Morgunblaðið - 13.10.1974, Page 10

Morgunblaðið - 13.10.1974, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÖBER 1974 Myndin sýnir vel hvernig göturnar og húsin koma undan 15 metra þykku öskulagi. Eyjastúlkurnar vinna að hreinsun f bænum, sáningu og gróðurstörfum á opnum svæðum f bænum. Stöðugt er unnið að öskuhreinsun. Kraninn er þarna fyrir ofan eitt húsið. Hluti af bátaflotanum f höfn á helgidegi. Að klæða öskuna Það verður varla séð annað á þessari mynd, en hann sé með hundahaldi þótt hundahald sé bannað f Vestmannaeyjum. Þvf er þó ekki framfylgt og hann tek- ur sig ekki dónalega út f vörubfln- um þessi. í grænan kjol VIÐ birtum hér myndir, sem ljós- myndari Morgunblaðsins f Vest- mannaeyjum, Sigurgeir Jónas- son, hefur tekið á sfðustu vikum af viðreisnarstarfinu f Vest- mannaeyjum. Einstaklingar hafa riðið á vaðið f flestu og hin ýmsu fyrirtæki. Bærinn hefur margt f athugun og verið er að hreinsa ösku af fbúðahverfi f austur- bænum. Miðar þvf verki vel, en það var boðið út f vor. Viðreisnar- starfið er flest f burðarliðnum ennþá og hefur það gengið mun hægar en búast hefði mátt við miðað við alla þá tæknikunnáttu og framkvæmdahraða, sem tfðk- ast á tslandi f dag þar sem öruggast er haldið á málum, en samt sem áður er ævintýralegt að sjá hvað bærinn hefur breytt um svíp jafnhliða þvf að fleiri og fleiri hafa getað flutt heim aftur og lagað til á sfnum lóðum og dyttað að einu og öðru. Bæjar- bragurinn sækir óðum f fyrra horf, en þó er ennþá stór hópur Eyjafólks, sem á við margvfslega erfiðleika að etja, því feikilegur skortur er á húsnæði og sérstak- lega á þetta við um gamla fólkið, sem margt er hreinlega „týnt f kerfinu" og hefur enga peninga til að tryggja sér nýtt húsnæði f stað þess, scm það hefur misst og enga fyrirgreiðslu heldur. Allir Eyjamenn, sem geta, takast á við vandann og kvarta ekki þótt margir agnúar séu á opinbera kerfinu, en það eru margir, sem ekki geta lagt hönd á plóginn vegna elli eða heilsubrests og hjá þvf fólki kreppir mest að. Glæsi- legt dvalarheimili aldraðra leysir nokkurn vanda, en þó aðeins hluta af vandamálinu eins og það er. Feikilegt starf hefur verið Arangurinn af sáningunni kemur hæg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.