Morgunblaðið - 01.11.1974, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1974
23
Einn hinna stóru
William Heinesen: MÓÐ-
IR SJÖSTJARNA. 173 bls.
□ Þýð.: Clfur Hjörvar. □
Helgafell. 1974.
Nýlega rakst ég á þá umsögn um
William Heinesen í uppsláttar-
riti að hann hefði tekið þann kost-
inn að skrifa á dönsku sakir þess
hve fáir væru lesendur í Færeyj-
um, en samt engu að síður haldið
sér við færeysk efni. Við hvora
tveggja staðhæfinguna hefði mátt
setja fyrirvara. Heinesen telur sig
sjálfur danskan rithöfund allt
eins og færeyskan, enda ólst hann
upp við dönsku sem móðurmál
jafnhliða færeyskunni. Og um
Móður sjöstjörnu má að minnsta
kosti segja að hún er ekki sérlega
„færeysk“, heldur miklu fremur
skandínavískt skáldverk eða jafn-
vel evrópskt. Þetta er ekki saga
sem gerist í tilteknu landslagi,
ekki saga um staðbundna lífsbar-
áttu, heldur almenn mannlifssaga
þar sem þungur niður blóðs í æð-
um söguhetjanna yfirgnæfir þann
úthafsöldunið sem maður hélt
kannski að léki eins konar undir-
spil i færeyskri sögu. Móðir sjö-
stjarna er svo lítið færeysk að
maður gæti allt eins talið sér trú
um að hún gerðist í einhverjum
smábæ við Eyjahaf t.d. Hitt er svo
annað mál að örlög fámennrar og
afskekktrar þjóðar eins og Færey-
ingar vissulega hljóta að teljast
greinast með ýmsu móti óbeint í
þeim vanda sem söguhetjurnar
eiga við að glíma, og sögufólkið er
ekki frjálsara í umhverfi sínu en
Færeyingar hafa verið sem þjóð
fram undir þetta. Þetta er saga
um erfið og stopul samskipti
manna, um skeið lífs og um skeið
dauða; saga um mannlegan blóð-
hita og breyskleika annars vegar,
en djöfullega sjálfsafneitun hins
vegar.
Það eru fyrst og fremst kven-
persónur sem spinna örlagaþræði
sögunnar: í fyrsta lagi ráðskona,
trúuð og ströng; í öðru lagi ung
stúlka, svo mjög hlaðin lífsorku
að hún sprengir af sér þá fjötra
sem á hana eru lagðir og má að
lokum sannreyna orð ráðskon-
unnar — að laun syndarinnar eru
dauðinn; í þriðja lagi læknisfrú,
útlend, menntuð og hamslaus,
þolir ekki fábreytni umhverfisins
og hverfur á braut (eins og raun-
ar fleiri kvenpersónur sögunnar).
Færeyskt þjóðlíf er auðvitað
runnið Heinesen í merg og bein,
en útkjálkaskáld er hann ekki.
Hann hefur drjúgum numið af
skáldsagnahöfundum samtímans,
allt frá Hamsun til jafnaldra
sinna. Hinn óbeini, frjálsi stíll
hans minnir á Hamsun og fleiri.
Og á slæpingja rekst maður i þess-
ari sögu sem er eins og klipptur
út úr umrenningasafni Hamsuns.
En kannski er það aðeins tilvílj-
un. Héinesen hefur firnasterk tök
á skáldsöguforminu, þarf ekki að
stæla, á meira en svo sjálfur að
hann þurfi að taka frá öörum. Og
svo má minnast þess að Færeyjar
eru snöggtum meiri Skandínavía
en ísland. Maður finnur það strax
á bakkanum í Þórshöfn.
Móðir sjöstjarna er spennandi
saga framan af, seinni hlutinn
sem er eiginlega önnur saga dett-
ur dálitið niður. En að hvaða leyti
er hún þá skemmtileg? Æsiefni?
Að visu. Magnaður og myndríkur
still vegur þó þyngra á metunum.
