Morgunblaðið - 21.07.1974, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULl 1974
HLUTI VOGASKOLA
AÐ MENNTASKÓLA
hverfum. Reykjavíkurborg yrði
hins vegar að gæta þess að raska
ekki því heildarkerfi, sem hún
sjálf hefði unnið eftir. Eftir þessa
breytingu yrði að flytja þrjá
áraganga úr Vogaskóla yfir I
Langholtsskóla. Þetta væri and-
skoti hart, eins og borgarfull-
trúinn komst að orði, gagnvart því
fólki, sem í þessu hverfi byggi og
hefði um langan tfma búið við
ófullkominn skólakost. Þá gat
Kristján þess, að fyrirhuguð við-
bótarbygging á lóð Vogaskóla
væri óskynsamleg, þar sem lóðin
væri þegar fullnýtt.
Ragnar Júlfusson sagði það rétt
vera, að lóð Vogáskóla væri ekki
of stór. En frá upphafi hefði verið
gert ráð fyrir byggingu á þeim
stað, sem nú væri ráðgert að
byggja, og á sínum tíma hefðu
kennarar við Vogaskóla óskað
eftir því, að á þessum stað yrði
byggð sundlaug. Augljóst væri, að
í Vogaskólanum yrði mikið um-
framhúsnæði á næstunni vegna
fækkunar nemenda. Nemendum
þar hefði á sl. fimm árum fækkað
úr 1200 í 785 og horfur væru á
enn meiri fækkun. Þá væri ljóst,
að alla tíð hefðu verið óljós mörk
á milli skólahverfa Vogaskóla og
Langholtsskóla og í raun réttri
hefði þetta verið eitt og sama
skólahverfið.
Sigurjón Pétursson sagði, að
það væri að vísu óæskilegt, að
loks þegar húsnæði rýmkaði í
skólum borgarinnar væri það
tekið til annrra nota. En í þessu
sambandi væri ekki unnt að líta á
þrönga hagsmuni Reykjavíkur-
borgar. Fullkomið neyðarástand
ríkti nú í húsnæðismálum
menntaskólanna. Vogaskólinn
væri of rúmur. Eðlilegt væri því
við núverandi aðstæður að nýta
það húsnæði að fullu. Af þeim
sökum sagðist hann vera sam-
þykkur þessari samningsgerð.
Færeyjaferð
Heimdallar
Fyrsta utanlandsferð sumarsins
á vegum Heimdallar S.U.S. verð-
ur 25. júlf. Þá verður farið til
Færeyja og dvalið þar í 6 daga.
Þann 29. júlí hefst Ólafsvakan,
ein fburðarmesta og fjörugusta
hátíð Færeyinga, og gefst Heim-
dellingum kostur á að taka þátt í
hátíðarhöldunum.
Af sérstökum ástæðum hafa
losnað örfá sæti I þessari ferð og
eru þeir, sem áhuga hafa, beðnir
að snúa sér til Ferðaskrifstof-
unnar Utsýnar, Austurstræti 17,
sími 23510, sem veitir allar nánari
upplýsingar.
Heimdallur S.U.S.
Verkamenn geti aflað sér fræðslu og
starfsþjálfunar á launum EaSnSSar
Dagana 5.—25. júnf s.I. var 59.
þing Alþjóðavinnumálastofn-
unarinnar háð f Genf f Sviss, en
tvo dagana næstu á undan höfðu
hinir þrír flokkar þingfulltrúa,
þ.e. rfkísstjórnafulltrúar, at-
vinnurekendafulltrúar og verka-
Iýðsfulltrúar haldið fundi til þess
að ræða sérmál sín og viðhorf til
hinna ýmsu mála þingsins.
