Morgunblaðið - 21.07.1974, Side 30

Morgunblaðið - 21.07.1974, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULI1974 Taylor skipstjóri á hlaupum á brúarvæng. — Togarinn Framhald af bls. 32 komum að honum. Við komum úr austri, úr sólarátt, og urðu skip- verjar greinilega ekki varir við okkur fyrr en við sveigðum aftur fyrir skipið og gáfum stöðvunar- merkin. Skipið togaði þá í norður. Þegar við gáfum stöðvunar- merkin tóku skipstjórnarmenn við sér og togarinn jók skyndilega ferð, sneri f austur og síðan suð- austur. Skömmu seinna var klippt á togvírana þó að við yrðum ekki vitni að því, en Taylor hélt því Ein kúlan sprakk upp um aðgerðarþilfarið og olli mikilli skelfingu meðal skipverja, sem stóðu f nokkurra metra fjarlægð. síðar fram, að hann hefði misst trollið og er varðskipsmenn komu um borð var byrjað að slá undir nýtt troll. Við reyndum að ná sam- bandi við Taylor í talstöð, en það var ekki fyrr en um 7 leytíð að hann svaraði okkur. Hann lýsti því þá þegar yfir, að hann myndi aldrei gefast upp, við yrðum að skjóta sig í kaf. Við svöruðum þá á móti, að við neyddumst til að skjóta skipið í kaf, en hann bæri ábyrgð á lífi allra mannanna um borð og báðum hann að hugsa um þá og ekki siður aðstandendur þeirra. Svar hans var hins vegar hið sama. Við náðum þá sambandi við eftirlitsskipið Hausa, sem var að koma á vettvang, og báðum yfírmenn þess að reyna að beita áhrifum sínum. Þeir reyndu án árangurs og sögðu þá Taylor, að hann fengi aðeins aðstoð frá þeim ef einhver um borð veiktist eða slasaðist. Bað Taylor þá skipið að fylgjast með sér, ef á sjúkrahjálp þyrfti að halda. Um klukkan 8 skutum við fyrsta fasta skotinu að Köln, V-Þýzkalandi, 18. júlí AP. VESTUR-ÞYZKA flugfélagið LUFTHANSA upplýsti f dag, að tap þess á sl. ári (1973) hefði numið 45.7 milljónum marka og að ástæðan hefði verið sex mánaða hægagangur þýzkra flug- umsjónarmanna, sem þeir beittu til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar um betri launakjör og aukin hlunnindi. Guðjðn Arngrfmsson 3. stýrimaður og Friðgeir Olgeirsson 1. stýrimað- ur koma frá borði úr Forester á Seyðisfirði. Þeir mönnuðu byssuna á Þðr. Skúli G. Johnsen var kjörinn borgarlæknir á fundi borgar- stjðrnar sl. fimmtudagskvöld. Umsækjendur voru þrfr. Skúli Johnsen fékk 8 atkvæði og Björn önundarson 7 atkvæði. Skúli G. Johnsen er fæddur 30. september 1941. Hann hefur verið aðstoðarborgarlæknir í Reykjavfk um nokkurt skeið. Þegar kjör borgarlæknis hafði farið fram létu borgarfulltrúarnir Albert Guðmundsson, Alfreð Þor- steinsson, Kristján Benediktsson og Ragnar Júlfusson færa til bókar, að þeir teldu Björn önundarson einan umsækjenda uppfylla kröfur laga um hæfi embættislækna, sem samþykkt hafa verið, en munu ekki taka gildi fyrr en Alþingi ákveður. togaranum svona til áréttingar máli okkar. Þá höfðum við skotið nokkrum púðurskotum. Skipin þrjú sigldu um þessar mundir með 13 mílna hraða og var stefnan rétt suður fyrir Færeyjar á Pentilinn. Við fengum þá fréttir frá yfirstjórn Landhelgisgæzl- unnar um að bfða átekta, verið væri að reyna að fá útgerð togar- ans til að tala um fyrir skip- stjóranum. LATIÐ SVERFA TIL STALS Þegar það bar engan árangur fengum við um hádegisbilið fyrir- mæli um að láta sverfa til stáls, en þó ekki fyrr en við hefðum gert enn eina tilraun til að fá Taylor til að gefast upp. Sú tilraun bar engan árangur. Þá skutum við fjórum lausum skotum með nokk- urra mínútna millibili mjög ná- lægt brúnni, en það reyndist eng- in áhrif hafa. Við báðum þá Tayl- or að kalla mannskapinn f yfir- bygginguna til sfn vegna þess að við myndum skjóta föstum skot- um að skipinu. Hann lofaði því. Við skutum því næst fyrsta fasta Skipverji á Forester sýnir kúlu- gat. skotinu, en það fór yfir skipið. Erfitt var að miða, því að skipin sigldu samsfða og talsverð hliðar- velta var. Þvf næst skutum við þremur skotum í afturgálga skips- ins bakborðsmegin, en án árang- urs. Klukkan rúmlega 4 hæfði skot skipið undir afturgálga og sprakk sú kúla upp um aðgerðar- þilfarið. Þriðja skotið hæfði mið- síðu skipsins, fór f gegnum það og hafnaði i vatnstanki stjórnborðs- megin. 