Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGUST 1974 Páll Jónsson tann- lœknir fimmtugur í stormsveipuin ellefu alda- afmælis á íslandi telur það eng- inn til merkisviðburðar, þó að niðji þessa ellefu hundruð ára ríkis verði hálfrar aldar gamall. En þó að tíminn sé mældur í árum og öldum, er hann eins og vitundin sjálf ómælanlegur. Þótt að við Iifum stundina er það ekki hún, heldur það, sem hún skilur eftir, minníngin, sem er mæli- stika á hið liðna. Flestar stundir hverfa í óminnisheima og koma aldrei aftur og svo mun og um ár og aldir. Það er ekkí til þess að skrifa hálfrar aldar ævisögu Páls, sem þessar línur eru ritaðar, heldur til þess að þau tímamót, sem hann stendur nú á, megi verða honum sem hugljúfust og minnisstæðust og einnig vottur um það, að hann á sér marga vini, sem hugsa hlýtt til hans í dag, þegar honum hefir tekizt að þrauka hálfa öld á meðal okkar mannanna barna. Ég kynntist Páli Jónssyni fyrir hart nær sautján árum, þegar hann var við lækningar á Síðu, en Páll stundaði það hér fyrr á árum að fara á afskekktari staði Suður- lands til tannlækninga. Það er að sjálfsögðu ekki viður- kvæmilegt meðan menn eru ennþá I blóma lífsins að hæla þeim eða skjaila enda mun Páli allt slíkt lítt að skapi, en einn af beztu eiginleikum hans er einmitt hógværð og lítillæti. En Páll er hreinskiptinn og tjáir hug sinn hiklaust, ef um það er að ræða, enda alinn upp í faðmi hinnar hrjúfu en fögru Islenzku náttúru, þar sem hann unir sér bezt hverja þá stund, sem hann hefur aflögu. Páll er mikill unnandi öræfanna og mun með fróðustu mönnum um landfræði tslands og örnefndi þess. Það væri mærð, sem ekki hæfði, ef hér væri rakinn starfsferill fimmtugs manns enda ekki til þess stefnt. Það er alkunna, að einmitt á þessum aldri á reynsla og þekking mannsins sér oft einn og sama farveg. Það er nú sem þessir tveir þættir þroskans, reynsla og þekking, verða að getu og vizku. Það er trúa mín, að það verði ekki fyrr en Páll hefir fyllt öldina, sem hægt verður að skrá sögu hans alla en ég spái honum langlífis eins og hann á ætt til. Þeir, sem búa yfir hógværð og hreinskilni en þekkja landið sitt, lifa í friði og farsæld um langan aldur. Heill þér Páll! Brynleifur H. Steingrímsson Selfossi. — Vona að Fram hald af bis. 11 útfærslu á næstunni áður en samkomulag næðist á hafréttar- ráðstefnunni. Hann lét og í Ijós þá von, að tslendingar létu úr- skurðinn ekki algerlega sem vind um eyru þjóta, þótt þeir viðurkenndu ekki lögsögu dóm- stólsins: „Ég vona, að stjórnir íslands og Bretlands setjist fljótlega á rökstóla og semji til lengri tíma um fiskveiðar Breta á tslandsmiðum," sagði Laing. Við röbbuðum dálítið fram og aftur um helztu ágreiningsmál- in I sambandi við stjórnun al- þjóða hafsbotnssvæðisins og yf- irráð yfir landgrunni utan efna- hagslögsögu og var á Laing að heyra, að Bretar myndu eins og Kanada og fleiri ríki standa fast á lögunum frá 1958 um nýtingu auðlinda á hafsbotni Iandgrunns og svo langt út, sem tæknin leyfði. Engu að slður virtist Laing einkar bjartsýnn á, að samið yrði um öll ágrein- ingsmál áður en mjög langt liði: „Náist ekki samkomulag blasir við algert öngþveiti óg það get- ur tæpast orðið neinu ríki til hagsbóta," sagði hann. Þar með höfðum við hlut- verkaskipti og hann spurði frétta frá Islandi, sem ég reyndi að svara eftir beztu getu. Þó gat ég ekki svarað þeirri spurningu, sem honum virtist liggja þyngst á hjarta — sem sé, hvort íslendingar myndu færa fiskveiðilögsögu sína út 1200 mílur 1. janúar n.k. En þar með staðfesti Austin Laing hins vegar það, sem brezkur blaðamaður hafði sagt mér fyrr I gær, að innan brezku sendinefndarinnar og víðar væri búizt við einhliða aðgerð- um íslendinga og hefðu menn af þessu áhyggjur þungar. Menn óskast í byggingavinnu úti á landi. Mikil vinna. Upp- lýsingar að Óðinsgötu 7, frá kl. 4 — 7, Gull- smíðaverkstæðinu, (Rafha húsinu). Garðahreppur og nágrenni Stúlkur vantar strax til starfa við heimilishjálp- ina í Garðahreppi. Getum útvegað góðri stúlku herbergi. Upplýsingar á skrifstofu Garðahrepps og í sím- um 51008 f.h. og 42660 e.h. Félagsmálaráð Garðahrepps. