Morgunblaðið - 01.11.1974, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1974
11
tJtgerð hefur alla tíð verið stór þáttur f atvinnurekstri Einars, og margir báta hans
hafa orðið þekktir. Hér er Hafrún tS 400 á leið til Siglufjarðar með fullfermi af sfld.
um sig, og varð oft mikil ringul-
reið á markaðnum, okkur til
tjóns. Voru dæmi þess að sami
fiskurinn væri boðinn fleiri en
einum kaupanda erlendis. Ur
þessu rættist ekki fyrr en Sölu-
samband íslenzkra fiskframleið-
enda var stofnað 1932, en stofnun
þess var að mínum dómi mikið
framfaraspor. Þetta voru mikil
erfiðleikaár, og oft var lítið um
peninga. En fólkið hér virtist
treysta mér og það hefur verið
mér mikilvægt á öllum mínum
ferli, að fólk hefur borið traust til
min.
Árið 1933 stækkaði ég verulega
við mig, þegar ég festi kaup á
eignum fyrirrennara míns,
Péturs Oddssonar. Það voru fisk-
verkunarhús, fiskreitir og ver-
búðir, auk þess sem ég leigði
verzlunarhús hans. Á árunum
1930—’40, kreppuárunum sem
kölluð eru, var ástandið oft bág-
borið. Það var eins og enginn
treysti sér til að gera neitt. Þá féll
það í minn hlut að leysa vandann
og þar kallaði hvað á annað. Á
þessum árum gat ég samt stækkað
bátaflotann og haldið áfram fisk-
vinnslu af fullum krafti.
Verzlunarreksturinn kom í góðar
þarfir, því ég hafði lánstraust
erlendis og gat borgað fólkinu í
vörum þegar engir voru til
peningarnir."
Bátaútgerðin
„Ég var alltaf að bæta við mig
bátum og átti ég venjulega bátinn
að hálfu á móti formönnunum.
1933—’35 lét ég smiða fyrir mig
þrjá 10 tonna báta, tvo hér í
Bolungarvík hjá Fal Jakobssyni
bátasmið, sem áður hafði smíðað
fyrir mig báta, sem reynzt höfðu
vel. Einn var smíðaður I Bergen í
Noregi. Ég gat ekki haft þá
stærri, því setja þurfti bátana á
land þegar veður voru vond. Það
var reyndar ekki fyrr en f fyrra-
vetur, að höfnin var orðin svo góð,
að bátarnir gátu verið þar óhultir,
áður þurftu þeir að leita til ísa-
fjarðar í vondum veðrum. I byrj-
un strfðsins og á stríðsárunum
eignaðist ég stærri báta enda
hafnarskilyrði orðin betra, 40—60
tonna, og 1946 létum við smíða
100 tonna bát í Svfþjóð, Hugrúnu.
Nú fóru sfldveiðar að verða mikil-
vægur þáttur hjá fyrirtækinu yfir
sumartfmann, og þegar mest var
átti það 6—7 báta á sfld. Um ára-
bil rak ég söltunarstöðina Nöf á
Siglufirði í samvinnu við Skapta
Stefánsson og einnig rak ég um
tíma söltunarstöðvar á Raufar-
höfn og Seyðisfirði. Nöf var í
mörg ár ein afkastamesta sölt-
unarstöðin á Siglufirði. Þá má
geta þess, að 1964 festi fyrirtækið
kaup á olíuskipinu Þyrli af Skipa-
útgerð ríkissins og var það skírt
upp og nefnt Dagstjarnan. Hún
flutti síld að austan í fiskmjöls-
verksmiðjuna og var dælt úr
síldarbátunum úti á miðunum.
Vorum við brautryðjendur á
þessu sviði. Og enda þótt þessir
flutningar hafi kannski ekki ver-
ið ábátasamir fyrir fyrirtækið,
voru þeir að sögn fróðra manna
mikilvægir fyrir þjóðarbúið, því á
næstu árum hvarf síldin frá land-
inu og flytja varð hana langa leið
til verksmiðjanna með tankskip-
um.
Þegar síldin hvarf sneru menn
sér meira að þorskveiðunum. Var
gert út á línu og troll á sumrin og
mestmegnis línu á veturna. Fyrir-
tækið hafði eignazt 3 austur-
þýzka „tappatogara”, sem kallaðir
eru, og hafa þeir reynzt ágætlega.
Þegar athyglin fór að beinast að
þorskveiðunum að nýju, var farið
að hugsa um það hvernig þeim
veiðum væri bezt komið með til-
liti til þeSs hve erfiðlega hefur
gengið að fá mannskap hin síð-
ustu ár, sérstaklega til linubeit-
ingar. Beindust augun fljótt að
skuttogurunum og á dótturfyrir-
tæki Einars Guðfinnssonar hf,
Baldur hf, einn slíkan í smíðum I
Frakklandi, og verður hann
væntanlega afhentur nú í nóvem-
ber. Togarinn er af minni gerð-
inni, 500 tonn, og hefur hlotið
nafnið Dagrún ÍS 9. í togaranum
verður allur nýjasti búnaður t.d.
kælitankur til að flytja fisk í
kældum sjó, sem er algjör nýjung
I íslenzkumr skuttogara. Þá á
Einar Guðfinnsson hf i smiðum
3—400 tonna skutskip hjá
Marseliusi Bernharðssyni á Isa-
firði. Þetta skip verður útbúið til
alhliða veiða, togveiða, línu- og
netaveiða og nótaveiða. Það verð-
ur yfirbyggt, þannig að öll vinna
fer fram undir þilfari. Skipið
verður væntanlega tilbúið á
næsta ári. I augnablikinu á fyrir-
tækið 4 báta, sem eru stærri en
200 tonn. Það verður mikil breyt-
ing þegar bæði skutskipin eru
komin i gagnið.“
Frystihúsarekstur
„I byrjun striðsins varð óskap-
lega mikil breyting á allri fisk-
verkun. Mikið dró úr saltfiskverk-
un og þurrkun og fiskurinn þess i
stað seldur nýr á Bretlandsmark-
að. Þá var einnig byrjað að frysta
miklu meira en áður, og fólkið
sem var i saltfiskverkuninni fór
að vinna í frystihúsinu og þess
vegna varð ekkert atvinnuleysi.
Þegar ég kom hingað til
Bolungarvíkur var fyrir beitu-
frystihús, en það var mjög lélegt
og hélt illa frosti. Við stofnuðum
hlutafélag um nýtt beitufrystihús
Ishúsfélag Bolungarvíkur hf, og
var það reist 1929. Upphaflega
átti þetta að vera klakafrystihús,
en það breyttist þegar ég skrapp
eitt sinn til Reykjavíkur og hitti
þar Benedikt Gröndal, sem þá var
ungur maður í vélsmiðjunni
Framhald á bls. 28
Einar á skrifstofu sinni ásamt sonum sfnum, Guðmundi
Páli, Guðfinni og Jónatan.
Starfsfólk skrifstofunnar ásamt þeim Einari. Guðfinni
og Jónatan.