Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR 154 tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR 22. ÁGtJST 1974 Prentsmiðja Morgunhlaðsins. Ford fer í framboð ’76 Lík grafið upp úr gröf í tyrkneska þorpinu Aloda norður af Famagusta. Tyrkir segja, að grískir Kýpurbúar hafi tekið þar af lífi konur og börn þorpsins og grafið þau í fjöldagröf. Myndin sýnir, þegar erlendum fréttamönnum var sýnd gröfin. Washington 21. ágúst — AP. TALSMAÐUR Fords Bandaríkjaforseta skýrði frá því, að Ford hefði ákveðið að bjóða sig fram í forsetakosningunum 1976. Það var blaðafulltrúi for- setans, Jerald F. Terhorst, sem flutti fréttamönnum þessi skilaboð, en hann sagði jafnframt, að óvíst væri, hvort Nelson Roeke- feller yrði varaforsetaefni Fords. Terhorst tók það samt fram, að þetta bæri ekki að túlka sem svo, að Ford ætlaði að losa sig við Rockefeller áður en hann leitaði kjörs. Fyrir 13 dögum lýsti Ford því yfir opinberlega, að hann hefði ekki áhuga á að ná kjöri sem forseti. Rockefeller sagði hins veg- ar á þriðjudag, að hann teldi allar líkur á því, að Ford færi í framboð. Merkur fornleifafundur á íslandi: VILL STJORNMALA- SAMBAND VIÐ KÚPU Panamaborg, 21. ágúst — NTB, AP. PANAMA er reiðubúin til að taka upp stjórnmálasamband við Kúbu eins fljótt og hægt er, eftir því sem skýrt var frá af opinberri hálfu. Sendinefnd stjórnarinnar mun brátt halda til Kúbu til að ná samkomulagi við Havanna-stjórn ina um þetta atriði. Bandariska utanríkisráðuneyt- ið hefur lýst vonbrigðum sinum með þessa ákvörðun Panama- stjórnar. Fjöl með Hríngaríkisútskurði frá 11. öld fannst í Gaulverjabæ FYRIR nokkru fann Guðjón Sigurðsson bóndi i Gaulverjabæ f Gaulverjabæjarhreppi merkilega fjöl og nú hefur komið f Ijós, að fjöl þessi, sem er með Hringa- rfkisútskurði, er frá 11. öld. Það voru þau Guðrún Sveinbjarnar- dóttir fornleifafræðinemi, Helgi Þorláksson sagnfræðingur og Margrét Hermannsdóttir forn- leifafræðinemi, sem uppgötvuðu gildi fjalarinnar, er þau voru I heimsókn I Gaulverjabæ við leit að öðrum fornminjum, sem þau fundu ekki. Kom þá Guðjón með fjölina og sýndi þeim, en hana hafði hann fundið úti á túni f vor. Er þetta talinn einn merkasti fornleifafundur á tslandi sfðari ár. Staðfestingu útnefning- ar Rockefellers hraðað Washington, 21. ágúst — AP. LEIÐTOGI demókrata í öldungadeildinni, Mike Mansfield, lofaði á mið- vikudag skjótum aðgerðum við staðfestingu útnefning- ar Nelsons Rockefellers sem varaforseta. Sagði Mansfield, að allt yrði gert til að hægt yrði að ganga frá staðfestingunni fyrir þinghlé i október. (Jtnefningu Rockefellers hefur verið mjög vel tekió af þingmönn- um, að gömlum óvinum hans úr Repúblikanaflokknum undan- skildum, þannig að öruggt má telja, að hún verði staðfest. Forsetar beggja deilda þings- ins, sem báðar munu fjalla um útnefninguna, hafa ekki viljað segja hvaða dag nákvæmlega út- nefningin verður sfaðfest. Peter Rodino formaður dóms- málanefndar fuiltrúadeildarinn- ar sagði, að tekið gæti átta eða tíu vikur að fjalla um Rockefeller sem varaforseta. Þór