Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGUST 1974 Hans G. Andersen, sendiherra: Fiskveiði- mörk íslands og hugtakið efnahags- lögsaga Síðari hluti Hér fer á eftir síSari hluti erindis Hans G. Andersens, sendiherra, um fiskveiSitakmörk Islands og hug- takið efnahagslögsaga, er hann flutti á XIX móti norrænna laganema í júní sl. Ríkisstjórn fslands hafði í fyrstu ætlað sér að biða eftir úrslitum þriðju ! hafréttarráðstefnunnar og fresta frekari i útfærslu fiskveiðimarkanna að svo i stöddu. En fiskistofnum á fslandsmið- um fór hnignandi sökum ofveiði, og eftir að afli á öðrum fiskimiðum, t.d. í Barentshafi, við Vestur-Grænland og i við Nýfundnaland fór þverrandi, var 1 yfirvofandi hætta á, að stórir flotar frystitogara og verksmiðjutogara mundu halda á íslandsmið Sú þróun hafði þegar byrjað á árinu 1971. Einnig var Ijóst, að talsverður tími gæti liðið uns samningur frá ráðstefnunni tæki gildi. Með hliðsjón af þessu var ákveðið að færa fiskveiðimörkin út miðað við 1. september 1972 Rikis- stjórnir Bretlands og Sambands- lýðveldisins Þýzkalands ákváðu þá að skjóta máli þessu til alþjóðadómstóls- ins á grundvelli samninganna frá 1961 Alþingi íslendinga hafði þá samhljóða samþykkt ályktun um að skuldbindingar samkomulagsins frá 1961 um málskot til alþjóðadómstóls- ins hefðu náð tilgangi sínum og að samningar þessir væru úr gildi fallnir. Ríkisstjórn fslands hefir því ekki haft fulltrúa við réttarhöldin í Haag. Engu að síður ákvað dómstóllinn að hann hefði dómsögu í málum þessum í greinargerðum sínum og munnlegum málflutningi hafa rfkisstjórnir Bretlands og Sambandslýðveldisins Þýzkalands mótmælt útfærslu fiskveiðimarkanna á þeim grundvelli, að 12 mílna mörk væru hámark að alþjóóalögum. Þegar ríkisstjórn Islands tilkynnti rikisstjórn- um Bretlands og Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands um fyrirætlan sína um að færa fiskveiðimörkin út í 50 milur, var opinber greinargerð um „Fiskveiði- lögsögu Islands", sem lögð hafði verið fram í undirbúningsnefnd hafréttar- ráðstefnunnar, látin fylgja tilkynning- unni sem fylgiskjal. Orðsendíngarnar ásamt fylgiskjölunum voru lagðar fyrir alþjóðadómstólinn og urðu þannig málskjöl fyrir réttinum Segja má þvi, að sjónarmið ríkisstjórnar Islands í máli þessu hafi komið fyrir dómstólinn, jafnvel þótt (sland tæki ekki þátt i réttarhöldunum. Samkomulag hefir verið gert við Belgiu, Færeyjar, Noreg og Bretland um timabundnar veiðar innan hinna nýju marka Samningaviðræður við rikisstjórn Sambandslýðveldisins Þýzkalands hafa enn ekki boríð árangur Undirbúningsnefnd hafréttar- ráðstefnunnar Á þriggja ára tímabilinu 1971 — 1973 var undirbúningsnefnd þriðju hafréttarráðstefnunnar aðalvettvangur- inn fyrir umræður um hafréttarmál. Margskonar upplýsingar hafa þangað borizt, svo sem löggjöf hinna ýmsu landa, niðurstöður svæðafunda og al- þjóðlegra funda svo og tillögur, sem lagðar hafa verið fyrir nefndina sjálfa. Auk þessa hafa málin verið rædd ár- lega á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Ef við lítum á löggjöf hinna ýmsu landa kemur i Ijós, að eftirtalin ríki hafa gert kröfu til lögsögu yfir auðlindum utan 12 mílna: Argentína, Brasilía, Cameroon, Chile, Costa Rica, Ecuador, El Salvador, Franska Guyana, Gabona, Ghana, Gambía, Guinea, Haiti, Honduras, fsland, Indland, Iran Kongó, Malagasy lýðveldið, Maldi-eyj ar, Maurítania, Marokkó, Nicaragua, Nigeria, Oman, Pakistan, Panama, Perú, Senegal, Sierra Leone, Sómalia, Suður-Kórea, Sri Lanka, Tanzanía, Uruguay, Viet-Nam, Norður Viet-Nam. Hér er um að ræða 37 riki, sem hafa löggjöf um lögsögu yfir fiskveiðum utan 12 mílna frá