Morgunblaðið - 15.08.1974, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. AGtJST 1974
16
— Raforka
Framhald af bls. 2
magn hæstu verði, greiða hæsta
verðjöfnunargjaldið. Frumvarpið
gerði og ráð fyrir því að standa
þyrfti skil á verðjöfnunargjaldinu
á sama hátt og söluskatti mánað-
arlega. Til að framfylgja þessu
ákvæði þyrftu þær rafveitur, sem
innheimtu raforkugjöld ársfjórð-
ungslega, að bæta á sig veruleg-
um kostnaði við örari aflestur og
innheimtu. Verðjöfnunargjald
gæti eins verið hér eftir sem hing-
að til bundið við ákveðna árlega
upphæð, enda væri hún endur-
skoðuð með hæfilegu millibili.
— Kýpur
Framhald af bls. 1
kaupa fyrir Tyrki og 71 milljón
fyrir Grikki. Auk þessa áttu Tyrk-
ir að fá 80 milljón dollara í bein-
um styrkjum til hermála.
Gerald Ford, hinn nýi forseti
Bandarikjanna, tók þegar virkan
þátt í friðarumleitunum, en þetta
er fyrsta meiri háttar alþjóða-
deilan, sem kemur til kasta hans
sem forseta. Strax í gærkvöldi
ræddi hann við Henry Kissinger,
utanríkisráðherra, simleiðis um
horfurnar, og þegar friðarvið-
ræðurnar í Genf rofnuðu og Tyrk-
ir hófu stórsókn sína í morgun
heldu þeir með sér annan fund.
Síðar í dag talaði Ford símleiðis
við bæði James Callaghan, utan-
ríkisráðherra Bretlands, og
Harold Wilson, forsætisráðherra.
Ljóst var að ráðamenn í Evrópu
og Bandaríkjunum höfðu þungar
áhyggjur af þróun mála á Kýpur,
og vegna úrsagnar Grikklands úr
Atlantshafsbandalaginu. Ekkert
var þó látið uppi um hvað þeim
Ford og Wilson fór i milli, en
einnig ræddust þeir Callaghan og
Wilson við. Callaghan sagði í við-
tali við brezka útvarpið, að hann
væri mjög vonsvikinn vegna þess,
að Tyrkir hefðu ekki viljað sam-
þykkja 36 klukkustunda frestun
viðræðnanna i Genf, því sá frest-
ur hefði veitt tækifæri til að jafna
ágreininginn áður en til strfðs
kæmi. „Núhefuröllu verið kastað
fyrir róða ... og ég held, að til-
raunirnar til að ná frambúðar
samkomulagi um skipan mála á
Kýpur hafi færzt afturábak sem
nemur nokkrum árum.“ Hann
deildi hart á Tyrki fyrir óábyrga
málsmeðferð og sagði, að hann
sæi enga friðsamlega lausn deil-
unnar í bráð. „Auðvitað munu
Tyrkir vinna hernaðarlegan sigur
á eynni, en það mun aðeins hafa í
för með sér skæruhernað áfram.“
Callaghan ræddi einnig í dag við
Kurt Waldheim, framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna.
Sovétríkin fóru varlega í að
gefa út yfirlýsingar vegna síðustu
atburða á Kýpur og innan At-
lantshafsbandalagsins. Aðeins
var skýrt frá úrsögn Grikklands í
7 línum hjá Tass-fréttastofunni,
en sú frétt kom með óvenjumikl-
um hraða miðað við frétta-
þjónustu Tass yfirleitt, og þykir
margt benda til, að Rússar fylgist
með gangi mála af miklum áhuga.
Á skyndifundinum hjá öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna f dag,
sagði Jakob Malik, fulltrúi Sovét
rikjanna, að það hefði verið að
kenna tilraunum til þess að leysa
Kýpurdeiluna innan ramma
NATO, að viðræðurnar í Genf
hefðu siglt í strand. Hann hvatti
til, að öryggisráðið sendi fulltrúa
sína til Kvnur.
Bæði Bretar, Bandaríkjamenn
og fastaráð NATÓ lýstu í dag full-
um stuðningi við ályktun öryggis-
ráðsins um að komið yrði á algeru
vopnahléi á Kýpur og síðan setzt
aftur að samningaborðinu i Genf.
