Morgunblaðið - 01.11.1974, Side 1

Morgunblaðið - 01.11.1974, Side 1
214. tbl. 61. árg. MORGUNBLAÐIÐ 1. NÓVEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Líðan Nixons enn alvarleg Long Beach, 31. október Reuter — NTB LlÐAN Richard Nixons, fyrrum Bandaríkjaforseta, var enn al- varleg í kvöld, þrátt fyrir að líkamsstarfsemin væri f aðal- atriðum komin f samt lag. Nixon missir talsvert af blóði, og kann enn að hafa innvortis blæðingar, að þvf er læknar hans sögðu. Hann er samt sagður vera með fuliri meðvitund, hafa áhuga á þvf sem gerist f kringum hann og vera samvinnuþýður. Tilkynningin um heilsufars- ástand Nixons var gefin út af einkalækni hans, John Lungren, og skurðlækni þeim, sem fram- kvæmdi aðgerðina á forsetanum fyrrverandi, Eldon Hickman. Læknarnir sögðu að enn væri hugsanlegt að heilsu Nixons hrak- aði aftur, og hann yrði áfram undir nákvæmu lækniseftirliti. Þeir skýrðu frá því að blóðþrýst- ingur hans og púls væri orðinn eðlilegur. Nixon hefði fengið um það bil hálfan lítra af blóði til þess að vega upp á móti blóðmiss- inum. Aður hafði hann fengið einn og hálfan lítra af blóði. Talsmaður sjúkrahússins í Long Beach sagði að Pat Nixon og dæturnar Julie og Tricia væru til staðar í sjúkrahúsinu og færu inn á neyðarstofuna til Nixons í stutt- ar heimsóknir á klukkutíma fresti. Þetta er hið nýja og glæsilega verzl- unar- og skrifstofuhús sem Einar Guð- finnsson hf. hefur reist í Bolungarvík. í dag eru 50 ár síðan hinn landskunni athafnamaður Einar Guðfinnsson stofnaði fyrirtæki sitt í Bolungarvík. Af því tilefni hefur Mbl. átt samtal við Einar og birtist það ásamt fjölda mynda á bls. 10, 11 og 28. Ljósm. Mbl. SS. Mótaðgerðir evrópskra flugfélaga gegn USA? EVRÓPSK flugfélög hafa komið sér saman um að hefja gagnað- gerðir gegn ákvörðun Banda- rfkjastjórnar um að reyna að styrkja samkeppnisaðstöðu bandarískra flugfélaga, að því er NTB-fréttastofan hefur eftir Knut Hagrup, forstjóra SAS, f gær. Muni SAS innan tfðar senda rfkisstjórnum Norðurlanda bréf þar sem farið er fram á viðræður um vandamál þau sem skapast af völdum þessarar ákvörðunar. Séu evrópsk flugfélög sammála um að ræða málið við rfkisstjórnir hvers fyrir sig, og kref jast mótaðgerða. □ örn Johnson, forstjóri Flug- leiða h.f., sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að hann hefði frétt að flugfélögin hygðust mótmæla þessu, en hann byggist ekki við neinum gagnaðgerðum. Alla vega hefði þetta mál ekki komið til kasta Flugleiðamanna, og hann gerði ekki ráð fyrir nein- um aðgerðum af þeirra hálfu. Meðal þeirra aðgeröa sem Framhald á bls. 24. Leyniþjónustan með í byltingar- tilraun fasista? Róm, 31. október — Reuter VITO Miceli, hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður ftölsku leyniþjónustunnar, hefur verið handtekinn fyrir þátttöku f póli- tfsku samsæri, að þvf er ftölsk lögregluyfirvöld skýrðu frá f kvöld. Miceli sem var yfirmaður leyniþjónustunnar frá október 19”’0 þar til f júlf s.l. hafði áður f< igið viðvörun um að rannsókn færi fram á hugsanlegum þætti hans f byltingartilraun fasista undir forystu Valerio Borghese prins aðfararnótt 8. desember 1970. Borghese, sem oft gekk undir nafninu „svarti prinsinn" var áður fyrr aðstoðarmaður Mussolinis einræðisherra. Miceli, sem er 58 ára að aldri, var formlega varaður við því í síðustu viku að hann ætti yfir höfði sér ákæru um að hafa þagað yfir upplýsingum um byltingartil- raunina. Borghese prins flúði land til Spánar eftir að tilraunin misheppnaðist, en hún rann út í sandinn er 50 nýfasistar höfðu komizt inn í innanríkisráðu- neytið. Segir f jölskylda Borghese að hann hafi látizt á Spáni. Miceli á einnig yfir höfði sér ákæru um að hafa verið beinlínis bendlaður við samsærið. Fundur Arafats og Husseins veldur klofningi innan PLO Beirut, Tel Aviv, Rabat. Sameinuðu þjóðunum, New York, 31. október AP— Reuter—NTB. % fSRAELSKIR fallbyssubátar gerðu f dag feikilegar sprengju- árásir á næststærstu