Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGUST 1974 Hálfdán Henrysson. Nýr erind- reki SVFÍ NÍXEGA tók Hálfdán Henrysson stýrimaóur við starfi erindreka hjá Slysavarnafélagi tslands. Tók hann við starfi Hannesar Haf- stein, sem tók að sér fram- kvæmdastjórn SVFI. Hálfdán er þrítugur að aldri, en áður en hann tók til starfa hjá SVFl var hann fyrsti stýrimaður hjá Landhelgisgæzlunni og leysti af sem skipherra. — Skuldir Framhald af bls. 28 beiðnir hefðu ekki verið afgreidd- ar, t.d. mætti benda á, að hækk- unarbeiðni, sem lögð var fram i nóvember 1973, fékkst ekki fyrr en í marz sl. Væri þetta algjört ófremdarástand. Þá ætti Lands- virkjun í miklum erfiðleikum, en Rafmagnsveitan væri helmings aðili að Landsvirkjun fyrir hönd borgarinnar. Vitað væri, að Landsvirkjun hefði skrifað ríkis- ábyrgðarsjóði bréf, þar sem farið var fram á að sjóðurinn taki við lánagreiðslum erlendis, þar sem stofnunin hefði ekki fjármagn til þess um þessar mundír. Að lokum sagði Aðalsteinn, að nú bærust fréttir um að hækka ætti verðjöfnunargjald raforku enn, en þetta væri gjald, sem t.d. þekktist ekki á Norðurlöndum. — Orðsending Framhald af bls. 5 jánsdóttir, kennari, Skaftahlið 10, Reykjavík, Ölafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri, Skúlagötu 21, Borgarnesi, Þórunn Eiríksdóttir, húsfreyja, Kaðalstöðum, Staf- holtstungum, Mýrasýslu, Lýður Björnsson, Kennari, Safa- mýri 31, Reykjavík, Bjarni Guðráðsson, bóndi, Nesi, Reyk- holtsdal, Borg., Friðjón Svein- björnsson, sparisjóðsstjóri, Gunn- laugsgötu 7, Borgarnesi, Guð- mundur Guðbrandsson, kennari, Stóragerði 20, Reykjavík, Davíð Pétursson, hreppstjóri, Grund, Skorradal, Borg., Óli H. Þórðar- son, skrifstofumaður, Kvistalandi 7, Reykjavík, Anton Ottesen, bóndi, Ytra-Hólmi,lnnri-Akranes- hreppi, Borg., Davíð Aðalsteins- son, bóndi, Arnbjargarlæk, Þver- árhlíð, Mýrasýslu. Kalervo í vinnustofu sinni. Finnar sýna í Keflavík Á morgun, föstúdag, verður opnuð málverkasýning í sýningarsal Iðnaðarmannafélagsins í Keflavík. Á sýningunni eru verk eftir finnsku listmálarana Juhani Taivaljarvi og Kalervo Konster. Báðir listamennirnir hafa sýnt nokkrum sinnum áður hér á landi og er þetta reyndar í tíunda sinn, sem málverk Juhanis eru á sýningu hér. Þeir Juhani og Kalervo hafa sent yfir 40 myndir á þessa sýningu. Nokkrar þeirra eru upphleyptar, en einnig eru þarna olíumálverk og litlar vatnslitamyndir. Sýningin stendur fram á sunnudag og er opin frá kl. 16 til 22. Aðgangur er ókeypis. Orgeltónleikar í Dómkirkjunni og á Akranesi MEÐ norska kórnum Veitvet musikkonservatoriums kammer- kór, sem dvelur hér á landi dag- ana 21.—30. ágúst, er orgelleikar- inn Johen Varen Ugland og mun hann halda tvenna sjálfstæða orgeltónleika auk þess sem hann spilar með kórnum. Fyrri sjálf- stæðu tónleikarnir verða í Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 22. ágúst kl. 21:00, en hinir síðari i Akraneskirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Johen Varen Ugland starfar sem organisti við Haslumkirkj- una í Osló og einnig starfar hann sem kennari við Tónlistarháskól- ann i Osló. Á tónleikunum mun Johen Varen Ugland aðallega leika orgelverk eftir núlifandi norsk tónskáld. — Vestmanna- eyjaferjan Framhald af bls. 28 hlutafjársöfnun stæði yfir og nú þegar hefðu verið lagðar fram 64 millj. kr. f hlutafé, þar af er framlag bæjarins 60 millj. kr. Enn eru óskráð fram- lög fjölda aðila, t.d. stærri fyrirtækja f bænum, sem öll hafa látið uppi, að þau muni leggja fé f fyrirtækið. Tyrki yfir Aþenu Ankara, 21. ágúst — AP. FLUGMAÐURINN á F-102 orrustuþotu tyrkneska flughers- ins, sem var á leið heim eftir sprengjuárás á stöðvar gríska Kýpurbúa, þegar innrás Tyrkja stóð sem hæst, villtist og spurði radarstöðina: „Ég er yfir stórri borg, ég sé nokkrar eyjar. Geturðu sagt mér hvar ég er?