4. skotið hæfði svo skipið kl. 16.50, lenti inni í rafmagns- klefa yfir skrúfuöxlinum og kippti úr sambandi skrúfubúnað- Frá eftirförinni. inum og 5 rafmóturum með þeim afleiðingum, að togarinn tók að bakka. Þar með var leiknum lok- ið. Þá þegar var hrundið frá okk- ur tveimur gúmbátum, sem fluttu 12 varðskipsmenn um borð í tog- arann undir forystu Friðgeirs 01- geirssonar 1. stýrimanns. Auk hans gengu um borð í Forester Birgir Jónsson 2. stýrimaður, Guðjón Arngrímsson 3. stýrimað- ur, Hjörleifur Pétursson bátsmað- ur, Benedikt Svavarsson 3. vél- stjóri, Jóhann Einarsson 4. vél- stjóri, Leifur Guðmundsson bryti, Guðmundur Þórisson smyrjari og hásetarnir Jóhann Ólafsson, Jó- hann Bjarnason, Þórður Einars- son og Ingólfur Helgason. Voru stýrimennirnir Friðgeir og Guð- jón vopnaðir marghleypum, báts- maður og vélstjóri riflum, en hin- ir kylfum. Birgir kom óvopnaður í froskmannsbúningi til að kanna skemmdir skipsins. Gekk greið- lega að komast um borð í togar- ann og skipverjar sýndu enga mótspyrnu. Við spurðum Friðgeir Olgeirs- son 1. stýrimann hvernig aðkom- an hefði verið? TAYLOR FLtJÐI — Hún var þannig, að Taylor var flúinn frá borði. Hann hafði sent Hausa boð um, að veikur maður væri um borð og sendu þeir þegar bát yfir og sóttu mann- inn. Þegar þeir svo komust að því hver maðurinn var voru þeir fljót- ir að senda hann yfir aftur. Er hann var kominn um borð var hann ákaflega rólegur og kurteis. Hann var þó greinilega kviðinn og hafði orð á því, að hann hefði fjórum sinnum tapað máli fyrir íslenzkum dómstólum. Það er þó ekki alls kostar rétt, því að hann var einu sinni sýknaður af ákæru um landhelgisbrot, en þá dæmdur fyrir að stinga af til hafs með varðskipsmenn. Við hófumst þegar handa við að þétta skipið og laga rafkerfið og fluttum yfir fjórar dælur, því að er fyrr- nefndar vélar fóru úr sambandi stöðvuðust lensidælur togarans. Við héldum satt að segja, að meiri leki hefði komið að togaranum en raun var á. Skipverjar voru byrjaðir að slá tappa í kúlugötin og þessu var öllu lokið kl. 20.07 og þá haldið áleiðis til Seyðisf jarðar. ERFIÐUR DAGUR — Var þetta ekki erfiður dagur hjá varðskipsmönnum? — Jú svöruðu Höskuldur og Friðgeir — Það tekur mikið á taugarnar hjá sjómanni að þurfa að skjóta á skip fullt af mönnum og eiga á hættu að drepa eða limlesta saklausa menn. Þess má geta að það voru stýrimennirnir Friðgeir og Guðjón, sem mönnuðu byssuna. Fallbyssan á Þór er 57 mm með riflað hlaup, sem gerir það að verkum, að kúlan kemur úr hlaupinu með gífurlegum snúningi. Við fréttum einnig, að vel hefði gengið hjá Taylor skip- stjóra undanfarið og samtals seldi hann fyrir 81 þúsund sterlings- pund úr síðustu þremur veiðiferð- Höskuldur Skarphéðinsson skip- herra. um. Gert er ráð fyrir, að réttar- höldin yfir Taylor hefjist hjá sýslumanni á Seyðisfirði á morgun, mánudag, og kom eigandi togarans og umboðs- maður brezkra togara á Islandi til Seyðisfjarðar í gær. Þá var þar einnig mættur Gísli ísleifsson hrl., fulltrúi Landhelgis- gæzlunnar, en Gisli hefur tvisvar áður verið verjandi Taylors í landhelgisbrotsmálum. — ihj. Skúli Johnsen kjörinn borgarlæknir — Innrásin Framhald af bls. 1 Breta, Grikkja og Tyrkja frá 1960, sem heimilar þessum þjóðum að blanda sér i málefni Kýpur til að viðhalda óbreyttu ásatndi. En þeir áfelldust Tyrki fyrir að hafa hert deiluna, sem myndaðist um Kýpur eftir upp- reisnina síðasta mánudag, þegar Makariosi erkibiskupi var steypt af stóli. Eftir aukafund hjá Atlants- hafsbandalaginu á laugardag lýstu fulltrúar margra aðildar- þjóða yfir stuðningi við þá af- stöðu Bandarikjanna að að- hafast ekkert, sem gæti gert Kýpurdeiluna erfiðari. Aðildar- þjóðirnar lýstu einnig stuðningi við tilraunir Breta að koma á fót viðræðum um vopnahlé. Joseph Luns aðalfram- kvæmdastjóri NATO sagði, að hann hygðist hafa persónulegt samband við stjórnir Grikk- lands og Tyrkland. Franska stjórnin hefur farið fram á það við stjórnir annarra ríkja efnahagsbandalagsins, að þau haldi aukafund í París um Kýpurmálið. Félagsstarf eldri borgara Þriðjudaginn 23. júlí verður farið í Sædýrasafnið og Hellisgerði í Hafnarfirði. Fimmtudaginn 25. júlí verður farin skoðunarferð um Reykjavík, lagt af stað frá Austurvelli kl. 1.30 e.h. í báðar ferðir. Þátttaka tilkynnist í sima 18800.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.