Morgunblaðið - 13.10.1974, Síða 22

Morgunblaðið - 13.10.1974, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974 Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra á skrifstofu sinni í sjávarútvegsráðuneyt- ínu MATTHlAS Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, er einn þeirra ráðherra í núverandi rfkisstjórn, sem hvað mest hefur verið f sviðsljósinu frá stjórnar- skiptum, enda mikið á honum mætt vegna þeirra erfiðleika, sem útgerðin og fiskvinnslan hafa átt við að etja. Nú fyrir nokkru hafa fyrstu ráðstafanir verið gerðar til þess að tryggja rekstrargrundvöll sjávarútvegsins og af þvf tilefni hefur Morgunblaðið átt samtal við sjávarútvegsráðherra. Þess má geta, að hann er fyrsti sjávarútvegsráðherra úr röðum sjálfstæðismanna f 18 ár eða frá þvf að ólafur Thors lét af þvf embætti við Iok stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árinu 1956. Staða útgerðarog fiskvinnslu við stjórnarskipti: 1740 milljóna halli Rætt við Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra 1740 milljóna halli 1 jull — Hvernig var ástandið 1 málefnum sjávarútvegsins þegar þú tókst við embætti sjávarútvegsráðherra? — Þegar ég svara þeirri spurningu verð ég að byggja á upplýsingum þjóðhags- stofnunar um afkomu einstakra greina veiða og vinnslu sjávarafla. I fyrsta lagi miðað við þau skilyrði, sem voru í júli og 1 öðru lagi miðað við septemberskilyrði eft- ir gengisbreytingu og hliðarráðstafanir, segir Matthías Bjarnason, sjávarútvegs- ráðherra. Það skal tekið fram, að í báðum tilvikum er byggt á sömu markaðsforsend- um. 1 júlimánuði var talið, að hallarekstur á fiskibátum væri um 460 millj. kr. á árs- grundvelli, en í september hafði þessi taprekstur lækkað niður í 180 millj. kr. Togararnir þ.m.t. bæði minni og stærri skuttogarar og síðutogarar voru reknir með 920 millj. kr. halla f júlí en 790 millj. kr. haila í september. Þegar við Iítum á veiðarnar í heild var halli á þeim í júlí 1380 millj. kr., en í september 970 millj. Ef við skoðum svo hinar ýmsu greinar fiskvinnslunnar kemur f ljós, að halla- rekstur hraðfrystihúsanna nam um 900 millj. við júlfskilyrði, en hagnaður 170 millj. í september. Saltfiskur og skreið voru rekin með 380 millj. kr. hagnaði í júlf, en í september var hagnaður þessara greina vinnslunnar talinn 290 millj. kr. á ársgrundvelli. Fiskmjölsvinnsla og loðnu- bræðsla voru með hagnað í júlí upp á 160 millj. kr. en I september var hagnaður þeirra talinn á ársgrundvelli 360 milljónir kr. Ef við tökum vinnsluna sameiginlega var halli á fiskvinnslunni í júli 360 millj., en í september hafði myndin breytzt þannig, að hagnaður var talinn um 820 millj. kr. Ef við tökum svo að lokum í einu lagi sjávarútveginn í heild, þ.e. veiðar og vinnslu var hallinn í júlf áætlaður 1740 millj., en f sept. 150 millj. — Nú liggur fyrir, sjávarútvegsráð- herra, að gengisbreytingin og hliðarráð- stafanir duga ekki til þess að þurrka út taprekstur á fiskiskipaflotanum. Hvaða gagn er þá að slíkum ráðstöfunum? — Ef við ætlum að tryggja hverja grein f sjávarútvegi verða tilfærslur innan út- vegsins geigvænlegar. Gengisbreytingin sem slfk kemur ekki útgerðinni til góða. Það eru þeir, sem