“ „Þú ert yfir Aþenu,“ var svarið. Emin Alpkaya yfirmaður tyrkn- eska flughersins skýrði frá þessu í viðtali við dagblað í Istanbul. Sagði hann, að radarmennirnir hefðu leiðbeint flugmanninum heim, en loftsiglingatæki hans höfðu bilað. Tókst honum að komast heim yfir Eyjahaf án nokkurra afskipta Grikkja. Eldsneytislaus brotlenti hann svo á vegi nærri Izmir og eyði- lagði flugvélina, en slapp sjálfur ómeiddur. — Fjöffrá 11. öld Framhald af bls. 1 rúnasteinum, en hann væri mjög sjaldgæfur í tréskurði. Gisli Gestsson safnvörður sagði, að fjölin væri um 60 sentimetra löng og 20 sentimetra breið og hann væri sammála Þór um, að þetta væri einhver merkilegasti gripur, sem komið hefði inn i Þjóðminjasafnið undanfarið, reiknaði hann ekki með öðrum eins fornleifafundi á næstunni. Þá höfðum vió samband við Guðrúnu Sveinbjarnardóttur fornleifafræðinema. Hún sagði, að hún, Helgi og Margrét hefðu farið austur í Gaulverjabæ til að huga að rústum þinghúss, sem þar áttu að vera og sáust síðast á árunum 1872—1874. Hefðu þau ætlað að kanna rústirnar og bera þær saman við rústir þær, sem hún vinnur við rannsókn á í Kópavogi. Rústirnar hefðu hvergi fundizt, en bóndinn á bænum, Guðjón Sigurðsson, hefði þá komið með þessa fjöl til þeirra. Sáu þau strax, að fjölin var mjög forn og urðu hálf hissa því að hún leit mjög vel út. Guðjón hafði fundið fjölina úti á túni nú 1 sumar, en I fyrrahaust voru gömul útihús jöfnuð við jörðu með jarðýtu. Verið getur, að þessi fjöl hafi verið i gömlu húsunum, en Guðjón man ekki eftir að hafa handleikið hana. — Við Helgi fórum aftur austur sl. mánudag til að kanna svæðið betur og urðum einskis vör, en mér finnst sjálfsagt, að þetta svæði verði kannað nánar, sagði Guðrún. Helgi Þorláksson sagði, að Gaul- verjabær væri landnámsjörð og að líkindum hefði verið búið þar allar götur síðan. Vitað er, að Loftur gaulverski reisti fyrstur bú í Gaulverjabæ og hafa þar stundum búið stórmenni. Ennfremur sagði Helgi að verið gæti að fleiri sllkar fjalir leynd- ust hér á landi. Þau Guðrún og Helgi sögðu, að að þeirra mati þyrfti að endur- nýja friðlýsingar. Víða væri frið- lýsingin ekki virt og á öðrum stöð- um vissi fólk ekki um hana. Þá þyrfti að kanna ófriðlýsta .staði, sem talið er að séu merkilegir, en ekki hafa verið kannaðir og frið- lýsa, ef ástæða þykir til. Þá sögðu þau að senda þyrfti menn um sveitir til að skrá og hljóðrita sagnir og vitneskju um meintar fornleifar. Benda mætti á, að fornleifar, sem sáust fyrir um 100 árum, væru oft vart grein- anlegar nú. I landi elds og ísa væru fornleifar alltaf í hættu. Hugsanlegt væri að ljúka þessu á skömmum tíma með fáum mönnum ef undirbúningur væri góður og nægilegt fé fengist til verksi ns. Víðir með makríl AÐEINS eitt skip, Vfðir NK, hefur komið með makrfl til Nes- kaupstaðar sfðustu daga. Var báturinn með 100 lestir. Ásgeir Lárusson fréttaritari Mbl. f Neskaupstað sagði f gær, að Fylkir, sem nú stundar togveiðar, væri að fara f söluferð til Eng- lands með 45—50 lestir af flat- fiski. TriIIur frá Neskaupstað hafa lftið getað róið sfðustu daga vegna ógæfta. — GjaWeyris- sala Framhald af bls. 28 skráð verður eftir að reglu- leg gjaldeyrisviðskipti hafa verið tekin upp á ný. Munu gjaldeyrisviðskiptabank- arnir taka vegna slíkra við- skipta 25% tryggingarfé umfram síðasta gengi, sem skráð var.