í Aþenu sagði gríska ríkis-
stjórnin, að hún hefði ákveðið að
slíta hernaðarsamstarfi innan
NATO vegna þess, að bandalagið
hefði sýnt „vanmátt sinn til að
stöðva Tyrkland i að stofna til
styrjaldar milli tveggja banda-
lagsþjóða". Þessari ákvörðun var
fagnað um allt Grikkland, og þeg-
ar Konstantin Karamanlis, for-
sætisráðherra, kom af fundi
stjórnarinnar hrópaði mannfjöld-
inn „Hellas, Hellas“. Georg Mav-
ros, utanríkisráðherra, kom til
Aþenu i dag frá Genf, ásamt Glaf-
kos Klerides, forseta Kýp.ur. Mav-
ros sagði í Genf fyrir brottförina,
að nú væri ekkert Atlantshafs-
bandalag til lengur.
Grikkir fjölguðu mjög í her sin-
um til viðbótar þvi 160.000 manna
herliði, sem þegar er til staðar og
hefur verið sagt að vera við öllu
búið. Telja hermálasérfræðingar,
að ef Grikkir muni hefja árás á
Tyrkland, þá muni það verða gert
úr lofti, og er sérstaklega bent á
grískar herþotur, sem eru á eyj-
unum Krít og Rhodos.
— Rannsóknir
Framhald af bls. 2
— Ég held, að það geti orðið
töluverður stuðningur fyrir fisk-
iðnaðinn á þessum stöðum. Menn
þurfa þá ekki að bíða eftir svari
við tiltölulega einföldum rann-
sóknum, sem hefur komið fyrir
þegar flug hefur fallið niður og
ófá dæmi eru um, að sýni hafa
beinlínis eyðilagzt, sagði Björn að
lokum.
— 600 millj.
Framhald af bls. 28
grundvöll fyrir útgerðarrekstrin-
um. Segir f samþykktinni, að
vegna hinnar miklu óvissu um
málefni útgerðarinnar hafi stjörn
LÍÚ samþykkt að boða til auka-
fundar hinn 3. september næst-
komandi, en í þvi sambandi er
vert að vekja athygli á því, að
ákveða á nýtt fiskverð hinn 1.
september nk.
Samþykkt stjórnar LÍÚ fer hér
á eftir:
Fundur stjórnar L.Í.Ú. 13.
ágúst 1974 lýsir þungum áhyggj-
um af fjárhagsaíkomu báta- og
togaraútgerðarinnar á þessu ári
og þeim drætti, sem á því hefir
orðið að gera ráðstafanir til að
skapa grundvöll fyrir útgerðar-
rekstrinum, enda þótt margir
mánuðir séu liðnir síðan ljóst var
hvert stefndi. Þessir erfiðleikar
hafa vaxið stöðugt, eftir því sem
nauðsynlegar aðgerðir hafa
dregizt.
Fyrir liggja nýjar opinberar
upplýsingar um, að halli á bátaút-
gerðinni muni á grundvelli nú-
verandi verðlags nema um 600 m.
kr. á ársgrundvelli og er þá gert
ráð fyrir þvf, að úthald það sem
eftir er ársins verði með svipuð-
um hætti og s.l. ár. — En nú þegar
hefir verið hætt útgerð margra
báta. Við það bætist, að mikil
óvissa ríkir um útgerð allra þeirra
báta, sem stundað hafa veiðar á
heimamiðum á þessu sumri og
mikil hætta á, að flestum þeirra
verði nú lagt að óbreyttu ástandi.
— Síldveiðar í Norðursjó hafa
verið ýmsum erfiðleikum háðar
nú og tilkostnaður hefir verið
miklu hærri en s.l. ár, m.a. vegna
hærra olíuverðs, þannig að tap-
rekstur hefir orðið mikill, svo að
þegar ber á þvf, að útgerð þessara
báta sé hætt.
Nýleg endurskoðun á áliti
nefndar, sem kannaði horfur á
rekstrarafkomu skuttogara á
þessu ári sýnir, að á verðlagi í júlí
gæti tap á rekstri skuttogara
400—500 brúttórúml. numið 22
millj. kr. á ársgrundvelli, en
stærri skuttogara 24 millj. kr. Er
þá reiknað með niðurgreiðslu á
olfu allt árið.
Við þessar aðstæður hefir orðið
gífurleg skuldasöfnun hjá útgerð
inni, sem er sérstakt vandamál,
sem leysa þarf með sérstökum
ráðstöfunum, þótt rekstrargrund-
völlur verði lagður að öðru leyti.