Samkvæmt stofnskrá Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar ber
hverju aðildarríki að senda fjóra
fulltrúa til Alþjóðavinnumála-
þings. Skal einn þeirra tilnefndur
í samráði við aðalsamtök atvinnu-
rekenda og annar f samráði við
aðalsamtök verkalýðsins í land-
inu. Þá er aðildarrfkjum og
heimilt innan vissra takmarka að
tilnefna varamenn og ráðunauta
hinum skipuðu aðalfulltrúum til
aðstoðar og ráðuneytis. Mörg ríki
senda þvf fjölmennar nefndir til
þings. A þessu þingi voru t.d. 17
Danir, 21 Finni, 17 Norðmenn og
33 Svíar.
Alls sátu þetta þing yfir 1400
manns frá 119 ríkjum.
Fulltrúar íslands á þinginu
voru Einar Benediktsson sendi-
herra, Jón S. Ólafsson skrifstofu-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu,
Ólafur Jónsson framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands Is-
lands og Snorri Jónsson fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands
Islands.
hvött til þess að gera sér grein
fyrir því, hvaða efni geti valdið
krabbameini og sfðan að tak-
marka eftir föngum notkun slfkra
efna og fræða þá, sem þessi efni
meðhöndla, um hættuna, sem af
þeim stafar, og varúðarráðstafan-
ir gagnvart þeim.
A þessu þingi fór fram fyrri
umræða um þrjú mál, sem verða
tekin til endanlegrar afgreiðslu á
næsta þingi, en þessi mál eru:
a. Félög landbúnaðarfólks og
hlutur þeirra í efnahagslegri og
félagslegri þróun.
b. Farandverkamenn
c. Starfsþjálfun og leiðbeining-
ar um starfsval.
Eins og á nokkrum sfðustu
þingum fóru fram umræður um
skipulagsmál Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar. Samþykkt var að
skipa nefnd til að fjalla um þessi
mál og á hún að skila tillögum
sínum fyrir næsta þing.
Auk þeirra dagskrármála þings-
ins, sem ákveðin eru fyrirfram, er
heimilt að leggja fram tillögur til
þingsályktunar, enda berist þær
tilteknum tíma fyrir þingsetn-
ingu. Sérstök nefnd fjallar um
slfkar tillögur. Að þessu sinni
komu fram 27 tillögur, en þeim
fækkaði í 17, þar sem ýmsar
þeirra voru sama eða svipaðs efn-
is og voru þvf sameinaðar.
Með atkvæðagreiðslu voru svo
fimm af þessum tillögum valdar
til umræðu og voru þær sam-
þykktar með nokkrum breyting-
um og afgreiddar sem þingsálykt-
anir, en þær eru þessar:
1. Ályktun um misrétti og brot á
réttindum og frelsi stéttarfélaga,
sem ísraelsk stjórnvöld fremja í
Palestínu og öðrum hersetnum
arabiskum landsvæðum.
2. Ályktun um mannréttindi og
réttindi stéttarfélaga í Chile.
3. Ályktun um greiðslu kostnað-
ar vegna fulltrúa á Alþjóðavinnu-
málaþingum.
4. Alyktun um að boða til al-
þjóðaþings um atvinnumál, tekju-
skiptingu, félagslegar framfarir
og alþjóðlega miðlun vinnuafls.
5. Ályktun um umhverfismál
vinnandi fólks.
Fýrstu tvær ályktanirnar voru
mjög umdeildar, enda fela þær í
sér alvarlegar ásakanir á hlutað-
eigandi rikisstjórnir.
Islenska sendinefndin sat hjá í
atkvæðagreiðslu um tillöguna
varðandi Israel, en greiddi at-
kvæði með tillögunni um gagn-
rýni á stjórn Chile. Höfðu fulltrú-
ar Norðurlanda náið samráð um
afstöðu til þessara mála. Rétt er
að geta þess, að Chilestjórn hefur
fallist á að taka á móti sendi-
nefnd, sem á að kynna sér ástand
mála þar f landi.
