Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.08.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. AGUST 1974 3 Enn hlöðubruni hjá Þorgeiri í Gufunesi: „Var að fara með síðasta heyvagn- inn í hlöðuna, þegar ég sá eldinn ” Bragi Eirfksson leigubifreiðar- stjóri sá eldinn fyrstur og gerði slökkviliðinu viðvart. KLUKKAN 15,04 f gær fékk slökkviliðið tilkynningu um, að eldur væri laus I hlöðu Þor- geirs Jónssonar bónda f Gufu- nesi. 1 hlöðunni voru 1500 hest- ar af heyi og var mikill eldur í þvf. Erfitt er að eiga við hey- bruna og gekk slökkvistarfið seint. Talið er, að heyið sé að mestu ónýtt og af hlöðunni standa aðeins uppi steinveggir. Tjón Þorgeirs bónda nemur milljónum króna. Þann 16. nóvember 1972 brann hlaða, hesthús og 2500 hestar af heyi f bruna f Gufunesi. Þorgeir byggði upp hlöðuna og hesthús- ið, nú er hlaðan ónýt að nýju, en allar Ifkur vo.ru á þvf að hesthúsið slyppi. „Ætli þetta verði ekki til þess, að ég hætti endanlega, ég treysti mér varla til að byggja upp hlöðuna enn einu sinni,“ sagði Þorgeir. Eldurinn magnaðist skjðtt Bragi Eiríksson leigubif- reiðarstjóri á Bæjarleiðum várð fyrstur manna var við eldinn. Blm. Mbl. hitti hann á bruna- stað: „Ég var að fara með drasl upp á öskuhauga og átti leið framhjá hlöðunni. Þetta var kl. rétt rúmlega þrjú. Ég sá reyk koma út um mæninn á hlöðunni og rétt á eftir sá ég logana. Ég hafði strax samband við stöðina og bað þá að kalla í slökkviliðið. Eldurinn magnaðist mjög skjótt, ekki liðu nema svona 4—5 mínútur frá því ég sá reyk- inn þar til logar stóðu út um gluggana.“ Eldsupptök f hitablás- ara? Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri stjórnaði aðgerðum slökkviliðsins. „Við fengum til- kynningu um brunann klukkan 15.04. Þegar voru sendir á stað- inn flest allir, sem voru á stöð- inni, og ráðstafanir geróar til að kalla út varalið. 4 dælubflar, einn kranabíll og einn aðstoðar- bill fóru á staðinn og auk þess gerði ég ráðstafanir til að fá 9 tonna vatnsbíl frá Reykjavíkur- borg, því að ég vissi af gamalli reynslu, að lítið vatn er að fá í Gufunesi. Ég vann í Aburðar- verksmiðjunni í 11 ár og auk þess vorum við minnugir brunans fyrir tveimur árum. Enda stóðst það á endum, að þegar dælubilarnir voru búnir með vatnsbirgðirnar kom tank- bíllinn á staðinn. Dælubílarnir hafa þurft að fara út í Aburðar- verksmiðju til að fylla sig og einnig höfum við stíflað bæjar- lækinn og á að dæla upp úr honum. Við komum með froðu- tæki á staðinn og var léttfroðu sprautað yfir heyið til að loka eldinn af á meðan bflarnir fóru að sækja vatn, en froðan heftir alveg útbreiðslu eldsins. Ég tel, að eldurinn hafi komið upp í nýju heyi, sem var í námunda við heyblásara. Blásari þessi er rafknúinn og dælir þurru lofti i gegnum nýhirt hey. Strax og við höfum komizt fyrir mesta eldinn verður heyinu rutt úr hlöðunni og slökkt í þvf, en heybrunar eru erfiðir og sein- legt að slökkva í heyinu." Á leið með siðasta vagninn Loks hitti blm. Þorgeir bónda að máli, en hann fylgdist með björgunarstörfunum. „Hlaðan var full af heyi, 1500 hestar og allt gjörónýtt. Hins vegar sýnist mér, að hesthúsið ætli að sleppa. Ætli þetta verði ekki til þess að ég hætti endanlega, ég treysti mér varla til að byggja upp hlöðuna enn einu sinni.“ Þorgeir vann að því í gær að hirða í hlöðuna, en hún var hálffull fyrir af eldra heyi. Hann var að koma með síðasta Framhald á bls. 16 Sfðasti heyfarmurinn, sem átti að fara I hlöðuna. Brunnin hlaóan I baksýn. Ljósm Mbl. R.Ax. Þorgeir fylgist slökkvistörfum. Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri. Stærsti hópur Islendinga utan í einu 350 manns fóru með þotum Sunnu í gær STÆRSTI hópur Islendinga, sem farið hefur á sama degi á vegum einnar ferðaskrifstofu, fór frá Keflavík I gær til Mall- orka með báðum þotum Sunnu, alls 350 manns. Air Viking vél- arnar hafa reynzt mjög vel og þykja þægilegar. Vélarnar fóru frá Keflavlk I gærmorgun með stuttu millibili og flugu beint til Mallorka, en þar eru nú mörg hundruð farþegar á vegum Sunnu. Verið er að ræða möguleika á margs konar leigufiugi fyrir þotur Air Viking f vetur, bæði í Evrópu og Afrfku, auk ferða Sunnu til Kanarfeyja og vfðar f vetur. 1 hvorri þotu eru 172 sæti. Það var margt um mann- inn, þegar verið var að undir- búa flugið f gær, en allt gekk greiðlega fyrir sig og sólþyrstir landar eru væntanlega byrjaðir að spássera á ströndinni f dag. Að vanda var margt um manninn f Frfhöfninni f Keflavík f gær, en Ifklega hafa aldrei | Mallorkafararnir streyma um borð f aðra Sunnuþotu Air Vikíng, hin þotan er fjær a jafn margir Islendingar verið þar f einu, þvf að Sunna flutti alls 350 manns utan í 1 vellinum einnig tilbúin til suðurferðar. Ljósmynd Mbl. Ol.K.M. gærmorgun. Ljósmynd Mbl. Öl.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.