Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1974 Ný útgáfa Landnámu 23 millj. skáta skráðir í heiminum ÍSLENZKIR skátar munu sjá um Evrópuráðstefnu skáta, sem hefst í Reykjavík 1. sept. n.k. og mun standa í eina viku. Ráð- stefnuna sækja 200 erlendir þátttakendur og verða þeir frá 20 löndum Evrópu, en auk þess- ara 200 verða margir fulltrúar frá Islandi. Ráðstefnan verður á Hótel Loftleiðum og munu skátarnir búa þar. 23 milljónir skáta eru nú skráðir starfandi í heiminum í dag. Auk ráð- stefnuhaldsins verður lögð áherzla á að kynna gestunum land og þjóð. Verður þeim m.a. boðið í heimsóknir til skáta- félaganna hér, kynnt starfsem- in á Olfljótsvatni og boðið á íslenzk heimili auk þess sem farið verður í skoðunarferðir. Sérstakur póststimpill verður fyrstu þrjá daga ráðstefnunnar á Hótel Loftleiðum frá kl. 13—16.30 daglega. Þetta er i fyrsta skipti, sem Evrópuráðstefnurnar verða bæði fyrir drengja- og kven- skáta, en þar til nú hafa þessar ráðstefnur verið aðskildar eftir kynjum, enda aðeins um helm- ingur Iandanna, sem hefur ein- hverja teljandi samvinnu milli kven- og drengjaskátabanda- laga. Hér á Islandi hafa skátar ver- ið í sameiginlegu bandalagi sl. 30 ár, lengur en í nokkru öðru landi. Er það meðal annars ástæðan til þess, að þessi fyrsta sameiginlega Evrópuráðstefna er haldin hér á landi. I samræmi við uppbyggingu ráðstefnunnar verður megin- viðfangsefni hennar annars vegar: „Hvernig getur skáta- starfið bezt komið til móts við aðkallandi þarfir unglinga í Evrópu?" og hins vegar: „Sam- eiginleg menntun og samstarf kynjanna". Af öðrum viðfangs- efnum ráðstefnunnar má nefna: Skátastörf í Austur- Evrópu, skátastörf meðal af- brigðilegra hópa, uppbygging skátastarfs i nýjum bæjar- hverfum og sambandið milli landanna í Evrópu. Frá starfi Islenzkra skáta. Hjálp f viðlögum og fjallaklifur. Evrópuráðstefna skáta í Reykjavík: Handrit ljósprentuð í bókinni A næstunni kemur Landnáma út I nýrri útgáfu. Bókin, sem er 710 blaðsfður, er gefin út af Handritastofnuninni, en að ósk og f samráði við þjóðhátíðarnefnd tslands 1974 og telst útgáfa bók- arinnar framlag Handritastofn- unar vegna 1100 ára afmælis Is- landsbyggðar. Nær helmings hækkun á rafmagni til húsahitunar NOKKRIR aðilar hafa komið að máli við Morgunblaðið og rætt um, að raforka, sem notuð er til húsahitunar, hafi hækkað um því sem næst helming í sumar. Er nú k lówattsstundin seld á 2.14 aura, sem kostaði áður 1.14 aura. Valgarð Thoroddsen rafmagns- veitustjóri rfkisins segði í viðtali við Mbl. í gær, að þessi hækkun hefði átt sér stað í mai sl. og væri samkvæmt sérstöku ákvæði um sölu á raforku til húsahitunar. Þar segði, að raforkuverðið ætti í vissu hlutfalli að fylgja olíu- verðinu. Nú hefði olían hækkað í vetur og því hefði rafmagnið einnig hækkað. Ef olían lækkaði svo aftur á móti myndi rafmagns- verðið einnig lækka. Jónas Kristjánsson forstöðu- maður Handritastofnunarinnar sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að samtals yrðu gefin út 1600 eintök af bókinni. Er þetta ein- hver stærsta bók, sem gefin hefur verið út á lslandi, og er brot hennar stærra en á Víkingunum, sem komu út fyrir nokkrum árum og allir kannast við. Eitt þúsund eintök verða gefin út f hátfðar- bandi, en á kápuspjald verður merki þjóðhátfðarnefndar prent- að. Hin sex hundruð eintökin verða f venjulegu bandi. Bókin er öll Ijósprentuð og f henni eru öll handrit Landnámu, sem máli skipta. Þá sagði Jónas, að rétt tæplega ár væri liðið sfðan hafizt var handa um að koma bókinni út. Það verk hafa annazt Jónas og Guðni Kolbeinsson, sem vinnurf Handritastofnuninni. Formálsorð ritar Jakob Benediktsson ritstjóri Orðabókar Háskólans. Formálinn er bæði á fslenzku og ensku og fjallar um Landnámu og handrit hennar. Landnáma er prentuð hjá Graffk h.f., en bundin hjá Hóla- bókbandinu, og er unnið við að binda hana núna. Hólabókbandið var hið eina f landinu, sem gat tekið að sér að binda bókina, þar eð önnur bókbandsfyrirtæki áttu ekki nægilega stóra vél til þess. Morgunblaðið hefur fregnað, að bókin muni kosta um 12 þús. kr. Endurbygging Kjötiðnarstöðvar- innar gengur vel — ENDURBYGGING Kjöt- iðnaðarstöðvar K.E.A. hefur gengið vel og erum við nú farnir að framleiða af fullum krafti allar algengar vörur, t.d. pylsur, kjöt- fars, bjúgu og fleira, sagði Öli Valdimarsson verkstjóri í Kjöt- iðnaðarstöðinni, þegar haft var samband