Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 28
IESIO flUClVSinCRR '--- í,l<,rB»"Mní.ii) Maerumiiiiiiinj,. ' ' ' .. . DHGLEGn j FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1974 Rafmagnsveita Revkiavíkur: Skuldar Landsvirkjun 250 milljónir króna RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur skuldar Landsvirkjun nú um 250 milljónir króna og eiga nú bæði fyrirtækin í erfiðleik- um. Rafmagnsveitan fór fram á 30% hækkun á út- söluverði raforku 1. júlí sl., eii enn hefur ekkert svar þar að lútandi borizt frá stjórnvöldum. Aðalsteinn Guðjohn- sen rafmagnsveitustjóri Reykjavíkur sagði, þegar Mbl. ræddi við hann, að skuldatölurnar væru nú orðnar mjög háar. Raf- magnsveitan hefði lítið sem ekkert getað staðið í skilum að undanförnu og væru þessar skuldir farnar að valda Landsvirkjun erfiðleikum. Hann sagði, að af þessum 250 milljónum kr. væru tæpar 200 milljónir kr. vanskil, en 50 millj. kr. væru áfallin gjöld, sem ættu að greiðast um mánaðamótin. Hefur Raf- magnsveitan þegar tjáð Landsvirkjun, að litlar horfur séu á, að þetta fé verði greitt á réttum tíma. — Rafmagnsveita Reykjavíkur fór fram á 30% hækkun á útseldri raforku frá 1. júlí sl, en enn hefur ekkert svar borizt frá stjórn- völdum. Hinsvegar er vitað, að umsögn Framkvæmdastofnunar ríkisins liggur fyrir, en um af- stöðu ríkisstjórnarinnar er ekki vitað ennþá, sagði Aðalsteinn. Ennfremur sagði hann, að atvik sem þetta hefðu margendurtekið sig undanfarin ár. Hækkunar- Framhald á bls. 16 Flokksráð Siálfstæðisflokksins: Heimilar stjómarsam- starf við Framsókn að áskildu samþykki þingflokks um málefni og verkaskiptingu Flokksráð Sjálfstæðis- flokksins kom saman til fundar síðdegis í gær. Þar var samþykkt að heimila þingflokki sjálfstæðis- manna að ganga til stjórn- arsamstarfs við Framsókn- arflokkinn næðist sam- komulag um málefna- grundvöll og verkefna- skiptingu. í upphafi flokksráðsfundarins gerði Geir Hallgrimsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins grein fyrir efnahags- ástandinu og nauðsynleg- um úrræðum til úrbóta. Jafnframt ræddi hann um stjórnarmyndunarviðræð- urnar og þau drög að stefnuyfirlýsingu, sem unnið hefur verið að. Flokksráð Sjálfstæðis- flokksins fer með æðsta vald varðandi samstarf við aðra flokka. Eftirfarandi tillaga var samþykkt ein- róma í lok fundarins í gær: „Flokksráð Sjálfstæðis- flokksins heimilar þátttöku Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn að því áskildu, að samkomu- lag náist um málefna- grundvöll og verkaskipt- ingu ráðherra, er þing- flokkur Sjálfstæðisflokks- ins getur fallizt á.“ Hlöðubruni í Gufunesi 1 GÆR brann hlaða, Þorgeirs bónda f Gufunesi f annað sinn á tæpum tveimur árum. t hlöðunni voru 1500 hestar af heyi og er það taiið gjörónýtt. Þorgeir var að koma með síðasta vagnfarm- inn að hlöðunni, þegar hann sá eldinn. Myndin er tekin, þegar slökkvistarf var langt komið. Frásögn og myndir á bls. 3. Ljósm. Mbl. R.Ax. Gjaldeyrissala bankanna stöðvuð: Hefst ekki aftur fyrr en eftir gengisbrey tingu Vestmannaeyja- ferjan boðin út bráðlega N(J LlÐIJR senn að því, að smíði sérstakrar Vestmanna- eyjafrrjn. verði boðin út, en hiuiafélagið Herjólfur var formlega stofnað í Vestmanna- eyjum um sfðustu helgi. Gert er ráð fyrir, að frá þvf að smfði ferjunnar verður boðin út og þangað til hægt er að taka hana f notkun lfði rúmlega ár. Georg Tryggvason bæjarrit- ari f Vestmannaeyjum sagði f viðtali við Morgunblaðið f gær, að viðiagasjóður hefði annazt gerð útboðsgagna og enn- fremur hefðu teikningar af ferjunní verið gerðar á vegum sjóðsins, en hún mun verða um 800 lestir að stærð, svipuð og skuttogararnir, Ögri og Vigri. Hann sagði ennfremur, að Framhald á bls. 16 „ÉG held, að mér sé óhætt að fullyrða, að gjaldeyris- deildir bankanna opni ekki aftur á sama gengi og skráð var f morgun,“ sagði Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri, þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hann f gærkvöldi og spurðist fyrir um þá ákvörðun bankanna að fella niður gengisskrán- ingu f gær. Þetta gefur til kynna, að gengisfelling sé á næsta leiti, þvf að aug- ljóst er, að gengið verður ekki hækkað heldur lækk- að. I fréttatilkynningu, sem Mbl. barst í gær frá Seðla- bankanum, segir m.a.: „Seðlabankinn hefur að höfðu samráði við gjald- eyrisviðskiptabankana á- kveðið, að gengisskráning verði felld niður frá kl. 4 e.h. 21. ágúst 1974 Ráðstöfun þessi er talin nauðsynleg vegna þess óvissuástands, sem skapazt hefur undanfarna daga og leitt hefur til þess, að skipuleg gjaldeyrisvið- skipti geta ekki lengur far- ið fram. Á meðan þetta ástand varir munu gjaldeyrisvið- skiptabankarnir selja gjaldeyri, þegar brýn nauð- syn krefur, með því skil- yrði, að viðskipti, sem þannig fara fram, verði endanlega gerð upp á fyrsta opinbera gengi, sem Framhald á bls. 16 Rekstrarkostnaður borgarsjóðs: 6—700 millj. kr. umfram áætlun vegna verðbólguþróunarinnar • Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri greindi frá þvf f sam- tali við Morgunblaðið f gær, að borgarsjóður og einstök fyrirtæki borgarinnar ættu nú við verulega fjárhagserfiðleika að etja vegna óðaverðbólgu og kostnaðarhækk- ana. Fyrirsjáanlegt er, að rekst- urskostnaður borgarinnar fer 600 til 700 millj. kr. fram úr áætlun á þessu ári af þessum sökum. Þá eiga einstök fyrirtæki eins og Hitaveita, Strætisvagnar og Raf- magnsveita við mikla erfiðleika að etja. % Tekjur borgarsjóðs miðast að mestu leyti við atvinnutekjur á árinu 1973. Á þessu ári hafa á hinn bóginn orðið svo stórkost- legar kostnaðarhækkanir, að allar áætlanir um framkvæmdir ' og þjónustu hafa farið langt fram úr áætlun. Hækkun mánaðarlauna milli áranna 1973 og 1974 er 46,4%, vikukaups um 45,2%, og Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.