Morgunblaðið - 21.07.1974, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.07.1974, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULl 1974 11 Unnu fyrir ferða- styrknum Færeyski skátahópurinn á landsmótinu er fjöl- mennasti skátahópur frá Færeyjum, sem heimsótt hefur Island, alls 33 skátar. Foringi þeirra, Lars Jespersen, sagði blaðamanni Mbl., að ástæðan fyrir þessari fjölmennu heimsókn væri sú, að fær- eyskum skátum, sem hefðu verið á landsmótinu að Hreðavatni 1970, hefði líkað mjög vel. Hefði hann því notað tækifærið, er hann var á íslandi í fyrra- sumar, og talað við Bandalag ísl. skáta um að koma með skátahóp frá Færeyjum á þetta landsmót. I Færeyjum eru nú starfandi 5-600 skátar. Árið 1976 eru liðin 50 ár frá upphafi skátastarfs f Færeyjum og verður af því tilefni efnt til lands- móts. Kvaðst Lars vonast eftir fslenzkum skátum á það mót. Skátarnir, sem hingað komu, eru allir frá Þórs- höfn. Þar sem þetta ferðalag var þeim dýrt sóttu þeir um styrk til landsstjórnarinnar í Færeyjum og fengu hann og einnig til bæjarstjórnarinnar í Þórs- höfn. Bæjarstjórnin var fús til að veita styrkinn, ef skátarnir vildu gera henni greiða í staðinn og samdist svo um, að skátarnir tóku að sér ýmiss konar hreinsun í Þórshöfn til að endurgjalda ferða- styrkinn. Hér sést Lars vera að skrifa nafnið sitt í handbók annars þátttakanda á mótinu, en skátarnir hafa haft mjög gaman af að safna undirskriftum sem flestra skáta frá mismunandi félögum og þjóðum. FÁNAHYLLING A hverjum morgni er fána- hylling á svæðum skátafélaganna og sjást hér stúlkur úr kvenskáta- félaginu Valkyrjunni á Akureyri. Skátarnir frá Akureyri hafa vakið athygli á mótinu, bæði fyrir skemmtilegar tjaldbúðir og góða umgengni og ekki sfður fyrir bún- inga sfna. Eru Akureyrar- skátarnir allir komnir með nýja skátabúninginn og klæðast honum við hátfðleg tækifæri. Eru fylkingar þeirra mjög samstæðar að þessu leyti. Hins vegar hefur borið nokkuð á ósamstæðum búningum hjá öðrum félögum, sem skiljanlegt er, þvf að nú er verið að fella niður gamla búninginn og taka upp nýjan og sú breyting tekur sinn tíma. Með 130 manns í vinnu Sagt hefur verið um f gamni (og kannski alvöru), að tjaldbúða- nefndir landsmótanna hafi nóg að gera fyrir mótin, en slappi svo bara af á mótunum, en aftur á móti hafi dagskrárnefndirnar ekkert að gera fyrir mótin, en nóg að gera á mótunum. Hins vegar hefur dagskrárstjórn þess lands- móts, sem nú stendur yfir, unnið að undirbúningi í tæpt ár, þannig að fyrrgreind verklýsing virðist ekki eiga við rök að styðjast. Fyrirliði dagskrárstjórnar, öðru nafni dagskrárstjóri, er Sigurjón Mýrdal og hann er spurður eftir hverju dagskrárstjórnin hafi farið, þegar hún undirbjó dag- skrána. „Við höfum tekið mið af þeirri óskráðu reglu, að fólkið velji alla liðina sjálft og sé ekki skyldað til þátttöku. Og þar sem þátttakendur eru um tvö þúsund, þá urðum við að sjá til þess, að valkostirnir væru nægilega margir. Dagskráin er þó aðeins að litlu leyti frábrugðin dagskrám fyrri móta, helzt má telja til nýjunga þær kynningar á sér- skátun, sem efnt hefur verið til, m.a. á sjóskátum, radíóskátum og JÁRNHA USINN Hliðið hjá Akranesskátunum hefur vakið mikla athygli, enda óvenjulegt f meira lagi: I miðju hliðinu trónar rúmlega tveggja metra há stytta af vfkingi einum miklum f fullum skrúða með spjót og skjöld. Guðjóna Kristjánsdóttir, einn af farar- stjórum