Heinesen rennir mörgum stoðum
undir verk sitt, það er margslung-
ið í einfaldleik sínum, og líkinga-
safnið er heilt úthaf. Það sem
Heinesen treystist ekki til eða vill
ekki segja beint, það segir hann
óbeint, en samt svo klárt og
Steinar Sigurjónsson:
Djúpið □
Til Ragnars tónlist f efri
árin Q
Helgafell — Reykjavík
1974
Steinar Sigurjónsson er enginn
nýgræðingur í hópi íslenzkra rit-
höfunda, enda orðinn maður hálf-
fimmtugur. Siðustu tvo áratugi
hefur hann sent frá sér margar
skáldsögur og auk þess ljóðakver,
sem hann gaf út undir dulnefninu
Bugði Beygluson. Hann virðist
hafa litið á sig sem eins konar
aðskotadýr í íslenzkum ljóðheim-
um, en mér hefur aftur og aftur
orðið það fyrir að gripa ofan í
ljóðakverið. þótzt kynnast þar
mun látlausara og þó einkum
hreinlátara skáldi en í sögunum.
Þó er siður en svo, að ég telji
Steinar Sigurjónsson kunnáttu-
litið og ómerkilegt sagnaskáld. En
hjá honum hefur gætt allt að þvi
sorakenndrar tilhneigingar til
þess að dríta i sitt eigið hreiður,
gera persónur sínar stundum ekki
aðeins allt að því hrollvekjandi
Bðkmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
kröftuglega að skilst. Sem sagt;
galdur verksins felst í stílnum ef
það orð er skilið í víðtækri merk-
ing. Þetta: að halda á ótal þráðum
í einu og tengja þá alla saman —
þannig verður til skáldverk eins
og Móðir sjöstjarna, raunsætt og
ævintýralegt í senn; ótrúlegt, en
þó svo raunverulegt að manni
finnst það hefði getað gerst i ver-
unni.
raunverulegar, heldur beinlínis
velta þeim upp úr aur og saur —
og einnig, auk ýmiss konar gönu-
hlaupa og sérvizku í málfari, svo
sem þess, að rita ávallt „ans“ í
stað eins og skyrpa, þegar lesand-
ann minnst varir, einhverjum
óþverra á annars samfellda og
litrika málfarslega tjáningu.
Þessa hefur hann svo goldið það
grimmilega hjá bæði lærðum og
leikum, að vegur hans og gengi er
víðs fjarri þvi að vera í skynsam-
legu samræmi við gáfur hans og
gildi sem skálds. Og það er nú
síður en svo, að nokkur von sé til,
að hin nýja bók hans, Djúpið,
muni bæta þarna úr skák.
Hún mun hvorki geta talizt
skáldsaga, ljóðaflokkur né leikrit,
svo að nefnd séu þau einu form,
sem hér eru yfirleitt talin hæfa til
sköpunar ritverkum er geti haft
bókmenntalegt gildi. Hún hefur
fyrst og fremst að flytja
heimspekilegan, táknrænan
heilaspuna um uppruna og þróun
alls lífs og þá einkum mannlífsins
og það, sem i bókinni gerist fer
fram niðri í hafdjúpunum, þar
sem rikja „frumtröll", skrimsli og
„Hugurinn
að láni —
Kammertónleikar
W. A. Mozart Kegelstatt-
trfóið, K-498 □ Herbert
H. Ágústssoit Sálmar á
atómöld □ Carl Nielsen,
Serenata Invano □ A.
CasellaSerenata.
Stofnun Kammersveitar
Reykjavíkur er lofsvert fram-
tak og vonandi tekst þessum
félagsskap að halda velli. Fram-
tið hans byggist að miklu leyti á
því hvernig tekst til um val og
flutning tónverka en þó ekki
síður, hvort músikunnendur
eru raunverulegir músik-
unnendur.
