, en þær þjóð- ir undirrituðu samkomulagið 1960, sem tryggði sjálfstæði Kýp- ur. Areiðanlegar heimildir í Lundúnum í dag hermdu, að brezka stjórnin væri ákeðin í að ná Tyrkjum og Grikkjum saman við borð til að hamra f gegn sam- komulag um friðsamlega framtfð eyjarinnar. Ekki var vitað hve- nær vænta mætti komu tyrk- neskrar og grískrar nefndar. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un var enn allt með kyrrum kjör- um við Kýpur, en fregnir hermdu, að tyrkneska flotadeild- in væri komin undir strendur eyj- arinnar. verkaður f salt af þessum sökum. Kvaðst hann hafa af þvf fréttir, að þetta væri nú almennt tfðkað. Þá hefur Morgunblaðið af þvf fréttir, að töluvert hafi aflazt af smáfiski að undanförnu, þorski undir 40 sm að lengd en slfkur fiskur telst ekki vinnsluhæfur f frystihúsum. Mun þessi fiskur hafa farið ein- göngu f salt. Af þessum sökum hafði Morgunblaðið samband við Helga Þórarinsson hjá Sölusambandi ísl. fiskframleiðanda, og spurði hann um markaðshorfur á smáum saltfiski. Helgi sagði, að það væri enn lítið farið að reyna á það en hins vegar hefði jafnan reynzt erfiðara að selja smáan saltfisk en hinn stærri. Helgi sagði, að mikill útflutningur væri nú á saltfiski og væri það nær eingöngu blaut- fiskur af vetrarvertíð. Þrátt fyrir mikla saltfiskverkun sagði Helgi, að þess yrði ekki vart, að birgðir söfnuðust fyrir, en á vegum SlF var samtals samið um sölu á um 24 þúsund tonnum í ár. — Nixon Framhald af bls. 1 Skömmu eftir að fregnir þessar bárust kallaði Ronald Ziegler blaðafulltrúi Nixon fréttamenn á sinn fund, þar sem hann gagn- rýndi harðlega framkomu og málsmeðferð þeirra Rodinos og Doars og sagði, að þeir hefðu nú varpað af sér falskri hlutleysis- hulu og reyndu eftir mætti að stjórna fréttamiðlun til almenn- ings frá fundum nefndarinnar til að reyna að sverta nafn forsetans. Hann sagði, að nefndin hefði al- gerlega kastað fyrir borð öllum grundvallarreglum sanngirni og misst öll tök á verkefni sínu. Reiði Zieglers kom fréttamönnum mjög á óvart því að hann hefur gætt þess vandlega að forðast gagnrýni á Rodino og Doar. — Franco Framhald af bls. I aðar, eftir að hann hafði veikzt af æðasjúkdómi. Læknar gerðu þá ráð fyrir, að hann myndi yfirgefa sjúkrahúsið eftir nokkra daga. Óstaðfestar fregnir f Madrid í dag hermdu hins vegar, að hershöfð- inginn hefði fengið innvortis- blæðingar I kjölfar truflana á meltingarstarfsemi og að líðan hans væri mjög slæm. Talsmaður Francos sagði, að hershöfðinginn hefði afsalað sér völdum að eigin frumkvæði og frjálsum vilja, er honum tók að hraka, þvf að hann vildi ekki að lfðan sín ylli upp- námi meðal Spánverja. Talsmað- urinn sagði, að þó illa hefði litið út í morgun, liði Franco nú mun betur. Juan Carlos er 36 ára að aldri, sonur Alfons VIII. Spánarkon- ungs, sem afsalaði sér konungs- tign árið 1931. Arið 1969 gerði Franco þá stjórnarskrárbreyt- ingu, að Juan Carlos skyldi verða eftirmaður sinn að sér látnum og endurreisa konungdóm á Spáni 8 dögum eftir lát sitt, eða ef veik- indi gerðu sér ókleift að gegna embætti þjóðhöfðingja. Aður hafði Juan Carlos orðið að undir- rita eið þess efnis, að hann myndi algerlega halda í heiðri stjórnar- stefnu og grundvallarlög Franco- stjórnarinnar. Er prinsinn tók við völdum f morgun endurtók hann þennan eið. — 8. skotið Framhald af bls. 32 stöðva og fara eftir fyrirmælum skipherra