Morgunblaðið - 11.09.1974, Side 16

Morgunblaðið - 11.09.1974, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 Sjö efstu hestar í keppni alhliða gæðinga á Landsmót- inu. Frá vinstri: Kóngur, Eyrar-Rauður, Logi, Hvinur, Reynir, Sindri og Núpur, sem var efstur. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. • Leggja ber áherzlu á fjölhæfni íslenzka hestsins • Undrast framfarirnar frá 1950 • Hálsbyggingin erfitt viðfangsefni • Hross eru orðin ljúflyndari • Getum ekki bara ræktað tölt • Fólk verður að treysta dómurunum • Reiðkunnáttu hefur farið geysilega fram EKKl LANÍ ÍHIN FULLKC ÍSLENZK HEST Eins og kunnugt er var Landsmót hestamanna haldið á Vindheimamel- um í Skagafirði i júli i sumar. Lands- mót er haldið fjórða hvert ár, og gefa þau góða mynd af stöðu íslenzkrar hrossaræktar á hverjum tíma. Morgunblaðið fékk Boga Eggertsson og ráðunautana Gunnar Bjarnason og Þorkel Bjarnason til að ræða saman um Landsmótið og stöðu hrossargektarinnar eins og hún birt- ist þeim á mótinu. Þessir menn hafa um árabil haft mikil afskipti af hrossarækt. Ráðunautarnir í sinu starfi og Bogi sem áhugamaður og dómari. Spyrjendur voru Tryggvi Gunnarsson og Ragnar Tómasson og beindu þeir fyrst þeirri spurningu til Þorkels, hvað honum hefði fundizt athyglisverðast við Landsmótið. Þorkell: Já, þáð er náttúrulega ekki gott fyrir mig sem forystumann i ræktun islenzka hestsins að ræða um þetta frá hrifnæmu sjónarmiði, en ég neita því alls ekki, að undir niðri finnst mér, að framfarir hafi orðið. Það hefur verið sjónarmið hjá góðum reiðmönnum og ræktunar- mönnum alla tið, eins og reyndar fyrirrennari minn i þessu starfi lagði áherzlu á líka, að íslenzki hesturinn er fjölhæfur ganghestur og þannig á hann að vera. Við eigum ekki bara að gera hann að flottum tölthesti eins og margir vilja. heldur leggja áherzlu á fjölhæfni hans og að allir hans kostir verði ávallt i heiðri hafðir og framkallaðir og ræktaðir í hestin- um. Sem reiðmaður met ég skeið geysilega mikils, sumir segja um of en ég segi. að það sé ekkert um of, sem lýtur að fjölbreytni hestsins. Sp. En hvað segir þú Bogi, um mótið7 Bogi: Það var mitt fyrsta verk, þegar ég kom norður að skoða kyn- bótahestana. Þar finnst mér alveg tvimælalaust vera mikil framför. Og hún felst í, að hestarnir eru komnir með gangafturbyggingu. Þeir eru margir með heldur stífan krosslið, öftustu liðir baksins voru heldur stif- ir, en undantekningalitið voru þetta allt saman ganghestar og viljalegir. Auk þes sá ég þeim riðið og kom þá i Ijós, að þetta eru frá þvi að vera þægilegir viljahestar og upp i það að vera miklir viljahestar. Ég hef ekki séð svona marga stóðhesta saman- komna, sem ég er eins ánægður með. En þeir eru ekki eins stórir og miklir eins og þeir voru á fyrstu sýningunum. Hvað segir þú um það. Gunnar? Gunnar: Það er margt likt með þessari sýningu á Vindheimamelum og landsmótinu 1950. í fyrsta lagi var veðrið það sama. I öðru lagi var mannfjöldinn svipaður, 8—10 þús. manns voru á Þingvöllum 1950. Hrossin eru mjög mikið betri nú. Ég undrast þær framfarir, sem hafa orð- ið frá 1950, og ég hefði þá ekki spáð þvi að þetta starf sýningarkerfið og val stóðhestanna og hryssanna á þessum 25 árum, mundi bera eins mikinn árangur og raun ber vitni. Bæði stóðhestar og hryssur eru bet- ur gerð, þau eru betur sköpuð. Hestarnir eru jafnari að gæðinga- sköpulagi, t.d. Hreinn frá Þverá hafði ákaflega mikið gæðingasköpu- lag hann hafði mýkt og var kannski