Morgunblaðið - 13.10.1974, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.10.1974, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974 „Má bjóða yður Biblíuna?” í sumar var haldin ráðstefna í Hilleröd í Danmörku um dreifingu á Bibltunni og stóð fyrir henni The United Bible Society. Einn islend- ingur sótti hana, Halldór Reynis- son guðfræðinemi, og náðum við tali af honum fyrir skömmu: f hverju fólst ráðstefnan? „Hún var aðallega í þvt fólgin að taka það til meðferðar hvernig hægt er að túlka og tjá uppruna- legan boðskap Bibltunnar eins og hann kom fyrir á þeim tima, er hann var skrifaður. Túlka hann yfir á mál og menningu samtiðar- innar, það sem kallað er transculturization. Við getum tek- ið sem dæmi, að Grænlendingar þekktu til skamms tíma ekki orðið lamb, það þarf þvi að breyta til og setja annað orð, sem hefur sama inntak. Þá er e.t.v. sett Guðs kóp- ur í stað Guðs lamb. Meginverk- efnið var sem sagt að fjalla um það, hvernig við getum bezt tjáð boðskap Bibliunnar fyrir nútíman- um. Við tókum fyrir ákveðinn kafla í Bibliunni, sem við áttum að gera skil á þennan hátt, og var það Markús 8.31—38. Hópnum var skipt niður til að vinna að ákveðn- um verkefnum s.s. hafa dagskrár á elliheimili og i herbúðum, sýningu á Biblíum á bókasafni bæjarins, bókaborð i miðborginni þar sem gefin voru smárit og guðspjöll, einn hópurinn var með leikrit og sá siðasti var með útvarpsdag- skrá. Við reyndum að flytja boð- skap þessa texta þannig, að hann skapaði sömu viðbrögð og hjá hin- um upprunalegu áheyrendum boð- skaparins." Hvernig á helzt að finna ýmsar leiðir, leikrit og dagskrár eins og ég nefndi. Þessar dagskrár byggja allar á Guðs orði, Bibliunni, og þá komum við að þessu spursmáli með hana. Mörgum finnst Biblian okkar með gamaldags málfari og iilskiljanlegu fyrir nútimamenn og þá er spurning hvort ekki þarf að þýða hana upp á nýtt. Það er verið að gera á islenzku nú i dag, og á fleiri málum einnig. Sumum finnst ekki nóg að þýða Biblíuna úr grisku samkvæmt orðanna hljóð- an, heldur að breyta og orðalaginu svo innihald textans njóti sin bet- ur en með smá frávikum frá hinum upprunalega texta. Ég held, að þetta sé að mörgu leyti góð leið til að koma boðskapnum á framfæri við nútimamanninn, með þvi að fara hans eigin hugsunarteiðir, en það verður þá að gerast með mikilli varúð, það verður að gæta þess að fara ekki út af boðskap Bibliunnar." En nú eru menn ekki á eitt sáttir um gildi og úrskurðarvald Bibli- unnar eða hvað? „Nei, menn hafa ákaflega mis- munandi skoðanir á Biblíunni, hvort hún sé virkilega orð, sem Guð hefur talað. eða bara manna- setningar. Ég held. að enginn kristinn maður, sem vill vera trúr sinni köllun, geti dregið það i efa, að Biblian er bók þar sem Guð hefur talað, þar sem hann hefur komið ákveðnum boðskap á fram- færi við mennina. Ég set það sem grundvallaratriði i sambandi við Bibliuna og skilning á henni, að hún er fyrst og fremst Guðs orð." Hvernig á að fá fólk til að eign- ast Biblíuna? „Ég held. að I fyrsta lagi þurfi að hafa Biblíuna á þannig máli, að almenningur skilji hana, og þá kannski með þvi að hverfa aðeins frá gömlu orðarununni. Ennfremur þyrfti að gefa út einstök rit Bibli- unnar, guðspjöll, i sérútgáfum sem pappirskiljur með myndum Svona lítur Nýja'testament- ið út, sem American Bible Society hefur gefið ut. e.t.v. og jafnvel með skýringum á orðum og hugtökum. Og þegar þessari frumvinnu væri lokið þyrfti að huga að ytri dreifingarað- ferðum. Á ráðstefnunni fórum við út með Markúsarguðspjall og geng- um í