varðskipsins, en hann hafði fyrirskipanir þessar að engu. Rétt fyrir kl. 8 var svo skot- ið föstu skoti fyrir framan stefni Forester en það hafði engin áhrif á Taylor. Þegar hér var komið sögu ákváðu forráðamenn Landhelgis- Minni krossinn á kortinu sýnir hvar Þór kom að Forester og hinn stærri hvar togarinn stöðvaðist loks eftir skothrfð varðskipsins. gæzlunnar að reyna aðrar leiðir — að reyna til þrautar að fá skip- stjórann til að stöðva togarann svo ekki þyrfti að valda á honum meiriháttar skemmdum með skot- hríð. I þessu skyni var haft sam- band við eiganda togarans í Hull og hann beðinn um að reyna að tala Taylor til og fá hann til að hætta flóttanum. Utgerðarmaður- inn gerði ftrekaðar tilraunir til að ná sambandi við Taylor en tókst aldrei. Var þá komið fram undir hádegi, Taylor lét engan bilbug á sér finna og var þess vegna afráð- ið að undirbúa harðari aðgerðir gegn togaranum. Höskuldur, skip- herra á Þór, kallaði yfir til togar- ans og benti Taylor á, að ef hann stöðvaði ekki væri varðskipið til- neytt til að skjóta föstum skotum f togarann og væri Taylor þá ábyrgur ef meiðsli á mönnum eða manntjón hlytist af. Taylor svaraði þessu engu né heldur svaraði hann ftekunum skipherrans á brezka eftirlits- skipinu Hausa um að sinna aðvör un varðskipsins. Um kl. 2.30 var skotið á togarann, fyrst fjórum Iausum skotum með nokkru bili og er það dugði ekki voru Taylor gefnar 10 mínútur til að stöðva togarann ellegar yrði skotið föst- um skotum í togarann. Við þessar fréttir snarsneri Taylor skipi sínu og tók stefnu í norðvestur í átt til eftirlitsskips- ins, sem nálgaðist skipin en átti þó enn ófarnar um 20 sjómflur. Varðskipsmenn tóku nú að skjóta föstum skotum — í fyrstu hrinu var skotið fjórum'skotum aftan til í togarann í von um að eitt skotið hæfði stýrisvélina og togarinn stöðvaðist af þeim sökum. Var í allt skotið sex skotum aftan til í Forester en Taylor lét sig ekki og hélt áfram ferðinni. Um þetta leyti fékk Taylor til- kynningu frá skipherranum á Hausa, að eina aðstoðin, sem Hausa gæti veitt Forester við þessar kringumstæður, væri læknisaðstoð og björgun skip- brotsmanna. Við þessi svör sneri Taylor togaranum aftur við og sigldi á haf út á nýjan leik. Kl. 16.40 var svo fyrri kúlunni skotið f vélarrúm togarans og þegar það dugði ekki annarri til. Virðist það hafa laskað eitthvað vélina, þvf að nú stöðvaðist togarinn skyndi- lega. Fyrst í stað virtist varðskips- mönnum sem áhöfn Forester hygðist yfirgefa skipið, þar sem það væri að sökkva. Svo reyndist þó ekki heldur brá Taylor skíp- stjóri sér yfir í brezka eftir- litskipið, er nú var komið til skip- anna, og mun hafa átt þar við- ræður við skipherra Hausa. I millitfðinni fór fyrsti stýrimaður Þórs, Friðgeir Olgeirsson, ásamt flokki manna um borð í togarann og handtóku þeir Taylor er hann kom aftur um borð frá viðræðum sfnum við yfirmann eftirlitsskips- ins. Var allmikill leki kominn að Forester um þetta leyti og togar- inn tekinn að hallast. Kafarar frá varðskipinu hófu þegar viðgerð og dælur frá varðskipinu voru settar um borð í togarann. Tókst fljótlega að komast fyrir lekann og að þétta í götin og um kl. 20 sigldi skipið f norðvestur áleiðis til Seyðisfjarðar, þar sem mál Taylors verður tekið fyrir. Vél togarans var komin í gang um þetta leyti, „og gengur engu lakar en á flóttanum svo að við búumst við skipunum