Morgunblaðið - 11.09.1974, Side 17

Morgunblaðið - 11.09.1974, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 17 ganghæfileikum og velja þetta sköpulag eins og Bogi lýsti, þessa mýkt og bröttu og sterku lend, sem gefur eðlisgangtegund. En Amerlkumenn, sem fást líka við tölthesta, vilja ekki sjá ganglag I tryppi. Þeir hafa þessa saddlehorses slna einmitt eins og við viljum ekki hafa okkar hesta, brokkgenga með þessa Arabalend eða áslend og stlfa i bakinu. Með þvf að binda saman hliðstæða fætur og þvinga þá inn i skeið búa þeir til hágenga sveiflandi brokktöltara. Bogi: Hvernig væru þessir hestar á ferðalagi allan daginn? Gunnar: Alveg ómögulegir. Við gætum með þessari aðferð Amerikan- anna sett tölt i hvaða islenzka hest sem er, en ég er hins vegar á móti þvi. Ég er alveg sammála Boga, að við eigum að eiga hestinn eins og hann er að náttúruupplagi. Ég er viss um það, að þegar fram líða stundir, munu Amerikanar viðurkenna okkar sjónarmið. Sp: Þú nefndir það áðan, Gunnar, að „slagkrafturinn" sé ekki eins sterkur i kynbótahestunum i dag. Nú virðist það hafa verið svo I gegnum 4 Gunnar Bjarnason. Ljósm. Mbl. RAX. árin, að það koma upp sterkir og athyglisverðir stofnað á einstökum bæjum, sem siðan dala og falla jafn- vel alveg niður. Hver er ástæðan að þínu mati, og er ekki hægt að reikna með meiri stöðugleika i þessum efn- um i framtiðinni? Gunnar: Nei, ég vil ekki segja það. Þetta er vandi kynbótanna. Til dæm- is getum við ekki ræktað tölthest. Við verðum alltaf að taka brokk og skeið. Töltið kemur sem afleiðing af dálitilli samblöndu úr sköpulagi af brokkhesti og skeiðhesti. Ég veit dæmi t.d. af Skokkhólmakyninu í Skagafirði, að þar fór ætið svo, sagði hann Sigurður gamli mér, að þegar hann notaði klárhesta með tölti á sinar hryssur tvisvar í röð, þá missti hann töltið. Hann þurfti alltaf að fá lánaða skeiðhesta frá Vallanesi eða einhvers staðar frá til þess að halda ganglaginu i sinu kyni. Við getum ekki ræktað bara tölt, við verðum að spila á brokk og skeið til skiptis. Þetta er óskaplegur vandi að finna þessa blöndu. Hrossaræktarsam- böndin eru til þess að jafna hestana í landinu, jafna gæði hestana á stöð- um eins og Arnessýslu, þar sem bændur eiga fáar hryssur og geta ekki ræktað sinn eigin stofn, en vilja halda uppi betri hrossastofni. En að setja hesta af einum stofni I ár og öðrum stofni næsta ár I svæðin sam- þjappar ekki erfðaeðlinu á þann hátt, sem þarf til að rækta kynbótahest, sem slær. t gegn. Við getum átt kynbótahesta, sem eru hlutlitlir eða aðgerðalitlir og gefa hross, sem eru lík merunum eða kynbótahesta, sem gefa verra eða sem gefa betra og lyfta stofninum. En til þess að fá þessa kynbótahesta fram, þurfum við að samþjappa eðlinu með vissri tegund að skyldleikarækt, eða hreinrækt og skyldleikarækt, til að kynbótahestur- inn virkilega stái í gegn. Við getum tekið dæmi af hestum eins og Skugga frá Bjarnanesi. Hvar sem hann fór, sáust áhrif. Fleiri hesta má taka sem dæmi, en til þess að ná þessum kynbótahestum, þurfum við að hafa hreinrækt I heilum sveitum eða stórum búum. Það getur verið, að kynbótabúið á Kirkjubæ geti kom- ið upp með