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Skrásetning í Öldungadeild fer fram fimmtudag 22. ágúst í skólanum. Nýnemar komi kl. 1 7.30, eldri nemendur kl. 1 8.30. Greiðsla innritunargjalda fer fram við skrán- ingu. Áríðandi er, að allir mæti til skráningar eða láti annan innrita sig á nefndum tíma. Kennsla hefst í fyrstu viku september. Rektor. Hátíðabúningur Upphaf búningsins má rekja til þess, að hugmynd að léttum hátiðabúningi kom fram hjá dætrum Sigrúnar, Svövu og Sigurborgu, en þær höfðu báð- ar lent í því að klæðast íslenzk- um þjóðbúningi við sérstök tækifæri erlendis og þótt æði þungur og óþægilegur klæðnað- ur. Sigrún hannaði sniðið í sam- vinnu við Gróu Guðnadóttur kjólameistara, sem síðan bjó til sniðið og saumaði fyrstu bún- ingana. Sniðið er semsé alltaf það sama og mjög klæðilegt, en efni f kjólinn er mismunandi, sömuleiðis skreyting. Sigrún teiknar nýtt mynztur, útsaums- eða batik, fyrir hvern kjól, þannig að engir tveir kjólar eru eins. Ef konur eiga upphlutssilfur til að skreyta búninginn með gerir hún mynztrið í smræmi við það. Raunar getur búning- urinn verið afar fallegur án nokkurs silfurs og þá er hann ekki dýrari en samkvæmis- kjólar almennt eru. Búningnum getur fylgt skikkja, sem að sjálfsögðu má einnig nota við aðra kjóla, einn- ig höttur, sem minnir á gamla krókfaldinn. Efni í þeim kjólum, sem við sáum, er ýmist silki, flauel eða handofið efni með gylltum eða silfurlitum þráðum. I silki- og ullarefnin eru saumuð út mynztur neðan á kjólnum, á ermum og við hálsmál og hafa þannig orðið til mynztur, sem hún kallar Bláfjallageim, Gleym-mér-ei, Sóley og ögrum skorið, og eru mynztrin fagur- lega útsaumuð í ýmsum litum og með gullþræði. Einnig hefur hún málað á flauel. Frú Sigrún hefur gert batik- hátíðabúning og þá auðvitað sinn með hvoru mynztri og lit- um. Hún auglýsti í vor námskeið, þar sem konur gátu byrjað á slíkum hátíðabúningi og fengið tilsögn við útsaum, og urðu strax fleiri, sem höfðu áhuga en gátu komizt að. En þó að þjóð- hátíð sé lokið á Þingvöllum er ekki þar með sagt, að ekki sé hægt að koma sér upp hátíða- búningi fyrir því, enda er bún- ingurinn auðvitað ekki bund- inn við þetta eina ár heldur hátíðabúningur almennt. Nokkrar konur hafa eflaust klæðzt sínum búningi nú á þjóðhátiðardegi og enn fleiri eiga eftir að bætast við, þ.á m. ein brúður, sem sjálf er að sauma út í sinn brúðarkjól. Fyrirhugað er, að frú Stein- unn Friðriksdóttir kjólameist- ari saumi þessa kjóla framvegis og ekki að vita nema Sigrún Jónsdóttir halfl fleiri námskeið með haustinu, þar sem konum gefst tækifæri til að fá sérteikn- að mynztur á kjól sinn og aðstoð við útsauminn. I dagsins önn Tvær af námsmeyjum Sigrúnar, þær Guðrún Sigríður Friðbjörnsdótt ir og Svanhildur Stefánsdóttir frá Ljósafossi, sitja hér við útsaum. SIGRUN Jónsdóttir listakona hefur hannað íslenzkan hátiða- búning í tilefni 11 hundruð ára íslandsbyggðar. Vera má, að konur í slíkum búningi hafi sézt á Þingvöllum á sunnudag- inn var., Þessi búningur er hugsaður sem hátíðabúningur, sem nota má við ýmis tækifæri. Sniðið Ifkist nokkuð samfellu þeirri, sem kennd er við Sigurð Guðmundsson málara og hann kom fram með fyrir 100 árum. Þó er hugmyndin að þessum búningi og höfuðbúnaðinum sótt enn lengra aftur í tímann. íslenzki þjóðbúningurinn hefur ekki verið almennings- eign siðustu áratugina. Hefur hann verið það dýr vegna silfursins, sem hann prýðir, sömuleiðis mun snið hans valda því, að hann þykir ekki hentug- ur klæðnaður til daglegrar notkunar. Hátfðabúningur Sigrúnar Jónsdóttur er alls ekki hugsaður sem arftaki ís- lenzka þjóðbúningsins, sem vonandi á eftir að halda velli, heldur búningur sniðinn eftir þörfum nútímakonunnar og þyrfti ekki að vera dýrari en venjulegur samkvæmiskjóll. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Sinrún Jónsdóttir og Álfheiður GuSmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.