“ I viðtalinu við Morgun- blaðið sagði Jóhannes Nor- dal, að þótt tryggingarféð umfram síðasta gengi væri 25% þýddi það ekki, að gengisfellingin yrði jafn- há. Við svipaðar aðstæður áður hefði sami háttur ver- ið hafður á og þá trygg- ingarféð jafnan hærra en gengisfellingin hefur orð- ið. Þá sagði Jóhannes, að gjaldeyrisvarasjóðurinn hefði verið um 2000 millj. kr., þegar þessi ákvörðun var tekin. Þýðir það, að hann hefði vart enzt í meira en hálfan mánuð ef miðað er við gjaldeyris- eyðslu þjóðarinnar síðustu mánuði. — Heybruni Framhald af bls. 3. vagnfarminn að hlöðunni, þegar hann sá eldinn. Þorgeir hefur hin sxðari ár einungis verið með hestabúskap, enda landsfrægur hestamaður. í brunanum 16. nóvember 1972 brunnu bæði hesthús og hlaða og 2500 hestar af heyi. Hann endurbyggði hlöðuna og hest- húsið f fyrra. Hlaðan var 8x20 metrar. „Það þýðir ekkert annað en að herða sig upp og sýna karlmennsku,“ sagði Þor- geir, þegar blm. spurði hvernig honum væri innanbrjósts að sjá hlöðuna brenna í annað sinn á skömmum tíma. Tjón hans er mikið, heyið eitt er að verðmæti 12—1500 þúsund krónur, svo tjónið skiptir milljónum kr. — 6—700 millj. Framhald af bls. 28 byggingarvfsitala hefur hækkaO á sama tfma um 43,5%. Tekjur borgarsjóðs eru hins vegar að mestu óbreyttar frá áætlun, sem gerð var 1973. Alögð útsvör voru þó 60 millj. kr. undir áætlun. Af þessum sökum segir Birgir Is- leifur Gunnarsson, að nauðsyn- legt verði að draga verulega úr framkvæmdum á þessu ári. Borgarstjóri sagði, að Hita- veitan stæöi nú f miklum fram- kvæmdum og væri því nauðsyn- legt að hækka hitaveitugjöld um allt að 42%. Þá sagði hann, að rekstur strætisvagnanna hefði gengið erfiðlega fyrst og fremst vegna olfuhækkunarinnar, kaup- hækkana og mun færri farþega, sem ferðuðust með vögnunum. Núverandi reikningar sýndu, að borgarsjóður yrði að öllu óbreyttu að greiða 60 millj. kr. til strætisvagnanna til viðbótar þeim 155 millj. kr., sem áætlaðar hefðu verið. Nauðsynlegt yrði þvf að hækka fargjöldin all verulega. Sagði borgarstjóri, að þrátt fyrir 56,6% hækkun yrði borgarsjóður að greiða til strætisvagnanna 181 millj. kr. á þessu ári. Birgir Isleifur Gunnarsson sagði ennfremur, að ljóst væri, að rekstrarútgjöld borgarsjóðs myndu fara 600 til 700 milljónir króna fram úr áætlun. Félags- málaráðuneytið hefði ekki heim- ilað að hækka álagningu útsvars úr 10 til 11% eins og forystumenn bæjarfélaganna á Reykjavfkur- svæðinu hefðu óskað eftir. Nauð- synlegt væri að draga all verulega úr framkvæmdum á þessu ári bæði f gatnagerð og byggingum. En þrátt fyrir það yrði ekki unnt að spara á þeim liðum vegna gífurlegra hækkana við þær fram- kvæmdir, sem þegar væri búið að vinna eða væru komnar f gang. Frestun á framkvæmdum, sem ekki væri byrjað á, nægði aðeins til þess að jafna metin miðað við f járhagsáætlunina vegna kostnaðarhækkananna. Þá sagði borgarstjóri, að enn stæðu eftir rekstrarerfiðleikar borgarsjóðs. Allt hefði þó verið gert, sem unnt væri, til þess að koma við auknum sparnaði, en eigi að sfður væri hér um mikið vandamál að ræða. Borgarstjóri sagði ennfremur, að ný rfkisstjórn yrði að bregða skjótt við til þess að leysa úr þeim miklu erfiðleikum, sem öll stærri sveitarfélögin f landinu ættu nú við að glfma vegna verðbólguþró- unarinnar og hinna gífurlegu kostnaðarhækkana. Trésmiðir. Vantar tvo — fjóra góða trésmiði nú þegar. Upplýsingar á daginn í síma 86431 og á kvöldin í 35478. Kristinn Sveinsson. Laghentir menn Okkur vantar laghenta menn nú þegar á trésmíðaverkstæði. Upplýsingar i síma 36500. Gamla kompaníið h.f., Síðumúla 33. Bifreiðastjórar Okkur vantar vaktmann og bifreiðastjóra nú þegar. Þurfa að hafa réttindi til aksturs strætisvagna. Upplýsingar í símum 20720 og 13792. Lanc/leiðir h. f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.