Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGUST 1974 13 Abeba. Hann skoraði á þjóðina að standa saman og mælti gegn tillögunni um að veita héraðinu Erótreu sjálfstæði, þar sem hann kvað hafnar- borgirnar Assab og Massawa gegna mikilvægu hlutverki fyrir landið allt. # Heimildir meðal stjórn- málamanna f Addis Abeba herma, að stöðugt hand- taki herinn fleiri stjórn- málamenn og embættis- BERSERKS- GANGUR Addis Abeba, 21. ágúst — NTB. %■ IIAILE Selassie Eþfópfukeisari, sem að undanförnu hefur sætt mikilli gagnrýni og verið að mestu rúinn völdum af hernum, hélt í dag stutta ræðu á þjóðþinginu í Addis menn. Tveir ráðherrar nú- verandi ríkisstjórnar héldu þvf fram í yfirlýs- ingu, sem gefin var út í dag, að þingmenn landsins létu múta sér í stórum stíl. Það væri viðtekin hefð. Ásakanir um spillingu eru daglegt brauð í blöðum í Eþíópíu. Herinn kveður spillinguna hafa blómstrað í hinni völtu, gömlu ríkis- stjórn keisarans. Herferðin gegn Selassie keisara í blöðum er af mörgum talin liður í áætl- unum hersins um að bola honum algerlega frá. Telja stjórnmálaskýrendur, að herforingjarnir vilji finna viðbrögð almennings við ásökununum á hendur keisaranum áður en þær áætlanir séu fram- kvæmdar. 78 hafa farizt á Filippseyjum Manila, 21. ágúst — NTB. UM ÞAÐ bil milljón manns er heimilislaus á Filippseyjum eftir flóðin þar, en vatnsborðið er nú mjög tekið að lækka i höfuðborg- inni Manila og flestum héruðum. Hingað til hafa 78 týnt lifi i flóð- unum, að þvi er talsmaður rikis- stjórnarinnar sagði. Rikisstjórnin á Filippseyjum, Alþjóða Rauði krossinn og fleiri stofnanir hafa byrjað samvinnu til að koma lyfj- um, matvælum og öðrum vistum til þeirra svæða, sem verst hafa orðið úti. % Brenndi sig til bana LÖGREGLUMAÐUR í Sai- gon í Vietnam sést hér breiða yfir lík 33 ára Viet- nama, Phan Van Lua, sem kveikti í sér fyrir framan þinghúsið í Saigon nýlega. Maðurinn, sem er fyrrver- andi hermaður, átti fimm börn. Þetta er annað sjálfs- morðið, sem framið er með slíkum hætti í Saigon á , •* rúmum mánuði. Hafréttarráflstefnan í Caracas: Litið á Bretanum að græfla Caracas 20. ágúst. Frá Margréti R. Bjarnason. FORMAÐUR brezku sendinefnd- arinnar á hafréttarráðstefnunni hér ( Caracas, Sir Roger Jackiing, er mikill „diplomat". Þess urðum við fslenzku fréttamennirnir áþreifanlega varir, þegar við ræddum við hann f morgun um afstöðu Breta til þeirra mála, er varða fiskveiði — og auðlindalög- sögu. Það var svo til sama hvað við spurðum Sir Roger um, hann svaraði jafnan kurteislega, en við vorum heldur Iitlu nær. sum ríki hafa tilhneigingu til að túlka þetta hugtak með þeim hætti að það jafngildir allt að því útfærslu landhelgi út í 200 mílur Það mundi að okkar mati hafa slæmar afleiðingar fyrir siglingar og viðskipti, sem við teljum öllum til skaða bæði f bráð og lengd. Ef strandríki fær rétt til nýting- ar'auðlinda innan auðlindasvæðis verður að tryggja siglingafrelsi og frelsi til vísindalegra rannsókna. Við spurðum Sir Roger hvers vegna Bretar hefðu ekki fylgt til- lögu hinna átta aðildarríkja Efna- hagsbandalags Evrópu, en hann vildi lítið um það ræða, sagði þó, að það væri ekki ýkja mikill mun- ur á afstöðu þeirra og Breta. Bretar væru þvf fylgjandi, að strandríki leyfðu öðrum þjóðum að veiða það, sem þau gætu ekki sjálf nýtt, en þeir hefðu nokkuð annarra hagsmuna að gæta. Aðspurðum hvað Bretar myndu gera, ef Islendingar og Norðmenn færðu lögsögu sina út í 200 milur í vetur, sagði Sir Roger, að hann væri þess fullviss, að ekkert riki gripi til slíkra ráðstafana, sem gætu spillt fyrir árangri haf- réttarráðstefnunnar. Við spurðum, hvort úrskurður Haag-dómstólsins hefði haft áhrif á gang ráðstefnunnar, en þvi svaraði hann ekki beint, kvað dóminn hins vegar einkar athuga- verðan og hafa sannað svo ekki yrði um villzt, hvaða lög giltu í þessum efnum þangað