ströndum. Ef athugaðar eru niðurstöður svæða- funda, ber að nefna Montevideo yfir- lýsinguna frá 8. mai 1 970, sem undir- rituð var af Argentinu, Brasiliu, Chile, Ecuador, El Salvador, Panama, Perú, Nicaragua og Uruguay. Segir þar, að það sér grundvallarregla í hafrétti, að strandríkið eigi rétt á að hagnýta sér auðlindir hafsins undan ströndum og á hafsbotni í þvi skyni að stuðla að sem mestri efpahagslegri þróun sinni og auka velferð þjóðarinnar svo og að ákveða mörk landhelgi sinnar og lög- sögu með hliðsjón af landfræðilegum og jarðfræðilegum aðstæðum og atrið- um, er varða auðlindir sjávar og raun- hæfa hagnýtingu þeirra í yfirlýs- ingunni segir einnig, að þau riki, sem undirritað hafa hana, hafi vegna sér stöðu sinnar fært út landhelgi sina eða lögsögu yfir hafsvæðum undan strönd- um i 200 mílur frá grunnlinum land- helginnar i Líma-yfirlýsingunni frá 8 ágúst 1970 lýstu Argentina, Brasilía, Columbia, Chile, Dóminikanska lýð- veldið, Ecuador, El Salvador, Guate- mala, Honduras, Mexico, Nicaragua, Panama, Perú og Uruguay því yfir sem almennri meginreglu hafréttar, að strandríkíð hefði rétt til að ákveða við- áttu landhelgi sinnar eða lögsögu i samræmi við sanngirniskröfur og mið- að við landfræðileg, jarðfræðileg og líffræðileg atriði og nauðsyn þess, að auðlindir væru hagnýttar sem bezt Og í Santo Domino-yfirlýsingunni frá 9. júni 1972 orðuðu Columbía, Costa Rica, Dóminikanska iýðveldið, Guate- mala, Haiti, Honduras, Mexico, Nicara- gua, Trinidad og Tobago og Venezuela yfirlýsingu varðandi „the patrimonial sea" þannig: „1. Strandríkið hefur fullveldisrétt yfir auðlindum, hvort sem þær endurnýjast eða ekki, sem er að finna i hafi, á hafsbotni eða i honum á svæði, er liggur fyrir utan landhelgi og nefnist „the patrimonial sea". 2. Strandrikinu ber að efla visinda- legar rannsóknir og er rétt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma i veg fyrir mengun sjávar og tryggja fullveldisrétt sinn yfir auðlindum svæðisins 3. Víðáttu þessa svæðis ætti að ákveða með alþjóðasamningi, sem æskilegt væri að tæki til alls heimsins Heildarvíðátta bæði landhelgi og „the patrimonial sea" ætti ekki að vera meir en 200 sjómilur." Ráðgjafanefnd Asíu- og Afríkuríkja Svipaðar hugmyndir höfðu mikið fylgi á fundum lögfræðilegrar ráðgjafa- nefndar Aíu- og Afrikuríkja í Lagos árið 1971 og á siðari fundum i Nýju-Dehli og Tokío. Þá ber og að nefna yfir- lýsingu fjórðu ráðstefnu óháðra rikja í Alsír dagana 5.—9. september 1973. Sjötiu og fjögur riki tóku þátt i þessari ráðstefnu þjóðhöfðingja og forsætis- ráðherra óháðra ríkja,- og tuttugu riki þar til viðbótar höfðu þar áheyrnar- fulltrúa. Ráðstefnan gerði ályktun um hafréttarmál, þar sem hún „styður viður kenningu á rétti strandrikja á hat- svæðum undan ströndum og hafsbotni innan lögsögu, er eigi nái lengra en 200 milur frá grunnlinum, vegna hag- nýtingar auðlinda og verndunar annarra skyldra hagsmuna þjóða, enda sé frelsi siglinga og yfirflugs virt þar sem við á og fyrirvari er gerður varð- andi mörk landgrunnsins". Einnig ber hér að nefna niðurstöður skýrslu svæðafundar Afrikuríkja um hafréttar- mál í Yaondé dagana 20 —30 júni 1972 þar sem mælt var með því við Afrikuríki, að þau færðu út fullveldis- rétt sinn yfir öllum auðlindum úthafs- ins utan landhelgi innan efnahagslög- sögu, sem koma bæri á og taka skyldi til a.m k landgrunnsins. Voru Afriku- riki hvött til að halda fram meginstefnu slikrar útfærslu á næstu hafréttar- ráðstefnu. Loks var I yfirlýsingu Ein- ingarsamtaka Afriku, sem samþykkt var á ráðherrafundi í Addis Abeba frá 17.