Morgunblaðið - 15.08.1974, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1974
13
Tugþúsundir
flýia flóðin
Nýju Delhi, 14. ágúst. AP.
FLOÐIN héldu áfram af fullum
krafti 1 flestum hlutum Norðaust-
ur-Indlands og Bangladesh f dag
og her og yfirvöld unnu baki
brotnu að björgun milljðna, sem
eru í hættu vegna vatnavaxtanna.
Fljótið Kosi flæddi yfir flóð-
garða á nokkrum stöðum i Bihar-
fylki á Indlandi og tugir þúsunda
flúðu samkvæmt fréttum, sem
hafa borizt frá Patna.
Rúmlega 15.000 manns hafa
verið fluttir frá bænum Laheria
Serai í herprömmum samkvæmt
sömu fréttum.
Embættismenn í norðurhluta
Bihar eru önnum kafnir við að
safna saman mikilvægum skjöl-
um og skýrslum og flytja þau til
öruggari staða.
Talsmaður fylkisstjórnarinnar í
Bihar sagði, að ástandið í norður-
hlutanum væri ennþá alvarlegt.
Herinn hefur verið beðinn um
margvíslega aðstoð, bæði til þess
að reyna að hefta flóðin og
stemma stigu við drepsóttum, sem
geta gosið upp.
Talsmaður æskulýðssamtaka i
Patna sagði, að að minnsta kosti
tíu manns hefðu dáið úr hungri.
Vaðandi vatnið upp að hné bíða þessi börn f biðröð eftir mjólkurgjöfum við
skóla einn nálægt Dacca í Bangladesh, en þar hafa verið gffurleg flóð, auk
kóleru, sem fylgdi f kjölfarið, og mikill fjöldi hefur farizt.
Sýrlendingar óttast
árás ísraelsmanna
Sniðgengur vilja Fords:
Þingið lækkar
herútgjöldin
Damaskus, 14. ágúst. AP. NTB.
SVRLENZKA stjórnin sakaði f
dag lsraelsmenn um að undirbúa
vfðtæka árás á Sýrland og sagði,
að þeir einir bæru ábyrgðina ef
ástandið f Miðausturlöndum
versnaði.
Þetta er fyrsta ásökun
Sýrlendinga þess efnis, að tsraels-
menn búi sig undir að hleypa af
stað nýrri styrjöld f Miðaustur-
löndum. Blöð Araba hafa sagt frá
því f fjóra daga, að tsraelsmenn
safni saman miklu liði og her-
gögnum á landamærum Sýrlands,
Lfbanons og Egyptalands.
I opinberri yfirlýsingu er vísað
á bug yfirlýsingum Israelsmanna
þess efnis, að Sýrlendingar hafi
komið fyrir fallbyssum á hlut-
lausa svæðinu milli herjanna í
Golanhæðum. Sagt er, að ísraels-
menn hafi tilkynnt, að þeir hafi
ekki viljað leyfa gæzlumönnum
Sameinuðu þjóðanna að fjarlægja
jarðsprengjur á svæðinu vegna
meintra vopnahlésbrota Sýr-
lendinga. Þeirri ásökun er einnig
visað á bug.
Jafnframt saka Sýrlendingar
Israelsmenn um að hafa kallað út
varalið og flutt skriðdreka og
þungavopn að landamærum Sýr-
lands og Lfbanons. ísraelsmenn
eru sakaðir um að reyna að dreifa
athyglinni frá miklum innan-
landserfiðleikum með árás á
Sýrland. Hernaðarundirbúningur
Israelsmanna og herskáar yfir-
lýsingar leiðtoga þeirra sýni, að
slík árás sé í undirbúningi.
£ Fundi frestað
I Kaíró er sagt, að fyrirnugaður
fundur æðstu manna Arabaland-
anna verði sennilega ekki haldinn
fyrr en í október þar sem Egypta-
land og Saudi-Arabía hafi fallizt á
tillögu Jórdaniu um að fundinum
verði frestað. Fundurinn átti að
hefjast í Rabat í Marokkó f
septemberbyrjun.
