Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1974 X 1 | Austin Laing í samtali við Mbl.: „Vona að Islendingar og Bret- ar semji um langtímalausn” Caracas, 20. ágúst frá Margréti R. Bjarnason. Austin Laing þarf víst tæpast að kynna islenzkum lesendum — þann gamla andstæðing okkar I landhelgismálum, for- mann Sambands brezkra togaraeigenda. Hann hefur verið hér á fundum I Caracas síðustu tvær vikurnar að fygljast með og lagði á það áherziu, þegar við röbbuðum saman I gær stundarkorn, að hann talaði ekki sem öpinber sendinefndarmaður heldur einungis sem talsmaður togara- eigenda. Laing er einn af mörgum hér, sem áhyggjur hafa af því, sem við kann að taka í fiskveiðilög- sögumálum, þegar fundunum hér í Caracas lýkur. Ég spurði hann, hvað Bretar myndu gera ef Norðmenn færðu út sína landhelgi. Hann lét i fyrstu f ljós þá von, að Norðmenn og Bretar kæmust að samkomulagi um fiskveiðar Breta í Norð- austuríshafinu, en sagði svo: „Ég óttast að grípi eitt strand- ríki til einhliða aðgerða muni það hafa f för með sér keðju- verkun. Verði afleiðingarnar aukin ásókn í fiskimiðin við Bretland, sem þegar er mjög gengið á, er ekki rétt að útiloka þann möguleika, að Bretar grípi til einhverra varnar- aðgerða." Ég spurði, hvort þeir myndu þá sjálfir færa út fiskveiðilög- sögu sína eða t.d. reka erlend skip úr Norðursjó. Var áhonum að heyra, að Bretar myndu ekki rasa neitt um ráð fram í þessum efnum, þar sem þeir væru yfir- leitt mjög fyrir það gefnir að halda í heiðri alþjóðalög og gerða samninga — og hugsan- lega væri nóg að beita þeim aðgerðum, er nauðsynlegar teldust gegn skipum þeirra ríkja, sem til einhliða ráð- stafana hefðu gripið. Ég spurði Laing, hvers vegna Bretar hefðu ekki staðið að til- lögunni, sem átta aðildarríki Éfnahagsbandalags Evrópu lögðu fram um efnahagslög- söguna í 2. nefnd i sumar, og hann svaraði: „Viðtökurn- gr, sem sú tillaga fékk, eru í Sjálfu sér nægileg skýring á því, hvers vegna Bretar voru ekki aðilar að henni. Þessari tillögu EBE-rfkjanna var mjög illa tekið og mitt mat er, að þau hafi stillt sér á afturhalds- samasta endann í litrófi þeirra skoðana, sem fram hafa komið í þessum efnum á alþjóða- vettvangi. Og ég lít svo á, að ummæli sendiherrans ykkar og norska fulltrúans um þessa til- lögu hafi verið mjög á rökum reist. Nei, þessi tillaga EBE- rfkjanna er ekki í samræmi við skoðanir okkar og það sem alvarlegra er, hún á eftir að valda erfiðleikum í samskipt- um EBE-rfkjanna i framtíðinni — erfiðleikum, sem við hefðum viljað forðast. Ég spurði Austin Laing þvf næst, hvers vegna Bretar hefðu ekki sett fram neinar tillögur sjálfir viðvikjandi efnahagslög- sögu og svaraði hann þvf til, að þeir hefðu ekki séð ástæðu til þess að svo stöddu, það væri ails ekki tfmabært. Bretar hefðu áhuga á að stuðla sem lengst að samkomulagi. „En,“ sagði hann, „ljóst er, að ráðstefnan er ekki svo langt komin, að menn séu reiðubúnir til samningaviðræðna." Aðspurður hvort brezkir sjó- menn hefðu ekki uppi kröfur um útfærslu sagði Laing, að þeir hefðu vissulega áhuga á ac lögsagan yrði færð út, en ekk ert þýddi að halda slfkum kröf um til streitu á þessu stigi máls- ins. Austin Laing kvaðst harla ánægður með úrskurð Alþjóða- dómstólsins í Haag f málinu gegn íslendingum, taldi hann hafa veitt Bretum siðferðilegan stuðning í deilunni við íslend- inga og virtist þeirrar skoðun- ar, að dómurinn kynni að virka sem hemill á ríki, er hygðu á Framhald á bls. 12. Tilkynning frá stofnlánadeild Landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1975 skulu hafa borizt bankanum fyrir 15 september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunaut- ar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Eldri umsóknir falla úr gildi 15 september næstkomandi, hafi Stofnlánadeildinni eigi bor- izt skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavík, 20. ágúst 1974 BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Stofnlánadeild landbúnaðarins ^H^SKÁLINN Til sölu Ford Bronco 1972 6 cyl og 8 cyl. Ford Bronco 1971 6 cyl. Ford Cortina 1968, 1971, 1972. Ford Thunderbird 1 968. Verð 650 þús. Ford Falcon 1 964. Verð 1 20 þús. Ford Transit sendiferðabifreið árgerð 1972. Toyota Corolla 1 974. Verð 590 þús. Toyota Crown 1 972. Verð 650 þús. Opel Rekord 1 969. Verð 300 þús. Volkswagen 1600 st. árgerð 1965. Verð 140 þús. Volkswagen 1 302 árgerð 1971. Verð 200 þús. Volkswagen Fastback 1 968. Verð 280 þús. Volkswagen Buggy 1 963. Verð kr. 80 þús. Plymouth árgerð 1 970. Verð 500 þús. Moskwich árgerð 1970. Verð 1 60 þús. Sunbeam sportbíll árgerð 1 969. Verð 220 þús. Austin sportbíll árgerð 1 969. Verð 1 60 þús. Citroen braggi árgerð 1971. Verð 21 0 þús. Peugeot 404 árgerð 1 970. Verð 380 þús. Scout árgerð 1 967. Verð 300 þús. Saab 96 árgerð 1 970. Verð 380 þús. Vauxhall viva árgerð 1 970. Verð 21 5 þús. Qj&OFCt J HR. HRISTJÁNSSDN H.F [I H R |l fl I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VID HALLARMÚLA w in D U U I u SÍMAR 35300 (35301 _ 35302). ^AC elektroniskar Stnimli, geymsluverki, minni 6S REIKNIVELAR e<5a reikna, hljöc5)a0 minnum, sjálf vir/^ ^ á C ~ ‘0 O n ® m El (D É (D D) [5 F o L X. «d) 0 > . cl JZ '01 0) > Hnihi |»ér SÍ iUÍ notsi Kynnicí oss verkefnid - ll 3 ’ ?.a o S 3 J —h ■ 0) P li (D = 0) CD ct 0 e cn 3 ct = œ3 U 1% 0) 3 o 0)1 ~h Sö <3 m'ct ?g* 8*œ < Í3 V c c J/ □ 'ö <L 4. ra R.* y (o K) ®. © © ^O, vér ráíleggjum rðttu RICOMAC elektronisku reiknivðlina. V>. % SKRIFSTOFUVELAR H.F. % + — . Hverfisgötu 33 Simi 20560 f" a a œ <■ 5'7 0) i.pieqjpiA j uuaujjejpja6p|A epeq.uuaujuas pauu ‘yH wgq.eipgf|L| 'jeqenejq ’ue|q.!|egua./u!jAj nua ue|aAiu>|!au J0TK 0)5 D □ cní> Ó'0 4/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.