—24. mai 1973, sagt, að Afriku- ríkin viðurkenni rétt hvers strandrikis til að ákveða efnahagslögsögu utan landhelgi, er eigi nái umfram 200 milurfrá grunnlinum landhelginnar. í undirbúningsnefnd hafréttar- ráðstefnunnar hafa ýmsar tillögur verið lagðar fram um víðáttumikla lögsögu strandrikja yfir auðlindum. í ýmsum tilvikum er þá um að ræða staðfestingu á sjónarmiðum, sem þegar hafa komið fram i ræðum þeirra, sem að tillögunni standa. Hinn 5. april 1 973 flutti sendi- nefnd fslands þannig svohljóðandi til- lögu: „Strandríki er heimilt að ákveða víðáttu lögsögu sinnar og yfirráða yfir auðlindum á hafsvæðum utan landhelgi. Ytri mörk svæðisins skulu ákveðin á sanngjarnan hátt með hliðsjón af landfræðilegum, jarð- fræðilegum, vistfræðilegum, efna- hagslegum og öðrum aðstæðum, er máli skipta á staðnum og skulu ekki ná lengra en 200 sjómílur." Tillaga þessi var I samræmi við ræðu sendinefndar íslands þegar á fyrsta fundi undirbúningsnefndarinnar í marz 1971 Tillagan er einnig í samræmi við þau sjónarmið, sem haldið hefur verið fram af íslands hálfu alit frá árinu 1 948, þ.á m. á Genfarráðstefnunum. Kenya flutti tillögu 7. ágúst 1972 um efnahagslögsögu allt að 200 míl- um. Columbía, Mexikó og Venezuela gerðu 2. aprll 1973 tillögu um 200 mílna efnahagslögsögu og fullveldis- rétt yfir landgrunnsbotni umfram þau mörk Uruguay flutti tillögu 3 júlí 1973 um 200 mllna landhelgi Brasil la flutti 13. júll 1973 tillögu um 200 mtlna landhelgi. Ecuador, Panama og Perú fluttu 13. júll 1973 tillögu um landhelgi allt að 200 mílum. Malta lagði til 1 3. júll 1 973, að ákveðið yrði 200 milna lögsögusvæði með vissum skilyrðum. Hinn 16. júli 1973 lagði Kina til, að efnahagslögsagan yrði 200 mílur. Ástralla og Noregur fluttu tillögu 1 6. júlí 1 973 um efnahagslögsögu allt að 200 mílum og fullveldisrétt yfir hafsbotni umfram þau mörk. Argentina lagði 1 6. júll 1 973 til, að efnahagslög- saga yrði 200 milur og að viðurkenna bæri rétt strandrikisins yfir hafsbotni umfram þau mörk. Kanada, Indland, Kenya, Madagaskar, Senegal og Sri Lanka fluttu tillögu um lögsögu yfir fiskveiðum innan ótiltekinnar fjarlægð- ar, en siðar var tekið fram, að átt væri við 200 milur. Alsir, Cameroon, Ghana, Ivory Coast, Kenya, Líberia, Madagaskar, Mauritius, Senegal og Sierra Leone, Sómalía, Súdan, Túnis og Tanzania fluttu tillögu um 200 mílna efnahagslögsögu og 10. ágúst 1973 flutti Pakistan tillögu um 200 milna efnahagslögsögu. Yfirlýsingar og tillögur i undirbún- ingsnefndinni hafa sýnt, svo ekki verð- ur um villzt, að mjög viðtækur stuðn- ingur er nú fyrir hendi i öllum hlutum heims við efnahagslögsögu strandríkis- ins allt að 200 mílum — í Mið- og Suður-Ameríku, Kanada, Afriku, Ástralíu, Asíu, Noregi og íslandi. Hafa verður i huga, að fjöldi þeirra ríkja, sem styðja þessar hugmyndir, er miklu meiri en fjöldi þeirra ríkja, sem form- lega hafa flutt tillögur. Enginn vafi leik ur því á því, að þriðja hafréttarráðstefn- an mun miða störf sin við allt aðrar forsendur en ráðstefnurnar 1958 og 1960 Þróun þjóðaréttar hefir verið mjög hraðfara á undirbúningsstiginu og enda þótt á hinum fyrri ráðstefnum hafi mest fylgi verið við 1 2 mila mörk, verður þriðja ráðstefnan að byggja starf sitt á þessari þróun. Aðalverkefni hennar verður að setja í samningsform efnahagslögsöguhugtakið, sem nú þegar hefur stuðning meirihlutans. Kröfur eru einnig fyrir hendi um yfirráð strandrikisins yfir hafsbotni umfram 200 milur, svo og kröfur landluktra ríkja og þróunarrikja á sama svæði um réttindi innan efnahagslögsögu. Engu að siður hlýtur meginreglan um efna- hagslögsögu allt að 200 milum að verða óumflýjanlegur hornsteinn í hinu nýja kerfi, sem nú hefir þróazt. f