slagkraft með gegnum- sláandi erfðaeðli og kynfestu. Það er eins með Svein á Sauðárkróki. Hann er með I sfnum stofnum Feng frá Eiriksstöðum, sem er alveg óskyldur Sokka frá Vallholti, sem hann hefur Ifka, en er óskyldur Svaðastaða- hrossinu Ragnars Brúnku, sem hann er einnig með. Hann er með þrjá sterka þætti f stofni, og með þvf að skyldleikarækta hann innbyrðis, ekki óskipulega, heldur með mikilli at- hugun og þekkingu á eðli hestanna, og með þvf að tfmga saman hæfilega skyldum, getur hann fengið kynfestu fyrir sínum stofni alveg eins og Pálmi á Svaðastöðum fékk kynfestu fyrir sínum stofni og Hornfirðingarnir á sinn hátt. Vandinn er ekki bar að fá vel tamda og fallega sýningargripi. Sp: Þú nefndir Hrein frá Þverá sem athyglisverðasta hestinn 1950. Gunnar. Nú er það svo, að enginn stóðhestur, sem neitt kveður að, er til i dag út af Hreini. Hvað þá með Núpakots-Blesa, er efstur stóð í ár af afkvæmasýndum stóðhestum. Er nokkuð til af efnilegum stóðhestum undan honum? Gunnar: Þeir eru svolftið Ifkir, Núpakots-Blesi og Hreinn. Þeir eru einstaklingar með litla breidd og til- tölulega fáa góða gripi. Hvað segir þú um þetta Þorkell? Þorkell: Það er ekki komin eins mikil reynsla á Núpakots-Blesa eins og Hrein. Við höfum auðvitað ekki þennan tima ennþá með Blesa. En þeir eru töluvert ólfkir hestar. Hreinn var geysilega fagur hestur og prúður. Hann var ekki léttbyggður, en fóta- fallegur og höfuðfallegur, og svo var hann alveg snilldarlega vel sýndur hjá Páli. j öðru lagi hafði hann einn hlut, sem er alveg ómetanlegur fyrir slfkan grip, hann hafði alltaf þetta glaða skap. Það var hans há- punktur að koma á sýningu. Það var eins og hann segði „Ja, ég er búinn að vera að safna orku núna f fjögur ár, og nú er ég kominn til að sýna mig". Það geysl að sýna mig". Það geislaði af hestinum, og hann sofn- aði aldrei, þó að hann stæði við staur i fjóra tima eða á sýningarsvæði, þar sem ekkert var að gerast. Hann var alltaf lifandi og skimandi eftir þvf, sem fram fór i kringum hann. En hann var ekki reiðhestur nema svona rétt f meðallagi. Hann fór vel með mann, en hann varekki kostum búinn gæðingur. Hann sveik dómar- ana aldrei þegar hann var mættur á sýningu. Blesi frá Núpakoti er töluvert mik- ið öðruvfsi. í fyrsta lagi er hann ekki nærri þvf eins fallegur hestur, hann er minni og skartar ekki af hon- um, en hann býr yfir miklu meiri hæfileikum en flestir vita. Hann er nú orðinn of gamall til þess að sýna það núna, og þar að auki bagaður i fæti. En þarna kem ég lika að einu atriði, sem er vandi okkar dómar- anna og ráðunautanna, það er það, að við höfum kynnzt viðkomandi hesti eða viðkomandi hryssu f blóma lífsins heima f Núpakoti, austur á Egilsstöðum, norður á Sauðárkróki eða hvar sem vera skal og það verð- ur ekki frá okkur tekið, sem við höfum annaðhvort reynt eða bæði reynt og séð. Sfðan kemur viðkom- andi hross f afkvæmadóm eftir 4 eða 6 ár fram fyrir 8 þúsund manns og e.t.v.orðinnfullorðinn gripur, á miðj- um aldri og kannski ekki verið í þjálfun f mörg ár eða orðinn fótlama og sýnir ekki nema rétt þokkaleg- heit. Svo segir ráðunauturinn yfir allan mannskapinn, að