Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1974 15 rum í kapphlaupi við tímann Blaðaljösmyndarinn, sem sá ungu, fallegu, indversku kon- una í saríbúningnum sínum á götu í Reykjavík, smellti af henni mynd og birti hana, af því hún var svo falleg. Hann hafði sýnilega ekki hugmynd um, að þó að vísu sé þetta satt og rétt, þá er frú Mina Swam- inathan ekki merkilegust fyrir það. Hún er hagfræðingur að mennt og einn þeirra Indverja, sem ákveðinn er í að láta ekki sitt eftir liggja til að hjálpa landi sínu við erfiðar aðstæður, — allt að þvf vonlausar að sumum finnst. Tún er gift búnaðarmálastjóra Indlands. Þau hjón eiga þrjú börn. En sjálf hefur hún víða tekið til hendi, og einkum valið sér fræðslumál að starfssviði. Þau hafa borið hana vestur á bóginn til að kynna sér menntunarmál, sér í lagi fyrstu fræðslu barna í Bretlandi, Sovétríkjunum — og á tslandi. Það síðasttalda kann í fljótu bragði að virðast nokkuð langt sótt. En skýringin er einföld. Mina Swaminathan hafði komist í snertingu við tvo Is- lendinga, Má Elísson, fiski- málastjóra, sem var skólabróðir hennar á háskólaárunum í Cambridge og Björn Sigur- björnsson, sem nú er forstjóri Rannsóknastofnunar land- búnaðarins, en starfaði lengi að „grænu byltingunni" svo nefndu í Suðaustur-Asíu á veg- um FAO og Alþjóðakjarnorku- stofnunarinnar og kynntist þá að sjálfsögðu manni hennar. Og nú fannst henni tilvalið að skjóta ferð til íslands inn á milli heimsóknanna til Bret- lands og Sovétríkjanna. Og hún kvaðst ekki sjá eftir því. Auk þess sem hún hafði vaðið í klof- stigvélum með sarfbúningnum sfnum út f borgfirzka laxveiðiá, hafði hún séð margt merkilegt og gagnlegt til eftirbreytni á tslandi. Hvað þá helzt? — Hvernig ykkur hefur tekizt að sameina það að láta börnin vinna jafnframt því að læra — og það nær öll börn í landinu. Slíkt er gott fyrir barnið, uppeldi þess og lífsvið- horf, — og það er áreiðanlega líka gagnlegt fyrir landið og efnahag þess. Ég held, að þið hafið á þessu sviði náð því bezta jafnvægi, sem ég hefi nokkurs staðar kynnzt. Mér sýnist skóla- skyldan í Englandi, gefast illa þvf að börnin komast ekki í snertingu við almenn störf í landinu. — Annars hef ég orðið mjög hrifin af öllu, sem ég hefi séð á Islandi, bætti hún við og hló. Þó er ég farin að leita að ein- hverju, sem mér líkar ekki. Og tvennt hefi ég fundið afleitt. Það er rangt f landi með svo mikið og gott landrými að byggja þessar stóru húsablokk- ir, og mér þykir alveg ótækt að krefjast þess, að útlendingar missi nafnið sitt, er þeir vilja gerast íslenzkir ríkisborgarar. Þó féllst frúin á, að þar kæmi nokkuð á móti, að íslenzkar konur fá að halda sínu föður- nafni, þótt þær gangi f hjóna- fólksfjölgun, eins og þið hafið gert f Evrópu. Þið gerðuð það bara á siðustu öld með bættum lífskjörum, en við ekki fyrr en á 20. öldinni, þegar það er næst- um orðið of seint. Þetta er kapphlaup við tfmann. — Já, ég hefi kosið að beita mér mest í fræðslumálum. Eins og ég sagði áðan, settum við okkur það markmið eftir að við hlutum sjálfstæði, að á árinu 1975 skyldu öll börn komin í skóla. En það er langt frá því, að það sé orðið að veruleika. Börn úr fátækrahverfum stór- borganna og dreifðum byggðum sveitanna ganga ekki f skóla. Þau þurfa að hjálpa til við vinnuna heima. Ég hefi með árunum setið í mörgum nefnd- um, sem hafa reynt að finna úrlausn á þessu, því að okkur finnst, að hver maður eigi rétt á menntun. En sum okkar sjá bara