Fundurinn telur nauðsynlegt
að vekja athygli þjóðarinnar á
þessum stórfelldu vandamálum
og bendir stjórnvöldum á, að úr-
lausn þeirra þolir enga bið og
óskar eftir, að væntanleg ríkis-
stjórn hafi samráð við L.l.Ú. um
ráðstafanir, sem gerðar verða í
málefnum sjávarútvegsins.
Vegna hinnar miklu óvissu um
málefni útgerðarinnar samþykkti
stjórn L.I.Ú. að boða til auka-
fundar í sambandinu 3. septem-
ber n.k.
— Hagnýting
Framhald af bls. 2
félag bænda, Búnaðarfélag Is-
lands, Samband ísl. sveitarfél.
o.fl. aðila.
Lagadeild Háskólans hefði að
vísu talið, að ákvæði þess brytu
ekki f bága við eignaréttarákvæði
stjórnarskrár þar eð ætla mætti,
að verðmæti þessi yrðu bætt, en
orðalag umsagnarinnar væri á þá
lund, að hér væri mjótt á munum.
Samband ísl. sveitarfélaga hefði
talið sig geta fallizt á frumvarpið
með ákveðnum breytingum, en
umsögn búnaðarþings um frum-
varpið hefði verið mjög neikvæð.
Taldi Ingólfur frumvarp þetta
með öllu ónauðsynlegt þar eð
hægt væri skv. ákvæðum í gild-
andi orkulögum að nýta
jarðvarma eftir þvf sem þurfa
þætti og heppilegast væri á
hverjum stað. I þeim lögum væri
og ekkert, er hindraði nauðsyn-
legar rannsóknir né æskilegar
áætlanagerðir í þessu efni.
Morgunblaðið mun gera máli
Ingólfs Jónssonar f þessari
umræðu nánari skil síðar.
Frumvarpinu var vísað til 2.
umræðu og iðnaðarnefndar með
29 samhljóða atkvæðum.
— Stórsókn
Framhald af bls. 13
send suður á bóginn. Lagðir hafa
verið nýir vegir, flugvellir hafa
verið gerðir og komið hefur verið
upp loftvarna- og stórskota-
stöðvum.
Herlið norðanmanna í Suður-
Víetnam er nú 200.000 menn í
ellefu herfylkjum og hefur aldrei
verið öflugra, og þar við bætast
100-150.000 manna skæruliða-
sveitir og hjálparsveitir. 1
Norður-Víetnam sjálfu eru 300-
350.000 hermenn. Norður:Víet-
namar hafa auk þess 500-600
skriðdreka, rúmlega 300 stór-
skotaliðsvopn og 1200 loftvarna-
eldflaugar í Suður-Víetnam.
Þrjú norður-víetnömsk herfylki
eru i nyrzta hluta Suður-Víetnam.
Annað herfylki er rétt norðan við
hlutlausa beltið. Þriðja herfylkið
er f syðsta hluta nyrzta héraðsins,
þrjú herfylki eru á miðhálendinu,
þrjú f viðbót vestur af Saigon og
eitt á óshólmasvæðinu.
Suður-víetnamski herinn er
skipaður 400.000 mönnum og
hefur verið endurskipulagður og
batnað við það. Bandaríkjamenn
eru þó ekki vissir um, að þeir hafi
í fullu tré við Norður-Víetnama ef
allsherjarárás verður gerð.
— Stikur
Framhald af bls. 14
hafa kenningar hans um tengsl
málfræði og sálfræði valdið
straumhvörfum. Chomsky
heldur þvf fiam að málfræðin
geti stuðlað að þvf að upplýsa
sálfræðileg vandamál. Þetta
styður hann rökum f Mál og
mannshugur: „Ef litið er
lengra fram í tfmann, er gildi
málrannsókna fólgið f þvf, að
þær gera kleift að setja tiltölu-
lega nákvæmt og greinilega
fram ýmis höfuðvandamál sál-
fræðinnar og láta f ljós mikla
vitneskju, sem skiptir máli fyr-
ir þau. Og meira að segja eru
málvfsindin f svipinn einstæð
að þvf leyti, að þau eru samtfm-
is auðug að gögnum og vel fall-
in til nákvæmrar framsetning-
ar á undirstöðuatriðum“.
Eins og Halldór Halldórsson
bendir á f inngangi sfnum mót-
ast kenningar Chomskys mjög
af heimspekiáhuga hans. Hann
hefur til dæmis gefið út bók
um sautjándu aldar heimspeki:
Málvfsindi Descartessina.