Magnússon þjóðminjavörður virðir fyrir sér f jölina frá Gaulverja- bæ. Fjölin er um 60 sm löng og 20 sm breið. Ljósm. Mbl.: Brynjólfur. „Þessi fjöl er einn óvæntasti hlutur, sem komið hefur I Þjóð- minjasafnið sfðari ár, og segja má, að hér sé um afmælisgjöf að ræða á þjóðhátfðarárinu og þvf ekki úr vegi að þakka þeim, sem fundu fjölina fyrir einskæra til- viljun,“ sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður, þegar við rædd- um við hann f gær. Hann sagði, að þessi Hringa- ríkisútskurður frá 11. öld hefði fundizt við og við á fornum fjöl- um. Mætti þar nefna fjalirnar frá Hólum f Eyjafirði og Möðrufells- fjölina, en þó svipaði þessari fjöl mest til fjalanna frá Flatatungu í Skagafirði, sem komu í Þjóð- minjasafnið fyrir tuttugu árum. Skurður fjalarinnar frá Gaul- verjabæ væri öruggur 11. aldar skurður og væri þessi fundir með ólikindum, aldrei áður hefði fundizt fjöl af þessu tagi sunnan- lands. Þá sagði Þór, að Hringaríkisút- skurður þekktist viða í V-Noregi á Framhald á bls. 16 Tvrkir hóta stofnun lýðveldis á Kýpur Nikósiu, 21. ágúst — AP, NTB. LYÐVELDI Kýpur-Tyrkja verður stofnað á norðurhluta Kýpur ef Grikkir fallast ekki á að taka upp viðræður við Tyrki um framtfð eyjarinnar fljótlega. Það var Ieið- togi tyrkneska minnihlutans á Kýpur, Rauf Denktash, sem sagði þetta á miðvikudag. Ef Grikkir fallast ekki á að taka upp viðræður á ný verður þriðj- ungur Kýpur lýstur tyrkneskt lýðveldi, sagði hann Glafkos Kleredies forseti Kýp- ur sagði um þessa yfirlýsingu Denktash, að hún kæmi sér ekki á óvart, þvf að ásetningur Tyrkja hefði alltaf verið að skipta eynni. Óvenju miklar rigningar juku á miðvikudag á vanda þúsunda flóttamanna, sem búið höfðu um sig í skógum og opnum svæðum, þar sem lítið skjól er að finna. En vopnahléð hélzt áfram, þó að her- menn Sameinuðu þjóðanna hefðu nóg að gera við að koma í veg fyrir að óeirðir brytust út á milli gríska og tyrkneska þjóðarbrots- ins. Tyrkneski herinn krafðist þess á miðvikudagsmorgun, að friðar- gæzlusveitir S.Þ. hefðu sig á brott frá hafnarborginni Famagusta. Það eru sænskar sveitir, sem þar hafa haldið uppi gæzlu. Neituðu Sviarnir að fara fyrr en nánari skýring kæmi frá Tyrkjum og sá- ust þeir enn á götum borgarinnar á miðvikudagskvöld. Lögreglan í Nfkósiu handtók á miðvikudag þrjá menn f sam- bandi við óeirðirnar við banda- ríska sendiráðið, sem leiddu til þess, að bandaríski sendiherrann Rodger Davies var myrtur. Tveir hinna handteknu voru aftur látn- ir lausir og lögreglan vildi ekkert gefa upp um nöfn eða ákærur. Embættismenn stjórnarinnar sögðu, að unnið væri eftir öllum leiðum í málinu undir persónu- legri stjórn saksóknara Kýpur. Forsætisráðherra Tyrklands, Ecevit, ítrekaði á miðvikudag, að Tyrkir væru reiðubúnir að endur- skoða vopnahléslínur og draga her sinn frá einhverjum hinna herteknu svæða. Hann hvatti jafnframt Grikki til að setjast á ný að samningaborðinu og lýsti sig reiðubúinn til að hitta Karamanlis forsætisráðherfa Grikkja í Aþenu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.