Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1974 Þegar pabbi fór í siglinguna Eftir Jan Hakánson í kjallarageymslunni fundust aflóga skiði. Þau voru tveir og hálfur metri á lengd, mjög breið og voru því tilvaldir meiðar undir bekkinn. Þetta var snemma vors. Snjó hafði ekki tekið upp og það gerði flutninginn miklu auðveldari. Við roguðumst með gripinn út á hlað og þar negldi pabbi skíðin undir hann. Við Eiríkurvorum á þönum að sækja nagla og hamar og naglbít, sem nauðsynleg- ur var til að draga aftur út nagla, sem bognuðu. Pabbi lamdi og barði og bölvaði mikinn yfir því, hvað viðurinn var harður í skíðunum. Við strákarnir stóðum álengdar í hæfilegri fjarlægð vegna þess að pabba tókst alltaf að skella skuldinni á okkur ef nagli bognaði eða hann sló hamrinum á þumalfingurinn á sér. Þá lét hann það alltaf heita svo, að við hefðum verið fyrir. Værum við hins vegar of langt undan, urðu mistökin vegna þess að við hefðum verið tregir Geddan er vatnafiskur, sem lifir í vötnum Kanada og Bandaríkjanna og víóar. Hún er feikna gráðug og étur allt, sem að kjafti kemur. Stundum færist hún of mikið í fang, bitinn er svo stór, að hún ræður ekki við hann. Vegna þess að tennur hennar, sem eru mjög beittar, hallast lítillega inn á við getur geddan ekki losað sig við ætið og þá verður sá stóri biti hennar banabiti. til að hjálpa. Reynslan hafði því kennt okkur, hvaða fjarlægð væri einna skást. Ef nagli bognaði máttum við þó alltaf búast við ávítum, því að þá áttum við að hafa haft vit á því að vera ekki að sækja hálfbogna nagla úr naglakassanum. Slíku óréttlæti tókum við með upphafinni ró vegna þess hve augljóst það var og það veitti okkur píslavættiskennd, sem við viss- um, að var eitthvað fínt og göfugt. Það höfðum við lesið í Biblíusögunum. Þegar skíðin voru komin undir bekkinn var hann orðinn töluvert líkur sleða, þótt nokkuð væri hann óvenjulegrar gerðar og okkur fannst öllum, að það væri bæði synd og skömm, að brátt skyldu dagar hans allir. Pétur litli stakk upp á því, að við skyldum annaðhvort kaupa eða fá lánaðan hest, sem við gætum spennt fyrir bekkinn og farið þannig í skoð- unarferðir um nágrennið. Hann varð svo ákafur, að hann bauðst til þess að vera sjálfur ökumaður, en við hin gætum lagzt út af undir ábreiðu og fengið okkur blund ef við yrðum syf juð. Pabbi, sem hafði ekki hugmynd um, hvaða ævin- týri hann átti í vændum, var fljótur að taka af skarið. „Bull! Þetta er legubekkur, en ekki farartæki. Við skulum ljúka þessu leiðindaverki af sem fyrst. Ég toga í að framan, þar sem það er mesta átakið, en þið tveir ýtið á eftir.“ „En ég?“ veinaði Pétur litli með tárin í augunum. „Þú verður heima hjá mömmu,“ sagði pabbi. „Þú getur ... já, þú gætir þess, að allt sé með kyrrum kjörum heima á meðan við skreppum þetta. Og hafðu líka auga með Mögdu,“ bætti hann við, þegar hann sá henni bregða fyrir í eldhúsdyrunum. Hnussið, sem barst frá Mögdu við þessi tilmæli pabba, kom honum í gott skap. „Jæja, af stað,“ hrópaði hann glaðklakkalega. Það var stuttur spölur niður að stöðinni hjá Ander- son stífluverði. Farartækið, ef farartæki skyldi kalla, rann nokkuð léttilega á freranum. Lítill stígur lá niður að ánni frá flötinni við hænsnakofa Ander- sons. Hann var um það bil fimmtíu metrar á lengd og endaði í allbrattri brekku. Við kofann köstuðum við mæðinni og pabbi sagði: „Nú verðið þið að halda vel við. Ég fer fremstur og held við og þið haldið fast við að ofan. Skiljið þið það?“ Við kinkuðum kolli. Svo hófst ferðin á ný. ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta mcótnorgunKoffinu — Ég er strokinn að heiman, — hringdu á bíl Jónas.. . — Ég er vanur að setja kylfuna í geymsluna hjá regnhlífinni og svo í morgun, þegar ég var að fara þá... — Nei, blessaður. .. — langt síðan við höfum sézt, — hvernig gengur í bankanum??? „Hann á hana hálfa,“ mælti Sigvaldi. „Hinn helminginn á ég.“ „Langar þig ekki til að eignast hana alla?“ „Jú, ég held nú það,“ mælti Steinn og varð gleiðmynntur í meira lagi. „Mig langar ekki eins mikið til nokkurs skap- aðs hlutar.“ „Jæja. Sigvaldi selur mér nú sinn part handa þér, ef þetta gengur allt saman vel.“ „Ekki lofa ég því að svo stöddu,“ mælti Sigvaldi glettnis- lega. En Steinn var orðinn svo glaður, að hann heyrði það ekki. „Sýndu okkur nú hellinn!“ mælti Sigvaldi. „Já, já. — Það er víst réttara að hafa með sér reipi?“ „Já, auðvitað. Ekki klifrar konan upp í hellinn, án þess að halda sér í eitthvað." „Auðvitað, auðvitað!“ sagði Steinn og trítlaði heim að bænum. Göngulagið var svipaðast gyltu, sem komin er að burði. „Heldurðu, að óhætt sé að treysta honum?“ spurði Anna. „Já, það þori ég að ábyrgjast,“ mælti Sigvaldi. Eftir andartak kom Steinn heiman frá bænum með nýtt hrosshársreipi. „Það kemur sér illa, ef sakamaðurinn ykkar þarf að nota reipi daglega,“ mælti hann, og gleðin skein út úr ófríðu andlitinu. „því að ef festin þarf að hanga framan á berginu, getur hún hæglega komið upp um hann.“ „Ekki skaltu hafa áhyggjur af því,“ mælti Sigvaldi. „Hjalti kemst það, sem þú kemst." Steinn fór nú á undan þeim til hellisins. Þegar hann var kominn að hömrunum, vafði hann reipinu í hönk um herðar sér og tók að klifra beint upp bergið. Anna horfði á eftir honum. Hún sá í fyrstu engin merki þess, að þarna væri neitt fylgsni. Allra neðst slútti bergið dálítið fram, en rúma mannhæð frá jörðu fór það að hallast að sér. Ótal nibbur stóðu fram úr berginu; tyllti Steinn á þær gómum og tám og las sig þannig hægt upp bergið, þar til hann allt í einu smaug inn í það eins og ánamaðkur. Rétt á eftir heyrðist rödd hans úr berginu: „Nú fer vel um mig! — Á ég að kasta til ykkar reipinu?" „Já,“ svaraði Sigvaldi, og i sömu svipan féll reipið ofan eftir berginu. „Hann er ekki fær um að halda við festina,“ mælti Sig- valdi. „Er ekki bezt að ég fari upp á undan þér?“ „Mér er alveg sama,“ mælti Anna. „Ég er ekkert hrædd.“ — Ég er mjög hrærður yfirv að þú skulir færa mér gjöf að skilnaði, jafnvel þótt það sé mér að kenna að þú varst rekinn.. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.