Chomsky hefur vakið mikla at-
hygli fyrir stjórnmálaafskipti
sfn, ekki sfst harða gagnrýni á
utanrfkisstefnu Bandarfkj-
anna.
Lærdómsrit Bókmennta-
félagsins eru nú orðin tólf.
1970 komu fimm bækur, 1972
fjórar bækur, meðal þeirra hin
merka bók Samræður um trúar-
brögðin eftir David Hume, fs-
lenzk þýðing eftir Gunnar
Ragnarsson með inngangi eftir
Pál S. Ardal. I haust eru
væntaniegar tvær bækur í við-
bót: Orðræða um aðferð eftir
René Descartes, fslenzk þýðing
eftir Magnús G. Jónsson með
inngangi eftir Þorstein Gylfa-
son og Birtingur eftir Voltaire,
fslénzk þýðing eftir Halldór
Laxness með forspjalli eftir
Þorstein Gylfason. Ég vil
hvetja sem flesta til að kynna
sér þessar bækur.
— Læknar
á æfingu
Framhald af bls. 3.
vera, þyrftu íslendingar að eiga
fleiri slíkar þyrlur, sem hafðar
yrðu úti á landi.
Undirritaður blaðamaður Mbl.,
sem fylgdist með æfingunni fékk
að síga niður úr þyrlunni. Ekki
verður þvf neitað, að nokkurs
uggs kenndi, þegar farið var út
um dyrnar á þyrlunni, en þegar
byrjað var að slaka til jarðar
hvarf hræðslan algjörlega, enda
var sem setið væri í hægindastöli.
Sömu sögu er að segja af ferðinni
upp.
Á meðan á æfingunni stóð
ræddum við lftillega við Skúla
Johnsen, borgarlækni og Ólaf
Ingibjörnsson lækni, en segja má,
að hann sé upphafsmaður sjúkra-
flugs lækna. Þeir sögðu, að for-
sögu þessa máls mætti rekja til
þess tíma, er Ólafur var læknir í
Stykkishólmi, árið 1967. „Þá var
mikið um sjúkraflug og sá Elíeser
Jónsson oftast um það. Við
ræddum oft um að það væri
nauðsynlegt, að læknar væru með
f sjúkraflugi. Eftir að Elíeser tók
við af Birni Pálssyni hófumst við
nokkrir læknar handa um að
koma upp tækjabúnaði, sem
ávallt mætti taka með sér í flug.
Flugstöðin keypti þessi tæki sl.
vor og eru þau til taks f húsa-
kynnum fyrirtækisins. I þessum
búnaði eru súrefnistæki, almenn
læknaáhöld, umbúðir og súrefnis-
tankur.“ sagði Ólafur.
Skúli sagði, að þeir hefðu komið
þessu máli á framfæri við lækna-
félag Reykjavíkur, sem síðan
sendi út bréf til lækna þar sem
óskað var eftir læknum til þessa
starfs. I þetta starf gáfu sig
Ólafur Ingibjörnsson, Skúli
Johnsen, Jón Arnasofi, Ólafur
Jónssön og Ólafur Þ. Jónsson.
Komu þessir menn síðan saman
og útbjuggu töflu, sem gerir ráð
fyrir, að alltaf sé einn þeirra
tilbúinn til sjúkraflugs. Ahuginn
á sjúkraflugi lækna hefur aukizt
og fer þeim fjölgandi, sem
tilbúnir eru til starfa. I dag,
fimmtudag, er ætlunin að um 10
læknar fari út á Faxaflóa með
GNÁ, en þar verða þeir látnir síga
niður á dekk eins varðskipsins,
enda er erfiðara að síga niður í
skip en til jarðar.
Þ. O.
— Sniðgengur
Framhald af bls. 13
þess að lána erlendum rfkjum fé
til vopnakaupa. Þetta er einn
stærsti hluti hernaðaraðstoðar-
innar og á að falla niður á næstu
þremur árum.
Nefndin samþykkti einnig að
leggja niður nefndir bandarískra
hernaðarráðunauta í 45 löndum,
þar á meðal í flestum löndum
Evrópu. Nefndin samþykkti að
lækka beina hernaðaraðstoð við
erlend ríki um 434 milljónir
dollara i 550 milljónir dollara.
Nefndin samþykkti, að 2,5
milljörðum dollara skyldi varið í
erlenda aðstoð, 775 milljónum
dollara minni upphæð en stjórnin
fór fram á eða 22%.
