Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1974 5 Viðnám gegn verðbólgu: Lögin sennilega af- greidd frá Alþingi í dag FRUMVARP til laga um viðnám gegn verðbölgu, sem neðri deild Alþingis samþykkti I fyrradag með 25 samhljóða atkvæðum, eftir allsnarpar umræður, var eitt mála á dagskrá efri deildar I gær. Frumvarp þetta er að efni til staðfesting og framlenging um einn mánuð á bráðabirgðalögum, sem fráfarandi rfkisstjórn setti á sl. vori. Niðurgreiðslum, sem ákveðnar voru I mafmánuði sl., verður haldið áfram unz nýjar ráðstafanir verða gerðar. Hins vegar kemur til framkvæmda á næstunni 9,5% hækkun á verð- lagsgrundvelli landbúnaðar- afurða. Forsætisráðherra fylgdi málinu úr hlaði f örstuttu máli og bað þess, að deildin hraðaði af- greiðslu þess. Stefnt væri að þvf, að málið fengi fuilnaðaraf- greiðslu I deildinni á morgun, þ.e. f dag. Nauðsyn bæri til, að málið gengi greitt gegn um deild- ina, m.a. vegna þess, að Hagstofa tslands þyrfti á þvf að halda að geta gefið út við hvaða kaup- gjaldsvfsitölu skyldi miðað um næstu mánaðamót. Enginn kvaddi sér hljóðs er for- sætisráðherra hafði lokið máli sfnu. Var frumvarpinu sfðan vfsað til 2. umræðu og fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar með 15 samhljóða atkvæðum. Eins og fyrr segir verður málið á ný á dagskrá efri deildar f dag og hlýtur þá sennilega fullnaðaraf- greiðslu efri deildar. Orðsending til gam- alla Reykhyltinga Nokkrir fyrrverandi nemendur frú önnu Bjarnadóttur og séra Einars Guðnasonar frá Héraðs- skólanum í Reykholti hafa ákveð- ið að beita sér fyrir því, að skólan- um verði gefin málverk af þeim hjónum í þakklætis- og viður- kenningarskyni fyrir það mikil- væga menningar- og fræðslustarf, sem þau unnu þeirri stofnun í áratugi. Sverrir Haraldsson, list- málari, hefur tekið að sér að gera málverkin. Hér verður um að ræða sameiginlega gjöf allra þeirra nemenda frú Onnu og séra Einars, sem þetta mál vilja styðja. Er þeim með orðsendingu þessari gefinn kostur á að vera með og leggja sitt af mörkum, svo að þetta megi ná fram að ganga. Framlög hvers einstaklings eru að sjálfsögðu frjáls, en verði um afgangsfjármagn að ræða, mun það ganga til skólans, annaðhvort til listaverkakaupa eða í minningarsjóð Þóris Steinþórs- sonar, fyrrverandi skólastjóra. Þess er eindregið vænzt, að gamlir Reykhyltingar styðji þetta málefni og sýni með því virðingu og hlýhug til kennara sinna og skóla, er hjálpuðu til að koma þeim til þroska og veita þeim veganesti og leiðsögn fyrir lífið. Þeir nemendur frá Héraðsskól- anum í Reykholti er mál þetta vilja styðja, eru beðnir að gjöra svo vel og senda framlög sín til undirritaðra, sem gefa nánari upplýsingar, ef óskað er. Sr. Jón Einarsson, sóknarprest- ur, Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Borg., Vigdís Jónsdóttir, skóla- stjórj, Hjarðarhaga 38, Reykjavík eða Húsmæðrakennaraskóli ís- lands, Háuhlfð 9, R.,Bjarni Bach- mann, kennari, Helgugötu 10, Borgarnesi, Unnur Jónsdóttir, húsfreyja, Deildartungu, Reyk- holtsdal, Borg., Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, Byggðarenda 7, Reykjavfk, Guðni Þórðarson, framkvæmdastjóri, Safamýri 93, Reykjavík, Dr. Þuríður J. Krist- Framhald á bls. 16 SUNNA FLUTT | ÚR BANKASTRÆTI I NIÐUR í LÆKJARGÖTU fslenzku Sol og á Fjölbreyttasta ferðavalið. Hagkvæmustu verðin. Góð hótel og fbúðir. Eigin skrifstofur Sunnu með starfsfólki á Mallorka, Costa del Kanarfeyjum. Allar ferðir dagflug með glæsilegum Boeing þotum. Alla laugardaga COSTA DEL SOL. Alla þriðjudaga og marga miðvikudaga MALLORKA. Alla sunnudaga RINARLÖND — KAUPMANNAHÖFN. Annan hvern laugardag KANARlEYJAR. fERBlSKRIFSTOFAN SUNNA uuinön z sfMNi mno izon af ölltim vorum í verzlunum okkar fram til mánaðamóta áffSm. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS ijp KARNABÆR ymJr* AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.