Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974
Hvað eru
Farfuglar?
Þeir kynna félagsstarfið með föndurmunum og
fleiru í félagsheimilinu að Laufásveg 41, 2.
hæð, alla virka daga kl. 20 — 22.30. Laugar-
daga og sunnudaga kl. 14 — 18 dagana 12.
— 20. okt. 1974.
Kvöldsamkoma
Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar og Grensássöfn-
uður gangast fyrir kvöldsamkomu í Safnaðar-
heimili Grensássóknar í kvöld sunnudaginn 1 3.
október kl. 22.
Væntanlegur gestur samkomunnar Mr. Harvey
Thomas, framkvæmdastjóri Eurofest '75 náinn
samstarfsmaður Dr. Billy* Grahams. Söng-
sveitin Kórbrot syngur. Fjölmennið.
Nefndin.
Haustmót Skáksambands
Suðurlands
hefst fimmtudaginn 17. október kl. 20 í
Safnaðarheimilinu í Hveragerði. Teflt verður á
fimmtudögum. Keppt verður í unglingafl. ef
þátttaka leyfir. Innritun í síma 4367 kl. 19 —
20 næstu daga og á mótsstað frá kl. 1 9,30.
Bifreiðaeigendur
athugið:
Ljósastillum bíla alla daga frá kl. 8 —18 og
einnig laugardaga frá kl. 13 —18 út október-
mánuð. Getum einnig bætt við okkur verkefn-
um í almennum bílaviðgerðum.
Bifreiðaverkstæðið Vélvirkinn,
Súðarvog 40, sími 83630.
laugavegi 170—172 — Sími° 21240
— Mál o g skóli
Framhald af bls. 25
og kotríki er skammarleg bá-
bylja, sem skólunum væri
sæmd að kveða niður.
En tungumála-áráttan færir
sig sl og æ upp á skaftið. Nú er
svo komið, að farið er að kenna
smábörnum erlend mál, löngu
áður en þau hafa náð nokkurri
fótfestu í móðurmálinu. Ég
man hvað mér ofbauð, þegar
ungur sveinn, mér skyldur,
kom heim úr barnaskólanum og
sagðist eiga að fara að læra
ensku. Auðvitað sagði ég
drengnum undir eins, að þá
kennslubók skyldi hann ekki
opna og í enskutímum ætti
hann að halda fyrir eyrun og
Iesa draugasögur. En því miður
veit ég ekki nema hann hafi
haft meiri beyg af ensku-
kennaranum en mér.
Svo er það vitaskuld
hneyksli, að notaðar skuli
erlendar kennslubækur I fram-
haldsskólum. Þó er það ill-
skárra en að fá ungviði I
hendur „íslenzkar" kennslu-
bækur á hraklegu máli, eins og
mér er kunnugt um, að stund-
um á sér stað. Að sjálfsögðu
gegnir öðru máli um bækur I
háskóla, enda ættu nemendur,
þegar þar kemur, að vera orðn-
ir nógu vel að sér í íslenzku til
þess að stunda nám á erlendar
bækur. Heyrt hef ég þó undan
því kvartað, að í Háskóla
Islands komi æ fleiri málleys-
ingjar á íslenzku; og skyldi eng-
an undra, svo sem í pottinn er
búið.
Nú kann margur að spyrja:
Hvernig getur það átt sér stað,
að móðurmálið lendi f þeim
mun meiri óhirðu sem háborg
íslenzkra fræða teygir turna
sína hærra til lofts? Hverjum
gefur betri sýn til allra átta en
þeim, sem þar halda vörð? Og
hverjum stæði nær að hlutast
til um afdrif þjóðtungunnar en
þeim, sem henni eru handgegn-
ir öðrum fremur? Eða eru það
ef til vill fílabeinsturnar, sem
hæst rísa? Eru þeir, sem þar
starfa, svo bergnumdir af fræð-
um sínum, að þeir gleymi sjálfu
lífi íslenzkrar tungu?
Hlutverk háskóla er að afla
þekkingar og greiða henni veg
út I þjóðlífið. Þeim, sem starfa
að íslenzkum fræðum á vegum
Háskóla Islands, hvílir sú
skylda á herðum að stunda
fslenzk málvísindi. Þeirri
skyldu er vissulega sinnt.
Hins vegar er það skylda
valdhafanna I menntamálum að
sjá svo um, að störf fræði-
manna vorra séu hagnýtt I þágu
alþjóðar. Það er skylda valdhaf-
anna að búa svo I haginn, að
risið geti blómleg þjóðmenning
á þeim grundvelli, sem lagður
er með vlsindalegu starfi. Það
er skylda valdhafanna að aftra
þeirri þróun, að fslenzkt mál fái
smám saman að fölna á vörum
þjóðarinnar, en verða þeim
mun viðameiri sérgrein fræði-
manna. Hitt liggur beint við, að
þá sé einmitt leitað fulltingis
þeirra, sem gerst mega vita,
fræðimanna um Islenzkt mál.
Varla leikur vafi á því, að
starf það, sem unnið er að hinni
miklu orðabók Háskóla Islands,
er eitthvert hið þarfasta og
brýnasta þjóðþrifaverk, sem
unnið er um sinn. En kald-
hæðin væru þau örlög, að sú
bók bryti skurnið um það leyti,
sem íslenzkt mál væri að leggj-
ast undir rekurnar, að hún yrði
eins konar nytjalaus safn-
gripur, eins og beinagrind forn-
aldar-skepnu, vitnisburður um
dautt tungumál, slitinn streng á
hörpu þjóðanna.
íslenzk tunga hefur staðið af
sér svo hörð él, að oss hættir til
að ætla, að henni sé óhætt I
öllum veðrum. En ef skólarnir
bragðast þeirri skyldu, sem
þeir hafa tekið við af heimilun-
um, hversu lengi mun hún þá
standast þann gjörningabyl,
sem nú ríður húsum?
f^mnRGFRLDRR
7f mRRKHfl VÐRR