selja afurðirnar úr landi fullunnar, sem koma til með að njóta gengisbreytingarinnar að öllu leyti nema hliðarráðstafanir séu gerðar. Ef við hefðum ætlað að jafna metin enn meira en við gerðum, hefðum við orðið annaðhvort að lækka krónuna miklu meira en gert var eða þá að taka inn f fjárlögin framlög til rekstrar togaranna sérstaklega og bát- anna, en við þær aðstæður, sem nú eru í þjóðfélaginu, taldi ríkisstjórnin slfkt ekki fært á sama tíma og vfsitalan er tekin úr sambandi og skattar eru lagðir á lands- menn. Rfkisstjórnin taldi ekki fært að leggja sérstaka skatta á almenning f land- inu til þess að jafna hlutfallið á milli tekna og gjalda f útgerð skipanna að fullu og öllu, eins og ástandið er enda býst ég við því, að þá hefði ekki verið langt í allsherjarverkföll. Hins vegar var tekin upp sá háttur, að jafna afkomuna í hinum ýmsu greinum sjávarútvegsins með svo- nefndum hliðarráðstöfunum og þá á ég við hækkun framlaga til stofnfjársjóðs fiskiskipa, til oliusjóðs og til tryggingar- sjóðs fiskiskipa. Nýjar ráðstafanir? — En úr þvf að bátaflotinn er rekinn með 180 milij. kr. halla og togaraflotinn með 790 millj. kr. halla eftir þessar ráð stafanir er þá ekki hugsanlegt, að mjög fljótlega verði að gera nýjar ráðstafanir fiskiskipaflotanum til aðstoðar? — Hjá því verður ekki komizt, að gera Sérstakar ráðstafanir til viðbótar, segir Matthfas Bjarnason, en eins og ég hélt fram þegar bráðabirgðalögin voru kynnt, má gera bær með margvíslegu móti. Það, sem þegar hefur verið gert, er, að framlag til stofnfjársjóðs var hækkað úr 10% f 15% ofan á lögákveðið fiskverð, þótt f einstaka tilvikuu hafi framlagið lækkað úr 20% í 15%. Þessi breyting þýðir auka- lega 370 millj. kr. fyrir bátana og 195 millj. kr. fyrir togarana eða samtals 565 millj. kr. Hvert skip fyrir sig á sína inn- stæðu í Stofnfjársjóði, sem varið er til afborgana og vaxta af lánum og tryggja á þann hátt betri skil en áður voru við stofnlánasjóði sjávarútvegsins. Olíusjóðnum, sem stofnaður var, eru ætlaðar tekjur af útflutr.ingi saltfisks og skreiðar að upphæð 410 millj. kr., en tekjur af öðrum sjávarafurðum til hans nema 820 millj., þannig að tekjur olíusjóðs verða um 1230 millj. kr. Talið er, að heild- ar olfukostnaður fiskiskipaflotans muni nema milli 2500—2600 millj. kr. Af þeirri upphæð greiðir útgerðin sjálf í oliuverö 5.80 kr. pr. lftra, sem talið er, að muni nema um 1000—1100 millj. kr. af heildar- upphæðinni. Mismunurinn er þá um 1500 millj. kr., sem á að greiðast úr olíusjóði, en það þýðir, að sjóðurinn greiðir til þeirra skipa, sem landa afla sínum hér heima um kr. 8,50 pr. litra, en útsöluverð olfulftrans er kr. 14.30. Mér er ljóst, segir sjávarút- vegsráðherra, að það vantar enn frekari tekjuöflun til olfusjóðs samkvæmt því sem ég nú hef sagt. Utflutningsgjöld hækka verulega, þannig að tekjuaukning frá þeim hluta útflutningsgjalda, sem renna f tryggingar- sjóð fiskiskipa er um 88% af heildarupp- hæðinni. Þá verður tekjuaukning útflutn- ingssjóðs vegna gengisbreytingar 135 millj. og tekjuaukning vegna hækkunar útflutningsgjalda 150 millj. Þrátt fyrir þessatekjuaukningu tel ég fyrir mitt Ieyti, að það vanti í tryggingarsjóð um 150 millj. kr., en talið er, að heildartekjur þess sjóðs muni á næsta ári nema um 1000 millj. kr. — Er þetta sjóðkerfi útvegsins ekki allt alltof flókið, þarf ekki að gera það ein- faldara? — Tvö þessara sjóðkerfa eru nú orðin nokkurra ára gömul, bæði Stofn- fjársjóður og Tryggingarsjóður fiski- skipa. Olíusjóðurinn er nýtt vanda- mál, sem er tekið upp með þessum hætti. 