skátanna frá Skipaskaga, segir blaðamann- inum, að styttan sé fengin úr leikritinu „Járn- hausnum", sem sýnt var á Akranesi fyrir skömmu. „Við urðum bara að lofa að passa upp á hausinn dýrmæta,“ segir hún og hlær. 55 skátar frá Akranesi eru á mótinu, en f Skáta- félagi Akraness eru um 300 félagar. Stúlkur eru f meirihluta, en þar vegur þó eitthvað upp á móti, að strákarnir eru heldur duglegri. „Þeir eru færri og samstilltari," segir Guðjóna. Skátarnir hafa jafnan tekið þátt f almennum hátfðahöldum á Akranesi og á nýliðinni þjóðhátfð stóðu þeir m.a. fyrir „sirkus** eitt kvöldið f nýja fþróttahúsinu. Raunar er húsið ekki tilbúið til notkunar, en skátarnir löguðu þar heilmikið til fyrir sirkushaldið. Og þar var boðið upp á trúða, brúðuleikhús, hjólaflokk, danssýningar, leikrit, þjóðhátfðarsöngleik o.fl. Og þar sem enginn sirkus getur án dýrasýningar verið, sýndu skátarnir hug- kvæmni og buðu upp á dýratemjara með heimatil- búna hesta! Skemmtunin var geysivel sótt; alls komu um 1100 manns til að horfa á og vafalftið verður sú aðsókn skátunum á Akranesi hvatning til frekari dáða á þessu sviði og öðrum. A myndinni er Guðjóna við Járnhausinn. starfi hjálparsveita, og einnig landnámið svonefnda, sem er landgræðslu- og uppbyggingar- starf á staðnum. Við höfum einnig haft skátarama fjölbreytt- ara en fyrr og höfum það sem eins konar öryggisventil: Ef þátttakan f öðrum greinum er að verða of mikil, er hægt að bæta við grein- um í skátarama eftir þörfurn." Skátarama er eins konar skáta- skóli og byggist upp á stuttum námskeiðum í ýmsum greinum skátaíþrótta, m.a. þjóðdönsum, kortalestri og notkun áttavita, hjálp f viðlögum, hnýtingum, líf- lfnukasti o.fl. En hvað gerist nú, ef veðrið er vont? Fellur dagskráin þá niður? „Nei“, segir Sigurjón, „dagskráin stendur af sér öll veður. Vissu- lega gæti óveður dregið úr þátt- tökunni, en við getum líka fært ýmsa liði inn í stór tjöld og skála.“ Að lokum er Sigurjón spurður, hvað margir skátar starfi að fram- kvæmd dagskrárinnar. „Það er mjög stór hópur,“ segir hann. „Sumir vinná eingöngu við dag- skrána, en aðrir leggja okkur lið við einstök verkefni. Ég er með skrá yfir þetta fólk, sem kemur við sögu á einn eða annan hátt, og mér telst til, að það séu um 130 manns.“ Og á myndinni sjáum við Sigur- jón við biðröðina, sem myndazt hefur við skúr dagskrárstjórnar- innar. Skátarnir eru að skrá sig í hinar ýmsu greinar og fá léð leik- tæki og afnot af leiksvæðum. Meðal kennslugreina f hinu svonefnda skátarama er hjálp f viðlögum. Hér sjást nokkrir erlendir skátar æfa blástursað- ferðina og nota til þess sérstakt tæki. Mótssöngurinn Fyrir hvert landsmót skáta er jafnan saminn sérstakur móts- söngur. Að þessu sinni er höfundur textans Henrý Þór Henrýsson, en lagið er gamalt skátalag, „It’s a small world“. Höldum skátahátið á skátagrund, skátar hópumst saman á vináttufund, hefjum merki vort hátt, hyllum samtakamátt, nemum land við leik og störf. Viðlag: Skemmtum oss á skátahátt. skapið ljómar, brestur fátt. Höldum enn við Úlfljótsvatn, öflugt skátamót. Nú er Jandnámshátíð og lítil Þjóð, leitast við að hlúa’ að feðranna 9lóð. Eflum ættjarðar hag, íslendingar í dag, þökkum ellefu’ alda dvöl. Þessi æskuhátíð við Úlfljótsfljót, eykur skátaandann hjá dreng og snót. Látum bræðralagsbönd, bindast vitt yfir lönd, liljan tengir langan veg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.