við hann í gær. Hann bjóst við, að verksmiðjan gæti farið að skila fullum afköst- um, þegar liði á veturinn. Viðgerð á Vigra seinkar Skuttogarinn Vigri, sem verið hefur f viðgerð f V-Þýzkalandi frá því í vetur er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í október, en upp- Mikil ljósadýrð og hávaði Um 3000 manns sóttu hljóm- leika brezku popphljómsveitar- innar Nazareth f Laugardalshöll- inni f fyrrakvöld. Fóru hljómleik- arnir friðsamlega fram hvað snerti framkomu gesta, en þrátt fyrir góð tilþrif f sviðsframkomu og hljómmögnun tókst hljóm- sveitarmönnum ekki að ná um- talsverðri hópstemmningu eins og sumir höfðu búizt við. Má þar ef til vill um kenna, að rúmlega helmingur samkomugesta sat á áhorfendapöllum hallarinnar f um 30 metra f jarlægð frá sviðinu. Hljómleikarnir hófust með því að Hallgrímur Björgólfsson söng þrjú lög við undirleik nokkurra ísl. poppara og hljómsveitin Júdas lék nokkur lög. Eftir u.þ.b. hálftíma hlé birtist svo aðalnúmer kvöldsins, Nazareth. Mikil ljósadýrð lék um sviðið meðan á leik þeirra félaga stóð og þótti mörgum mikið til þeirrar dýrðar koma, enda greini- legt, að ljósasýningin var vel undirbúin og framkvæmd eftir kúnstarinnar reglum. Hins vegar skipti mjög f tvö horn um álit manna á gæðum hljómsveitarinn- ar sjálfrar og þótti mörgum sem meiri áherzla væri lögð á hávaða en vandaða tónlist. Leikur brezku hljómsveitarinnar stóð í u.þ.b. klukkustund, undir lokin huldist sviðið marglitum reykjarmekki og hljómsveitarmennirnir hurfu sjónum manna. Vakti þetta mikinn fögnuð og voru þeir félag- ar klappaðir upp í lokin. Héðan hélt hljómsveitin til Gautaborgar, en þar átti hún að koma fram á hljómleikum í gær- kvöldi. haflega átti viðgerðinni að ljúka um miðjan september. Þórður Hermannsson, einn af eigendum ögurvfkur h.f., sem á togarann, sagði í samtali við Mbl. í gær, að forráðamenn fyrirtækis- ins, sem sæi um framkvæmd við- gerðarinnar hefðu sent Ögurvík bréf þar sem þeir segðu seinkun- ina stafa af því, að ekki hefði tekizt að ná í nógu sterkt stál fyrr en seint og um síðir. Hinn togari ögurvíkur, ögri, hefur fiskað ljómandi vel að undanförnu en Þórður sagði að það væri svo önnur saga hvað skipið þyrfti að fiska mikið til að bera sig. Ámunda býðst SLADE Þekktasta hljómsveit heims í sárabætur fyrir samningsrof EIN þekktasta og vinsælasta popphljómsveit f heimi f dag, SLADE, kemur hingað til lands í nóvember á vegum Amunda Amundasonar umboðsmanns svo Nazareth f Laugardalshöllinni f fyrrakvöld. (Ljósm. Mbl. RAX) fremi LaugardalshöIIin fáist til tónleikahalds á því tfmabili. Inter Music sá um ferðir skozku hljómsveitarinnar Nazareth um Norðurlönd og hafði Amundi samið við hana um komu Nazareth hingað, en það mál fór á annan veg eins og sagt hefur verið frá f fréttum. Danska um- boðsskrifstofan bauð Amunda SLADE með þvf skilyrði, að hann færi ekki f mál vegna samning- anna, sem klúðrað var f sambandi við Nazareth. 1 samtali við Amunda í gær kom fram, að hann hefur skrifað fþróttaráði borgarinnar bréf til þess að fala Laugardalshöllina 14. nóvember, en þó hefur hann 13.—24. nóv. upp á að hlaupa. Amundi sagði, að miðaverðið yrði 1000 kr. að viðbættri væntanlegri gengisfellingu og er það mun ódýrara en á tónleika Nazareth. SLADE er sem fyrr segir ein þekktasta hljómsveit heims f dag og tónlcikar hennar eru fjölsóttir hvar sem hún kemur. „Sá hlær bezt, sem sfðast hlær,“ sagði Amundi að lokum, en hann kvaðst vonast til þess, að unnt yrði að halda tónleikana, þvf að áhugi unga fólksins væri mikill auk þess sem möguicikar á að fá svo þekktar hljómsveitir væru ekki daglegt brauð hér norður frá. ___ Hlaut styrk til glákurannsókna EMIL Als læknir hefur hlotið styrk frá háskólanum f Oulu (Uleaborg) í Finnlandi. Styrkur- inn, sem er að upphæð 6 þús. finnsk mörk, er veittur til fram- haldsrannsókna á gláku. Emil hefur áður hlotið styrki frá Nor- ræna menningarmálasjóðnum, Vfsindasjóði og Sáttmálasjóði. 4 bátar með síld Höfn, 21. ágúst. 1 DAG lönduðu 4 bátar sfld á Hornafirði, en aflinn er fenginn f reknet við tlrollaugseyjar. Afli bátanna var nokkuð misjafn, sumir voru með sæmilcgan afla. Þeir, sem lönduðu, voru: Steinunn SF með 103 tunnur, Akurey SF með 10 tunnur, Sax- hamar GK með 71 tunnu og Hringur með 25 tunnur. Sfldin, sem er stór og góð, fer öll f frystingu. .................„öíaw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.