þetta sé svo og svo góður hestur og glæsilegur, og hvar er þetta dýr? Og þama vara sýningargestir sig ekki alltaf á því, að það er ekki hægt fyrir okkur að dæma kynbótahest eins og hann kemur fram einhvern tima á ævinni. Það verður að meta það, sem við sáum til hans þegar hann var f góðu formi. Það er ekki hægt annað en að treysta okkur eitthvað og viður- kenna það, sem við höfum einhvern tfma séð. Ég miða við það, sem ég þekki hestinn beztan. Sp.: Nú telja ýmsir, að það séu varla nema 2 afkvæmi Núpakots- Blesa, sem hafi sýnt einhver tilþrif. Er þetta kynbótahestur, sem skilar einhverju í ræktun, þó að hann komi með tvo góða gripi? Þorkell: Ja, kenning ýmissa búfjár- ræktarmanna. þar á meðal Hjalta Gestssonar, sem er glöggur búfjár- dómari, er sú, að það skipti máli, að gripurinn gefi topp. Sá gripur, sem gefur topp, hann hlýtur að vera meira en meðalhestur. Ef stóðhestur gefur allgóða hesta, meðalhesta og rúmlega meðalhesta. en enginn nær virkilega að skara framúr, þá er hann ekki nógu góður. En ef topparnir koma fram, þó að þeir séu ekki margir, ef þeir eru til, þá er óhætt að nota hestinn. Mér finnst Blesi heldur smár og gerðarlftill hestur, en hann gefur alveg feikinóga kosti, það sá ég sjálfur og prófaði á sfnum tfma. Afkvæmin eru ekki smá, þannig að ég er ekki hræddur við smæð hjá Blesa. Nú, á þessari sýningu voru tveir hestar f úrvalsflokki á landsmæli- kvarða, þeir Núpur og Eyrarrauður, og hafa sýnt það bæði fyrr og nú. Ég tel, að sá þriðji f röðinni, Blesi frá Hraunbæ, sé hæfileikahestur með betra móti. Hann vantar fegurð og glæsibrag allan, en er alveg fljúgandi hæfileikahestur. Gjafar frá Mið- bælisbökkum, þessi jarpblesótti, hefur aldrei hlotið þá tamningu og meðferð, sem hann hefur þurft, en ég gæti jafnvel haldið því fram, að hann væri þeirra mestur og glæsileg- astur. Bogi: Nei, hann er það nú ekki. Þorkell: Þú ert ekki sammála, og ég vil alls ekki fullyrða þetta, en hann er gullfallegur. Ég held. að hann sé fallegastur af þeim og hann býr yfir alveg feiknamöguleikum og getu. Nú, f áframhaldi af þvi, sem Gunnar minntist á og Bogi tók undir, vil ég undirstrika alveg sérstaklega, hvað sýningarhæfni og reiðkunnáttu manna hefur farið geysilega fram. Menn komu nýir inn f þetta sýn- ingarform, sem Gunnar og Bogi inn- leiddu 1 950. Bændur á fslandi höfðu vanizt þvf að teyma hryssur sínar ! mesta lagi út fyrir réttarvegginn og láta á þær þar. Bogi: Og oft voru þær dæmdar af færi innan um hin hrossin f réttinni. Þorkell: Já, oft voru þær dæmdar af færi innan um hin hrossin. Ég veit, að Gunnar sem ráðunautur viður- kennir, að þetta var titt. Maður sér það f bókum Theodórs heitins, að hann áætlaði hæðina af færi. Sfðan á bóndinn allt f einu að koma prúð- búinn og sýna frammi fyrir þúsund- um manna á nýjum skeiðvöllum, hvað hesturinn getur. Það tek- ur tfma að ala menn upp f þessu og kenna þeim á þetta Árangur hefur orðið mjög mikill. Það er kominn þó nokkur hópur manna, sem hefur til- einkað sér þetta að sýna hross, og þar á Tamningamannafélagið tölu- verðan þátt f. En fyrir utan það eru ýmsir menn, sem hafa tileinkað sér þetta og fleiri og fleiri