Morgunblaðið - 13.10.1974, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.10.1974, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974 13 hafi legið saman I Eglu: annar sé höfuðpersóna sögunnar, hinn e.t.v. höfundur hennar. I Reykholtsferðinni hreppa þeir félagar allar tegundir af islenzku veðri, regn, hagl, snjó og svo auðvitað þetta svala fslenzka sólskin. Og saenska skáldið nemur staðar við náttúru landsins og leyfir grænu grasinu að vaxa óafmáan- lega inn f vitund sfna. Það minnir á að Fólkswagenverk- smiðjurnar framleiða bíla f grænum lit, sem er kallaður f auglýsingaskyni: íslandsgrænn. Eyvind Johnson var hér á ferð f aprfl og f sfðdegissólinni kemst hann að þeirri niðurstöðu að ferðalagimi loknu, að landið sé ekki „nastan smðrtsam skönt" eins og orðalepp- arnir herma, heldur: frfskt og fallegaungtá þessari gömlu, þunnu jarðskorpu með eldgfgunum, eins og hann kemst að orði. x x x '■ Harry Martinson hefur komið tvisvar hingað til lands. i fyrra skiptið kynntist hann kornungur sjómaður og flakkari aðeins höfninni f Reykjavík og næsta nágrenni hennar og urðu þau kynni til þess. að hann andvarpar f ferðalýsingu sinni, Ferðir án fyrirheits (Resor utan Mál, 1932): „Um sögueyjuna er bezt að lesa f bókum." Kaflinn um islandsferðina heitir Ömar i Reykjavik. Þar segir m.a. svo: „Við ráfuðum um f Reykjavfk, ég og aðalkyndarinn. Það var kvöld. Götulugtirnar vögguðust f rokinu, ég hélt áfram. tognaður f fæti. Við sáum konur. þær Ifktust karlmönnum f kjólum — „fslenzka konan", hugsuð- um við. En þá mættum við stúlkum, sem voru fagrar eins og dagurinn. Það var eins og þær spryttu allt f einu upp úr götunni, skyndilega voru þær fleiri en hundrað saman alls staðar f kringum okkur. Þær leiddust — tvær og tvær og þrjár og þrjár — þær hafa sjálfsagt verið að koma úr skóla. En þær voru fallegar, þó að þeim litist ekki á okkur, þær gengu burt. Við fórum inn á kaffihús, sem minnti á Noreg. Þar drukkum við súkkulaði og borðuðum kökur, sem við höfðum ekki smakkað áður, Grammófónn var dreginn upp og við hlustuðum á Carusó af plötu. f blaðagrindinni sáum við tfmarit, sem við skildum ekki, en við horfðum á myndirnar eins og böm. Kolarykið var gróið inn í svitahol- urnar á fingrunum og þær skildu andstyggilega mynd sfna eftir á hvftum pappirnum. Við földum hendurnar undir borðinu, þegar þjónustustúlkan kom. Gulur dvergpáfa- gaukur var f búri. Þegar grammófónninn þagnaði. fór hann að syngja. — Pipelepipepip o tjiiiiik, o tjiiiiik, tjik tjick koitrr. Annað slagið þagnaði hann og stökk á milli prikanna eins og eldtunga. E.t.v. flaug hann af gleði yfir þvf að sjá okkur. Hver veit? Lyktin var máski suðræn. — Pipelepipepip o tjiiiiik, o tjiiiiik, tjik tjick koitrr, — söng dvergpáfagaukurinn. Þessi söngur og hin hvimleiði norðan- garri og söngur Carúsós á plötu, þetta voru söngvarnir, sem við heyrðum á fslandi. í skini götuljósanna gengum við um borð. f hásetaklefan- um logaði á kertisstubb, þvf að olfan var búin. Langi Láfi lá og las glæparit, brátt skyldi aftur haldið suður á bóginn yfir ölduhryggi Atlantshafsins. E.t.v. kæmum við aldrei aftur til „sögueyjunnar". Um sögueyjuna er bezt að lesa f bókum." Skáldið segir að f þessari fslandsferð hafi æsku hans lokið. Þetta var erfið ferð og hann minnist oft á þetta kalda fslenzka veður, sem virðist hafa skilið eftir einhvem hroll i minningunni: „Vindurinn söng kaldur og máttugur eins og fslenzk drápa." Þegar Harry Martinson kom til fslands