Morgunblaðið - 13.10.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974 3
tt af íslenzkum bókum ?
svör þeirra, sem að bókagerð
vinna. Meðan ritlaun fyrir eins til
tveggja ára vinnu nema ekki
meira en svosem þrennum mán-
aðarlaunum menntaskólakenn-
ara, liggur i augum uppi að veita
þarf rithöfundum opinber viðbót-
arritlaun f einhverri mynd, ef
bókaskrif eiga ekki hreinlega að
leggjast af hér á landi. Það er til
dæmis engin tilviljun hve fáar
frambærilegar þýðingar erlendra
bókmennta eru gefnar út á ís-
landi. Það stafar einfaldiega af
því, að greiðslur fyrir slfka vinnu
eru langt fyrir neðan alla vinnu-
taxta f landinu.
Islendingar mega kannski enn
um sinn vænta þess.að einhverjir
eldhugar setji saman bækur f
trássi við náttúrulögmálin, en í
verðbólguþjóðfélagi eiga einnig
slfkir menn æ erfiðara uppdráttar
nema þeir séu á elli- eða örorku-
styrk. Rfkið veitir landbúnaði og
fiskveiðum margvíslega opinbera
aðstoð, sömuleiðis leikhúsum og
ýmissi annarri menningarstarf-
semi. Bókmenntirnar verða að
sitja við sama borð og þessar
greinar, því þær eru þjóðinni
engu síður nauðsynlegar en fisk-
ur, kjöt og leikir.
Verði afnám söluskatts af bók-
um til að auka bóksölu og efla
bókmenntastarfsemi í landinu, er
ég því að sjálfsögðu hlynntur, en
leiði það til þess, að starfskjör
íslenskra rithöfunda versni enn,
hlýt ég að mæla gegn þvf. Með
aukinni bóksölu en þverrandi
bókmenntasköpun vinnst senni-
lega það eitt, að reyfarar og miðl-
ungsbókmenntir fá byr á kostnað
vandaðra og metnaðarfullra bók-
mennta. Með lögum um launasjóð
rithöfunda, sem nú liggja fyrir
alþingi, er hægt að búa þannig um
hnútana, að kjör rithöfunda verði
f engu skert, þó söluskattur af
bókum verði afnuminn, og það er
I rauninni eina viðunandi lausn-
in.“
Jónas Eggertsson
NIÐURFELLING SÖLUSKATTS
MIKIL HJALP BÖKAUTGAF-
UNNI.
Jónas Eggertsson, formaður
Félags fslenzkra bókaverzlana
sagði, að þegar söluskattur væri
orðinn nærri fimmti hluti bókar-
verðsins ásamt pappírsverði, sem
hækkað hafi ofboðslega undan-
farið, svo og allur innlendur
kostnaður, þá yrði það áreiðan-
lega mikil hjálp fyrir fslenzka
bókaútgáfu, ef hætt væri að taka
þennan toll af bóksölunni.
Jónas sagðist ekki vera í vafa
um það, að niðurfelling söluskatts
myndi hjálpa bókaútgáfunni hér
á landi út úr miklum þrengingum.
Raunar sagðist Jónas ekki enn
vera farinn að gera sér grein fyrir
þvf verðlagi, sem yrði á jólabók-
unum f ár, þar sem þær væru fáar
komnar á markað enn, en hann
kvað alla búast við um 50% hækk-
un. Nýlega kvaðst hann hafa
fengið í sölu litla barnabók, sem
kostaði nú 690 krónur með
söluskatti, en verð bókarinnar
væri sjálft ekki nema 580 krónur.
Söluskatturinn af bókinni væri
110 krónur.
Jónas Eggertsson kvað bókasala
hafa haft til athugunar, hvort
ekki væri full ástæða til þess nú
að aðgreina verð bókarinnar við
verðmerkingar frá söluskattinum,
svo að fólkið gerði sér grein fyrir
því hve stór hluti rynni beint til
ríkisins af kaupverðinu. Þetta
skapaði þó mikla vinnu fyrir bók-
salana.
VERÐBÓLGAN HEFUR LEIKIÐ
bókaUtgáfun a grAtt.
Arnbjörn Kristinsson, varafor-
maður Bóksalafélags Islands, sem
er félag bókaútgefenda, sagði, að
bókaútgáfan væri í miklum
þrengingum eins og sakir stæðu.
Það vantaði ekki efni, höfunda
eða þýðendur, verðlagsákvæðin
væru alvara málsins. Hann sagði,
að geigvænleg verðbólga hefði
leikið bókaútgáfuna mjög grátt.
Af þeim sökum fyrst og fremst
ykist verðmismunur innlendra og
erlendra bóka jafnt og þétt. Á
árunum 1960 til 1970 hefðu inn-
lendar og erlendar bækur verið á
svipuðu verði. Nú væri verðmis-
munurinn hins vegar orðinn sá,
að á sama tfma og íslenzk bók
Arnbjörn Kristinsson.
kostaði 1700 kr. kostaði sambæri-
leg bandarfsk bók 1100 krónur.