sá eini, sem hafði mýktina á Þing- völlum. En nú er að verða svo mikið um mýkt í sköpunarlagi og hreyfing- um hesta, að það er að mínu viti ekki langt i það að við fáum hinn full- komna islenzka hest. Þeir eru betri og fjölhæfari i gangi, þeir hafa jafn- betra fjör. Og eitt vil ég taka fram, sem er þessu skylt,. Hestamennskan er betri, það er betur tamið, það er miklu betur sýnt. Þessi 25 ára sýningarstarfsemi hefurkennt mönn- Þorkell Bjarnason og Bogi Eggertsson. um að sýna, og tamningakennsla og margs konar leiðsögn sem hefur átt sér stað frá 1950 á vegum hesta- mannafélaga og Búnaðarfélagsins, hefur borið mikinn árangur, og ég vil vitna í orð orð Þorgeirs í Gufunesi, þegar hann sagði við mig I vor: „Nú er fyrst orðið reglulega gaman að keppa við ungu strákana", maður á áttræðisaldri, „vegna þess að það eru svo margir, sem raun- verulega ríða skeið, það er ekki bara talað um skeið og þar eru miklar framfarir." Eitt má benda á í þessu sambandi sem er svolítill mínus. Það eru sýndir meiri ættblendingar núna en áður. Áður voru hestarnir meira einangraðir og stofnarnir ræktaðir meira sér. Núna í gegnum starfsemi hrossaræktarsambandanna er búið að blanda saman stofna, og sú sam- blöndun stofna verkar alltaf með blendingsþrótti, svokölluðum hetorois, þannig að hann verður jafnari, þeir stækka og þeir ná jafnari gerð, en kynbótagildi þeirra, slag- kraftur í kynbótunum er ekki alltaf eins sterkur. Hins vegar hefur það sýnt sig, að það eru gömlu stofnarnir skagfirzki Svaðastaðastofninn og hornfirzki stofninn sem halda sínum erfðaþrótti. Þetta allt gefur okkur tryggingu fyrir þvf, að gömlu stofnarnir haldi áfram að flytja fram- farir inn i gamla kynið. Svo vil ég segja annað til varnaðar, en þar hef- ur Þorkell Bjarnason fullkomið vald og kunnáttu til að vera á annarrri skoðun. Mér finnst hann gera of mikiar kröfur til skeiðs hjá ungum trippum. Ég finn til, þegar 4 til 5 vetra trippi er þvengriðið á skeiði. Ég er hræddur um, að það komi niður á kjarkinum. Þorkell: Ég get fallizt á, að það kunni að orka tvfmælis. hvaða kröfur á að gera um skeið ! ungum trippum, en það þarf þá Ifka að byrja á þvf að breyta einkunnarstiganum til að svo geti orðið. Um það hvort við erum að nálgast hinn fullkomna fslenzka hest held ég að það sé rétt, að honum hafi farið töluvert fram, bæði að byggingu og kostum. Ég vil þó banda á. að háls- byggingin á islenzka hestinum hefur verið ákaflega erfitt viðfangsefni. Hesturinn er mótaður á þessum 1100 árum mikið meira af náttúr- unni og þröngum kostum heldur en af manna völdum. Til að vera t.d. harðgerður burðarhestur hefur hann ekkert með að gera að vera með langan og fallegan háls. Hann getur haft mjúkan háls og hann ber sig vel og fer ekki ilia undir manni. en hálsinn er alltof þykkur og vöðva- mikill og djúpur. Við höfum ekkert Bogi Eggertsson, Gunnar Bjarnason og Þorkell Bjarna- son ræða saman um Landsmót hesta- manna og stöðu íslenzkrar hrossaræktar Fyrri hluti við þennan orkumikla háls að gera á reiðhesti. Bogi gat um krossbeinið, og mér finnst reyndar hross vera orðið bakstífari en þau voru. Þetta má hafa komið að einhverju leyti út af þvf vali, sem við höfum stundað, ráðunautarnir, en þetta virðist ekki hafa komið niður á ganghæfni hests- ins, og jafnvel þetta stffa bak, sem maður hefur haft ótrú á og haldið, að skapaði stirðleika, virðist ekki koma niður á getu hestanna ! það minnsta, eða rými þeirra. En þetta er hlutur, sem ber að hafa auga