Kegelstatt-trióið eftir Mozart
er yndisleg tónsmið og, eins og
öll tónlist Mozarts, fínlega ofin
og reynir mjög á nákvæmni
flytjenda í tóntaki, blæbrigðum
og hryn. Flutningur verksins
var að mestu hnökralaus, en
heldur bragðdaufur. Það
vantaði skarpari andstæður
blæbrigða og að staldra við á
þýðingarmiklum stöðum. Tón-
list Mozarts og Sálmar á atóm-
öld eru skýrt dæmi um það 200
ára tilfinningadjúp, sem aðskil-
ur manneskjur 18. og 20. aldar-
innar. Laggerð, blæbrigði og
hrynur lýsa andstæðum hljóð-
heimum, andstæðum, sem eru
einkenni nútimans, þar sem
togast á villt og óhamin nýsköp-
un og varðveizla hefðbundinn-
ar friðsældar. 1 þessu umróti
leita manneskjurnar að Guði, í
eigin hugskoti, á ströndinni, i
minningú ástvina og biðja um
fyrirgefningu. Tónlist Herberts
H. Ágústssonar er víða mjög
falleg, en heldur of mikið hugs-
uð fyrir hljóðfæri. Söngurinn,
sem var frábærlega vel fluttur
af Ruth L. Magnússon, hefði
Tónlist
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
mátt vera meira ráðandi. Upp-
lestur Matthíasar Johannessen
á ljóðum sínum og vandáður
flutningur gaf þessu ágæta
verki eftirminnilegan svip.
Serenöturnar eftir Carl Nielsen
og Casella eru báðar skemmti-
leg og vel unnin verk. Flutning-
ur þeirra var í heild mjög góður
og þá vaknar sú spurning, hvort
útvarp og sjónvarp eigi ekki í
ríkara mæli en áður að fela ísl.
tónlistarmönnum flutning
erlendra verka og með þvi móti
styðja við bak þeirra manna,
sem trúa á framtíð tónlistar í
landinu.
Islensk þýðing þessarar sögu
hefur verið talsvert vandaverk,
þar sem textinn byggist víða upp
á myndríkum líkingum, auk þess
sem alls konar gæluyrði og hálf-
kveðnar vísur koma þar fyrir í
ríkum máli. Ég nefni sem dæmi
þann kaflann þar sem ung móðir
heldur hrókaræður yfir barni
sínu, ómálga, kallar það furðu-
nöfnum og líkir því þannig við
flest það sem í hugann kemur þá
og þá stundina. Eg minni einnig á
hugmyndir sama barns þegar það
tekur sjálft að skynja umheiminn
og veit ekki svo gerla hvað nefna
skal hlutina, lifandi né dauða, þar
blandast saman barnaskapur og
lífspeki, römm hjátrú og seið-
mögnuð goðsaga, eigin ráðvillt
skynjun í bland við dulúðuga inn-
ræting frá' öðrum. Stílfærðar
náttúrulýsingar notar Heinesen
líka oft til að kalla fram tiltekin
áhrif. Ulfur Hjörvar skilar þessu
að minni hyggju allvel, kannski
ágætlega. Stöku orð er þó tæpast
til að fella sig við, t.d. ætti að vera
óþarft að nota orðið vættur
þráfaldlega í karlkyni. Prentvill-
urnar eru líka allt of margar I
svona skemmtilegri bók.
William Heinesen
William Heinesen er einn hinna
stóru, um það er engum blöðum
að fletta. Ljúflega hefðum við
unnt honum Nóbelsverðlauna
fyrir þetta árið, að minnsta kosti
fremur en þeim tveim sænsku rit-
höfundum sem þau hlutu, í og
með fyrir að vera góð skáld að
vísu, en mest þó fyrir að vera
svíar.