réttarhöldunum fyrir alþjóðadóm- stólnum hafa ríkisstjórnir Bretlands og Sambandslýðveldisins Þýzkalands sett fram rök sin gegn lögmæti hinnar islenzku reglugerðar frá 1972 um 50 milna fiskveiðimörk. Rökin eru svipuð hjá báðum aðilum. Að meginstefnu til er þar um tvö aðalatriði að ræða: Fyrra atriðið er, að fiskistofnar á (slandssvæðinu hafi verið mjög úthaldsgóðir og að þeir séu ekki í hættu. Ef hinsvegar sé hægt að sýna fram á annað með vísindalegum rökum þá sé það mál, sem fjalla beri um i tvihliða samningum eða öllu heldur á vegum Norðaustur - Atlantshafs - fisk- veiðinefndarinnar. Þessi röksemd er ekki rétt. I fyrsta lagi er berum orðum tekið fram í samningnum um ofan- greinda nefnd, að engin ákvæði hans hafi áhrif á skoðanir samningsaðila varðandi viðáttu landhelgi eða fisk- veiðimarka. Ríkisstjórn íslands gerði raunar fyrirvara þegar við fullgildingu sína á ofveiðisamningnum frá 1946 um að aðild Islands gæti ekki komið i veg fyrir framkvæmd landgrunnslag- anna frá 1948 Sömu sjónarmið komu fram í ákvæðum samningsins um vernd un fiskimiða i Norðvestur-Atlantshafi (ICNAF) frá 1949 og samningnum varðandi Norðaustur-Atlantshafið (NEAFC) frá 1 959. Það er þvi Ijóst, að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefnd- in er ekki sá aðili, sem ákveður fisk- veiðimörk. Ennfremur verður að leggja áherzlu á, að hér er grundvallaratriðið ekki verndun fiskistofna. Af fslands hálfu hefir við fjölmörg tækifæri verið tekið fram, að ekkert sé því til fyrir- stöðu, að virtar séu alþjóðlegar megin- reglur um verndun fiskistofna,. einnig innan fiskveiðimarkanna, og að styrkja beri starfsemi svæðastofnana á þvi sviði. Það er staðreynd, að vernd- arreglur þær, sem gilda innan íslenzku fiskveiðimarkanna eru miklu strangari en þær reglur! sem fiskveiðinefndin miðar við. Hins vegar er villandi að tala um þolgæði fiski- stofnanna við fsland á grundvelli afla- skýrslna yfir langt tímabil. Alveg er þá horft fram hjá því, að tiltekinn afli krefst nú meiri fyrirhafnar en áður var. Togarar nota nú margskonar leitartæki og veiðitækni þeirra er nú miklu hag- kvæmari en áður Sú staðreynd, að þessi aukna veiðitækni hefur ekki leitt til meiri afla en áður, sýnir þegar öllu er á botninn hvolft, að fiskistofnarnir hafa rýrnað En það sem um er að ræða hér er raunar ekki spurningin um verndarráðstafanir. Það, sem skiptir máli hér, er spurningin um hlutdeild í hagnýtingu auðlinda. Með öðrum orðum má segja, að.allir geti verið sammála um, að innan tiltek- innar fjarlægðar frá ströndum hafi strandríkið öll réttindi til veiða, en útlendingar engin. Spurningin er — og hefur alltaf verið — innan hvaða fjarlægðar? Það er kjarni málsins. Gera verður glöggan greinarmun a verndarráðstöfunum annars vegar og hagnýtingu eða hlutdeild i hagnýtingu hins vegar. Spurningin um fiskveiði- mörk varðar ekki aðeins verndarsjónar- mið sem slik, heldur fyrst og“fremst hagnýtingu auðlinda eða hlutdeild i hagnýtingu hins vegar. Spurningin um fiskveiðimörk varðar ekki aðeins verndarsjónarmið sem slík, heldur fyrst og fremst hagnýtingu auðlinda eða hlutdeild i hagnýtingu þeirra. Það er því villandi að ræða þessi mál einungis frá verndarsjónarmiði. Efnahagsbanda- lag Evrópu virðist hafa gert sér grein fyrir þessu atriði, þvi að ella hefði stefna þess frá upphafi verið sú að heimila öllum aðildarrlkjum veiðar á öllu bandalagssvæðinu allt að strönd- um, einungis að áskildum ráðstöf- unum til verndar fiskistofnunum. Síðari röksemdin er sú, að 1 2 mílna mörk séu áskilin að aljóðalögum Miklu erfiði er eytt i að sanna, að Framhald ð bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.