fram á, að það muni taka 40—50 ár að ná markinu. Því held ég, að við verðum heldur að reyna að fá öllum börnum einhverja fræðslu, þó að ekki væri nema 3—4 tíma á dag, og gera ráð fyrir, að þau geti unnið með. Það er m.a. þess- vegna, sem mér finnst svo stór- kostleg uppörvun að sjá, hvernig ykkar börn vilja vinna á sumrin með skólanámi og fá tækifæri til að gera hvort tveggja. Þau læra að vinnan sé aðlilegur hluti af lífinu, þótt þeim sé gert að vera f skóla. Að Mina Swaminathan á ur, konu hans, og með heimili Más Elíssonar og Guðrúnar Pétursdótt- á myndinni er heimasætan Gróa. band, öfugt við það sem tíðkast með öðrum þjóðum. — Einu hegi ég verið að velta fyrir mér, sagði Mína svo kankvís. Ég þykist vera vinstri sinnuð, allt að því kölluð kommúnisti í mínu heimalandi. En hvað gerir slík persóna, þegar draumalandið — útopían — er orðin að veruleika, eins og hér hjá ykkur? Og þar með snerum við talinu að hennar eigin landi, Indlandi. — Við gerum mikið til úrbóta og verður heilmikið ágengt. En það er bara eins og dropi í hafið, þvf að við erum svo mörg og fjölgar svo ört, sagði hún. 50 milljónir manna fæðast árlega. Og þótt barnadauði sé mikill, þá bætast um 11 milljónir munnar við til að fæða á hverju ári. Eins og er, hefur aukningin á matvælaframleiðslunni rétt aðeins við. Og þó að við höfum keppt að þvf marki, að öll börn fengju einhverja skólagöngu á árinu 1975, þá erum við enn langt frá markinu. Það liggur í augum uppi, að svona getur þetta ekki gengið í framtíðinni. Aðalverkefnið hlýtur að vera að draga úr fjölskyldustærð, og það ræður úrslitum. — Við höfum ráðist gegn þessum vanda af krafti og það gengur vel, — en ekki nógu hratt. Ungbarnadauðinn er mikill og meðan mæðurnar sjá fram á, að þær geta allt eins átt von á að missa börn sín, þá vilja þær eiga mörg börn og stóra fjölskyldu. Meðan heilbrigðis- málunum er ekki komið f betra horf og ungbarnadauða nær út- rýmt, eins og hjá ykkur f Evrópu, þá verður ekki dregið úr barnsfæðingum sem skyldi. Til dæmis held ég, að varla sé lengur til það þorp í Indlandi, þar sem mæðrum er ekki kunnugt um getnaðarvarnir og eiga kost á fræðslu um slíkt. En það kemur fyrir ekki. Hvar stendur hnífurinn f kúnni? Okkur vantar bæði lækna og aðstöðu til úrbóta í heilbrigðis- málum. Þó missum við læknana enn úr landi. Til dæmis munu 6000 — 7000 indverskir læknar nú starfandi í Bretlandi einu. Þeir fara vegna þess að launin eru of lág heima og þeir vilja ekki starfa við jafnerfiðar aðstæður og eru í sveitunum. En bætt heilbrigðisþjónusta er forsenda þess, að hægt verði að fá fólkið til að vilja draga úr vísu er okkar líf allt öðru vísi uppbyggt efnahagslega en ykkar, og við yrðum þvf að koma þessu allt öðru vísi fyrir. En hugmyndin er sú sama. — Sjálf einbeiti ég mér núna að barnafræðslunni, einkum þeirri, sem snýr að yngstu börn- unum. Og finnst mér þá allt jafnmikilvægt, kennsluleikur, þrifnaður, næring fyrir börnin og almenn fræðsla. Börnin verða að fá holla fæðu, ef þau eiga að þroskast og læra. I skóla, sem ég rek með styrk frá ríkinu fyrir fátæk börn á aldr- inum 3 til 6 ára, gefum við hverju barni daglega fæðu, sem í eru 300 hitaeiningar og 15 grömm af próteini. I Indlandi eru vandamálin margvfsleg, vegna þess að þar er í rauninni ekki ein þjóð, heldur ólíkir þjóðflokkar með mismunandi tungumál og ólfk trúarbrögð. Margir mega t.d. ekki bragða neina dýrafæðu af trúarástæð- um. Því getum við ekki gefið öllum börnum