Morgunblaðið - 13.10.1974, Page 48
2Worgti«t>Taí>i&
nuGivsincnR
22480
SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974
IGNIS
FRYSTIKISTUR
RAFTORG SIMI: 26660
RAFIfl JAN SIMI: 19294
íslenzka krónan:
Hækkun gagn-
vart dollar
GENGI fslenzkrar krónu hefur
styrkzt frá þvf á miðvikudag og
hefur krónan hækkað miðað við
Bandarfkjadollar um 0,5% á þess-
um þremur dögum. Gagnvart
sterlingspundi er hækkunin enn
meiri eða 1,1% og gagnvart
Kanadadollar 0,7%. Krónan
hefur hækkað gagnvart danskri
krónu um 0,1%, gagnvart norskri
um 2,2% og gagnvart sænskri um
0,3%. Sömu sögu er að segja um
Varð fyrir bil
UNG stúlka varð fyrir bfl á gang-
braut við Bústaðaveg skömmu
eftir miðnætti f fyrrinótt. Um-
ferðarljós eru við gangbrautina
og bifreiðastjórinn og hinn gang-
andi vegfarandi halda þvf báðir
fram að við þeim hafi blasað
grænt Ijós. Stúlkan, sem varð
fyrir bflnum, en hann var á leið
austur Bústaðaveg, hlaut hand-
leggsbrot.
pesetann, en krónan hefur
hækkað gagnvart honum um
0,3%. Hins vegar hefur krónan
lækkað gagnvart vestur-þýzku
marki á sama tfmabili um 1,2%.
Allar þessar breytingar stafa af
æði miklum sviptingum, sem orð-
ið hafa á alþjóðagjaldeyris-
mörkuðum, þar sem dollarinn
hefur veikzt talsvert. Pundið
hefur einnig veikzt og norska
krónan einna mest, en á undan-
förnum vikum hefur gengi henn-
ar verið á sífelldri uppleið, en nú
virðist eitthvert bakslag hafa
komið í það. Vestur-þýzk mörk
hafa styrkzt mikið að undan-
förnu. Virðist sú hækkun halda
áfram.
Krónan er og hefur verið um
alllangan tfma fljótandi eins og
kallað er. Sfðast flaut gengi krón-
unnar upp á við f janúar og
febrúarmánuðum fjórum sinnum,
en þá var um smábreytingar að
ræða. Allar þessar breytingar
standa í sambandi við breytingar
á alþjóðagjaldeyrismörkuðum.
,Óttast áhrif djúp-
sprengja á síldina’
Kanna möguleika á að ná lifandi háhyrning
„Við höfum ákveðið að hætta
síldveiðunum f 10 daga á meðan
verið er að kanna málin vegna
háhyrninganna út af Hornafirði",
sagði Konráð Júlfusson skipstjóri
á Sigurvon AK 56, en við höfðum
samband við hann nýkominn
heim til Stykkishólms f gær.
„Þetta hefur ekkert gengið f þrjár
vikur vegna háhyrninganna",
hélt hann áfram, „og við sjáum
því til. Hins vegar er rétt að það
komi fram, að margir sjómenn
eru hræddir við þessar djúp-
sprengjur sem verið er að tala um
að nota á háhyrninginn. Það kann
að vera hætta á að þessar sprengj-
ur drepi þúsundir tonna af síld i
stað háhyrninga og sfldarstofninn
þarna er á litlu svæði, sem er frá
Hrollaugseyjum að Tvfskerjum
og stærðin er um 6 mflur á lengd
og 2 mílur á breidd. Sfldin er líka
á svo grunnu vatni þarna, 30—40
föðmum, og því veltir maður því
fyrir sér hver sprengjukrafturinn
er f þessum sprengjum og hver
áhrif hann hefur á þessu svæði.
Það var varðskip hjá okkur í
þrjá daga um daginn og skip-
verjar skutu feikna mikið af her-
rifflum á háhyrningana, en án
árangurs, svo það er erfitt að eiga
við þetta. Það er þó svolítið bros-
legt að á sama tfma og við viljum
háhyrningana feiga erum við á
Sigurvon að kanna möguleika á
að veiða lifandi háhyrninga til að
flytja í land. Þessi Frakki sem er
hér að eltast við háhyrninga er
með okkur á bátnum núna og kom
Framhald á bls. 45
Þessar háttprúðu endur voru á skemmtigöngu einn kyrrlátan og fagran októberdag f Vestmanna-
eyjum, en skyndilega var friðurinn rofinn, þvf vfgalegur fálki renndi sér úr háloftunum og gerði
sig Ifklegan til þess að hremma eina önd. Andahópurinn þétti sig saman og mikill kurr kom upp, en
fálkinn varð að vfkja þrátt fyrir allt þvf nokkrir peyjar sem gættu andanna ráku hann burtu og sáu
um að þær gætu haldið áfram spássitúr sfnum.