Ákveðið var, að hámark
aðstoðarinnar við Suður-Víetnam
yrði 1,28 milljarðar dollara, þar af
700 milljónir dollara í hernaðar-
aðstoð. Takmarka á aðstoð við
Kambódfu við 347 milljónir
dollara og Laos við 127 milljónir
dollara.
I fyrra var aðstoðin við SVíet-
nam 1,57 milljarðar dollara,
Kambódiu 688 milljónir dollara
og Laos 127 milljónir dollara.
Nefndin samþykkti að afnema
heimild forsetans til þess að
hundsa takmarkanir á aðstoð, sem
þingið samþykkir.
ísrael fær 550 milljón dollara
aðstoð, þar af 250 milljón dollara
hernaðaraðstoð. Egyptar fá 250
milljón dollara efnahagsaðstoð en
enga hernaðaraðstoð.
— Nazareth
Framhald af bls. 28
yrðu endursendir. Ámundi virðist
því hafa vinninginn, að svo miklu
leyti sem John Fenton er ábyrgur
fyrir samningum umboðsfyrir-
tækisins Nems Enterprises.
Þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við Ámunda i gær, sagði
hann: „Málið er á hreinu og ég fæ
samningana í hendur á morgun.
Eg vona bara, að fólk fjölmenni á
tónleikana i samræmi við þá fyrir-
höfn, sem ég hef haft af málinu."
— Saltfiskur
Framhald af bls. 2
Framleiðslan er þó öll seld og
fékkst gott verð fyrir umfram-
magnið. Af vertíðarfram-
leiðslunni á blautfiski voru um 16
þúsund lestir seldar til Portúgals,
7 þúsund lestir til Spánar og á
annað þúsund lestir til Italíu. Þá
sagði Tómas, að fyrstu sölur á
þurrfiski hefðu farið fram nýlega
og væru það á milli 400—600
lestir, er færu til Portúgals.
Verðið á þurrfiskinum er heldur
minna en blautfiskverðið frá i
vetur.
— Minning
Bjarni
Framliuld al' bls. 1S
húsfreyjusessinn eftir frú Þór-
unni tengdamóður sfna.
Þau voru fagurlega samhent og
samvalin hjónin, frú Björg og
Bjarni óðalsbóndi, að halda vörð
um vegsemd gömlu Vigur. Frú
Björg var fyrir allra hluta sakir
ein merkasta húsfreyja héraðsins.
Og Bjarni var ekki aðeins
umsvifamikill bóndi, heldur
forystumaður sveitarinnar um
flestallt það, sem beztu mönnum
hverrar sveitar er trúað fyrir. Og
hann var fróður maður ágætlega
um margt, ekki sizt um gamalt
tungutak Djúpmanna og heiti á
veðurfari, sjósókn og búnaði.
Búskaparsögu þessara ágætu
hjóna kann ég ekki að segja eins
og skyldi, enda langt um liðið
síðan ég kvaddi æskustöðvar. En
það hef ég fyrir satt, að með virð-
ingu horfi Djúpmenn enn að Vig-
ur, þar sem bræðurnir tveir sitja
með sæmd. Önnur börn þeirra
hjóna eru þjóðkunn öll.
í fyrradag var ég meðal þeirra
mörgu, sem hugsuðu vestur i Vig-
ur, þar sem Bjarni bóndi var af
fjölmenni kvaddur áður en stigið
var á skip og lík hans flutt upp í
ögur til þess að þiggja þar leg.
Sín hefir aukið enn
efni hið vígða svið.
Býr vel um mætismenn
moldin að hefðarsið, —
kvað Guðmundur á Sandi, þegar
hann stóð við gröf sra Sigurðar i
ögurkirkjugarði og orkti sitt erfi-
ljóð um þann skörungsmann. Ég
hugsa um það mannval, sem þessa
litlu sveit hefir prýtt með mann-
dómi sínum og menningu. Ég
hugsa um hinn vfgða reit,
garðinn, sem geymir bein þessa
fólks. Þar rennúr mér blóð til
skyldu. Og ég hugsa til frú Bjarg-
ar f Vigur og alls, sem henni var
og er og verður kært.
Jón Auðuns.
Verzlunarstjóri
óskast
fyrir út- og innflutningsverzlun. Verður að geta
unnið sjálfstætt. Kaup eftir samkomulagi.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt:
„1356".