f sfðara skiptið haustið 1957 til að flytja fyrirlestra um menningu, stjórn- mál og bókmenntir, sagði hann okkurað honum litist betur á sig en f fyrra skiptið, en bætti við að veðrið ætti kannski mestan þátt f þvf. Það ár var veður einmuna gott hér á landi. en illviðrasamt og uppskerubrestur f Svfþjóð. xxx Það var gaman að hitta Harry Martinson. Hann er gjörólfkur Eyvind Johnson. Martinson er léttur og skemmtilegur og ég þurfti ekki annað en sjá hann til að verða fullviss um að hann væri mikið skáld, svo póetfskur sem hann var f útliti og öllu fasi. Þá þekkti ég minna til skáldskapar hans en nú. Johnson aftur á móti talar ekki af sér. Hann er eins og múmfa, kurteis og afskiptalaus. Hann er þögull eins og gröfin. eða ættum við kannski heldur að segja, með tilliti til þeirrar persónu sem virðist honum hvað hugstæðust, Egils Skallagrfmssonar og silfursins, sem hann gróf f jörðu, áður en hann dó: að Eyvind Johnson sé þögull eins og gröf Egils. Samt virðist hann hafa fengið málið, þegar hann átti undir högg að sækja og þurfti að verja heiður sinn og skáldskap eftir úthlutun Nóbelsverð- launanna. En hann er sfður en svo þögull f bókum sfnum. Þæreru langar. stfllinn breiður. xxx Ég minnist þess að Harry Martinson sagði okkur frá Ijóðaflokki sfnum Aniara, sem hafði komið út haustið áður en hann kom til fslands. Hann sagði að flokkurinn hefði vakið mikla athygli f Svfþjóð og verið væri að semja úr honum óperu (Karl-Birger Blomdahl samdi óperumúsfk við textann, hann hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs og kom hingað). Kvæðabálkurinn, sem er 103 Ijóð, fjallar um geimfarið Aniara, sem þeytist um geiminn með sfðustu mannveru jarðar innanborðs eftir að öllu Iffi hefur verið eytt með helsprengju. En tómið f geimnum er ægilegt og verður ekki kannað, eins og Martinson sagði, þegar við töluðum við hann. Hitt er annað mál, að við gætum orðið einhverju bættari, ef við snerum okkur að tóminu f manns- sálinni, bætti hann við — eða eitthvað á þá leið, ef ég man rétt. „f þessum Ijóðaflokki fjalla ég á táknrænan hátt um menningu okkar." sagði skáldið. „Við lifum á ægilegum tfmum, hræðslan og öryggisleysið er geigvænlegt, en það er tilgangslaust að bregðast við hræðslu með takmarka- lausum ótta." Martinson fjallaði f fyrirlestri f Þjóðleikshúskjallaranum m.a. um stjórnmál og list og benti á þá augljósu hættu, sem stafaði af þvf. þegar menningin gengi á mála hjá stjórnmálunum. eins og hann komst að orði. Hann kvað sögu sfðustu 30 ára vera hryllilegasta dæmi f mannkyns- sögunni um það, hvernig farið gæti f slfkum tilfellum. Hann benti á að erfitt væri að skilgreina menningu, „við höfum óljósar hugmyndir um, hvað hún er, þegar við höfum hana, en við höfum sterka tilfinningu fyrir þvf hvað hún er. þegar við erum rænd henni," sagði hann. Hann bætti því við að menningin væri hið óræða mark, sem við keppum sffellt að, en megum aldrei ná. Eins konar gral. FJÖLBREYTT ÚRVAL AF VÖNDUÐUM ÖG FALLEGUM BARNAFATNAÐi Póstsendum *elfur tískuverzlun æskunnar, Þingholtsstræti 3. FYRIR VIÐRAÐANLEGT Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki ó öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þö, sem leita að litríkum hillu- og skópasamstæðum, sem byggja mó upp í einingum, eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. HljSGAGNAVERZLUN KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13 Reykjavik sími 25870

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.