Eins og málum er nú háttað
verður hvert aðildarrfki að greiða
allan ferða- og dvalarkostnað full-
trúa sinna á Alþjóðavinnumála-
þinginu, sem jafnan er haldið í
Genf. Aðstað ríkja til þess að
sækja þingið er því ærið misjöfn.
Ályktunin um greiðslu kostnaðar
vegna þingfulltrúa miðar að þvf
að jafna þessa aðstöðu og felur
hún f sér tilmæli til Alþjóða-
vinnumálaskrifstofunnar um að
kanna á hvern hátt þessum
jöfnuði verði best fyrir komið og
gera tillögur um það efni. Ef
þetta mál nær fram að ganga
mundi það sjálfsagt verða til
hagsbóta fyrir Island.
Þingið gerði fjárhagsáætlun
fyrir árið 1975. Eru framlög
aðildarríkjanna áætluð
45.134.500. dollarar, þar af er
hlutur Islands 0,04% eða 18.054
dollarar.
Samtímis nefndafundum fóru
jafnan fram almennar umræður í
allsherjarþinginu. I þessum um-
ræðum tóku yfir 200 ræðumenn
til máls, þ.á m. frú Maria Estela
Martinez de Peron varaforseti
Argentínu, Tun Abdul Razak for-
sætisráðherra Malaysiu og 90 ráð-
herrar aðrir.
Islenska sendinefndin skipti
eftir föngum með sér störfum í
nefndum og á þingfundum. Þá
sátu fulltrúarnir jafnan sérfundi
stjórnarfulltrúa, atvinnurekenda-
fulltrúa og verkalýðsfulltrúa.
Einnig voru sóttir margir fundir
fulltrúa Norðurlandanna, sem
eru sérstaklega gagnlegir fá-
mennum sendinefndum til yfir-
lits um gang mála.
(Frá félagsmálaráðuneytinu).
tslenzku fulltrúarnir (f annarri röð), talið frá vinstri: Ólafur Jónsson, Snorri Jónsson, Jón Ólafsson og
Einar Benediktsson.
Borgarstjórn samþykkti si.
fimmtudag með tfu atkvæðum
gegn tveimur að taka upp
samningaviðræður við rfkið um
afhendingu hluta af Vogaskóla til
menntaskólahalds. Fulltrúar
Framsóknarflokksins voru á
móti. 1 bókum borgarráðsmanna
Sjálfstæðisflokksins segir m.a.
um þetta efni: Æskilegra hefði
verið, að rfkið byggði upp
menntaskóla f Reykjavik eins og
borgin hefur haft frumkvæði að
hraðri uppbyggingu skóla á
grunnskólastigi. Vanræksla rfkis-
valdsins f þessu efni veldur þvf
nú, að borgin þarf að koma til
aðstoðar ef menntaskólahald á
ekki að fara f algert öngþveiti.
Kristján Benediktsson sagði, að
ríkið færði fram þau rök, að slfk-
ur samningur væri hagur beggja
aðila, þar sem nemendum hefði
fækkað í Vogaskóla og Reykja-
vfkurborg fengi í staðinn fjár-
magn til nýbygginga í nýjum
Frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta:
Athugasemd vegna Stúdentablaðs
Alþjóðavinnumálastofnun var
sett á fót að lokinni heims-
styrjöldinni fyrri og hefur hún
starfað alla tíð sfðan að bættum
hag verkalýðsins í hvívetna. AI-
þjóðavinnumálaþingið hefur gert
140 samþykktir um ýmis efni, sem
varða verkafólk og aðra launþega.
A þessu síðasta þingi var gerð
samþykkt um leyfi frá störfum
með launum til náms, en með því
er átt við það, að verkamenn geti
átt kost á þvf að afla sér nokkurr-
ar fræðslu og starfsþjálfunar um
tiltekinn tíma með hæfilegum
kaupgreiðslum. Með þessu er
stefnt að þvf að gera verkafólki
kleift að afla sér þekkingar og
starfsþjálfunar meðan starfsævin
endist, en vegna hinna hröðu
breytinga nú á tfmum verða menn
stöðugt að laga sig að nýjum að-
stæðum og starfsaðferðum.