fær lampa
það ósar”
ýmiss konar furðulegar ófreskjur,
sem svamla þar um í gróskuríkum
þönglaskógum eða leynast í hol-
um og hellum. Höfundur lætur
svo ýmis hljóðfæri, svo sem hné-
fiðlu, kontrabassa, slaghörpu,
bumbur og lúðra túlka áhrif þessa
Bókmenntir
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
undirheimaliðs gagnvart honum,
þar eð hann virðist líta svo á, að i
tónlistinni felist hin viðtækasta
og djúptækasta tjáning mannlegs
frumeðlis í allri þess ógn, and-
styggð og töfrum. Auðsætt er, að
þarna gætir áhrifa úr ýmsum
áttum. Höfundur hefur horft á
kvikmyndir, sem orðið hafa til á
seinustu áratugum við rannsóknir
hafdjúpanna. Hann hef ur og lesið
nýtízk rit, sem fela í sér vanga-
veltur yfir dulardómum rúms og
tima, og meira og minna hæpnar
athuganir á upprúna lifsins og á
mannlegu eðli. Viðfangsefni hans
er svo margslungið, svo víðtækt
og órætt, að það er engan veginn
vonlegt, að hann hafi náð nokkr-
um listrænum eða hugmynda-
legum árangri i meðferð þess og
þá sizt í því formi, sem hann
hefur valið sér. Hann segir
raunar furðumargt vel og stund-
um viturlega, en bókin er full af
þverstæðum, meiningarlausum
endurtekningum, furðulega við-
bjóðslegum lýsingum og gersam-
lega samhengislausum heila-
spuna og þvættingi. Höfundur
segir framarlega í bókinni:
„Hugurinn fær lampa að láni. Það
ósar: Já, satt og orðið. En til þess
að gefa nokkra hugmynd um
hugsanaferil höfundarins, stíl
hans og málfar, leyfi ég mér að
birta niðurlag bókarinnar og það,
sem helzt mætti kalla niðurstöð-
urnar af allri djúpkönnun skálds-
ins, og þykist ég þá ekki velja af
verri endanum:
„Auðvitað er lífið þannig; það
hlaut að fara á þennan hátt.. .
Tilveran var jafnan að bíða inn-
blásturs, okkur datt það ekki í
hug fyrr en samningurinn við
stritið drapst; og nú er okinu lyft
af okkur hjartans börn. Sónatan
flæðir um hugi okkar. Við döns-
um í stað þess að tóra og dagarnir
taka málstað okkar. Þeir halda
stritinu föstu svo þaó finni ekki
annað strit eða eitthvert strit
komi til að barna það. Þetta er
dagur, ef mér tekst á annað borð
að skilja dag, sem er á þennan
hátt, því honum er varla lifað.
Hann er bara ímynd. Og er það
ekki nóg?
Alveg nóg! alveg nóg! segið þið
blessuð börn.
Skáld, að dagurinn verði úngur
og standi sig vel.
Skál, aðdagurinn verði hljómur
frá bumbu i firð.
Skál fyrir bumbu t firð sem
sóntan sér um fyrir okkur.
Og þvær og kembir kvern dag.
Sem ávallt er nýr.
Skál fyrir frumtröllunum.
Skál fyrir hrolldómströllabassa
undirdjúpanna.
Þönglarnir svigna hægt í sónöt-
unni og við mikilli lotningu. Ýfrið
er það nóg.
Yfrið er allt nóg.
Og allt er allt.
Þess vegna ekkert eða allt, þvi
alls er þörf og einskis vant.
Því tónlistin er laus við verkið
og sónatan rólar ans jójó út í
kjölfarið sem er horfið i kvert
sinn sem hún kemur þángað.
Eða vindskæri.
Eða kjölfarsleg heimspekiduld
Eða hippuð spámannahár-
feimni.
Eða tríóluvindhæðarkverfing.
Eða ævintýravindfjúkshár.
Eða jóðhlutlæg hlutkverva.
Eða hryggdýrslegar hrygg-
lengjurifjamollkveðjur.
Allt.
Þá það
Maður hefur nú lent í öðru eins
Dú vott jú dú.“
Kannski væri rétt, að tónlistar-
gagnrýnandi Morgunblaðsins
gerði bókinni nokkur skil, svo að
öllu réttlæti væri fullnægt.