Morgunblaðið - 13.10.1974, Page 24

Morgunblaðið - 13.10.1974, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÖBER 1974 hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn GuBmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sfmi 10 100. Aðalstrnti 6. sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mínuBi innanlands. i lausasölu 35,00 kr. eintakið. Útgefandi Fra mkv æmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Rhstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Til hvers taka menn þátt í stjórnmálum? Upphefja sjálfa sig? Kom- ast í nefndir og ráð? Af valdagræðgi? í hita stjórn- málabaráttunnar er kannski ástæða til að minna á, að ekkert af þessu á að liggja að baki áhuga manna á þátttöku í stjórn- málum. Hlutverk stjórn- málamanna á að vera að vinna fyrir fólk, að berjast gegn ranglæti í þjóðfélag- inu, en fyrir réttlæti og jöfnuði, að vinna að um- bótum í þjóðlífinu og bæta kjör fólks, ekki bara efna- leg, heldur lífskjörin og Iffsaðstæður allar í víðustu merkingu. Þetta hlutverk stjórnmálamannanna vill stundum gleymast í frama- potinu. I umræðum manna á meðal um stjórnmál og stjórnmálamenn er oft haft á orði, hvernig þessi eða hinn „komi út“ í sjón- varpinu. Það er ekki spurt hvað stjórnmálamaðurinn segir heldur er talað um, hvernig hann lítur út á skerminum. Frammistaða hans í umræðum í sjón- varpinu er ekki metin eftir því, hvað hann hefur fram að færa, heldur hvernig hann kemur sjónvarps- áhorfendum fyrir sjónir. Þessi viðbrögð almennings undirstrika hin gífurlegu áhrif sjónvarpsins á almenningsálitið á okkar dögum og um leið neikvæð áhrif þess. Mikill hæfi- leikamaður á vettvangi stjórnmálanna kann að falla í skuggann fyrir betri leikara, af því að hann „kemur ekki vel út“ í sjón- varpi. Þannig kann sjón- varpið smátt og smátt að hafa þau áhrif, að hinir hæfustu menn fáftt ekki til starfa í almenningsþágu ef leikhæfileikar þeirra eða sjónvarpsframkoma er ekki viðunandi. Sjónvarpið er ekki það eina, sem kann að hafa nei- kvæð áhrif á það hverjir veljast til þátttöku í stjórn- málum. Eftir að kjördæma- breytingin var gerð 1959 hafa ýmsir annmarkar hennar á val frambjóðenda flokkanna kömið afar skýrt fram. Flokksvélarnar sem slíkar hafa nú mun meiri áhrif á val frambjóðenda en áður var. í lands- byggðarkjördæmunum er hægt að ganga að þvf nokk- urn veginn sem vísu hvaða sæti á framboðslistum flokkanna eru örugg þing- sæti. Heiftarlegar deilur fara fram um skipan þess- ara öruggu sæta. Þá hafa þeir mesta möguleika sem fyrir eru en næst á eftir koma þeir sem varið hafa miklum tíma til þátttöku í félagsstarfi stjórnmála- flokkanna. Hið sama er upp á teningnum fari próf- kjör fram. Þingmennirnir sem fyrir eru hafa að jafn- aði mesta slgurmöguleika í prófkjörum og svo þeir, sem unnið hafa dyggilega innan vébanda flokksins og safnað þar í kringum sig nokkru liði. Afleiðingin er sú, að í dag eru margir mestu hæfileikamenn, sem þjóðin á völ á, starfandi utan Alþingis, en f veiga- miklum embættum. Slíkir menn veigra sér við að kasta sér inn f hringiðu þeirrar baráttu, sem fram fer innan flokksvélanna. Kannski er þarna að ein- hverju leyti komin skýr- ingin á því, hvers vegna völd embættismanna eru svo mikil sem raun ber vitni um, en áhrif Alþingis ekki sem skyldi? Þannig má færa fram ýmis rök fyrir því að hæfni manna til ábyrgðarstarfa á vettvangi þjóðmála skipti nú orðið minna máli en framkoma í sjónvarpi og þátttaka í félagsstarfi flokksvélanna, þegar til þess kemur að velja menn til þátttöku í stjórnmálum. Á öld fjölmiðlanna er hér um mikið íhugunarefni að ræða. Að sumu leyti stuðla fjölmiðlarnir að margs konar gervimennsku og hé- gómaskap í opinberu lífi og þegar við bætist hlutur flokksvéla og kjördæma- skipunar er ekki úr vegi að mæla nokkur aðvörunar- orð. Það er ekki að ástæðu- lausu, sem þeirri spurn- ingu er varpað fram hér í upphafi til hvers menn taki þátt í stjórnmálum. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að innan flokkanna fer meiri tími í persónulegt stríð og valdabaráttu en í málefnalegar umræður og því miður er hætt við að bæði á vettvangi sveitar- stjórnarmála og landsmála fari of mikill tími stjórn- málamanna f baráttu af þvf tagi fremur en að vinna fyrir fólk — eiginhags- munastríð í stað málefna- legra umbótastarfa. Ánægjulegt væri, ef hægt væri að segja með sanni, að unga fólkið hefði stuðlað að nýjum hugsunarhætti í þessum efnum. En því miður er það ekki hægt. Ef nokkuð er, hefur hið raunverulega hlutverk stjórnmálamanna gleymzt enn kyrfilegar í starfi hinna yngri manna á vettvangi stjórnmálanna. Þar er persónustrítið jafn- vel enn meira áberandi