hús, börðum að dyrum og ræddum við fólkið og gáfum þessi guðspjöll, i tilraunaskyni. Ég held, að þessi aðferð, að fara um og knýja dyra hjá fólki og gefa eða selja eintök rit Bibliunnar geti ver- ið nokkuð góð. Fólk yrði e.t.v. opnara ef það fengi myndskreytta útgáfu af einu guðspjallana og yrði um leið hvatt til að lesa af einhverjum, sem kæmi með ritið. Það fyndi, að maðurinn væri i sjálfu sér ekki að troða sinum skoðunum upp á það, heldur að hann væri að biðja fólk um að taka ákveðið mál til athugunar og dæma svo um boðskap guð- spjallsins sjálft. Fleiri aðferðir má nota, sýningar, bókaborð og hvað annað, sem mönnum dytti i hug." Hér má bæta við. að Gideon- félagið á fslandi hefur séð um dreifingu á Nýja testamentinu til allra 11 ára skólabama og auk þess dreift Bibltum i skip og flug- vélar og víðar. Óhætt er að full- yrða, að fyrir starf þess kemst Biblían i hendur flestra lands- manna. Hið islenzka Bibliufélag hefur séð um útgáfu á Biblfunni hér á landi og er. eins og Halldór nefndi, að láta þýða hana að nýju. Félagið hefur gefið út einstök guðspjöll, myndskreytt. og mun hafa i hyggju að halda þeirri út- gáfu áfram. Þessar útgáfur mætti nota til dreifingar svipað því sem Halldór greindi okkur frá og um leið og við .þökkum honum fyrir spjallið von- uln við. að það hafi orðið til að benda á nýjar leiðir til útbreiðslu Bibliunnar á tandi voru. Burt með klámið! Hugmyndir fólks um hvað klám er virðast eitthvað á reiki, ef marka má athugun Morgun- blaðsins s.l. sunnudag. Viðhorf- ið til kláms er talið markast af aldri manna, tímabilum og löndum. Hugtakið klám er sem sé mjög á reiki og erfitt að skilgreina það. Talað er um, að ekki sé rétt að takmarka klám um of, þar sem það geti verið skerðing á tjáningarfrelsi manna. Klám getur nefnilega að sumra dómi verið list. Klám er einhvers konar með- ferð og umtal um kynlíf. Sú meðferð fer iðulega fram utan dagskrár. Eg segi utan dag- skrár, þvf kynlíf hefur sinn rétta stað og tíma, rétt eins og allt annað. Réttur staður kyn- lífs er hjónaband, og ekki verð- ur þvf fyrir komið á öðrum stað og betri. Réttur staður til fræðslu í kynferðismálum er í skólum undir stjórn kennara, en ekki klámblöð í bókabúðum. Þetta er sú eina meðferð kyn- ferðismála, sem skaðlaus er, og það er rangt að ætla sér að búa til einhverja list um kynferðis- mál. Þegar allt kemur til alls er þetta eiginlega bara líffræði — og hverjum myndi detta f hug að gera líffræði að list? Klámblöð. Hin sfðari ár hefur feimni fólks við kynferðismál minnkað mjög og það hafa framleiðend- ur klámrita notfært sér. Flestir munu vera sammála um, að klámrit, erlend sem innlend, séu ekki list í neinum skilningi. Þau eru það lesefni, sem auð- veldast er að ná til í þessum efnum. Hver sem er getur geng- ið inn í næstu bókabúð og feng- ið sér klámrit. I hverra þágu eru þessi rit framleidd? „Peningar, pening- ar,‘‘ er haft eftir dönskum klámiðnjöfrum sem ástæða fyrir framleiðslunni. Það er lík- legast viðhorf flestra útgefenda þessa lesefnis. Ekki er verið að hugsa um hvers konar fólk les. Utgefendurnir hljóta þó að skynja, að börn og óþroskaðir unglingar geta fengið þama furðulegustu hugmyndir um hvað kynlíf sé. Þau lesa þetta vegna þess, að eitthvað er spennandi við það og það gera þau unz einhver kemur og skrúfar fyrir lesefnið. Þetta er því algjörlega óhugsuð og ábyrgðarlaus útgáfa. Það skyldi þó ekki vera, að afturför í sið- ferðisefnum mætti rekja til of mikils frjálsræðis í þeim efn- um. Ástæða Innkaupasambands bóksala fyrir innflutningi klámrita er