Þá var og gerð samþykkt um
varnir gegn hættu á sýkingu af
krabbameini við vinnu. I sam-
þykkt þessari eru aðildarríkin
5. tbl. Stúdentablaðsins, dags.
14. júlí 1974, er komið út. I því er
á nokkrum stöðum vikið að Vöku,
félagi lýðræðissinnaðra stúdenta,
fulltrúum og málflutningi. Vegna
þessa er rétt, að eftirfarandi komi
fram:
1. Arnlín Óladóttir formaður
Stúdentaráðs segir í viðtali: „Þar
(í fjárhagsáætlun Vökumanna)
var ekki gert ráð fyrir neinni
hækkun á rekstrarfé Stúdenta-
ráðs þrátt fyrir fimmtfu prósent
hækkun á kostnaði." Þetta er ekki
rétt. I tillögum Vökumanna að
fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir
3.089.000 kr. tekjum Stúdenta-
ráðs, en tekjur ráðsins voru
2.022.770 kr. á síðasta ári skv.
reikningsyfirliti Stúdentaráðs,
(þar mun að vísu ótalið smáræði,
sem engu breytir, í auglýsinga-
tekjur vegna Stúdentablaðsins).
2. Arnlín segir: „Svo átti að
skera niður útgáfu Stúdenta-
blaðsins (í fjárhagsáætlun Vöku-
manna)... Samt átti ekki að
minnka auglýsingar. „Þetta er
ekki rétt. I tillögum stjórnar
Stúdentaráðs, Arnlfnar og félaga,
var gert ráð fyrir 900.000 kr. tekj-
um af auglýsingum. I tillögum
Vökumanna var hins vegar
reiknað með 600.000 kr. aug-
lýsingatekjum, þ.e. 300.000 kr.
minna.
3. Arnlín segir: „Meðal annars
vildu þeir (Vökumenn), að for-
maður (Arnlfn) ynni fyrir skrif-
stofustúlkuna í sumarfrfi hennar,
kauplaust!" Þetta er ekki rétt.
Bæði í tillögum stjórnar
Stúdentaráðs og Vökumanna var
gert ráð fyrir 300.000 kr. launum
til framkvæmdastjóra, en Arnlín
gegnir því starfi, og 360.000 kr. til
skrifstofustúlku. Vökumenn
lögðu hins vegar til í fjárhags-
áætlun sinni, að liðurinn „aðrar
launagreiðslur", 40.000 kr., félli
niður.
4. Gestur Guðmundsson rit-
stjóri Stúdentablaðsins segir f
grein, sem nefnd er Hvemig væri
að segja satt, Vökumenn?, að
Vökumenn hafi hótað að senda
greinar sínar Morgunblaðinu og
þegar tryggt sér birtingu þar, ef
ekki yrði gengið að öllum „kröf-
um“ þeirra. Þetta er ekki rétt.
Vökumenn tjáðu ritstjóranum, að
greinar þeirra yrðu sendar Öllum
dagblöðunum með óskum um
birtingu, ef hann neitaði að birta
þær.
5. Astæðulaust er á þessum
vettvangi að elta frekar ólar við
allan þann skæting í garð Vöku-
manna, sem getur að líta f „frétt-
um“ og „viðtölum" f Stúdenta-
blaðinu, en sameiginlegir sjóðir
stúdenta kosta útgáfu þess. Hitt
er alvarlegra, að oddviti
Stúdentaráðs, Arnlfn Oladóttir,
skuli fara opinberlega með
ósannindi og staðleysur, hvort
sem það er ásetningssynd eða
vegna þekkingarleysis á málefn-
um Stúdentaráðs.
Reykjavík, 15. júlf 1974.
VAKA, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta 1 Háskóla Islands.