til Seyðisfjarðar um kl. 9 í fyrramálið," sagði Pálmi Hlöðversson hjá Land- helgisgæzlunni, þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann f gærkvöldi. A þeim slóðum sem Forester var að veiðum mega Bretar veiða frá 50 mílna mörkunum inn að 12 mflna mörkunum — samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi Islend- inga og Breta, sem batt enda á þorskastríðið á sínum tíma. En inn fyrir 12 mílurnar mega brezku togararnir ekki fara og því sagði Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu í samtali við Mbl. í gær, að farið yrði með þetta mál Taylors eins og hvert annað landhelgisbrot. C.S. Forester er einn nýtfzku- legasti skuttogari Breta, aðeins 5 ára gamalt skip og rúmlega 1000 tonn að stærð, svo að helzt má lfkja honum við Spánartogarana hérlendu hvað stærð snertir. Dick Taylor hefur alltaf verið með togarann öðru hverju undanfarin ár en á milli þess gegnir hann trúnaðarstörfum fyrir samtök brezkra togarasjómanna f Hull. — Þjóðhátíðir Framhald af bls. 2 gærkvöldi með því, að opnaðar voru ýmsar sýningar á Akureyri. I gagnfræðaskólanum var opnuð sýning á vegum myndhöggvara- félagsins f Reykjavfk. Þá var opnuð sýning á Möðruvöllum á málverkum í eigu Akureyrar- bæjar. 1 menntaskólanum var svo opnuð sýning á þeim verkum, sem skólinn á. 1 gærkvöldi var síðan hraðkeppni í knattspyrnu. Keppt var í 3. flokki á Akureyrarvelli, og voru það lið frá KA, Þór og U.M.S.E., sem þátt tóku f keppn inni. I dag hef jast hátfðahöldin kl. 14 mcð leik í I. deildinni i Islands- mótinu í knattspyrnu og eigast þá við ÍBA og IBK. I leikhléi verður keppt í frjálsum íþróttum. Kl. 17 verður afhjúpað listaverk eftir Asmund Sveinsson, sem Akureyrarbæ hefur verið gefið. t kvöld verður kvöldvaka f Kjarna- skógi og fara þar fram fjölbreytt skemmtiatriði f tali og tónum undir stjórn Jóns H. Askelssonar. Dansleikur verðurf fþróttaskemm unni og hefst kl. 22 og er það hljómsveitin Pelican, sem leikur fyrir dansi. A morgun hefjast hátíðahöldin kl. 9.00 með þvf, að fyrsta skóflu- stungan verður tekin að viðbótar- byggingu minjasafnsins við Aðal- stræti 58 á Akureyri. Þá verður hátfðarguðsþjónusta f Akureyrar- kirkju. Séra Stefán Snævarr prófastur prédikar. Eftir hádegi eða kl. 13.30 hefst hátfðardagskrá í Kjarnaskógi með leik Lúðrasveitar Akureyrar undir stjórn Roar Kvam. Sfðan verður hátfðin sett af Ófeigi Eiríkssyni sýslumanni og bæjar- fógeta. Þá verður útivistarsvæðið opnað af Bjarna Einarssyni bæjarstjóra. Því næst verður helgistund, sem séra Pétur Sigur- geirsson vígslubiskup annast. Þá syngur söngfélagið Gígja undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Steindór Steindórsson fyrrum skólameistari flytur hátíðaræð- una og karlakórar héraðsins syngja undir stjórn Áskels Jónssonar. Gunnar Stefánsson les upp ljóð. Skúli Jóhannsson for- maður Þjóðræknisfélags Vestur- íslendinga flytur ávarp og enn- fremur Valdimar Óskarsson for- maður Eyfirðingafélagsins f Reykjavfk. Þá syngja kirkjukórar héraðsins, hestamenn koma í hópi á hestum sínum, og síðan verður skemmtidagskrá. Þar koma m.a. fram hljómsveit Ingimars Eydal og Ómar Ragnarsson. Hilmar Daníelsson slítur síðan hátfðinni en gert er ráð fyrir, að það verði um 19.30. ---------------- — Myndlistar- sýning Framhald af bls. 3. umsjón með og styrkir forn- leifarannsóknir, sem nú fara fram á hinum forna þingstað f Kópavogi. Fyrir