Ljósmynd Mbl. Sigurgeir f Eyjum.
Þurrhreinsitæki fyrir 1.400
milli. sett upp í Straumsvík
STJÓRNENDUR tslenzka ál-
félagsins hafa ákveðið að sett
verði upp f álverinu f Straumsvfk
þurrhreinsitæki, sem álitið er að
séu þau fullkomnustu, sem til eru
f heiminum f dag. Ragnar S.
Halldórsson, forstjóri félagsins
sagði Mbl. f gær, að tilraunir
hefðu sýnt að hreinsitæki Jóns
Þórðarsonar væru ekki nægileg
og væri það einnig álit ráðuneyt-
isins. Tæki Jóns kvað Ragnar
henta vel, þar sem mjög mikil
mengun væri, en mengunin frá
álverinu væri ekki það mikil að
þau kæmu að fullu gagni. Þessi
þurrhreinsitæki, sem ákveðið
hefur verið að setja upp er áætlað
að kosti um 1400 milljónir
fslenzkra króna.
Ragnar S. Halldórsson sagði að
unnið væri að undirbúningi þess
að tækin verði sett upp, en hann
kvað ekki unnt að segja að svo
stöddu, hvenær þau yrðu komin í
gagnið. Nú stendur fyrir dyrum
að setja sérstakar þekjur yfir
fjögur ker í kerskála og verður
reynslan af þeim að kenna mönn-
um, hvernig þekjurnar eiga að
vera. „Siðan verður haldið áfram
ósleitilega eins og tæknilegar
ástæður leyfa. Uppsetning slíkra
Matthías Bjarnason um viðræður í Bonn:
Engin steíhubreyting' gagnvart
verksmiðiu- og frystitogurum
1 VIÐTALI við Morgunblaðið f
dag, sem birt er á bls 22—23 lýsir
Matthfas Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra yfir þvf, að engin stefnu-
breyting hafi orðið f afstöðu rfkis-
stjórnarinnar til veiða þýzkra
verksmiðjutogara og frystítogara
innan fiskveiðimarkanna. „£g
skal ekkert segja um það, hvort
samningar takast," segir ráðherr-
ann, „en ég vil hreinskilnislega
láta það koma fram, að það er
engin stefnubreyting, sem hefur
átt sér stað hvað mig snertir f
viðhorfi til verksmiðjutogara og
frystitogara innan fslenzku land-
helginnar.“
Síðar í þessum mánuði mun
nefnd embættismanna fara til
viðræðna við v-þýzk stjórnvöld
um landhelgisdeiluna milli Is-
lands og V-Þýzkalands og sam-
kvæmt þessari yfirlýsingu sjávar-
útvegsráðherra nú mun ríkis-
stjórnin halda fast við þá afstöðu
að leyfa engar veiðar verksmiðju-
og frystitogara innan fiskveiðilög-
sögunnar. 1 viðtalinu segir
Matthías Bjarnason ennfremur,
að ásókn v-þýzkra togara sfðustu
daga og viðbrögð v-þýzku eftirlits-
skipanna hafi haft mjög slæm
áhrif á sig og hann kveðst vita að
hið sama gildi um sjómenn og
útvegsmenn.
tækja er viðamikið fyrirtæki og
hlýtur að taka talsverðan tíma“,
sagði Ragnar og kvað vandamálið
vera að vinna við uppsetningu
hreinsitækjanna á meðan kerin
væru f gangi. Hefðu hins vegar
verið sett hreinsitæki á kerin f
upphafi og áður en þau voru tekin
f notkun, sæti álverið uppi með
hreinsitæki, sem í dag eru talin
úrelt — hreinsuðu álíka vel og
tæki Jóns Þórðarsonar, en núver-
andi kröfur til hreinsitækja eru
strangari en þegar álverið var
byggt.
Ragnar sagði að áiframleiðslan
gengi þokkalega. Vandræði hefðu
orðið vegna gallaðra kolaskauta.
Hins vegar kvað hann álmarkað-
inn góðan að því leyti að allt seld-
ist sem framleitt væri og álverðið
hefði hækkað mikið á þessu ári,
en þó ekkert eftir 1. júlí. Hitt
væri svo annað mál að verðið f
dag væri ekkert hærra en það var
t.d. fyrir 3 til 4 árum f þýzkum
mörkum eða svissneskum frönk-
um. Alframleiðendur kvað hann
komna yfir verðfallstímabilið,
sem varð fyrir nokkrum árum, en
hins vegar væru nú ýmsar
kreppublikur á lofti í heiminum
Framhald á bls. 45