til önnur hefðu verið sett. Selassie bolað frá? Aarbruecken, 21. ágúst NTB. 33 ÁRA gamall Vestur- Þjóðverji trylltist í borg- inni Aarbruecken í dag, myrti fimm manns og framdi sjálfsmorð á eftir. Lögreglan telur, að orsök morðanna hafi verið af- brýðisemi, en meðal fórnarlambanna var ást- kona mannsins, fyrrver- andi eiginkona og sex ára gömul dóttir hans. Afstöðu Breta til 200 mílna auð- lindasvæðisins sagði hann þessa: „Við höfum tjáð okkur reiðubúna til að rökræða til fullnustu hug- myndina um auðlindasvæði. En við höfum jafnframt gert ljóst, að við skiljum hugtakið auðlinda- svæði þannig, að það sé svæði, þar sem strandríki hafi hag af auð- lindum allt að 200 sjómílum frá landi eða að landgrunnsbrún og hafi lögsögu yfir þeim — en ekki meiri en þá sem nauðsynleg er til hagnýtingar auðlinda. A hinn bóginn höfum við orðið þess var- ir, og höfum af því áhyggjur, að Júgóslavar óttast stefnu Grikklands TITO og aðrir leiðtogar úrsagnar Grikklands úr Júgóslavíu eru nú sagðir hernaðarsamstarfi innan mjög áhyggjufullir vegna Atlantshafsbandalagsins og fregna um, að allt Ný aðferð til eyðing- ar krabbameinsœxía t SKURÐLÆKNAHASKÖL- ANUM f Dublin er nú verið að reyna nýja aðferð til lækningar á krabbameini, sem gefur von um, að unnt sé að nýta inn- byggðar varnir Ifkamans sjálfs betur gegn sjúkdóminum. Þess- ar rannsóknir, sem sagt er frá f nýjasta hefti brezka lækna- tfmaritsins The Lancet, fara fram undir stjórn prófessors Robert Thorne. □ Aðferð prófessors Thornes felst f meginatriðum f þvf, að hann sprautar sjúklingana með sérstökum enzýmum, sem að nokkru leyti geta leyst upp krabbameinsæxli. Sfðan eru ónæmisvarnir Ifkamans settar f gang og þær ráðast á æxlið. Þessi aðferð er f beinu fram- haldi af fyrri aðferðum, þar sem sjúklingarnir eru spraut- aðir með dauðum krabbameins- frumum, sem eihnig geta kom- ið ónæmisvörnum Ifkamans f gang. Enzýmin, sem er að ræða, nefnast streptokinase og brinase og er þeim dælt í blóð- ið. Þessi enzým eyða eggja- hvítuefnum á yfirborði krabba- meinsfruma, svo að hvítu blóð- kornin geta látið til skarar skríða og eytt frumunum sjálf- um. Prófessor Thorne hefur not- að þessa aðferð við 18 sjúkl- inga, hjá 11 þeirra juku ónæmisvarnir líkamans mjög starfsemi sina og framleiðsla hvitu blóðkornanna jókst að mun. Um leið batnaði líðan sjúklinganna. Talið er þó, að ekki sé enn hægt að skera úr um varanlegt gildi þessarar að- ferðar. Því miður er ekki unnt að endurtaka enzýmagjafirnar endalaust, þvf að smám saman verður sjúklingurinn ónæmur fyrir enzýmunum sjálfum. Oft er það svo, að krabba- meinssjúklingar fá skyndilegan bata. Talið er nokkuð öruggt, að það eigi rætur sínar að rekja til þess, að ónæmisvarnir likam- ans fá aftur hæfileikann til að ráðast á æxlin. Aðferð prófess- or Thornes kann að reynast mikilvæg leið til að koma þess- um náttúrulegu vörnum líkam- ans í gang. bandarfskt herlið skuli fara frá Grikklandi. Áreið- anlegar heimildir í Belgrad herma, að Iftill áhugi sé hjá júgóslavnesk- um valdhöfum á að valda- og hernaðarjafnvægið á Balkanskaga raskist. Sem sósfalískt ríki hefur Júgóslavía allgóðan her- styrk, en hefur allan vara á gagnvart Varsjárbandalag- inu, og hefur ekki í hyggju að gefa ráðamönnum í Moskvu minnsta tilefni til að velta fyrir sér hernaðar- íhlutun á Balkanskaga. Því hefur það ýtt við stjórninni í Belgrad, að nágranna- ríkið Búlgaría, dyggur bandamaður Sovétríkj- anna, hefur notað óvissuna að undanförnu til að koma hreyfingu á her sinn og flytja verulegan fjölda her- Tito — áhyggjufullur. sveita að landamærum Grikklands og Júgóslavíu. Talið er, að Júgóslavar vilji helzt, að komið verði á svipaðri skipan á Kýpur og ríkti fyrir byltinguna gegn Makariosi í júlí, og sem minnst breyting verði á öllum styrkleikahlutföllum á þessu svæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.