en meðal þeirra, sem eldri eru. Hér er hætta á ferð- um. AÐ VINNA FYRIR FÓLK — EÐA SJÁLFAN SIG? Rey kj aví kurbréf Jjaugardagur 12. okt. 1974 Islenzk stórfyrirtæki Tæpast gerum við, sem heima sitjum, okkur grein fyrir þvf, hví- líkt afrek hefur verið unnið af íslenzkum mönnum við að vinna upp og auka markað í Banda- ríkjunum fyrir íslenzkar fisk- afurðir. Hvergi í heiminum ríkir jafn hörð og miskunnarlaus sam- keppni í viðskiptalífinu eins og einmitt í Bandaríkjunum. Hvergi eru gerðar jafn strangar kröfur um vörugæði og þar og víst er, að það er ekki á hvers manns færi að ryðjast inn á matvælamarkaði í Bandaríkjunum. Þegar litið er til mikilvægis fiskmarkaðarins vestanhafs fyrir þjóðarbúið og stöðu íslenzkra sjávarafurða á Bandaríkjamarkaði hin síðustu ár vaknar sú spurning óhjákvæmi- lega, hvort brautryðjendastarf Jóns Gunnarssonar hafi verið metið sem skyldi hér heima og hlotið þá viðurkenningu, sem því ber. Það er bæði ánægjulegt og fróð- legt að heimsækja fiskréttaverk- smiðju Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna í Bandaríkjunum. Þar er rekið íslenzkt stórfyrirtæki, eitt af stærstu atvinnufyrirtækjum ef ekki það stærsta 1 eigu Islend- inga. Þangað eru fslenzkar sjávar- afurðir fluttar og þar eru unnir úr þeim ótrúlega fjölbreytilegir fiskréttir, sem ýmist eru seldir í smásölu til stofnana eða jafnvel annarra matvælafyrirtækja, sem framleiða viðurkenndar gæða- vörur og vilja ekkert fremur nota f vörur sínar en íslenzkan fisk. Athygli vekur einnig fyrir þann, sem vanur er neyzlu á ferskum fiski, hversu ljúffengir þessir fiskréttir eru, þrátt fyrir þann langa tíma, sem hlýtur að líða frá því að fiskurinn er veiddur og unninn í íslenzkum fiskiðjuver- um og þar til hann hefur verið fluttur til Bandarikjanna og hlot- ið þá meðferð, sem hann fær í verksmiðju Coldwater Seefood f Cambridge í Marylandfylki í Bandaríkjunum, og kemur á disk bandarískra neytenda. Almenningur á íslandi veit fremur lítið um þennan umfangs- mikla atvinnurekstur Islendinga í Vesturheimi, en hann hefur svo mikla þýðingu fyrir efnahagslíf okkar og þjóðarbú, að vissulega væri ástæða til, að ýtarlegri upp- lýsinga- og fræðslustarfsemi væri rekin af hálfu frystihúsanna um þessi umsvif þeirra f Banda- ríkjunum, sem geta ráðið svo miklu um afkomu hvers einasta manns hér heima. Gífurleg eignatilfærsla Fyrir u.þ.b. einu ári var um fátt meira rætt í heimsfréttunum en olíukreppuna svonefndu, þ.e. olíuskortinn, sem hrjáði vestræn iðnaðarríki á sl. vetri, þegar Ar- abaríkin takmörkuðu mjög olfu- framleiðslu sína með þeim afleið- ingum, sem öllum eru kunnar, þegar gera varð sérstakar ráð- stafanir til þess að draga úr olíu- neyzlu í Vestur-Evrópu, akstur bifreiða var bannaður á sunnu- dögum, hitastig lækkað í húsum o.s.frv. Nú ári síðar er það ekki skortur á þessu eldsneyti, sem mest er um rætt, heldur verðlagið á olíu, sem vekur nú mest umtal manna á meðal. 1 Septemberbyrjun var haldinn í Ottawa f Kanada ársfundur sam- taka áhugamanna um vestræna samvinnu í NATO-ríkjunum og þar flutti Eugene Rostow, sem var aðstoðar-utanrikisráðherra Bandaríkjanna í valdatíð Lyndon Johnsons, athyglisverða ræðu, þar sem hann lýsti undrun sinni á því, hve litlar umræður hefðu orð- ið á Vesturlöndum um áhrif og afleiðingar olíuverðsins á efna- hag iðnaðarríkja í okkar heims- hluta. 1 ræðu þessari sagði Rostow (sem væntanlega kemur hingað til lands á næsta ári), að þetta olíuverð þýddi, að á einu ári yrðu eignatilfærslur frá vestrænum iðnaðarríkjum til Arabarfkjanna, sem næmu jafn hárri fjárhæð og öll þau verðmæti, sem safnazt hefðu saman og orðið til f kaup- höllinni f New York á hundrað árum. Ræðumaður benti á, að engan gæti órað fyrir, hvernig ástandið væri orðið eftir f jögur til fimm ár, ef þessum gffulegu eignatilfærslum yrði haldið áfram. Sfðan þessi ræða var haldin, hefur verðlag á olíu komizt í brennipunkt umræðna á alþjóða- vettvangi og bæði Ford Banda- ríkjaforseti og Kissinger, utan- rfkisráðherra, hafa verið mjög harðorðir í garð Arabaríkjanna vegna þess verðlags, sem þau hafa sett á olfu og sérstaklega undir- strikað afleiðingar þess fyrir hin fátæku þróunarlönd f þriðja heiminum. Lfklega er hér um að ræða eitt stærsta mál, sem til um- ræðu er á alþjóðavettvangi um þessar mundir og ljóst er, að hald- izt olíuverðið á því stigi, sem það er nú getur á örfáum árum orðið um að ræða algera stökkbreyt- ingu í efnahagslegum styrkleika þjóða. Sjóðir Arabarfkjanna fyll- ast af gífurlegum fjármunum, sem þeir eiga í vandræðum með að ávaxta á sama tíma og efnahag- ur vestrænna iðnaðarríkja veikist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.