Hussein konungur bað um frest
til þess að réyna að leysa
ágreining sinn og palestínskra
skæruliða. Sýrland, Kuwait,
Túnis og Máritanía lögðust gegn
beiðni Husseins. Sex ríki hafa
ekki tekið endanlega afstöðu, en
þrjú þeirra virðast styðja bón
Hussaein.
Washington, 14. ágúst. AP.
TVÆR nefndir öldungadeildar-
innar hafa samþykkt að lækka
herútgjöld þrátt fyrir þá yfirlýs-
ingu Gerald Fords forseta, að
hann muni beita sér gegn
lækkunum herútgjalda.
Nefnd, scm fjallar um fjárveit-
ingar til varnarmála, samþykkti
að lækka herútgjaldafrumvarp
stjórnarinnar um 5,9 milljarða
dollara og utanrfkisnefndin sam-
þykkti að draga úr hernaðar-
aðstoð við erlend rfki.
Utanríkisnefndin samþykkti að
fella úr frumvarpi um aðstoð við
erlend ríki heimild forsetans til
Framhald á bls. 16
Ný stórsókn í bígerð
um allt S-Víetnam?
Washington, 14. ágúst.
BANDARtSKIR embættismenn
segja, að sex herfylki f Norður-
Vfetnam hafi fengið skipun um
að vera við öllu búin og að margt
bendi til þess, að vfðtæk sókn sé f
undirbúningi f Suður-Vfetnam.
Harðir bardagar hafa geisað
nálægt Da Nang og jafnframt
virðist viðbúnaður norður-viet-
namskra hersveita hafi verið
aukinn annars staðar í Suður-Viet
nam. Eldflaugaárásir hafa verið
gerðar á Bien Hoa-flugstöðina
skammt frá Saigon og útvirki
skammt frá Pleiku á miðhálend-
inu hefur orðið fyrir hörðum
árásum.
Árásir Norður-Víetnama hafa
aukizt jafnt og þétt i nokkrar
vikur og skipti á yfirmönnum i
hersveitum Norður-Víetnama
virðast renna stoðum undir þann
grun, að árásir um allt landið geti
verið i undirbúningi. Viðbúnaður
herfylkja I Norður-Vietnam
vekur þar að auki ugg um aðra
innrás í Suður-Víetnam í trássi
við Parísarsamningana.
Getum er að því leitt, að
Norður-Víetnamar hafi ætlað að
nota erfiðleika stjórnarinnar í
Washington til þess að gera kröft-
ugar árásir í þeirri trú, að Banda-
ríkjamenn mundu ekki svara
árásunum. Valdataka Fords for-
seta og aukin tiltrú á bandarísku
stjórninni getur hafa breytt
þessum fyrirætlunum. Síðan i
fyrra verður Bandaríkjaforseti að
fá samþykki þingsins við hugsan-
legum aðgerðum í Vietnam.
Herlið norðanmanna í Suður-
Víetnam hefur aldrei verið eins
öflugt. Birgðaflutningar hafa
stóraukizt og nýlega sást til ferða
4.000 vörubíla á hálfum mánuði.
Skriðdrekar og stórskotalið og
mikið magn skotfæra hafa verið
Framhald á bls. 16
Ford til
Japans
Washington 14. ágúst
— AP.
GERALD Ford, Banda-
ríkjaforseti, hefur þegið
boð um að fara í opinbera
heimsókn til Japans, að því
er blaðafulltrúi forsetans,
Jerald Terhorst skýrði frá
í dag. Gert er ráð fyrir, að
þessí ferð verði fyrsta ferð
hins nýja forseta til
útlanda. Á hún að verða
fyrir árslok, og ekki fyrr en
í nóvember. Nixon, fyrrum
forseti, hafði þegið svipað
boð á sínum tíma.
Stór
UTSALA
Kjólaefni,
metravara
Allt selt fyrir
ótrúlega lágt veró
Cgill 3acobsen
Austurstræti 9