með. Lendarbyggingin er töluvert vanda- söm Ifka, þvf að það eru tvenns konar lendar á hestunum hérna. Það er þessi klárgenga lend arabans, þessi beina áslend, sem oft er ein- kennandi ! Hornafirði, og svo löng og jöfn og hallandi lend, sem er langt- um fallegri, að mér finnst, reiðhesta- lend, sem hlýtur að geta gefið meiri möguleika. Hesturinn getur teygt sig betur innundir sig með afturfæturnar og náð lengri skrefum og meiri spyrnu með slikri sveigjanlegri og langri og mjúkri lend. Ég tel þetta vera í svona þokkalegu ástandi, en ég tel, að fendin sé alls ekki nógu falleg, svona almennt séð, þó að margir séu með nokkuð góða lend. Um fótabygginguna vil ég segja, að ég tel, að maður sjái miklu minna núna illa snúin hross i fótum heldur en t.d. þegar ég var unglingur. Samt er það varla nokkur einasti kynbóta- hestur, sem við eigum nú i dag, sem er með alveg laukrétta fætur. Ég er ekki hundrað prósent ánægður með fæturna á einum einasta hesti, sem ég man eftir. En ég býst við, að það séu ekki teljandi skekkjur f mörgum þeirra, þó að vottur sé f hverju einasta hrossi. Þetta hefur samt lag- azt töluvert, þvf það hefur alltaf verið strangt mat á fótum hjá okkur. Þó að fætur hafi verið skakkir, hafa hross orðið fjörgömul og ekki bilað f fótum, heldur getað skilað mikilli ferð á hvaða gangi sem er. En bara byggingarlega séð og vegna fegurðarskynsins, þá er útilokað að hafa hrossin á skökkum fótum. Gunnar minntist á skapgerðina. Við munum eftir fjölda af svo skap- vondum og óþægum hrossum, sem var varla nokkur leið að temja. Þetta voru slægar og meinhrekkj- óttar skepnur, sem aldrei lögðu þetta niður og voru svo rammfælnar f þokkabót. Ég segi, að það sé tiltölu- lega mjög Iftið af þvflfkum skepnum nú til dags. Þarna höfum við náð árangri. Hross eru orðin Ijúflyndari, eitthvað spakari og miklu auðtamd- ari en áður var. Þetta er mikið atriði, því að nú höfum við svo Iftinn tfma fyrir hest- inn, hann er orðinn okkar tóm- stundagaman. Þess vegna er það ákaflega mikið fyrirtæki fyrir mann sem ekki er hestamaður, að senda hest sinn f tamningu, borga hátt verð fyrir einn vetur og sfðan verður hesturinn ómögulegur f höndunum á honum, vegna þess að hann er svo illa lyntur. Þess vegna er það mjög hagrænt atriði að bæta skapgerðina. Sp.: Það er ekki nýtt, að menn greini á um samband mismunandi byggingar og einstakra ganghæfi- leika. Þekkjum við islenzka hestinn nógu vel? Bogi: Þarna eru algjörlega hreinar línur. Það, sem er skilyrði þess, að hesturinn sé ganghestur, er, að lend- in sé nokkuð löng, en skeiðbeinið mikið lægra en hnútan, krossbeinið ekki hátt og krossliðurinn mjúkur. Þessi hestur er alltaf ganghestur. Sé setbeinið mjög hátt eins og á mörg- um útlendum hestum og hann áslendaður, þá getur hann ekki, nema hann sé sérstaklega geðgóður, orðið góður ganghestur. Þetta er min reynsla. En svo er það annað, sem þarf að fylgja þessari byggingu, sem er mýkri og miklu veikari en sú, sem útlendingarnir rækta, að við þurfum að passa, að hækilriðurinn sé sterk- ur. Hestar með þessa afturbyggingu og góðan hækilrið hafa undir öllum kringumstæðum verið ákaflega dug- legir hestar. Afturbyggingin er svo mjúk, að hann þarf ekki að nota kraftana, mýktin er svo mikil. En aftur á móti með hina hestana, að þegar maður er að ferðast á þeim og þeir fara að lýjast. þá fara þeir að böðlast áfram á kröftunum. Enginn fþróttamaður getur böðlast áfram á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.