fremur léttvæg: „Af því þau eru útgefin af einu virtasta útgáfufyrirtæki Dan- merkur, Karl Aller... “ hafði Morgunblaðið eftir Grfmi Gísla- syni hjá Innkaupasambandinu. Ef það er að þessu bara til að verzla með eitthvað, væri þá ekki nær að það keypti fræðslu- rit í samráði við fræðsluyfir- völd um kynferðismál? Þá fengið það örugga sölu og þyrfti ekki að vera feimið við að flytja inn vafasamt lesefni! — Ja til livet — I Noregi er í ár í gangi her- ferð til upplýsingar um viðhorf Biblíunnar f siðferðismálum (það veitti ekki af slíkri her- ferð hér). Herferðin hófst í janúar og hafa mörg kirkju- félög sameinazt um útgáfu á bæklingum, sem hefur verið dreift ókeypis og skipta upplög- in tugum þúsunda. Einnig hefur fjölmiðlum verið sent efni til birtingar. Þetta hefur vakið nokkurt urntal og blaðaskrif og telja sumir, að skoðanir Biblíunnar á kynferðismálum séu úreltar orðnar. Einn bæklingurinn svarar því: Rétt er, að Biblían er söguleg bók þar sem sum rit hennar eru til orðin við ákveðna sögulega atburði. En það þýðir ekki, að við getum snúið orðum hennar eftir eigin höfði og sagt, að þau gildi ekki lengur fyrir mig. Sá, sem les Biblíuna, finnur í henni grund- vallarfyrirkomulag sköpunar- innar og boð, sem standast alla tíma. Eitt af því, sem gildir alla tíma, er um hjónabandið og eitt boðorðið, sem er í gildi alla tima, er sjötta boðorðið, sem segir, að ekki skuli brjóta hjónabandið. (Norsk þýðing). Reynum að taka upp aðgæzlu í meðferð kynferðismála og hlífa okkur við að menga hugarfarið með lestri klámrita. Snúum okkur frekar að þvi að efla fræðslu i kynferðismálum. Gætum að, hvort ekki sé ráð- legast að taka upp þá reglu- semi, sem Biblian talar um. ritað er ... Sœlir eru... i hverju er sælan fólgin? Hverer hamingjusamur að manna dómi? Er það ekki hinn riki og voldugi, hinn fallegi og vinsæli? Keppum við ekki öll eftir meira auði, valdi og vinsældum? Er mannleg vel- gengni ekki metin é þann hátt? í upphafi fjallræðunnar talar Jesús Kristur um sæluna Af orð- um hans þar mð augljóst vera, að mat hans er allt annað en okkar. Hverjir eru sælir að hans dómi? „Sælir eru fátækir I anda. . . Sælir eru syrgjendur. . . Sælir eru hógværir. . . Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir. . " Hvernig fær þetta staðizt? Hljómar þetta ekki eins og napurt háð i eyrum okkar? Sjáum við hamingjuna fólgna i þessu? Hér flytur Jesús Kristur okkur þann einfalda sannleika, að þá fyrst erum við menn sælir, er við finnum þörf okkar á Guði og náð hans, er við þiggjum gjafir hans. Þá fyrst fær Guð komizt að i lifi okkar og fyllt það miskunn sinni og kærleika. Þá fyrst nær líf okkar tilgangi Guðs. Trúnni hefur verið llkt við tóma hönd, sem við réttum Guði. Þvi minna sem er i höndinni frá okkur sjálfum, þvi meira rúmast I henni af þvi, sem Guð vill gefa. Sama veg er þvi farið i lifi okk- ar. Því meira sem Guð fær að komast að og fylla okkur með anda sinum og gjöfum, þvi meiri sæla og blessun er okkur búin frá honum. Við ætlum okkur oftaðreynaað hjálpa Guði. Oft er engu likara en við höfum áhyggjur af framtíð rikis hans hér i mannheimi. Við höldum, að við getum bætt um það, sem hann gjörir. f stað þess ættum við að leyfa Guði að hjálpa okkur. Þá fáum við að reyna, að það er miklu affarasælla fyrir okk- ur. Guð vill fá að komast að i lifi okkar og fylla það anda sinum. Þegar við finnum þörf á þvi að þiggja gjafir hans og veitum þeim viðtöku i trú þá erum við sæl. Þá eigum við samfélag við hann. Jónas Gislason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.