flóttamanna- búðir Palestfnumanna f Lfbanon, og mögnuðu þar með þriggja vikna langa herferð gegn skæru- liðum f suðurhluta landsins. Fimm manns fórust f árásunum og 20 særðust, flest þeirra börn, konur og gamalmenni, að þvf er Reuter segir í frétt frá búðunum. Heimildir innan hersins f Israel hermdu hins vegar að Palestfnu- skæruliðar ráðgera nú vfðtæka baráttu og aðgerðir til að fylgja eftir þeim stuðningi sem Frelsis- hreyfing Palestfnu (PLO) hlaut hjá Arabaleiðtogunum á fundin- um f Rabat. • Arafat, leiðtogi Frelsishreyf- ingarinnar, sagði á blaðamanna- fundi í Rabat f gær, að hann myndi hitta Hussein Jórdanfu- konung innan 10 daga, þar sem þeir reyniaðjafna ágreiningsmál sfn, en sem kunnugt er staðfesti Rabat-fundurinn að Frelsishreyf- ingin sé eini rétti fulltrúi pale- stfnsku þjóðarinnar. Beirut-blað- ið A1 Nahar segir f dag, að Rabat- Drykkjuskapur að verða þjóðarmeinsemd á Grænlandi? 8 manns hafa drukkið sig í hel í um 2000manna bœ Julianehaab, 31. október. Frá fréttaritara Morgun- blaðsins Henrik Lund: Lögreglustjórinn f Narssaq hefur nú skýrt frá þvf að átta manns hafi látizt f bænum það sem af er þessu ári af völdum óhóflegrar áfengisneyzlu. I Narssaq búa aðeins um 2000 manns, og veldur þetta meiri- há'.tar áhyggjum á staðnum. Það cr nú orðin alkunn stað- reynd, bæði á Grænlandi og erlendis að misnotkun áfengis er gífurlegt vandamál f landinu. Fjöldi óhugnanlegra dæma eru frá undanförnum vikum sem sýna að áfengi er að verða hættuleg meinsemd f grænlenzku þjóðfélagí. Nýj- ustu dæmin eru tveir harmleik- ir sem gerðust fyrir helgina f Narssaq, sem reyndar er vina- bær Akureyrar. Tvær ungar konur létust aðfaranótt laugardags f Narssaq af völdum áfengiseitr- unar. Önnur var 23 ára, en hin aðeins 15 ára. Þær bjuggu f sama húsi, en drukku hvor f sfnu lagi f fbúðum sínum. Sú 23 ára dó árla kvölds eftir að hafa drukkið brennsluspfritus, en sú 15 ára um nóttina af of mikilli neyzlu brennivfns og romms. Sem fyrr segir búa aðeins um 2000 manns f Narassaq, en þar eru hins vegar fjögur veitinga- hús. Ef börn og unglingar eru dregnir frá bendir þannig allt til að rekstur þessara staða byggist á um það bil 650 manns. Lögreglustjórinn f bænum hefur lýst áhyggjum sfnum vegna þeirra félagslegu og siðferðislegu afleiðinga sem af þessu hljótast. fundurinn hafi samþykkt leyni- lega að Hussein leyfi Palestfnu- skæruliðum að starfa f Jórdanfu á ný. Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra tsraels sagði hins vegar að Israel vildi ekki ræða um frið við PLO þótt Hussein væri fulltrúi þeirra. • Samtök Arabaleiðtoga fóru þess formlega á leit við Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í dag, að fresta umræðum allsherjarþings- ins um Palestfnumálið frá 7. nóvember til 13. nóvember. Er gert ráð fyrir að við þessu verði orðið. Hefur Frelsishreyfingunni verið boðin þátttaka f umræðun- um, og búizt við að Arafat muni sjálfur mæta til leiks. Engin ástæða var gefin fyrir þessari ósk, en talið er að hreyfingin vilji betri undirbúning, — ekki sfzt vegna væntanlegs fundar við Hussein. Hins vegar gerðist það f New York f dag, að fjölmenn mannréttindasamtök Gyðinga kröfðust dómsúrskurðar um að fulltrúum Palestfnuskæruliða yrði bannað að koma til Banda- rfkjanna. I kærunni segir, að hreyfingin sé „sek um morð, villimennsku og grimmd" og falli þvi undir ákvæði i lögum sem banni slikum aðilum að komast inn i landið. Hefur Mark Costantino dómari kvatt Iögfræðilega fulltrúa Henry Kissingers utanrikisráðherra, William Saxbesr dómsmálaráð- herra og William Simons fjár- málaráðherra til að mæta fyrir réttinum á morgun til að sýna fram á ástæður fyrir því að kröfu samtakanna beri að vísa frá og fulltrúum Frelsishreyfingarinnar hleypt inn i landið. 1 kröfu samtakanna er farið fram á, að verði fulltrúunum ekki meinað að koma inn í landið, verði settar hömlur á ferðafrelsi þeirra og þeir hafðir undir eftir- Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.