Þá sagði Arnbjörn Kristinsson,
að höfuðatriðið væri að afnema
söluskatt af bókum. Slík ráðstöf-
un yrði einvörðungu kaupendum
til hagsbóta. Söluskatturinn væri
nú orðinn verulegur hluti af
bókarverði, og enginn vafi væri á,
að hann drægi úr bókakaupum.
Meðalbækur kostuðu nú 2000 til
4000 krónur. Reikna mætti með,
að 300 til 700 krónur færu í ríkis-
sióð í formi söluskatts.
Arnbjörn Kristinsson sagði
ennfremur að sala innlendra bóka
árið 1973 hefði numið um það bil
400 milljónum króna. Af þeirri
upphæð hefðu nálægt 50 millj. kr.
farið f söluskatt. Allt útlit væri nú
fyrir, að samdráttur yrði í bókaút-
gáfu. Frumsamdar fslenzkar
barna- og unglingabækur væru á
undanhaldi fyrir spennandi hroll-
vekjum vegna áhrifa sjönvarpsins
og við lægi, að óframkvæmanlegt
væri að framleiða myndskreyttar
barnabækur.
RITHÖFUNDAR STANDI JAFN-
FÆTIS KUNNI.
Jónas Guðmundsson, formaður
Félags íslenzkra rithöfunda sagði,
að rithöfundar þyrftu að leggja
höfuðáherzlu á að ná sömu rétt-
indum og helztu húsdýr lands-
manna. Það væri enginn sölu-
skattur á mjólkurafurðum og
algengustu kjötafurðum, svo að
ljóst mætti vera, að ef rithöfund-
ar á Islandi stæðu f sama þjóð-
félagsþrepi og kýrin eða sauð-
kindin, væri enginn söluskattur á
afurðum þeirra. Rithöfundar
hlytu þvf að vera hlynntir öllum
ráðstöfunum í þá veru að auka
bókasölu á Islandi.
Jónas Guðmundsson
G j aldeyrisdeildin
í f asteignakönnun
Gjaldeyriseftirlit bankanna
hefur nú hafið könnun á ummæl-
um um að Islendingar eigi
fasteignir í öðrum löndum án þess
að hafa heimild til þess. Skila-
skylda Islendinga er mjög ströng
og mega þeir ekki skuldbinda sig
neitt erlendis nema með leyfi
stjórnvalda. Gjaldeyrisdeildin
hefur snúið sér til utanríkisráðu-
neytisins og beðið það að kanna
hvort eitthvað sé hæft f þessum
munnmælum, sem nokkur dag-
blöð f Reykjavík hafa haft á orði
að undanförnu. M.a. verður leitað
til spænskra stjórnvalda til að
vita hvort þau geti gefið einhverj-
ar slíkar upplýsingar um Spán.
Morgunblaðið hafði í gær sam-
band við Björn Tryggvason,
bankastjóra Seðlabankans, og
sagði hann að gjaldeyrisdeildin
hefði ekki veitt nein leyfi til
fasteignakaupa á Spáni.
Prentarar
segjaupp
A FÉLAGSFUNDI i hinu ís-
lenska prentarafélagi, sem hald-
inn var s.l. fimmtudagskvöld, var
samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða að segja upp
samningum við atvinnurekendur
frá og með 15. nóvember n.k.
Nýr skírnar-
fontur í Ingjalds-
hóiskirkju
1 SUMAR barst Ingjaldshóls-
kirkju á Snæfellsnesi góð gjöf. Er
það skfrnarfontur úr tré, útskorin
af Rfkarði Jónssyni myndhöggv-
ara.
Skfrnarfonturinn er gefinn til
minningar um hjónin Hólmfríði
Guðmundsdóttur og Ásbjörn Gils-
son. Gefendur eru börn þeirra
hjóna og aðrir afkomendur. Guð-
rún Ásbjörnsdóttir afhenti gjöf-
ina og sóknarpresturinn, sr. Arni
Bergur Sigurbjörnsson, þakkaði
fyrir hönd safnaðarins.
Gjöfin var afhent á sjómanna-
daginn, sunnudaginn 9. júní sJ.,
en Ásbjörn Gilsson var einn af
kunnustu og farsælustu formönn-
um byggðarlagsins um áraraðir.
Daginn eftir, 10. júnf, var fæðing-
ardagur Hólmfríðar, konu hans.
Ingjaldshólskirkja var þéttsetin
þennan dag, og voru flestir af-
komenda þeirra hjóna þar saman-
komnir.
SLYSVIÐ
BRÚARLAM)
MJÖG harður árekstur varð við
Brúarland um hádegi f gær.
Leigubifreið, sem var að koma að
norðan, lagðist þversum á vegin-
um og lenti f árekstri við jeppa,
sem var á norðurleið. Ökumaður
jeppans slasaðist eitthvað á fót-
um og óttazt er að leigubflstjór-
inn hafi slasast alvarlega og far-
þegi hans eitthvað. Hinir slösuðu
voru f rannsókn f slysadeild Borg-
arspftalans er Mbl. fór f prentun f
gær og þvf var ekki ljóst enn
hvernig þeir væru slasaðir.