1 sjálfu sér eru þessi kerfi ekki flókin fyrir þá, sem þekkja inn á þessi mál en eðli- legra væri, að þessi kostnaður væri að mestu greiddur af hverjum og einum fyrir sig. Til þess að svo megi verða þarf hins vegar að gerbreyta hlutaskiptafyrirkomu- laginu og vil ég fyrir mitt leyti vera þess hvetjandi, að það verði gert, en þá verða bæði útvegsmenn, sjómenn og ríkisvaldið að ganga til þeirra samninga á þann veg, að litið sé á allar þessar þarfir og þær teknar inn í heildarkostnað útgerðar- innar. Hvernigáaðhalda útgerð skuttogara gangandi? — En hvernig á að halda útgerð skuttog- ara gangandi, sjávarútvegsráðherra, þar til frekari ráðstafanir hafa verið gerðar fyrir þá, úr þvf að taprekstur þeirra nem- ur 790 millj. kr. á ársgrundvelli eftir gengisbreytinguna og hliðarráðstafanir? * — Þetta er spurning, sem mjög erfitt er að svara og ég hygg, að þetta rekstrar- vandamál þeirra verði ekki leyst af stjórn- völdum einum, heldur þurfi að koma til nákvæm endurskoðun, sem samtök sjómanna og útvegsmanna standa sameiginlega að, en ég vil bæta þvf við, að eftir útgáfu bráðabirgðalaga var greitt fyrirfram af væntanlegum gengishagnaði 80 millj. kr. styrkur til hinna svokölluðu minni skuttogara og 22 millj. kr. styrkur til stærri skuttogara, en auk þess voru greiddar tæpar 20 millj. kr. til þeirra báta, sem veiðar stunda í Norðursjó, en það eru undir flestum kringumstæðum sömu skip og stóðu undir loðnugjaldsframlagi til niðurgreiðslu á olfu á sl. vertíð, en hafa enga niðurgreiðslu fengið. — Hvað er talið, að gengisbreytingin gefi miklar tekjur f gengishagnað og hvernig verður því fé ráðstafað? — Það er talið, að birgðir sjávarafurða, sem greiddar verða eftir hinu eldra gengi, muni gefa um 1650 millj. kr. í gengishagn- að þegar þær hafa verið fluttar úr landi. Samkvæmt lögum, sem Alþingi afgreiddi rétt áður en því var slitið verður greidd af þessum gengishagnaði hækkun á flutn- ingskostnaði á þessum birgðum á erlendu gengi, sem er áætlað, að muni nema um 100 millj. kr. Þá er áætlað, að greiddar verði 300 millj. kr. til þess að greiða niður olíu frá sl. sumri til 1. okt., en eins og kunnugt er, hrundi tekjuöflun til olíu- niðurgreiðslna, sem allar voru miðaðarvið gjald af útfluttum loðnuafurðum. Enn- fremur er í þessum lögum ætlað að greiða 400 millj. kr. til verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins til þess að mæta gengisfelling- unni, en um það mál eru mjög skiptar skoðanir og hygg ég, að það komi varla til, að það verði gert, en hins vegar á rikis- stjórnin eftir að taka endanlega ákvörðun f málinu. Það, sem eftir stendur, sem væntanlega verða um 1250 millj. kr., verður notað skv. bráðabirgðalögum til þess að auðvelda eig- endum skuttogara að standa í skilum með

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.