egg eða kjöt. Sumir foreldrar láta óátalið, að þau fái egg í skólanum, þótt slíkt megi ekki sjást heima. Aðrir leyfa það alls ekki. — I bili hugsum við ekki hærra en að allir geti fengið tækifæri til að læra að lesa og skrifa. Sjónvarp? Jú, það kemur að nokkru gagni við fræðslu ólæsra. Til dæmis send- um við út eitt fræðslusjón- varpsefni um gerfihnött, sem Bandaríkjamenn gefa okkur. Það nær til 6000 þorpa á belti þvert yfir Indland. Sjónvarps- tækjum er komið fyrir í sam- komuhúsi hvers þorps og þangað sendar dagskrár með fræðsluefni um landbúnað, • skipulagningu fjölskyldu- stærðar og kennslugreinar. Þetta byrjaði 1965. Ef það gefur jafngóða raun og við von- um, þá munum við að sjálf- sögðu reyna að halda áfram. En jafnvel sjónvarpstækin 6000 f þorpunum eru dýr. Og dag- skrárnar þarf að matreiða á ýmsan hátt vegna ólíkra að- stæðna og mismunandi tungu- mála á stöðunum. Sjönvarp var að vísu til áður á frjálsum markaði sem skemmtitæki fyrir hina efnaðri. Mér hefur stund- um dottið í hug, að banna ætti útsendingu á öllu skemmtiefni og taka í staðinn sjónvarpið í þjónustu upplýsingar og fræðslu. Svo mjög þurfum við á því að halda. En i frjálsu lýð- ræðisríki er slíkt óhugsandi. I Delhi er að vísu sjónvarpað landbúnaðarfræðslu á daginn og þrisvar í viku eru útsend- ingar á kvöldin, en jafnvel þeim tíma sjá menn eftir. Það á eftir að taka okkur langan tíma að koma fræðslusjónvarpi f hvern skóla og hvert þorp, eins og þörf er á. — Sjónvarpið hefur þó gert gagn á sviði landbúnaðar- fræðslu. Jú, siðan „græna bylt- ingin“ svokallaða kom til m^ð harðgerðari og afkastameiri plöntuafbrigðum, þá höfum við getað framleitt nægan mat í Inálandi til að fæða alla. Arið 1971 var gott uppskeruár og allar geymslur fylltust. 1972 varð uppskeran minni og gekk á birgðarnar og 1973 urðum við að flytja inn matvæli til við- bótar. Tvennt er það, sem stendur í veginum, hinn ótryggi monsúnvindur, sem veldur uppskerubresti að meðaltali þriðja hvert ár, og lélegt dreifingakerfi fyrir matvælin og spilling meðal þeirra, sem eiga að dreifa þeim. Vísinda- menn telja semsagt, að við ætt- um að geta ræktað nægilegá mikið til að fæða fbúa landsins núna. Þó ekki mikið lengur, ef ekki dregur úr fólksfjölgun- inni. Vatnsskortur ætti ekki að valda vandræðum, þótt dýrt sé að ná upp vatni. En síðan olíu- kreppan skall á, hefur orðið skortur á áburði til þessarar miklu ræktunar. En nú höfum við sjálfir fundið olíu úti fyrir strönd Bombay. Að sjálfsögðu verðum við að fá tæknihjálp til að vinna liana. Ég held, aó græna byltingin og ræktunin sé semsagt vel undirbyggð tækni- lega, þótt veðurfar og dreifingarkerfi sé ótryggt. En vandamálin eru margvísleg. Til dæmis gerði stjórnin þau mis- tök í fyrra að halda verðinu niðri á fóðurvörum, svo bænd- urnir seldu það ekki, ef þeir gátu komist hjá því, og f staðinn þurfti að flytja inn matvæli. Þessi vandamál verður öll að leysa. Við sláum aftur á léttari strengi óg spyrjum Minu Swaminathan, hvort henni finnist ekki kalt á Islandi. Hún svarar um hæl: Hér? Öll hús upphituð og meira að segja bil- arnir; Sums staðar á Indlandi getur orðið kalt í 3 mánuði á ári. Þá fer hitinn niður undir það, sem er hér á sumrin, en það er bara hvergi neina upp- hitun að fá. Mér bregður ekki við kuldann. En annað finnst mér merkilegra. Það er þessi birta nær allan sólarhringinn. Slíkt hefi ég aldrei séð. Það er stórkostlegt. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.