tilstuðlan sjóð- sins var útsýnisskífu komið fyrir á Víghólum og tekin saman örnefna- óg jarðlýsing í Kópavogi. I október árið 1971 sam- þykkti stjórn sjóðsins að efna til samkeppni um gerð úti- myndar f tilefni 1100 ára afmælis tslandsbyggðar. Voru verðlaun ákveðin að upphæð 200 þús. krónur. Níu hugmynd- ir bárust og samþykkti stjórnin einróma að veita hugmynd merktri FERRUM fyrstu verð- laun. Höfundur þeirrar myndar reyndist vera Sigurjón Ólafsson myndhöggvari eins og áður segir. I hugmynd sinni gerir Sigurjón ráð fyrir, að listaverkið verði um 12—14 metra hátt og 12 metrar á hverja hlið. Formaður stjórnar Lista- og menningarsjóðs Kópavogs er Gunnvör Braga og aðrir í stjórn eru Guðrún Þór, Sigurlaug Zóphaníasdóttir, Theódór Halldórsson, Jónas Kristjáns- son, Sigurður Steinsson og Sigurður Sigurðsson. — Opið bréf Framhald af bls. 11 aðfarir eru broslegar, og ef nokkuð þá vekja þær andúð Auk þess hafið þið þar til nýlega gert ónóga grein fyrir málstað ykkar og ekki ansað róginum Ef ósannindin fá að hljóma nógu oft i friði, kemur þar, að þau virðast trúleg Þessi kenning var að visu ekki fundin upp á Þjóðviljanum, en engu að siður er vanhugsað að svara ekki grófum og ítrekuðum ásökunum um óheiðarleg vinnubrögð. Þótt þið vitið sjálfir, hvernig málum er háttað og teljið hent- ast að fela þau dómstólunum, þá ber mönnum. sem fást við stórpólitísk verkefni, lýðræðisleg skylda til að sjá um, að almenningur fái sannar fregnir af atburðum. Sé þessa ekki gætt, er grundvellinum kippt undan heilbrigðri skoðanamyndun Af þessum orsökum verð ég að lýsa yfir óánægju vegna þeirrar stefnu, sem þið hafið tekið. — Myndun ríkisstjórnar Framhald af bls. 32 væntanlegs samstarfs í ríkis- stjórn. Ég skil bréf yðar svo, að flokkur yðar vilji ekki taka þátt i slíkum viðræðum allra flokka um lausn efnahagsvandans, ef litið er á þær, sem þátt í stjórnar- myndunartilraunum, og hafið þvi synjað tilmælum mínum. Ég vil því nú óska eftir form- legum viðræðum milli Fram- sóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, þar sem leitað yrði samstöðu um lausn efnahags- vandans og annarra viðfangsefna, sem alþingi og væntanleg rikis- stjórn hljóta að fjalla um og ráða til lykta, með það fyrir augum, að þessir flokkar standi að myndun nýrrar ríkisstjórnar. I slikum viðræðum mun Sjálf- stæðisflokkurinnn gera nánar grein fyrir stefnu sinni og afstöðu til lausnar þeim vandamálum, sem um verður f jallað." Bréf til Gylfa Þ. Gfslasonar Ég þakka jákvætt svar flokks yðar við tilmælum mínum um við- ræður fulltrúa allra stjórnmála- flokka um lausn efnahagsvandans og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hins vegar hafa neikvæð svör borizt frá öðrum flokkum um þátttöku í slíkum viðræðum full- trúa allra flokka, ef á þær væri litið sem þátt í stjórnarmyndunar- tilraunum. Ég vil því nú óska eftir form- legum viðræðum milli Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þar sem leitað yrði samstöðu um lausn efnahags- vandans og annarra viðfangsefna, sem alþingi og væntanleg ríkis- stjórn hljóta að fjalla um og ráða til lykta, með það fyrir augum, að þessir flokkar standi að myndun nýrrar rfkisstjórnar. I slfkum viðræðum mun Sjálf- stæðisflokkurinn gera nánar grein fyrir stefnu sinni og afstöðu til Iausnar þeim vandamálum, sem um verður fjallað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.