eru að bætast f hópinn. Það er alveg geysilegur munur að taka hrossin og dæma þau og meta þau úr höndunum á þessum mönnum núna allt annað en var hjá ykkur árið 1950. Þetta bera að lofa og meta, þv! að þetta er eini liðurinn til að komast að þvi raunrétta, sem i hrossinu býr. Það kemur maður inn á svæðið og rfður hrossi fyrir framan okkur dómarana, og veit ekkert, hvað hann á að gera, er kannski enginn hestamaður i eðli sfnu, og við eigum að spá i það, hvað þetta sé gott hross, sem hann er að sýna. Við rennum þvf oft blint i sjóinn með það og vanmetum þvf ýmsa kosti. sem í hrossinu búa. En góð reiðmennska og æfing í að sýna hross kallar fram það, sem býr i hrossinu, og gerir okkur dóminn mun auðveldari. Spyrjendurnir Ragnar Tómasson og Tryggvi Gunnars- son. Sex efstu hestar í keppni klárhesta. Frá vinstri: Gramur, Glófaxi, Vestri, Roði, Litli-Jarpur, Hrímnir. kröftunum, hann verður að nota mýktina, og sama er að segja um hestinn. Eins og ég minntist á áðan, hafa framfarirnar verið miklar, en samt held ég. að það muni vera hálf öld þangað til það kemur fram hestur, sem mann virkilega langar í, svona almennt, þótt nú geti það verið einn og einn. Sp.: Hvernig er sá hestur? Bogi: Það er óskaplega erfitt að lýsa honum. Hann er með ákaflega fallegt höfuð, beinabert, augun skær og eins og hann horfi alltaf beint á mann. Augabrúnirnar miklar, hnakkabeinið hátt, eyrun f meðallagi stór, sfspilandi, hálsinn tangur, hátt settur, þannig að hesturinn sé kom- inn meir en upp á miðja sfðu i vatni, þegar aftasti hluti hálsins fer að blotna. Það er vel settur háls. En venjulega er hann farinn að blotna, áður en vatnið er komið upp á miðja siðu, enda er hálsinn, eins og Þorkell benti á, ekki nógu vel settur. Svo er það afturbyggingin, sem ég legg mikið upp úr, og bakið. Ég vil, að hryggtindarnir séu háir, bakið heldur slakt, þannig að það geti myndað mikla vöðva. Stfft bak og beint getur verið handónýtt. Ef hryggtindarnir eru lágir, verður laut eftir öllu bakinu, þegar hesturinn fer að fitna. Þetta getur verið ónýtt bak, þó að snöggt á litið sýnist það ekki vera svo. Þá vil ég hafa bakið mjúkt, öftustu fjóra, fimm liðina mjúka og krossliðinn undir öllum kringum- stæðum mjúkan. Það er eitt ein- kenni á hestum með mjúkan kross- lið, að við sjáum skeifuna, þegar hann töltir, hann beygir fótinn svo vel. Helzt þarf lendin að vera nokkuð löng, en undir öllum kringumstæð- um brött. Þetta er eins og ég sagði áðan veikara en það útlenda, en mikið mýkra, og svo þarf liðaút- búnaðurinn allur að vera góður, sterkur i öllum liðum niður. Gunnar: I sambandi við hálsbygg- ingu fslenzka hestsins þá tel ég, að arabíski hálsinn og lengd hans, sem eru búin í gegnum aldir að þrýstast inn f huga manns sem hin fegursta hálsmynd, fyrir tilverknað lista- manna frekar en hestamanna, sé um margt gagnrýnisverður. T.d. getur hann orðið það langur og þróttlftill að grannleika, að við áreynslu dettur höfuð og háls niður. Um sköpulagið gætir tveggja sjón- armiða. Við Íslendingar, og ég er sammála Boga og Þorkeli um það, eigum að ræka hestinn með upplags-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.